Morgunblaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 11 BANDARÍSK ráðningarstofa hefur keypt farþegaferjuna Fagranes sem notað var til áætlunarferða yfir Ísa- fjarðardjúp um árabil. Áforma kaupendur að hafa skipið bundið við bryggju í miðborg San Francisco og nota það undir skrifstofur. Kaupin gengu í gegn í gær og nemur kaupverðið nokkrum tugum milljóna króna, að sögn Einars Más Aðalsteinssonar, sölumanns hjá Álasundi ehf. í Keflavík sem hafði milligöngu um kaupin. Fagranesið var notað í áætlunar- siglingar um Ísafjarðardjúp í tæpan áratug eftir að það var keypt frá Noregi 1991 þar sem það var nýtt til sömu verka. Skipið hefur verið bundið við bryggju síðan síðla árs 1999. Til stóð að finna skipinu hlut- verk sem öryggistæki vegna snjó- flóða en það þótti of kostnaðarsamt að láta skipið bíða reiðubúið í höfn- inni. Þá hafa björgunarsveitir á staðnum fengið nýtt skip. Skipinu verður siglt til Njarðvík- ur á næstu dögum þar sem það fer í slipp. Skipasmíðastöð Njarðvíkur mun sjá um að gera breytingar á Fagranesinu en þær verða umtals- verðar. Áætlað er að breytingarnar kosti um 20 milljónir króna og taki þrjár vikur. Þá verður því siglt til San Francisco. Einar Már segir skipið vera í þokkalegu ástandi nú en gerðar verða talsverðar breytingar og lag- færingar sem fjármagnaðar verða af nýjum eiganda. Hann vildi hvorki gefa upp kaupverð né kaupanda að öðru leyti en að um væri að ræða ráðningarstofu sem sér um ráðn- ingar á yfirmönnum fyrirtækja. Húsnæði í San Francisco dýrt Einar Már segir ástæðuna fyrir því að skipið verði notað undir skrif- stofur sé sú að húsnæði í San Francisco sé mjög dýrt líkt og í öðr- um stórborgum Bandaríkjanna. En með því að leggja skipinu við höfn- ina í miðborginni fæst stórt og ódýrt skrifstofuhúsnæði. Bíladekk gengur í gegnum allt skipið og verður það stúkað niður. Þá verður allt efra dekkið opnað og settir í það gluggar og þakgluggar. Skipið er 41 metri að lengd og 10 metrar að breidd og fást tvö slík rými með breytingunum. Álasund auglýsti Fagranesið til sölu á vefsíðu sinni á Netinu. Einar Már segir að áhugi á því hafi verið mikill. BYGGÐARÁÐ Skagafjarðar hefur samþykkt, með þremur atkvæðum Framsóknarflokks og Skagafjarðar- lista gegn tveimur atkvæðum Sjálf- stæðisflokks, að taka tilboði Raf- magnsveitna ríkisins, RARIK, í Rafveitu Sauðárkróks upp á 330 milljónir króna. Einnig kom sameig- inlegt tilboð frá tveimur rafverktök- um á Sauðárkróki, Tengli og Rafsjá, upp á 305 milljónir en því var hafnað. Sveitarstjórn Skagafjarðar tekur málið fyrir á fundi sínum næsta þriðjudag en fastlega er reiknað með að tilboði RARIK verði einnig tekið á þeim vettvangi. Jón Gauti Jónsson, sveitarstjóri Skagafjarðar, sagði við Morgunblað- ið að andvirði sölunnar til RARIK, sem á að staðgreiða, myndi fara í grynnkun skulda sveitarfélagsins. Hann sagði að ef ekkert hefði verið gert til að laga skuldastöðuna myndu heildarskuldir Skagafjarðar nema um 1,6 milljörðum króna í árslok. Með sölu á Rafveitu Sauðárkróks, sameiningu Vatnsveitu og Hitaveitu Sauðárkróks, sölu á hlutabréfum í Steinullarverksmiðjunni og fleiri að- gerðum tækist að lækka skuldirnar um 600–700 milljónir króna. Nauð- synlegt var að grípa til einhverra að- gerða, að sögn Jóns Gauta. Samkvæmt greinargerð meiri- hluta byggðaráðs ætlar RARIK að bjóða öllum