Morgunblaðið - 09.11.2001, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 09.11.2001, Qupperneq 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 49 JÓLAKORT Soroptimistaklúbbs Grafarvogs eru komin í sölu. Kortin eru hönnuð af myndlistarkonunni Jónínu Magnúsdóttur/Ninný og heitir myndin Jólaljós. Þau fást bæði með og án texta. Verð kort- anna með umslagi er kr. 100 st. og eru þau seld tíu saman í pakka. All- ur ágóði af sölu kortanna rennur til líknarmála. Jólakort Soropt- imistaklúbbs Grafarvogs Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Atvinnumál rædd hjá VG REYKJAVÍKURFÉLAG Vinstri grænna hefur opið hús á Torginu, skrifstofu Vinstri hreyfingarinnar- ,græns framboðs að Hafnarstræti 20, laugardag 10. nóvember, kl. 11 – 13. Ari Skúlason og Björk Vilhelms- dóttir halda erindi um stefnu Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs varðandi hlutverk sveitarfélaganna í atvinnuuppbyggingu. Allir eru velkomnir, segir í frétta- tilkynningu. Íslensk ærnöfn NAFNFRÆÐIFÉLAGIÐ gengst fyrir fræðslufundi, laugardaginn 10. nóvember kl. 13.15 í stofu 202 í Odda, Háskóla Íslands. Þar flytja Dagbjört Eiríksdóttir og Jóhanna Sigrún Árna- dóttir fyrirlestur um íslensk ærnöfn. Fyrirlesturinn er byggður á loka- prófsritgerð þeirra um íslensk ær- nöfn sem skrifuð var við Kennarahá- skóla Íslands vorið 2000 undir leiðsögn Sigurðar Konráðssonar pró- fessors. Meginefni ritgerðarinnar er könnun sem gerð var á nafngiftum sauðfjár í öllum landshlutum – hvað réði þeim, hversu algengar nafngiftir væru og hvort þær væru á undan- haldi. Opið hús hjá Dagvist MS OPIÐ hús verður hjá Dagvist og Endurhæfingarmiðstöð MS, Sléttu- vegi 5, laugardaginn 10. nóvember kl. 13–16. Boðið er upp á súkkulaði og rjómavöfflur gegn vægu gjaldi. Fal- legir munir sem unnir eru í dagvist- inni verða til sölu, en allur ágóði rennur í ferðasjóð dagvistarmanna sem stefna á utanlandsferð að vori, segir í fréttatilkynningu. Rangt nafn hönnuðar Í gagnrýni um sýninguna Ljóslif- andi í Handverki og hönnun var Guð- laugu Halldórsdóttur eignuð ábreiða með ullarlögðum, sem er rangt. Rétt- ur hönnuður ábreiðunnar er Tó - Tó eða Guðrún Gunnarsdóttir og Anna Þóra Karlsdóttir. Púðar með út- klipptum filtbútum eru hins vegar réttilega verk Guðlaugar Halldórs- dóttur. Beðist er velvirðingar á þessu. Ragna Róbertsdóttir í Corcoran-safninu Í frétt um umfjöllun Washington Post um sýningu á íslenskri myndlist í Corcoran-safninu í blaðinu í gær var ranglega sagt að Ragna Fróðadóttir ætti verk á sýningunni. Þarna var átt við Rögnu Róbertsdóttur. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT EPAL hefur tekið inn í verslun sína íslenska viðarofna (kamínur) og laugardaginn 10. nóvember kl. 14 verður sérstök sýning á ofnunum í versluninni í Skeifunni 6. Hannes Lárusson myndlistarmað- ur er hönnuður ofnanna. Ofnarnir eru um þessar mundir að fara í fram- leiðslu undir vörumerkinu „Vafur- logi“ fyrir innlendan markað, en Járnsteypa Héðins hf. mun sjá um framleiðslu þeirra. Ofnarnir eru að öllu leyti íslensk framleiðsla. Stefnt er að því að setja ofnana á erlendan markað seinni part næsta árs, en frumgerðir þeirra hafa þegar verið sýndar í Þýskalandi og víðar. Sýning á viðar- ofnum í Epal

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.