Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 57
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 57 UMRÆÐA um einræktun fósturvísa fór fram á Eldlínu Stöðvar 2 þann 26. nóv. sl. Ágætur umsjónarmaður þátt- arins, Árni Snæv- arr, stjórnaði hon- um af röggsemi og auðmýkt. Þeg- ar svo mikilvæg mál eru rædd er afar brýnt að setja þau í rétt samhengi. Mér fannst vanta nokkuð á það í annars ágætum þætti. Í fyrsta lagi notuð þátttakendur orðið „klónun“ án frekari skýringa. Nærtækara hefði verið að nota orðið einræktun og gefa á því skýringu. Það var á Roslin stofnuninni í Skot- landi sem lambið Dolly var einrækt- að, 27. feb. 1997. Vísindamaðurinn sem skapaði það var fósturfræðing- urinn Ian Wilomut. Hann nefndi lambið Dolly eftir Dolly Parton! Dolly er í rauninni tvíburi annarrar kindar. Tilgangurinn var að búa til kind með ákveðna eiginleika til að geta búið til ódýr lyf. Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu nýverið, sem hefur staðið sig frábær- lega varðandi upplýsingar til almenn- ings um heilbrigðismálefni, hefur bandarískt fyrirtæki, Advanced Cell Technology Inc. sent frá sér tilkynn- ingu um að það hafi búið til einrækt- aðan fósturvísi sem lifði í nokkra daga. Talsmenn fyrirtækisins segja að ekki séu uppi áform um að búa til einræktuð börn. Aftur á móti verði einræktun notuð til að búa til nýjar frumur og vefi fyrir fólk sem þjáist af sykursýki, Parkin- sonveiki og öðrum sjúkdómum. Stóra spurningin í þessu sambandi er sú hvort hér sé verið að fara inn á hála braut sem síðar verði til þess að sið- vitið fari fyrir lítið og allt verði falt fyrir peninga? Það er ljóst hvert við- horf alþjóðasamfélagsins er gagnvart einræktun á mönnum. Ekki er undir neinum kringumstæðum hægt að réttlæta einræktun á mönnum. Ein- ræktun er alvarlegt brot á mannrétt- indum og gagnstæð grundvallarvið- miðunum um jafngildi allra manna, þar sem hún leyfir kynbóta- og kyn- þáttaval á mannkyni. Það er gagn- stætt mannlegri virðingu og krefst tilrauna á mönnum. Hver og einn hef- ur rétt á sínum erfðafræðilegu sér- kennum og Evrópuráðið hefur bann- að einræktun á mönnum. Bill Clinton bannaði einnig notkun opinberra styrkja til einræktunar á mönnum. Erfðabætur Erfðabætur kallast það þegar skipulega er stefnt að framleiðslu þekktra „æskilegra“ einkenna, svo sem greindar, fegurðar, sterkrar lík- amsbyggingar o.s.frv. Talsmenn slíkra aðgerða eru gjarnan „hug- sjónamenn“ um mannkynið eða kyn- stofninn í heild frekar en heilbrigði einstaklinga. Slíkri erfðatækni hefur verið beitt um nokkurt skeið á dýr og plöntur. Skemmst er að minnast þess að á sínum tíma var uppi hugmynd um „undaneldi“ Nóbelsverðlauna- hafa! Erfðahreinsun er aftur á móti flókið fyrirbæri. Tilgangurinn með erfðahreinsun er yfirleitt að draga úr böli tiltekinna einstaklinga. Erfðahreinsun hefur t.d. verið líkt við forvarnir og heilsugæslu þar sem gripið er til ráðstafana til að draga úr sjúkdómum. Það er brýnt í um- ræðunni að taka fram greinarmuninn á fósturvísi (embryo, þriggja mánaða og yngri) og fóstri (fetus). Erfðarann- sóknir á fóstrum eru aftur á móti sið- ferðilega fábrugðnar öllu öðru for- varnarstarfi, því að greining á erfðagöllum leiðir í flestum tilvikum til fóstureyðinga eins og komið hefur fram í umræðunni um Downs heil- kenni. Þar er þörf á aðgát í nærveru sálar. En