Morgunblaðið - 25.11.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 25.11.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ H E I M I L I S T Æ K I SÍNE er fertugt á þessu ári Ekki úrelt þótt fertugt sé SAMBAND íslenskranámsmanna erlend-is, SÍNE, er fjöru- tíu ára um þessar mundir og í tilefni þess verður eitt og annað gert til hátíðar- brigða. Hrafn Sveinbjarn- arson er í forystusveit SÍNE og hann svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins í tilefni ársins. Hvert var tilefni stofn- unar SÍNE fyrir fjörutíu árum? „SÍNE (Samband ís- lenskra námsmanna er- lendis) var upphaflega stofnað sem SÍSE (Sam- band íslenskra stúdenta erlendis) 13. ágúst 1961 á lofti Íþöku, bókasafns MR. Kveikjan að stofnun sambandsins var gengisfelling ís- lensku krónunnar í febrúar 1960, um leið var afnuminn svokallaður námsmannagjaldeyrir, en gjald- eyrir hafði fram að því verið ódýr- ari fyrir námsmenn erlendis en aðra. Með þessu kom afrakstur- inn af sumarvinnunni að minna gagni en áður og sáu margir námsmenn fram á að þurfa að hverfa frá námi í útlöndum. SÍSE varð SÍNE í ágúst 1969 og spunn- ust nokkrar deilur um það þá.“ Hvernig hafa áherslur SÍNE breyst í áranna rás? „Megináherslan hefur í raun alltaf verið sú sama, það er að halda á lofti hagsmunum náms- manna gagnvart stjórnvöldum varaðndi námslán og -styrki og miðla upplýsingum um nám er- lendis til þeirra sem hyggja á slíkt. Hvernig aðferðirnar hafa verið hefur tekið breytingum eft- ir tíðaranda og aðstæðum. Það hefur gengið á ýmsu. Einhver eft- irminnilegasti skellurinn var verðtrygging námslána sem sett var á 1976. Útborganir námslána eftir á, þ.e. eftir að misserum lýk- ur, voru teknar upp 1992. Það þýðir að námsfólk þarf að taka bankalán til að skrimta fyrsta misserið og velta því svo á undan sér allan námstímann. Þetta var bönkum til hagsbóta, en náms- fólki áþján. Á svipuðum tíma var hætt að veita námslán í grunn- nám erlendis. Gengisfellingar voru vandamál þegar SÍNE var stofnað. Að því leyti eru menn komnir á byrjunarreit. Gengisfall krónunnar undanfarið er til mik- illa vandræða fyrir marga ís- lenska námsmenn erlendis, eink- um í Bandaríkjunum. Að áeggjan SÍNE er stjórn Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna nú með þau mál í athugun.“ Hvað er SÍNE í dag? „SÍNE er nú fremur félag ein- staklinga en samband félaga. Fé- lagsmenn eru ekki eins áfjáðir í að mæta á fundi eins og fyrsta áratuginn og það heyrir til und- antekninga að félagsmenn sendi félagsstjórninni bréf upp á 4-5 þéttvélritaðar blaðsíður eins og tíðkaðist um og upp úr 1970. Hagsmunagæsla SÍNE fer mjög hinar formlegu leiðir, SÍNE hefur fulltrúa í stjórn LÍN og fulltrúa í vafamálanefnd LÍN. Þar fyrir utan er reynt eftir föngum að safna fróðleik um lífs- kjör og fjárhagsmál námsmanna erlendis til samanburðarathug- ana bæði til að hafa auga með því að allt sé í lagi og til þess að byggt sé á traustum grunni í öllum mál- flutningi. Stjórn SÍNE er einkum skipuð fólki sem er nýkomið heim úr námi, það skapar óneitanlega meiri festu að stjórnin geti hist í Reykjavík. SÍNE er með einn launaðan starfsmann, fram- kvæmdastjóra, sem nú er Heiður Reynisdóttir. Skrifstofa SÍNE er opin virka daga fyrir hádegi. Trúnaðarmennirnir víða um heim eru mikilvægir tengiliðir milli stjórnar og félagsmanna. Tvisvar á ári er Sæmundur, málgagn SÍNE, gefið út og sent til allra fé- lagsmanna. Haldnir eru aðalfund- ir um jól og sumar þannig að fé- lagsmenn geti hist og borið saman bækur sínar. Félagsmenn SÍNE, 1.400 talsins, eru nú um 75% þeirra íslensku námsmanna erlendis sem taka námslán.“ Er SÍNE nútímalegur mál- svari félaga sinna? „SÍNE kemst nú varla hjá því, annars væri það ekki til. Það hef- ur verið mjög nútímalegt á öllum tímum. Skýringin liggur í því að aðstandendur SÍNE, fé- lagsmennirnir og stjórnin, eru fólk sem hefur lagt stund á nám í ýmsum menningarinnar soðpott- um, háskólum milljónaþjóða og fylgist þar af leiðandi oft frekar vel með. Þeir hafa heim með sér reynslu af því sem í hæsta máta getur talist nútímalegt. Með tím- anum hætta hinir eldri í stjórn SÍNE og hinir yngri taka við. Meiri nútímaleiki er varla hugs- anlegur. SÍNE er ekki úrelt þótt fertugt sé.