núverandi starfsmönn- um Rafveitunnar áframhaldandi vinnu og lofar að auka starfsemi sína í Skagafirði með beinum og óbeinum hætti sem nemur 3–5 störfum. Sveit- arfélagið heldur hlutafjáreign Raf- veitu Sauðárkróks utan sölunnar til RARIK, m.a. hlutafé í Norðlenskri orku ehf. sem á aðild að undirbúningi Villinganesvirkjunar í Skagafirði ásamt RARIK. Í greinargerðinni kemur einnig fram að fjárhagslegur ávinningur sveitarsjóðs Skagafjarð- ar af sölunni verði árlega á bilinu 60– 88 milljónir króna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í minnihluta byggðaráðs, Gísli Gunn- arsson og Árni Egilsson, greiddu at- kvæði gegn sölunni til RARIK eins og áður segir og lögðu fram eftirfar- andi bókun: Skuldalækkun og fjölgun starfa „Við teljum söluna vera metnaðar- lausa skammtímalausn. Til lengri tíma litið væri hag sveitarfélagsins mun betur borgið með því að sam- eina veiturnar eins og búið var að samþykkja í sveitarstjórn. Þannig hefðu skuldir sveitarsjóðs lækkað um 400 milljónir og öflugt orkufyr- irtæki verið áfram í eigu heima- manna. Það hefði tryggt sjálfstæði sveitarfélagsins til framtíðar. Það er ljóst að rekstur veitna í Skagafirði er arðsöm og áhættulítil starfsemi. Við teljum að sá arður sé eign Skagfirð- inga og eigi ekki að hverfa burt úr héraði.“ Meirihlutinn í byggðaráði, skipað- ur þeim Herdísi Á. Sæmundardóttur og Elínborgu Hilmarsdóttur frá Framsóknarflokki og Snorra Styrk- árssyni frá Skagafjarðarlista, bókaði á móti þar sem afstaða minnihlutans er hörmuð, hún sögð ábyrgðarlítil og full af rangfærslum. Í bókun meiri- hlutans segir ennfremur: „Sú leið sem sjálfstæðismenn vilja fara felur ekki í sér lækkun skulda íbúa sveit- arfélagsins. Við teljum aftur á móti hag íbúanna best borgið með raun- verulegri lækkun skulda og fjölgun starfa í sveitarfélaginu eins og til- laga okkar felur í sér.“ Byggðaráð Skagafjarðar tekur 330 milljóna tilboði RARIK í Rafveitu Sauðárkróks Söluverðið fer í grynnkun skulda LANDHELGISGÆSLAN hefur tekið í notkun nýtt tölvuforrit sem nota á til leitarstarfa og er það frá bandarísku strandgæsl- unni. Hefur gæslan undanfarið kannað úrval tölvuforrita sem sérhönnuð eru til að ákvarða leit- arsvæði þegar slys verður á sjó. „Ákvörðun leitarsvæðis á sjó er flókin aðgerð þar sem ýmsir þætt- ir svo sem vindar og straumar hafa áhrif á rek björgunarbáta, fólks, braks og aflvana skipa,“ segir í frétt frá Landhelgisgæsl- unni og kemur þar fram að hún hafi um árabil átt gott samstarf við bandarísku strandgæsluna. Hafa menn þaðan haldið námskeið á þessu sviði fyrir starfsmenn Landhelgisgæslunnar og varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli. „Starfsmenn Landhelgisgæsl- unnar, sem sótt hafa þessi nám- skeið, hafa lýst ánægju sinni með nýja forritið. Undanfarin 15 ár hefur Landhelgisgæslan notast við sænskt leitarforrit sem reynst hefur vel en síðan hafa fullkomn- ari leitarforrit komið á mark- aðinn,“ segir einnig í frétt Land- helgisgæslunnar. Nýja forritið hefur verið sett upp í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og á næst- unni verður það einnig sett um borð í varðskip og loftför stofn- unarinnar. Morgunblaðið/Kristinn Við tölvuna situr Hafsteinn Þorsteinsson og hjá honum standa frá vinstri Hjalti Sæmundsson, Hafsteinn Haf- steinsson og Halldór B. Nellet. Forritið verður í varðskipum