Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ brautir & gluggatjöld Faxafeni 14, sími 525 8200 Rúmfatnaður og rúmteppi á góðu verði Nei, hæstvirtur ráðherra, nú dugar ekki lengur hnífur, ég verð að fá sög, það er ekki eftir svo mikið sem smátuttla til að skera. UPPBYGGING sporvagnakerfis á höfuðborgarsvæðinu er áhugaverð- ur kostur til almenningssam- gangna, að mati Skúla Bjarnason- ar, hrl. og stjórnarformanns Strætó bs. Fram kemur í viðtali við Skúla, sem birtist í Skiptimiðanum, blaði sem gefið er út af Strætó bs., að kannaðir hafa verið kostir þess að byggja upp sporvagnakerfi á höf- uðborgarsvæðinu en í haust fóru Skúli og Pétur Fenger, aðstoðar- framkvæmdastjóri Strætó bs., til Frakklands til að kynna sér nýj- ungar í þessum efnum. Heildarstofnkostnaður léttlesta- kerfis miðað við upplýsingar frá Frakklandi er talinn geta numið allt að 1,5 milljörðum kr. á hvern kílómetra. „Nauðsynlegt er að huga strax að framtíðinni því uppbygging al- menningssamgangna tengist náið skipulagsmálum höfuðborgarsvæð- isins. Nú er verið að ganga frá að- alskipulagi svæðisins til ársins 2024, en þá er gert ráð fyrir að íbú- ar verði orðnir 228.000. Huga þarf að breytingum í tíma og skoða hugsanlegar leiðir sporvagna, því annars er hætta á að þessi mögu- leiki verði útilokaður. Kerfið yrði þannig að það myndi liggja eftir endilöngu höfuðborgarsvæðinu og strætisvagnar myndu sinna þjón- ustunni í hverfunum með því að „fæða“ þessar meginflutningslín- ur,“ segir Skúli í viðtalinu. Fram kemur að rætt hefur verið um að fyrsta línan í sporvagnakerf- inu gæti legið milli Ánanausta og Norðlingaholts. Það er 13,3 km leið úr Ánanaustum í miðborg, þaðan að Landspítala, Kringlu, Borgar- spítala, Lundi í Kópavogi, Smár- anum, Breiðholti, Vatnsenda og loks í Norðlingaholt. Síðar mætti bæta línu við milli Vatnsmýrar, Úlfarsfells og Mosfellsbæjar og loks þeirri þriðju í gegnum Kópa- vog, Garðabæ og í Hafnarfjörð. Kostir sporvagna- kerfis kannaðir Skúli Bjarnason, stjórnarformaður Strætó bs. Heildarkostnaður fyrir hvern kílómetra 1.500 milljónir Fótbolta- og innkaupaferðir til Þýskalands Allt að styrkj- ast og þéttast NÝLEGA var stadd-ur hér á landiþýskur ferða- málafrömuður að nafni Knut Haenschke, yfirmað- ur Norðurlandadeildar þýska ferðamálaráðsins. Erindi hans var að hitta forráðamenn Flugleiða og koma á nýjum helgarferð- um til þýskra stórborga, blöndu af menningar-, verslunar- og knatt- spyrnuferðum. Kynning á ferðunum var hafin í haust, en framvindan meira og minna lögð í salt í kjölfarið á voðaatburðunum í Bandaríkjunum 11. sept- ember síðast liðinn. En nú skal reynt á nýjan leik. Morgunblaðið ræddi við Knut á dögunum, rétt áður en hann lauk erindum sínum hér á landi og hélt utan á ný. – Hver ert þú, Knut? „Ég er þýskur ferðamálamað- ur, 57 ára gamall og Íslandsvinur. Síðasta lendingin mín í Keflavík var sú 51 á ferlinum. Það er alltaf jafngaman að koma til Íslands og ég á orðið marga góða vini hérna. Ég ferðast gífurlega mikið og er á stöðugum þönum. Eiginkona mín segir að það sé líklegasta skýring- in á því hvað hjónabandið er gott! En svona grínlaust þá hef ég átt mikið og gott samstarf við Flug- leiðir í gegn um árin og hef unnið mikið fyrir þær í Þýskalandi, hef t.d. verið sölustjóri fyrirtækins í Frankfurt. Núna ætlum við í sam- einingu að bjóða borgarferðir til Þýskalands þar sem fólk getur blandað saman verslunarferðum, menningarupplifun og heimsókn- um á fræga knattspyrnuvelli. Ég þarf að sýna fram á, að verðið sé hagstætt og inni í pakkanum sé meira heldur en keppinautar eru að bjóða annars staðar.