Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 24
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 24 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ H E K L A - í f o r y s t u á n ý rr i öl d HEKLA HF Skráning skuldabréfa á Verðbréfaþing Íslands Útgefandi: Hekla hf, kt. 600169-5139, Laugavegur 170-174, 105 Reykjavík. Lýsing á flokknum: Heiti flokksins er 1. flokkur 2001 og hefur verið gefinn út með rafrænum hætti hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. með færslunúmerið IS0000005130. Lánstími bréfanna er 6 ár og rúmlega níu mánuðir, og eru þau bundin vísitölu neysluverðs en vaxtalaus. Fjárhæð og einingar: 1. flokkur 2001 er nú samtals kr. 200.000.000,- að nafnverði. Bréfin eru seld gegn staðgreiðslu. Skuldabréfaflokkurinn verður opinn í tvö ár og getur orðið allt að kr. 495.000.000,- að nafnverði. Bréfin eru seld í kr. 5.000.000,- nafnverðseiningum. Engin hlunnindi fylgja skuldabréfunum. Lánstími, afborganir og gjalddagar: Lánstími bréfanna er 6 ár og rúmlega níu mánuðir. Bréfin eru með 12 jöfnum afborgunum. Gjalddagar eru tvisvar á ári, 28. mars og 28. september, í fyrsta sinn 28. september 2002. Lokagjalddagi er 28. mars 2008. Bréfin eru án uppsagnarákvæðis. Skráningardagur á VÞÍ Þegar útgefin og seld bréf að upphæð kr. 200.000.000,- að nafnverði verða skráð á VÞÍ þann 14. desember 2001. Auðkenni skuldabréfaflokksins á VÞÍ verður HKL 01 1. Milliganga um skráningu: Verðbréfastofan hf., kt. 621096-3039, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík, sími 570-1200, símbréf 570-1209 annast milligöngu um skráningu á Verðbréfaþingi Íslands hf. Skráningarlýsing og aðrar upplýsingar varðandi ofangreind skuldabréf liggja frammi hjá Verðbréfastofunni hf. Hægt er að nálgast útboðslýsinguna á heimasíðu Verðbréfastofunnar, www.vbs.is lífeyrissjóðakerfi. Tryggvi sagðist kalla þetta ástand lýðfræðilega tíma- sprengju, því á hinum Norðurlönd- unum, þar sem er gegnumstreymis- kerfi en ekki uppsöfnunarkerfi í lífeyrismálum eins og er hér á landi, stefndi í að árið 2030 færi um þriðj- ungur skatttekna ríkisins í lífeyris- greiðslur. Tryggvi bar saman lífeyriskerfi Norðurlandanna og sagði að ólíkt því sem stundum væri haldið fram þá væri Ísland alls ekki eitt um að tekju- tengja lífeyri, þau gerðu það í raun öll, en með nokkuð ólíkum hætti þó. Þannig væri allur lífeyrir tekjutengd- ur hér og í Finnlandi, en í hinum löndunum þremur væri grunnlífeyr- irinn undanskilinn tekjutengingunni. Þá velti hann því fyrir sér hvaða skýringar kynnu að vera á því að menn kjósa að taka lífeyri snemma og nefndi nokkrar sem kæmu til greina. Ein skýringin væri að hár líf- eyrir hvetti menn til töku hans, önnur kynni að vera að störf yrðu úrelt og eldra fólk hefði ekki þá þekkingu sem þyrfti í nýju störfin. Einnig hefði ver- ið nefnt að eldra fólk skili ekki sömu afköstum og það sem yngra er, en þetta taldi hann reyndar ekki líklega skýringu. Ýmsar aðgerðir hins opinbera hvettu líka til að fólk hyrfi snemma af vinnumarkaðnum. Sem dæmi tók Tryggvi að afar misjafnt væri milli Norðurlandanna hversu líklegt væri að verða öryrki. Þannig er til að mynda tæplega helmingur Finna á aldrinum 60-64 ára skráður öryrki, ATVINNUÞÁTTTAKA fólks á aldr- inum 55 til 64 ára er afar misjöfn milli landa, að því er fram kom í erindi sem Tryggvi Þór Her- bertsson, for- stöðumaður Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands, flutti á málstofu BSRB um sveigj- anleg starfslok. Þannig er at- vinnuþátttaka karla á þessum aldri á bilinu 44,5% til 75,8% á hinum Norðurlönd- unum, lægst í Finnlandi og hæst í Noregi, en hér á landi eru 93,3% karla á þessum aldri á vinnumark- aðnum. Hjá konum liggur hlutfallið á bilinu 39,7% til 63,6% á hinum Norð- urlöndunum, lægst í Finnlandi og hæst í Svíþjóð, en hér eru 83% kvenna á þessum aldri við launuð störf. Víða vandamál hve snemma menn hætta vinnu Tryggvi sagði að á síðustu tveimur áratugum hafi ýmis kerfi verið sett upp víða erlendis til að auðvelda mönnum að hætta snemma að vinna og nú sé orðið vandamál hve snemma fólk láti af störfum. Hann sagði sam- bland af auknum lífslíkum