Morgunblaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 31
ar siglt á var von á gðun sjó- g og ég hef ð þeir hafi gir Magn- ví sýnt arútvegs- umræddar kastanleg s staðfest- ráðuneyt- áður sýnt rúmu ári ðgerðir til erðar hafi gar sem ræðu á Al- ðferð hjá öldi eftir- daður og na. Þessar ist dregið úr brottkasti. Árni segir að vissulega tengist brottkastið fiskveiðistjórn- unarkerfinu á einn eða annan hátt. Brottkast sé hinsvegar ekki ein- skorðað við kvótakerfi, heldur vandamál í öllum tegundum fisk- veiðistjórnar, eins og dæmi úr Smugunni og frá dögum sóknarstýr- ingar á Íslandi sanni. Árni segir brottkast einkum þrenns konar. Í fyrsta lagi sé um að ræða undirmál en nú hafi verið gerð- ar breytingar á lögum þess efnis að undirmál teljist aðeins til helmings af kvóta. Í öðru lagi sé um að ræða brottkast þegar veiddar séu tegund- ir sem ekki eru til heimildir fyrir. Reglum um tegundatilfærslu hafi hinsvegar verið breytt og hún ætti því að nýtast betur en áður. Eins hafi útgerðir þrjá daga til að laga kvótastöðu sína komi skip hennar að landi með fisk sem ekki eru til heim- ildir fyrir, annaðhvort með tegunda- tilfærslu eða með því að leigja til sín heimildir. „Í þriðja lagi er síðan að ræða um brottkast þegar aflinn er stærðarflokkaður úti á sjó vegna þess að skipin hafa leigt til sín kvóta á háu verði og verða að fá hæsta verðið fyrir aflann. Þar er um að ræða mjög einbeittan brotavilja og það er erfitt að taka á því. Með því að skerða eða banna leigu á aflamarki er um leið verið að takmarka mögu- leika þeirra sem veiða óvart tegund- ir sem þeir hafa ekki kvóta fyrir, því þeir geta bjargað sér með því að leigja sér heimildir.“ Brottkast er viðvarandi vandamál Annað myndbandið var sýnt hluta sjávarútvegsnefndar Alþingis fyrr í vikunni. Kristinn H. Gunnarsson, varaformaður nefndarinnar, segir myndbandið sýna skelfileg vinnu- brögð, jafnvel að teknu tillti til vafa- atriða sem alltaf hljóti að vekja upp spurningar. Engu að síður sýni myndbandið, svo ekki verði um villst, að brottkast sé verulegt og byggt á bláköldum sjónarmiðum um fyrir hvaða fisk er borgað hæsta verð. Hann segir að sér hafi lengi verið kunnugt um brottkast en myndirnar séu engu að síður slá- andi. „Ég tel að allir geti verið sam- mála um að brottkast er viðvarandi vandamál og tengist mjög því á hvaða hátt menn þurfa að afla sér veiðiheimilda. Verðlag á veiðiheim- ildum er ótengt verðlagi á fiski. Ég sé fyrir mér að skynsamlegasta leið- in til að taka á þessu sé að menn greiði ákveðið hlutfall af aflaverð- mæti fyrir veiðiheimildina. Þá hverf- ur brottkasthvatinn. Það þýðir ekki að hóta mönnum fjársektum og fangelsi fyrir brottkast, heldur verð- ur að taka á málunum með öðrum hætti. Það verður alltaf ásókn í þessa atvinnugrein og það er ljóst að menn þurfa að afla sér veiðiheimilda með sama hætti og nú er gert. Þá verður að útbúa leikreglur miðað við það fyrirkomulag.