nú má spyrja: Eru meiri helgi- spjöll eða hroki fólgin í því að eiga við erfðaefni DNA en að eiga við lifandi vefi eins og gert er í skurðaðgerðum? Það veltur á því hvort aðgerðin er í læknisfræðilegum tilgangi og einnig að hún erfist ekki. Aðgerðir geta ver- ið varhugaverðar ef þær erfast. En aðgerðir sem erfast ekki vekja ekki eins áleitnar spurningar og þær sem erfast. Erfðavísindin geta verið ein af leið- unum til að lækna og líkna. Það er ekki hlutverk okkar að hafna slíkri tækni, heldur nota hana á ábyrgan hátt og til góðs. Siðfræðin stendur ekki gegn vísindalegri framþróun hvað það varðar, en þó er brýnt að hafa í huga að ekki allt leyfilegt sem er tæknilega kleift. James Watson, framkvæmdastjóri um genamengi mannsins (HGP), lýsti markmiðum verkefnisins sem tilraun til að lýsa því hvað það er að vera mennskur: „Við héldum að örlög okk- ar væru í stjörnunum en nú vitum við að þau eru í genunum“. Viðhorf hans felur í sér of mikil forlagahyggju að mínu mati, en hitt er víst að við erum kölluð til þess að vera ábyrg fyrir sköpuninni og lífríkinu og vísindaleg- ar niðurstöður á að nýta mannkyninu öllu til hagsbóta. Francis Collins, yfirmaður banda- rískrar stofnunar sem rannsakar genamengi mannsins, spáir því að hægt verði að búa til genabreytta menn með öruggum hætti innan tveggja áratuga, en hann bætir við að „skilningur á genamenginu mun ekki gagnast okkur mikið við að skilja mannsandann eða vita hver Guð er eða hvað ást er.“ Það er ástæða til að vara við því hugarfari að hægt sé að finna tæknilegar lausnir á öllu. ÓLAFUR ODDUR JÓNSSON, prestur, Keflavík. Umræða um einræktun Frá Ólafi Oddi Jónssyni: Ólafur Oddur Jónsson ÞAÐ ER alltaf gaman þegar maður hrekkur við, staðnæmist, horfir í kringum sig og sér sjálfan sig í nýju umhverfi. Ég tala nú ekki um ef mað- ur nær því að hugsa sig inn í annað og nýtt umhverfi, – og lætur sig dreyma um að skoða það umhverfi nýjum og ferskum augum. Þannig leið mér á sýningu þeirra Margrétar Jóelsdótt- ur og Stephens Fairbairns í Gerðar- safni á dögunum. Mig langaði til þess að fara með Ferðasólstafi þeirra út úr húsi og skoða allt upp á nýtt með speglunum þeirra. Og bara sú tilfinn- ing gjörbreytti deginum. Hugurinn flaug um alla þá staði sem ég gæti séð frá nýju sjónarhorni, og ég sá þá upp á nýtt. Margrét og Stephen eru þekkt fyr- ir áratuga langar optiskar tilraunir í málverkinu, ekki ólíkt þeim sem Vas- arely stundaði forðum á annan máta. Í list sinni hafa þau oft leikið sér með optisku blekkinguna og alltaf gengið út frá ákveðinni meðvirkni skoðand- ans. Markmiðið hefur iðulega verið að erta sjóntaugar áhorandans með samsetningu lita og munstra. Til þessa hefur það verið málverkið eða listaverkið sjálft sem gesturinn hefur einblínt á, en nú bregður svo við að það er skoðandinn og umhverfið allt sem er meginverkefnið. Það þarf ekki að taka það fram að allur frágangur á verkunum er aðdáunarverður og fer því saman fáguð hönnun og úthugsuð framsetning hugmynda þeirra. Sýn- ingin í Gerðarsafni lýsir upp skamm- degið. Ég setti þessar línur á blað til þess að vekja á henni athygli svo fleiri megi hafa af henni ánægju. ÞÓRA KRISTJÁNSDÓTTIR, listfræðingur. Forvitnileg sjónarhorn og ferðalag hugans Frá Þóru Kristjánsdóttur: EINS OG fram hefur komið á síðum blaðsins að undanförnu hafa röntgen- tæknar breytt