og skemmri starfsævi vera vanda sem kæmi meðal annars fram í ónýttri framleiðslugetu þjóðfélagsins, lægri skatttekjum til að standa undir vel- ferðarkerfinu og auknum þrýstingi á en hér á landi er þetta hlutfall innan við 15%. Þessi mikli fjöldi öryrkja í Finnlandi endurspeglar að sögn Tryggva meðal annars aðgerðir sem gripið var til í því skyni að draga úr atvinnuleysi í upphafi síðasta áratug- ar. Æskilegt að umbuna mönnum fyrir að vinna lengur Tryggvi sagði afar mikilvægt að menn gerðu sér grein fyrir þeim mikla kostnaði sem fylgdi því að fólk hyrfi snemma af vinnumarkaðnum. Hér sagði hann kostnaðinn hverfandi enda væru nær allir við vinnu á aldr- inum 55-64 ára. Hins vegar væri áætlað að kostnaðurinn vegna tap- aðrar framleiðslu hjá löndum innan Efnahags- og framfarastofnunarinn- ar, OECD, væri að meðaltali um 6% af landsframleiðslu og í Finnlandi væri þetta hlutfall nálægt 10%. Þrátt fyrir að það sé óvinsælt póli- tískt er að sögn Tryggva byrjað í nokkrum löndum að endurskoða og þrengja möguleikana á að taka lífeyri snemma, en þessar aðgerðir væru þó sjaldnast nægjanlegar. Þá sé fátítt að mönnum sé umbunað fyrir að starfa fram yfir lögbundin lífeyrismörk, en æskilegt sé að kerfið umbuni mönn- um fyrir það. Þó tók hann fram að ekki væri ástæða til að setja alla und- ir einn hatt. Þeir sem vinni líkamlega vinnu geti til dæmis þurft að hætta að vinna fyrr en hinir sem ekki hafa slit- ið sér út líkamlega og æskilegt sé að kerfið bjóði upp á slíkan sveigjan- leika. Sveigjanleg starfs- lok kostnaðarsömHELGA RE, nýtt skip útgerð-arfélagsins Ingimundar hf. íReykjavík, hélt nýverið af stað áleiðis til Íslands frá Kína, þar sem skipið var smíðað. Skipið var ný- verið formlega afhent útgerðinni og því um leið gefið nafn. Það var Lára Friðbertsdóttir, eiginkona Ár- manns Ármannssonar útgerð- armanns, sem gaf skipinu nafn og er hún því guðmóðir þess. Helga RE er 28,9 metra langt og 19,7 metra breitt togskip, systurskip Bjarnar RE sem kom nýverið í fyrsta sinn til heimahafnar í Reykjavík en bæði skipin eru hönn- uð af Skipasýn ehf. og smíðuð í Gu- angzhou-skipasmíðastöðinni í Hungpu í Kína. Áætlað er að sigl- ingin til Íslands taki um tvo mánuði. Skipstjóri á Helgu RE er Geir Garð- arsson. Lára Friðbertsdóttir gaf Helgu RE nafn þegar skipið var afhent formlega í Kína nýverið en það er nú á leið til Íslands. Með henni á myndinni er Ármann Ármannsson útgerðarmaður. Helga RE heldur af stað frá Kína MJÖG mikil eftirspurn er eftir kvótum í flestum fiskitegundum, bæði í aflamarks- og krókakerfinu. Að sögn Eggerts Sk. Jóhannesson- ar hjá Skipamiðluninni Bátum & kvóta eru kaupendur fyrirtæki sem vilja bæta við sig heimildum og að- ilar sem þurfa að fjárfesta í afla- hlutdeildum eða skiptum fyrir ára- mót. „Þorskur hefur verið svo að segja ófáanlegur, hvort sem um er að ræða innan ársins eða varanlega og hefur það valdið því að nú liggja inni kauptilboð á 150.000 krónur fyrir tonnið í leigu eða 860.000 krónur fyrir tonnið miðað við óveiddar varanlegar heimildir. Leiguverð hefur verið um 110 krón- ur fyrir þorskkvóta í krókakerfinu og 570 þúsund krónur fyrir var- anlegan óveiddan kvóta. Það er því greinilega mikil vöntun á króka- kvóta, sem og bátum með kvóta.“ Óvenjulegt ástand Eggert segir leiguverð aldrei hafa haldist svo hátt áður, það hafi rokið upp strax við upphaf fisk- veiðiársins sem sé mjög óvenjulegt. „Venjulega er verð bæði á varan- legum kvóta og leigukvóta nokkuð lágt og helst síðan stöðugt fram á vertíðina. Þegar hinsvegar hefur farið að ganga á veiðiheimildir út- gerða hefur leiguverð hækkað um nokkrar krónur. Núna hefur aftur á móti verið mikil eftirspurn eftir leigukvóta alveg frá upphafi fisk- veiðiársins. Verð á aflamarki hefur almennt hækkað mikið, sem má rekja til þess að gott verð fæst fyrir fiskinn á fiskmörkuðum. Auk þess vantar krókabátana nú sárlega ýsu- kvóta. Það er nánast ekkert fram- boð á ýsukvóta, þó svo boðnar séu 590.000 krónur fyrir tonnið miðað við óveiddan kvóta,“ segir Eggert. Mjög mikil eftir- spurn eftir kvóta Tryggvi Þór Herbertsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.