“ Fiskistofa gerði á síðasta ári könnun meðal valinna skipa á Vest- urlandi og Vestfjörðum þar sem landaður afli dragnóta- og netabáta úr veiðiferð án eftirlitsmanns var borinn saman við veiddan afla úr veiðiferð með eftirlitsmann. Í 14 til- fellum kom fram verulegur mismun- ur á veiddum og lönduðum afla og því talin ástæða til að ætla að um brottkast hafi verið að ræða. Sigurjón Aðalsteinsson, yfirmað- ur veiðieftirlits Fiskistofu, segir að í kjölfarið hafi sjóeftirlitsmönnum verið fjölgað úr fimm í fimmtán, enda geti fimm eftirlitsmenn ekki fylgst með öllum þeim 1.600 til 1.700 skipum sem hafi veiðileyfi. Sigurjón segir að á þessu ári hafi verið ráðist í sérstakt brottkastsverkefni, þar sem beitt er sömu aðferðum og gert var í könnuninni í fyrra. Eftirlits- menn hafi þegar farið um borð í um 120 netabáta og borið veiddan afla saman við landaðan afla í veiðiferð- inni þar á undan. Það hafi leitt í ljós að munurinn á veiddum og lönduð- um afla sé mun minni en í könnun- inni í fyrra. Í einstökum tilfellum hafi komið fram óviðunandi munur og óskað eftir skýringum hjá útgerð- um viðkomandi skipa eða farið í aðra veiðiferð með þeim. Það sé því út í hött að benda á eitt tilfelli og halda því síðan fram að ekkert sé gert í því að fylgjast með brottkasti. Fiski- stofa hafi aldrei verið betur í stakk búin til að sinna eftirliti, þó vissulega mætti gera betur. „Það verður alltaf eitthvað um brottkast og til að koma í veg fyrir það þyrfti að hafa eftirlits- mann um borð í hverju skipi. Þegar tölur úr brottkastsverkefni okkar á þessu ári er bornar saman við könn- unina í fyrra kemur í ljós að dregið hefur úr brottkasti. Ég tel að tilfellin séu sem betur fer einangruð og að 95% sjómanna stundi ábyrgar og heiðarlegar veiðar,“ segir Sigurjón. Hvatinn til brottkasts hefur breyst Grétar Mar Jónsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, segir myndbandið aðeins staðfesta það sem hafi viðgengist á miðunum í áraraðir. Hann segir brottkast á fiski misjafnt eftir skip- um og kvótastöðu en telur að allt að 20% heildaraflans sé hent í hafið aft- ur. Brottkast sé stundað í öllum út- gerðarflokkum, þó væntanlega sé það mest á minni vertíðarbátum sem vanti veiðiheimildir. Hann segir brottkast hafa aukist á undanförn- um árum og hvatinn til þess að henda fiski hafi breyst. „Þegar búið er að afhenda mönnum kvóta þá freistast þeir til að koma með verð- mætasta fiskinn að landi. Þegar menn þurfa ofan í kaupið að leigja til sín heimildirnar þá verður þessi hvati ennþá sterkari. Staðreyndin er sú að á milli 60 og 80% af úthlut- uðum veiðiheimildum á undanförn- um árum eru veiddar af öðrum skip- um en veiðiheimildunum var upphaflega úthlutað til.“ Útvegurinn þarf að hafa meira frumkvæði Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, hafði ekki séð umrætt myndband þegar Morgun- blaðið ræddi við hann í gær en hann er staddur erlendis. Hann fullyrti hinsvegar að útgerðarmaður annars bátsins, sem myndir voru sýndar af í Sjónvarpinu gær, sé formaður Landssambands útgerða kvótalítilla skipa og það réttlætti engan veginn baráttu hans gegn kvótakerfinu að henda fiski. Friðrik sagði að öllum væri ljóst að einhverjir aðilar stunduðu brott- kast og á því þyrfti að taka. „Það þarf að koma í veg fyrir brottkast, rétt eins og aðra glæpi. Ég er sannfærður um að aukið eft- irlit hefur dregið úr brottkasti en það dugir ekki til að koma í veg fyrir það. LÍÚ hefur ætíð viljað taka þessi mál mjög föstum tökum, mun fastar en tekið hefur verið á þeim málum sem upp hafa komið. Við höfum stutt aðgerðir stjórnvalda í brottkastmál- um til þess en það er hinsvegar ljóst að útvegurinn þarf að hafa meira frumkvæði í þessum efnum,“ sagði