“ – Þú veist að enska knattspyrn- an nýtur mikillar hylli hér á landi. „Já, já, ég geri mér grein fyrir því að það er ekki verið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Enska knattspyrnan á sér langa hefð á Íslandi eins og svo víða ann- ars staðar. Ég veit líka að þýska knattspyrnan er sýnd í íslenska ríkissjónvarpinu og þar geta menn séð að ef þeir eru að velta gæðum fyrir sér, þá er ekki síður gott til fanga á þýskum knatt- spyrnuvöllum. Við getum boðið gestum upp á að fylgjast með frægum liðum á borð við Bayern München, Borussia Dortmund, Hamburger SV, Stuttgart og Köln. Við erum líka svo heppnir að geta boðið upp á fjóra farar- stjóra sem eru allir íslenskir og eru fyrrverandi atvinnuknatt- spyrnumenn með þýskum úrvals- deildarliðum, en það eru þeir Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari, Ás- geir Sigurvinsson sem varð þýsk- ur meistari með Stuttgart, Lárus Guðmundsson og Pétur Ormslev. Menn koma ekki að tómum kof- unum hjá þeim félögum þegar málefni þýskrar knatt- spyrnu eru annars veg- ar.“ – En þetta eru ekki eingöngu knattspyrnu- ferðir eða hvað …? „Nei, reyndar eru ferðirnar kynntar sem helgarferðir á leiki í Kaiserslautern, München og í Stuttgart, en í öllum tilvikum er- um við með dagskrá sem fólk get- ur notið, sýnishorn af þýskri menningu eru þar innifalin, einnig bjór- og vínsmökkunarferðir til heimsfrægra framleiðenda og svo er ekki leiðinlegt að versla í Þýskalandi. Við vonum að þannig höfði það til para að fara í svona ferð, frúin verslar og bóndinn fer á völlinn … eða öfugt! – Þið reynduð þetta áður, hvað fær þig til að halda að það gangi upp núna? „Jú, núna eru snúnir tímar. Við vorum tilbúnir með pakkann í haust, en þá urðu hinir skelfilegu atburðir í Bandaríkjunum og öll þekkjum við hvaða stefnu ferða- þjónustan og flugfélög fóru í kjöl- farið. Þá er mér ljóst að efnahags- lífið á Íslandi er fremur brothætt nú um stundir samanber gjald- þrotið hjá einni stærstu ferða- skrifstofu ykkar. Eigi að síður tel ég að allt sé að styrkjast og þétt- ast á ný og alltaf er fólk að líta í kring um sig eftir skemmtilegum og nýstárlegum valkostum, sér- staklega þeim sem eru á hag- stæðu verði.“ – Þetta eru nú samt dýrari ferð- ir samkvæmt verðskrá heldur en sambærilegar ferðir til Englands. „Jú, rétt er það, ef þú skoðar bara krónutöluna. En ef skoðað er hvað er innifalið í verðinu þá myndi ég fullyrða að við séum vel samkeppnisfærir og rúmlega það.“ – Sýndu landsmenn þessum ferðum áhuga þegar þið byrjuðuð að kynna þær í haust? „Já, það var talsvert spurt um þær og þegar við þurftum að fella ferðirnar niður var nokkur hópur sem lét flytja bókanir sínar inn á veturinn og ætlar með okkur eftir áramótin í staðinn. Ég myndi segja að miðað við hversu óheppin við vorum með tímasetn- ingu á þessum pakka þá sé alveg magnað hverjar undirtektirnar hafa verið. Ég þakka það hvað Þýskaland og þýsk knattspyrna eru vel kynnt á Íslandi og hve traust það er að geta teflt fram fjórmenningunum sem ég nefndi áðan. Þetta eru allt traustir og öruggir strákar og fólk þekkir þá og veit það. Ég hef fulla trú á því að þessar ferðir gangi upp og að ferðaþjónustan sem slík taki einnig við sér á næstunni.“ Knut Haenschke  Knut Haenschke er Þjóðverji, fæddur 23. apríl 1944. Fæðing- arborgin hét áður Reichenback, en finnst nú aðeins undir pólsku nafni, enda tilheyrir hún nú Pól- landi. Knut er forstöðumaður Norðurlandaskrifstofu þýska ferðamálaráðsins og hefur haft þann starfa um langt árabil, eða allar götur síðan 1986. Aðalstarfi hans er að greiða fyrir og koma á ferðum til Þýskalands frá Norðurlöndunum og Eystrasalts- ríkjunum. Aðsetur hefur hann í Kaupmannahöfn, en hefur áður starfað í Amsterdam og New York. … hvað innifalið er í verðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.