Morgunblaðið - 17.11.2001, Page 26

Morgunblaðið - 17.11.2001, Page 26
ERLENT 26 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKA sjónvarpsstöðin ABC sendi út hljóðupptöku af því, þegar flugræningjar tóku völdin um borð í flugvél United Airlines á leið frá New York til San Franc- isco 11. september sl., að því er fram kemur á fréttavef breska rík- isútvarpsins, BBC. Vélin fórst skömmu síðar í Pennsylvaníu og með henni allir sem voru um borð. Í hljóðupptökunni má heyra einn flugræningjann tala til far- þeganna um kallkerfi vélarinnar og segja að sprengja sé um borð. Einnig má heyra átök í stjórnklef- anum þegar ræningjarnir fjórir tóku vélina á sitt vald, og samtöl á milli vélarinnar og flugumferðar- stjóra í Cleveland. Einnig má heyra öskur og í kjöl- far þess segir bandarísk rödd: „Út með ykkur.“ Nokkru síðar heyrist einn ræningjanna segja farþegun- um að halda kyrru fyrir í sætum sínum og að sprengja sé um borð. Um svipað leyti bað flugumferð- arstjórinn í Cleveland áhöfn ann- arrar flugvélar, sem stödd var í grenndinni, að staðfesta það sem hann hafði heyrt. „Skildirðu þessi skilaboð?“ spurði flugumferðarstjórinn. „Já. Hann sagði að það væri sprengja um borð,“ var svarið frá hinni flug- vélinni. Þá kallaði flugumferðar- stjórinn upp United-vélina: „Uni- ted 93, heyrirðu enn í stjórnstöð?“ Flugumferðarstjórinn reyndi ár- angurslaust að minnsta kosti 20 sinnum að ná sambandi við þotuna. Ekki er vitað hvað ræningjarnir ætluðust fyrir með flugvélina. Nokkrir farþeganna hringdu úr farsímum í ættingja sína og sögðu m.a. að þeir ætluðu að reyna að yf- irbuga ræningjana. Rannsóknar- fulltrúar segja að þrír farþegar hafi reynt að ráða niðurlögum ræningjanna, en hafi ekki tekist að ná stjórn á vélinni. „Út með ykkur“ AFGANSKIR flóttamenn eru nú farnir að snúa aftur heim til þeirra héraða, sem eru á valdi Norðurbandalagsins. Þessi mynd var tekin í gær skammt frá Kabúl þegar bílar hlaðnir flóttafólki voru að koma til borgarinnar. Reuters Flóttafólk á heimleið BISKUPAÞING kaþólsku kirkjunn- ar í Bandaríkjunum hefur lagt bless- un sína yfir herför Bandaríkjastjórn- ar í Afganistan en biskuparnir 260 hittust í Washington á fimmtudag. Sögðu þeir í ályktun sinni að stjórn- endur landsins hefðu „móralskan“ rétt á að heyja stríð gegn hryðju- verkamönnum í kjölfar árásanna á Bandaríkin 11. september sl. Biskuparnir létu þess hins vegar getið að gæta þyrfti betur að orsök- um hryðjuverkanna. Hvöttu þeir rík- isstjórn George W. Bush Banda- ríkjaforseta til að aflétta viðskiptaþvingunum gegn Írak, stuðla hið fyrsta að lausn deilu Ísr- aela og Palestínumanna í Mið-Aust- urlöndum og gefa meira fé til fátækt- armála í heiminum. „Ekkert getur hugsanlega rétt- lætt þá árás sem gerð var 11. sept- ember,“ sögðu biskuparnir í ályktun sinni en bættu svo við: „Án þess að verið sé að afsaka hryðjuverkin á nokkurn hátt er samt ljóst að við þurfum að bregðast við þeirri miklu fátækt og því ranglæti sem plagar heiminn, og sem hryðjuverkamenn hagnýta sér á versta hátt.“ Höfnuðu biskuparnir tillögu, sem fram hafði verið borin, um að aðeins skyldi bregðast við árásunum á New York og Washington með friðsam- legum hætti. Ljóst var þó að sú hugsun naut nokkurs fylgis, að rétt væri að hverfa aftur til þeirra kenninga kirkjunnar að ofbeldi skuli aldrei mæta með ofbeldi. Kaþólskir biskupar í Bandaríkjunum Leggja blessun sína yfir herförina Washington. AP. Hljóðupptöku úr vél United Airlines 11. september sjónvarpað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.