“ Hvað verður gert til hátíðar- brigða? „Það hefur verið rætt um að rita sögu SÍNE en líklega verð- ur því frestað til fimm- tugsafmælisins. Það er verið að skrá skjalasafn SÍNE og þesskonar vinna er forsenda al- varlegrar sagnaritunar. Ætlunin er að halda fagra veislu 29. nóv- ember fyrir vini og kunningja SÍNE og svo verður jólafundur- inn í desember væntanlega í veg- legri kantinum þannig að almenn- um félagsmönnum sem verða á landinu þá gefst kostur á að halda upp á fertugsafmælið.“ Hrafn Sveinbjarnarson  Hrafn Sveinbjarnarson er fæddur 19. desember 1973 í Lundi í Svíþjóð. Ólst þó upp á Ís- landi. Stúdent frá MH 1993 og BA í sagnfræði frá HÍ 1997. Cand.mag. í sagnfræði frá Hafn- arháskóla 2001. Hefur unnið ým- is störf, flest sagnfræðitengd, samhliða námi en starfar nú við Þjóðskjalasafn Íslands. Hann hefur ritað fjölda greina um sagnfræðileg málefni í blöð og tímarit. Hrafn er ennfremur tón- listarmenntaður, með sérgrein í flautuleik, og hefur haft með hendi fjölda trúnaðar- og fé- lagsstarfa. Gengisfall krónunnar til vandræða Þetta er allt í lagi, elskan, það er bara verið að fylgjast með að ég stundi ekki líka brottkast í svefni. HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt ís- lenska ríkið til að greiða konu 300 þúsund krónur í bætur vegna gæslu- varðhaldavistar sem hún var hneppt í. Taldi rétturinn að varðhaldið hefði ekki þurft að verða lengra en 7 dag- ar, í stað þeirra 10 sem hún sat inni, sérstaklega með tilliti til þess að að- stæður fyrir gæsluvarðhaldsfanga í fangageymslum lögreglunnar í heimabæ konunnar væru ekki full- nægjandi. Konan var handtekin í Vest- mannaeyjum ásamt sambýlismanni sínum og fundust fíkniefni í fórum hans. Fimm dögum síðar var hún yf- irheyrð í fyrsta sinn og loks látin laus tíu dögum eftir handtöku. Hæsti- réttur fann að seinagangi lögregl- unnar í Eyjum og dæmdi konunni bætur fyrir þá þrjá daga, sem rétt- urinn taldi hana hafa setið óþarflega lengi í haldi. Í öðru máli var íslenska ríkið dæmt til að greiða skipverja á Goða- fossi tæpar 270 þúsund krónur vegna fjögurra daga varðhalds sem hann var hnepptur í eftir að tollverð- ir sáu tveimur trossum með plast- brúsum varpað frá borði skammt ut- an við innsiglinguna í Reykja- víkurhöfn. Í annarri trossunni reyndust vera 29 tómir og gataðir 20 lítra plastbrúsar, en hin trossan sökk. Tollverðir leituðu í skipinu og fundu m.a. áfengi falið í leynihólfi, en skipverjar neituðu allir aðild að mál- inu. Listi ekki lagður fyrir héraðsdóm Hæstiréttur vísar til þess, að lög- reglan hafi við rannsókn málsins fundið lista heima hjá einum skip- verjanna, þar sem talin voru upp nöfn og skráðar inn upphæðir og fjöldi kúta. Nöfn sjö skipverja á Goðafossi voru á listanum, en ekki þess sem höfðaði mál vegna gæslu- varðhaldsins. „Fram er komið að þessar upplýsingar voru ekki lagðar fram þegar krafa var gerð um gæslu- varðhald áfrýjanda,“ segir Hæsti- réttur. „Af hálfu stefnda hefur ekki verið gerð grein fyrir hvers vegna það var ekki gert. Með öllu er óvíst að hér- aðsdómur hefði úrskurðað áfrýjanda í gæsluvarðhald hefðu þessi gögn verið kynnt dóminum. Með hliðsjón af þessu verður fallist á það með áfrýjanda að stefndi hafi ekki sýnt fram á að nauðsyn hafi borið til að halda honum eftir að síðastnefnd gögn fundust og að setja hann í gæsluvarðhald.“ Bætur fyrir gæsluvarðhald BJÖRN Bjarnason, menntamála- ráðherra, hefur skipað Magnús Skúlason í embætti forstöðumanns húsafriðunarnefndar. Skipað er í embættið til fimm ára í senn sam- kvæmt nýjum lögum um húsafriðun nr. 104/2001 og tekur Magnús við embættinu frá og með 1. desember næstkomandi. Skipaður forstöðumaður húsafriðunar- nefndar ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.