starfsheiti sínu og heita héðan í frá geislafræðingar. Ýmsir velta því fyrir sér hvers vegna þessi breyting sé gerð. Því verður ekki svarað í fáum orðum, en hér á eftir fylgja nokkur rök fyrir því að ákveðið var að breyta um nafn. Sem starfstétt hafa röntgentæknar verið til á Íslandi frá því um 1970. Áð- ur voru konur sem tóku röntgen- myndir kallaðar röntgenkonur, nema þær sem voru hjúkrunarkonur að mennt, þær fengu starfsheitið rönt- genhjúkrunarkonur. Árið 1972 voru fyrstu nemendurnir teknir inn í Rönt- gentæknaskóla Íslands sem staðsett- ur var á Borgarspítala sem þá hét svo. Námið var tvö og hálft ár og var að stórum hluta verknám sem fór fram á röntgendeildum sjúkrahúsanna í Reykjavík. Það var ekki fyrr en um miðjan níunda áratuginn að námið var flutt í Tækniskóla Íslands, og þá var stúdentspróf gert að inntökuskil- yrði. Þetta er sambærileg þróun og hjá öðrum heilbrigðisstéttum; námið verður lengra og sérhæfðara í takt við framþróun læknavísindanna. Með- fram þessum miklu framförum hefur að sjálfsögðu þurft að treysta fræði- legan grunn fagsins. Fyrstu röntgen- tæknarnir framkvæmdu eingöngu röntgenrannsóknir af þeirri gerð sem flestir kannast við: skuggamyndir af beinum eða lungum. Sú aðferð lifir góðu lífi, en geislafræðingur sem kemur til starfa á myndgreiningar- deild í dag þarf að kunna skil á miklu fleiru: tölvusneiðmynda-, segulóm- og ísótóparannsóknir eru á hans verk- sviði að ógleymdum geislavörnum. Geislavarnir eru mikilvægur þáttur í daglegu starfi geislafræðinga, því þegar ákveðið hefur verið að gera rannsókn með jónandi geislum sér geislafræðingurinn um að halda geisl- un á sjúkling í lágmarki. Geislafræð- ingar vinna líka við fleira en mynd- rannsóknir, t.d. við geislameðferð. Það má geta þess að sambærilegar starfsstéttir í öðrum löndum kenna sig við geisla en ekki Röntgen, þó enn sé reyndar hægt að finna Röntgen í starfsheitum þar sem námið er tengd- ara hjúkrunarfæði en hér á landi. Almenn málnotkun hefur á sama tíma þróast þannig að flestir tengja endinguna “-tæknir“ við starfsmennt- un sem ekki er á háskólastigi. Þessi skilningur á nafninu hefur verið rönt- gentæknum fjötur um fót. Það er vart hægt að ætlast til að almenningur nái að fylgjast með hröðum breytingum á menntun heilbrigðisstétta, og ekki bætir úr skák ef starfsheitið er vill- andi. Það skiptir auðvitað miklu meira máli hvað við erum en hvað við heit- um. Betra starfsheiti nýtist vel til að kynna öðrum hver við erum, ekki veitir af, og einn af mörgum kostum heitisins geislafræðingur er hve vel það fellur að íslensku máli. JÓNÍNA GUÐJÓNSDÓTTIR, formaður Félags geislafræðinga. Hvers vegna geislafræðingur? Frá Jónínu Guðjónsdóttur: Allt efni sem birt ist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áski lur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirt ingu eða á annan hátt . Þeir sem afhenda blaðinu efni t i l birt ingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi . Yfirhafnir í jólapakkann. N ú e i n n i g í K r i n g l u n n i 5 5 2 3 6 3 6 5 6 8 4 9 0 0 Munið heimalækningaþjónustuna Læknisvitjun kr. 3900 Sími 821 5369 S l o p p a r - s l o p p a r Kringlunni www.olympia.is Hvergi eins mikið úrval af sloppum á dömur og herra • S i lki• • Sat ín• • Frotté• • Velúr• • F l ís•
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.