og loftförum Gæslunnar auk stjórnstöðvarinnar. Landhelgis- gæslan fær nýtt leitar- forrit Fagranesinu verður breytt í skrifstofu Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Fagranesið var svo til eingöngu í siglingum um Ísafjarðardjúp og við Hornstrandir en var einnig leigt í verkefni milli lands og Eyja. HÆSTIRÉTTUR hafnaði í gær kröfu Landssíma Íslands hf. um að úrskurður áfrýjunarnefndar sam- keppnismála sem féll gegn fyrirtæk- inu yrði felldur úr gildi. Áfrýjunar- nefndin staðfesti það sjónarmið samkeppnisráðs, að tiltekin afslátt- arkjör, stórnotendaáskrift og mag- nafsláttur, sem Síminn gaf kost á í GSM-þjónustu, hefðu verið til þess fallin að hafa skaðleg áhrif á sam- keppni í skilningi samkeppnislaga. Í dómi Hæstaréttar segir að Sím- inn teldist hafa notið markaðsráð- andi stöðu á þeim tíma sem um ræddi. Í samræmi við 39. gr. sam- keppnislaga hafði Samkeppnisstofn- un kallað eftir upplýsingum og gögn- um frá fyrirtækinu um það, hvert hann teldi vera kostnaðarlegt hag- ræði sitt af því að veita umrædd kjör. Síminn, sem ekki hafði viljað svara þessu, var látinn bera halla af skorti á upplýsingum um það, að annað hafi vakað fyrir honum með veitingu stórnotendaáskriftar og magnaf- sláttar en að styrkja og viðhalda með einhverjum hætti markaðsráðandi stöðu sinni. Ákvörðun samkeppnisráðs efldi virka samkeppni Tekið er fram í dómnum, að mat samkeppnisyfirvalda, að því er varð- ar þörf aðgerða gegn misbeitingu markaðsyfirráða, yrði að vera mál- efnalegt og fara að reglum stjórn- sýsluréttar. Segir Hæstiréttur að Síminn hafi ekki sýnt fram á, að að- gerðir samkeppnisyfirvalda hefðu brotið í bága við þessi skilyrði. Ákvörðun samkeppnisráðs, sem áfrýjunarnefndin hafði staðfest með úrskurði sínum, þótti því hafa verið til þess fallin að stuðla að því lög- mæta markmiði að efla virka sam- keppni á fjarskiptamarkaði, og ekki gengið lengra en góðu hófi gegndi. Málið dæmdu Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pét- ur Kr. Hafstein. Lögmaður Símans var Andri Árnason hrl. og lögmaður samkeppnisráðs Karl Axelsson hrl. Kröfu Símans um ógildingu hafnað EINAR I. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Kringlunnar, segir stjórn Rekstrarfélags Kringlunnar væntanlega óska eftir frestun í dómsmáli um svokallaða rúllustigadeilu Kringlukaupmanna en reynt hafi verið að sætta sjónarmið. Fram kom í Morgunblaðinu á miðvikudag að 9 fyrirtæki og verslanir hafa stefnt rekstrar- félaginu og Reykjavíkurborg fyrir Héraðsdóm vegna brott- náms tveggja rúllustiga milli 1. og 2. hæðar í syðrihluta Norð- urhúss Kringlunnar í janúar sl. 11. maí árið 2000 var haldinn kynningarfundur um þær hug- myndir og í kjölfar hans skrif- uðu á milli 60 og 70 eigendur og rekstraraðilar undir mótmæla- yfirlýsingu. Eigi að síður var samþykkt á stjórnarfundi 7. desember sama árs að fjar- lægja stigana og var það gert í janúar 2001. Í ágúst sl. gaf kærunefnd fjöleignarhúsmála út það álit að ákvörðunin væri ólögmæt. „Stjórnin telur að hún hafi haft umboð til þess að taka þessa ákvörðun á sínum tíma en málið snýst um þessa form- legu afgreiðslu, hvort það sé á valdsviði stjórnarinnar að taka þessa ákvörðun eða hvort það þurfi formlega samþykkt á fé- lagsfundi,“ sagði Einar. Leita sátta í rúllu- stigadeilu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.