Friðrik. brottkast á fiski um borð í tveimur íslenskum fiskiskipum á Íslandsmiðum Morgunblaðið/RAX eildaraflanum fleygt í hafið á ný eða öllum þorski undir 4 kílóum, auk allra annarra aflategunda. Morgunblaðið/Friðþjófur ki hent á sérstakt færiband sem liggur frá öku að lúgu á síðu skipsins. Morgunblaðið/Friðþjófur Múkkinn gerir sér mat úr fiskinum sem hent er fyrir borð, enda er fiskurinn dauður eða við það að drepast eftir volkið í veiðarfærunum. eygðir til þess að afla fyrir borð“ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 31 „ÉG hef þurft að henda allt upp í 90% aflans í einni veiðiferð. Okkur er nauðugur þessi kostur, við vit- um að brottkast er lögbrot og okk- ur líður ekki vel. En annaðhvort komum við aðeins með verðmæt- asta fiskinn að landi eða förum á hausinn.“ Þetta segir skipstjóri og útgerð- armaður annars skipsins, sem Sjónvarpið sýndi myndir frá í gær- kvöldi, í samtali við Morgunblaðið. Hann vill ekki láta nafns síns getið en segir að brottkast hafi viðgeng- ist á Íslandsmiðum um áraraðir, enda hvetji kvótakerfið til þess að aðeins sé komið með verðmætasta fiskinn að landi. Nú sé hins vegar nóg komið og þess vegna hafi hann heimilað myndatöku um borð. Skipstjórinn segist vera nauð- beygður til að stunda brottkast. Ella verði hann að leggja upp laupana og þá missi hann, og allir skipverjar, atvinnu sína. „Til að geta stundað veiðarnar verðum við að hirða dýrmætasta fiskinn en henda hinu. Annars höfum við ekkert upp úr útgerðinni. Verð- mætasti fiskurinn er 5 kíló og þyngri og ég veit sjálfur um skip sem henda öllum þorski undir 5 kílóum og öllum meðafla. En við höfum miðað við að henda fiski sem ekki nær 1,8 kílóum, auk þess sem við hendum öllum flatfiski í sjóinn aftur. Það er búið að skerða þorsk- veiðiheimildir okkar um 30% á undanförnum tveimur árum. Við höfum ekki fengið neinar bætur fyrir þessa skerðingu og ekki aukningu í neinum öðrum teg- undum heldur. Leiguverð á kvóta hefur hækkað úr um 110 krónum í fyrra í um 150 krónur núna, það er að segja ef á annað borð fæst leigður kvóti. Brottkastið jókst verulega eftir Valdimarsdóminn Það stunda allir brottkast og hafa gert lengi. Ástandið versnaði hins vegar til muna eftir að hinn svokallaði Valdimarsdómur var kveðinn upp í Hæstarétti árið 1998. Nú er búið að draga á flot mörg hundruð skip sem stór- útgerðirnar hafa keypt aflaheim- ildirnar af. Ég hef sjálfur yfir tölu- verðum heimildum að ráða en ekki nærri því nægum. Þeir sem hins- vegar byggja sína útgerð alfarið á leigukvóta stunda brottkast í stórum stíl. Það þarf að úthluta þessum flota óframseljanlegum heimildum, því þessi fiskur er hvort sem er drepinn en kemur aldrei á land. Auk þess þarf að takmarka þær aflaheimildir sem skipin mega leigja til sín. Hef stundað brottkast í 10 ár Ég hef tekið þátt í brottkasti í tíu ár en aldrei jafnmikið og eftir að Valdimarsdómurinn féll. Þá hækkaði leigukvótinn svo mikið í verði og síðan hafa veiðiheimild- irnar verið skornar jafnt og þétt niður sem aftur eykur enn á brott- kastið. Hvatinn til brottkasts er hins vegar innbyggður í fiskveiði- stjórnunarkerfið. Þeir sem hafa varið kerfið í gegnum tíðina eru jafnsekir og við og þá þarf að draga til ábyrgðar,“ segir skip- stjórinn. „Hvatinn er í kvótakerfinu“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.