Morgunblaðið - 09.11.2001, Síða 54

Morgunblaðið - 09.11.2001, Síða 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir Sýnd kl. 4. Með íslensku tali Miðasala opnar kl. 15 Varúð!! Klikkuð kærasta!  E.P.Ó. Kvikmyndir.com  Empire SV Mbl  Kvikmyndir.com  Rás 2 MOULIN ROUGE! Hausverkur Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.10. B. i. 16.Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni. Steve Zahn (Evil Woman), Paul Walker (Fast and the Furious) og Leelee Sobieski (Eyes Wide Shut) lenda í klóm geðveiks morðingja sem þau kynnast í gegnum talstöð á ferðalagi. Upphefst nú æsispennandi eltingarleikur sem fær hárin til að rísa! Einn óvæntasti spennutryllir ársins!  DV Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Úr smiðju snillingsins Luc Besson (Leon, Taxi 1&2, Fifth Element) kemur ein svalasta mynd ársins. Zicmu, Tango, Rocket, Spider, Weasel, Baseball & Sitting Bull eru YAMAKAZI. Þeir klifra upp blokkir og hoppa milli húsþaka eins og ekkert sé...lögreglunni til mikils ama. Ótrúleg áhættuatriði og flott tónlist í bland við háspennu-atburðarrás! ÞAÐ má með sanni segja að Stormasamt brúðkaup, opn- unarmynd Kvikmyndahátíðar í Reykjavík, hafi þegar farið sig- urför um heiminn, þótt enn eigi eft- ir að frumsýna hana víðast hvar á almennum sýningum. Myndin kom, sá og sigraði á Fen- eyjahátíðinni í haust þar sem ind- verska leikstjóranum Miru Nair var afhent hið eftirsótta Gullna ljón og áhorfendur á Tor- onto-kvikmyndahátíðinni völdu hana þá bestu sem þar var á boð- stólum í ár. Stormasamt brúðkaup er fimmta leikna kvikmynd Nair sem talin er meðal fremstu kvikmyndagerð- armanna Indlands og hún hefur getið sér gott orð fyrir myndir á borð við Salaam Bombay! sem til- nefnd var til Óskarsverðlauna árið 1989 sem besta erlenda myndin, Mississippi Masala og Kama Sutra: A Tale of Love. Nair fæddist og ólst upp í Indlandi og gekk í Háskólann í Nýju-Delhi áður en hún hélt til Bandaríkjanna til frekara náms. Að loknu félagsfræðinámi í Harvard snéri hún sér að kvikmyndunum og lærði handbragðið undir hand- leiðslu ekki ómerkari manns en D.A. Pennebaker. Eftir að hafa gert nokkrar athyglisverðar heim- ildarmyndir snéri hún aftur til heimalandsins og gerði sína fyrstu leiknu mynd, Salaam Bombay!, sem vakti heimsathygli fyrir óvenju raunsönn efnistök af indverskri mynd af vera. Nair hefur síðan skipst á að gera myndir í Indlandi og Bandaríkjunum og fellur The Monsoon Wedding í fyrri flokkinn. Enn er Nair á raunsærri nótum en starfsbræður hennar sem starfa í kvikmyndasmiðjunni afkasta- miklu Bollywood, indverskri hlið- stæðu Hollywood. Myndin segir fimm samtvinnaðar sögur sem eiga sér stað í Nýju-Delhi og draga upp og skýra mynd af Indlandi samtím- ans þar sem takast á rótgróin hefð og framfarir á sviði tækni og sam- félagslegs frjálslyndis. Sannarlega öðruvísi og einlægari mynd en áður hefur verið dregin upp af lífi Ind- verja. Miðpunktur sögunnar er ást- arsaga og brúðkaup að hætti Pun- jabi-menningarsamfélagsins og hægstígandi aðdragandi að stór- glæsilegri athöfninni þar sem allt iðar af lífi við undirleik Boollywo- od-tónlistar. Þrátt fyrir léttleikann er undirtónninn samt ætíð alvar- legur og umfram allt raunsær en þar sker myndin sig úr annarri hefðbundinni fjöldaframleiðslu í Bollywood. Þannig mætti segja að Nair sé bæði í senn að gagnrýna og hampa Bollywood og um leið að reyna að færa indverska kvik- myndahefð nær áhorfendum á vest- urlöndum, jafnvel Hollywood. Leik- arar í myndinni eru flestir í hópi stærstu kvikmyndastjarna Indlands og þar að auki virtir leikhúsmenn. Viðstaddir sýninguna í kvöld verða framleiðandi myndarinnar, Caroline Baron, og handritshöfund- urinn Sabrina Dhawan og munu þau kynna myndina fyrir opn- unargestum. Baron hefur verið meðframleiðandi að fjölmörgum nafntoguðum bandarískum mynd- um á borð við Addicted to Love, Flawless og Center Stage. Dhawan ólst upp í Nýju-Delhi en sótti há- skólamenntun sína til New York. Sjálf er hún að stíga sín fyrstu skref á kvikmyndabrautinni og hefur fyrsta stuttmynd hennar og loka- verkefni: Saanjh – As Night Falls vakið athygli og unnið til verð- launa. Monsoon Wedding er fyrsta kvikmyndahandrit hennar í fullri lengd. Sýningarstaðir og -tímar í dag eru sem hér segir: Bíóborgin Harry kemur til hjálpar (15.30) Skuggi vampírunnar (16.00) Harry kemur til hjálpar (17.45) Sálumessa draums (18.00) Skuggi vampírunnar (20.00) Harry kemur til hjálpar (20.00) Sálumessa draums (22.00) 2001: A Space Odyssey (22.15) Háskólabíó Maðurinn sem grét (18.00) Goya (20.00) Svalir og geggjaðir (20.00) Hriktir í stoðum (22.00) Laugarásbíó Monsoon Wedding (20.00) Monsoon Wedding (22.15) Pollock (22.15) Regnboginn Þögnin eftir skotið (18.00) Kviksyndi (18.00) Síamstvíburarnir (20.00) Sögur (20.00) Og mamma þín líka (22.00) Þar sem Bolly- wood og Holly- wood mætast Skrautlegt og stormasamt brúðkaup. Mira Nair með Gullna ljónið sem henni var afhent á 58. kvik- myndahátíð í Feneyjum fyrir Monsoon Wedding. Monsoon Wedding er opnunarmynd Kvikmyndahátíðar í Reykjavík Reuters

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.