Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 26
ERLENT 26 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKA sjónvarpsstöðin ABC sendi út hljóðupptöku af því, þegar flugræningjar tóku völdin um borð í flugvél United Airlines á leið frá New York til San Franc- isco 11. september sl., að því er fram kemur á fréttavef breska rík- isútvarpsins, BBC. Vélin fórst skömmu síðar í Pennsylvaníu og með henni allir sem voru um borð. Í hljóðupptökunni má heyra einn flugræningjann tala til far- þeganna um kallkerfi vélarinnar og segja að sprengja sé um borð. Einnig má heyra átök í stjórnklef- anum þegar ræningjarnir fjórir tóku vélina á sitt vald, og samtöl á milli vélarinnar og flugumferðar- stjóra í Cleveland. Einnig má heyra öskur og í kjöl- far þess segir bandarísk rödd: „Út með ykkur.“ Nokkru síðar heyrist einn ræningjanna segja farþegun- um að halda kyrru fyrir í sætum sínum og að sprengja sé um borð. Um svipað leyti bað flugumferð- arstjórinn í Cleveland áhöfn ann- arrar flugvélar, sem stödd var í grenndinni, að staðfesta það sem hann hafði heyrt. „Skildirðu þessi skilaboð?“ spurði flugumferðarstjórinn. „Já. Hann sagði að það væri sprengja um borð,“ var svarið frá hinni flug- vélinni. Þá kallaði flugumferðar- stjórinn upp United-vélina: „Uni- ted 93, heyrirðu enn í stjórnstöð?“ Flugumferðarstjórinn reyndi ár- angurslaust að minnsta kosti 20 sinnum að ná sambandi við þotuna. Ekki er vitað hvað ræningjarnir ætluðust fyrir með flugvélina. Nokkrir farþeganna hringdu úr farsímum í ættingja sína og sögðu m.a. að þeir ætluðu að reyna að yf- irbuga ræningjana. Rannsóknar- fulltrúar segja að þrír farþegar hafi reynt að ráða niðurlögum ræningjanna, en hafi ekki tekist að ná stjórn á vélinni. „Út með ykkur“ AFGANSKIR flóttamenn eru nú farnir að snúa aftur heim til þeirra héraða, sem eru á valdi Norðurbandalagsins. Þessi mynd var tekin í gær skammt frá Kabúl þegar bílar hlaðnir flóttafólki voru að koma til borgarinnar. Reuters Flóttafólk á heimleið BISKUPAÞING kaþólsku kirkjunn- ar í Bandaríkjunum hefur lagt bless- un sína yfir herför Bandaríkjastjórn- ar í Afganistan en biskuparnir 260 hittust í Washington á fimmtudag. Sögðu þeir í ályktun sinni að stjórn- endur landsins hefðu „móralskan“ rétt á að heyja stríð gegn hryðju- verkamönnum í kjölfar árásanna á Bandaríkin 11. september sl. Biskuparnir létu þess hins vegar getið að gæta þyrfti betur að orsök- um hryðjuverkanna. Hvöttu þeir rík- isstjórn George W. Bush Banda- ríkjaforseta til að aflétta viðskiptaþvingunum gegn Írak, stuðla hið fyrsta að lausn deilu Ísr- aela og Palestínumanna í Mið-Aust- urlöndum og gefa meira fé til fátækt- armála í heiminum. „Ekkert getur hugsanlega rétt- lætt þá árás sem gerð var 11. sept- ember,“ sögðu biskuparnir í ályktun sinni en bættu svo við: „Án þess að verið sé að afsaka hryðjuverkin á nokkurn hátt er samt ljóst að við þurfum að bregðast við þeirri miklu fátækt og því ranglæti sem plagar heiminn, og sem hryðjuverkamenn hagnýta sér á versta hátt.“ Höfnuðu biskuparnir tillögu, sem fram hafði verið borin, um að aðeins skyldi bregðast við árásunum á New York og Washington með friðsam- legum hætti. Ljóst var þó að sú hugsun naut nokkurs fylgis, að rétt væri að hverfa aftur til þeirra kenninga kirkjunnar að ofbeldi skuli aldrei mæta með ofbeldi. Kaþólskir biskupar í Bandaríkjunum Leggja blessun sína yfir herförina Washington. AP. Hljóðupptöku úr vél United Airlines 11. september sjónvarpað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.