Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 53 Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal. Skemmti- ganga um Laugardalinn eða upplestur kl. 10.30. Umsjón Þóranna Þórarinsdóttir. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12 í kirkj- unni. Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir. Léttur hádegisverður að stundinni lokinni. Sam- vera foreldra ungra barna kl.14–16 í neðri safnaðarsal. 12 spora starf kl. 19 í kirkj- unni. Bústaðakirkja. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningalestur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimili eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja. Ævintýraklúbburinn kl. 17. Fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn úr 1.–3. bekk í umsjón Guðrúnar Helgu, Sigrúnar, Völu og Jóhönnu. Öll börn velkomin og alltaf hægt að bætast í hópinn. Unglingaklúbburinn MeMe kl. 19.30. Kröftugt starf fyrir unglinga í um- sjón Gunnfríðar og Jóhönnu. Laugarneskirkja. Hlé verður á morgun- bænum til 15. jan. Jólatónleikar Kórs Laugarneskirkju kl. 20.30. Stjórnandi Gunnar Gunarsson en Bjarni Þór Jónat- ansson leikur á píanó. Einsöng flytja Lauf- ey Geirlaugsdóttir og Þorvaldur Halldórs- son. Sérstakir gestir verða Borgarkvartettinn, en hann skipa Þorvald- ur Halldórsson, Þorvaldur Þorvaldsson, Ásgeir Páll Ágústsson og Atli Guðlaugs- son. Aðgangseyrir rennur óskiptur í org- elsjóð kirkjunnar. Fullorðinsfræðslu haustannar er lokið, en Þriðjudagur með Þorvaldi og fyrirbænaþjónusta falla inn í kvöldið. Síðasta samvera fyrir jól verður 18. des. (sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara, kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Nýir félagar velkomnir. Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10–12. Fræðsla: Mat- aræði ungbarna. Hjúkrunarfræðingur frá Heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi sér um efnið. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- og bæna- stund í dag, þriðjudag, kl. 12 í kapellu safnaðarins á 2. hæð í safnaðarheimili kirkjunnar, Laufásvegi 13. Allir velkomnir til þátttöku. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar kl. 10– 12. Hittumst, kynnumst, fræðumst. TTT- klúbburinn í Ártúnsskóla kl. 14.20– 15.20. Barnakóraæfing kl. 17–18. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra kl. 12. Hádegisverður. Kl. 13 jólavaka: Jólafrásögn, helgileikur, tónlist. Kaffi, jólahappdrætti, jólastemmning. Kl. 16 fermingarbörn Digraneskirkju fá hundinn Bassa í heimsókn og fræðast um forvarn- ir í fíkniefnum. Æskulýðsstarf fyrir 10–12 ára börn á vegum KFUM&K og Digranes- kirkju. Húsið opnað kl. 16.30. Fótbolta- spil, borðtennis og önnur spil. Jólafundur. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11–12 ára drengi kl. 17. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30. Helgistund, handa- vinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og allt- af eitthvað gott með kaffinu. Kirkjukrakk- ar í Engjaskóla fyrir börn 7–9 ára kl. 17.30–18.30. Kirkjukrakkar í Korpuskóla fyrir börn 7–9 ára kl. 17.30–18.30. Æskulýðsfélag í Grafarvogskirkju, eldri deild, kl. 20–22. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstundir kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10-12. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10–12. Kaffi og spjall. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borg- ara kl. 13.30-16 í Kirkjuhvoli. Spilað og spjallað. Helgistund í kirkjunni kl. 16. Fjöl- breytt kristilegt starf fyrir 9–12 ára stúlk- ur í Kirkjuhvoli kl. 17.30 í umsjón KFUK. Bessastaðasókn. TTT-kristilegt æsku- lýðsstarf fyrir 10–12 ára í Álftanesskóla, stofu 104, kl. 17.30. Rúta ekur börnun- um heim. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 18. Opið hús kl. 17–18.30 fyrir 7–9 ára. Kl. 20–22 æskulýðsfélag yngri félaga. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára börn í dag kl 17. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund með Taizé-söngvum í dag kl. 18. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10– 13.30 koma leikskólar í kirkjuheimsókn. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Borgarneskirkja. TTT tíu–tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15–19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Hvammstangakirkja. Æskulýðsfundur í Hrakhólum í kvöld kl. 20. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Árni Sæberg Á SAMVERUM eldri borgara í Laugarneskirkju látum við okkur ekkert mannlegt óviðkomandi og því er dagskráin er ætíð fjöl- breytt og fróðleg. Nú ljúkum við haustönninni með góðum jóla- fundi kl. 14 á fimmtudaginn 13. des. þar sem margt ber á góma. Að þessu sinni mun Stefán J. Haf- stein koma og lesa upp úr bók Önnu Kristine Magnúsdóttur, Lit- rófi lífsins. Á helgistund sem fram fer í kirkjunni á undan munu Tinna Ágústsdóttir og Há- kon Atli Halldórsson, nemendur í Listdansskóla Íslands dansa við gamlan negrasálm og Sigrún Birgisdóttir nemandi í Susuki- skólanum í Reykjavík mun leika á píanó, en sr. Bjarni Karlsson sóknarprestur flytur jóla- hugvekju. Að lokinni helgistund og fróð- legri bókarkynningu, er boðið til kaffisamsætis í safnaðarheimilinu þar sem tvö börn, Erla Björg og Aðalsteinn, munu sýna dans, góð- gerðir verða fram bornar og áhugasömum gefst færi á að eign- ast bók Önnu Kristine á góðum kjörum. Það er þjónustuhópur Laugarneskirkju, kirkjuvörður og sóknarprestur sem undirbúa og stýra samverunni. Jólasamvera eldri borg- ara í Laugarneskirkju KIRKJUSTARF LÖGREGLUNNI í Reykjavík var tilkynnt um 44 umferðaróhöpp um helgina sem sannar- lega er allt of mikið. Um helgina voru 11 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur og 17 stöðvaðir vegna gruns um of hraðan akstur. Á föstudagskvöld var tilkynnt um jeppabifreið á hvolfi í Klettagörðum og menn á hlaupum frá henni. Bifreið- in hafnaði á spennistöð frá Orkuveit- unni og síðan á girðingu sem skemmdist á um 10 metra kafla. Öku- maður lagði á flótta og óð til hafs. Eitt vitni á vettvangi óð á eftir honum út í sjó og náði að tala hann til. Ökumaður var grunaður um ölvun og var vist- aður í fangageymslu. Aðfaranótt laugardags var bifreið ekið út af Hringbraut til móts við BSÍ. Ökumaður og farþegi kvörtuðu undan eymslum en meiðslin voru ekki talin alvarleg. Bifreiðin var fjarlægð með kranabifreið. Á laugardagsmorgun varð árekst- ur á Fellsmúla. Farþegi í annarri bif- reiðinni fann til eymsla í hálsi og hnakka en báðar bifreiðar voru fjar- lægðar af vettvangi með kranabifreið. Þá var jólalest Coca Cola fylgt um helstu hverfi borgarinnar og niður Laugaveg. Um klukkan hálf sex á laugardag varð umferðarslys á gatnamótum Háaleitisbrautar og Miklubrautar. Ökumaður var fastur í annarri bif- reiðinni og þurfti að nota tæki tækja- bifreiðar slökkviliðs til að ná honum út. Báðir ökumenn voru fluttir á slysadeild til rannsóknar. Þrjár sjúkrabifreiðar komu á vettvang auk tækjabifreiðar. Meiðsl ökumanna voru ekki að fullu könnuð en virtust ekki eins alvarleg og í fyrstu leit út fyrir. Báðar bifreiðar voru fjarlægðar af vettvangi með dráttarbifreið. Ekið var á kyrrstæða bifreið í Mjóddinni. Ökumaður hennar hljóp á brott ásamt tveim farþegum. Bifreið- in sem þeir voru í mun hafa verið stol- in. Á sunnudagsmorgun var tilkynnt um bifreið sem hefði verið ekið út í móa við Njarðargötu og Vatnsmýr- arveg og hún væri þar föst í ræsi en ökumaður hefði hlaupið í burtu. Haft var samband í síma skráðs eiganda og fengust þá þær upplýsingar að eig- andinn hefði skroppið út í búð. Um hádegi á sunnudag var tilkynnt alvarlegt umferðarslys á gatnamót- um Breiðholtsbrautar og Skógarsels. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild en lögregla flutti hinn ökumanninn. Sá fyrrnefndi hlaut höfuðmeiðsl og var settur í rannsókn. Bifreiðarnar voru fjarlægðar með kranabíl. Síðdegis á föstudag var farið inn á lager verslunar við Laugaveg og stol- ið veskjum og farsímum í eigu starfs- fólks. Í annarri verslun var maður stöðvaður áður en hann hélt á braut með hangikjötslæri sem hann hafði ekki greitt fyrir. Nokkrir fleiri voru teknir fyrir hnupl í verslunum því víða er starfsfólkið vel á verði. Tilkynnt var um innbrot í Folda- hverfi. Þar var stolið bjór, hljómflutn- ingstækjum og tölvu. Ölvun var miðl- ungs mikil í miðborginni aðfaranótt laugardags og ástand þokkalegt enda fremur fáir á ferli. Einn maður var handtekinn vegna líkamsmeiðinga, annar vegna ölvunar og sá þriðji vegna óspekta. Þá flutti lögregla mann á slysadeild sem hafði fengið glas í andlitið. Nokkur erill var hjá lögreglu um nóttina vegna ölvaðs fólks víðsvegar um borgina. Snemma á laugardagsmorgun var tilkynnt innbrot í verslun við Granda- garð. Þar var m.a. stolið þrem hagla- byssum sem voru í festingum uppi á vegg. Upptökutæki nr. 7 stolið Síðdegis á laugardag var svartri tösku með upptökutæki og heyrnar- tækjum stolið úr körfu á reiðhjóli á meðan eigandinn leit í búðarglugga. Taskan er merkt „nr. 7“ og tækið einnig. Á laugardagskvöld var tilkynnt innbrot í tvær geymslur í Bakka- hverfi. Úr annarri, sem sennilega var opin, var tekið 6 ára bilað sjónvarp og leikföng úr Leikbæ sem enn voru í pakkningum enda ætluð til jólagjafa. Hin geymslan var spennt upp en engu stolið. Nokkuð af fólki var í miðborginni aðfaranótt sunnudags en miðlungs ölvun og ástandið þokkalegt. Hand- teknir voru tveir menn vegna líkams- meiðinga og þrír vegna ölvunar. Lög- regla flutti tvo menn á slysadeild og sjúkralið flutti einn mann. Mikill erill var hjá lögreglu í öðrum borgarhlutum vegna ölvunar og ýf- inga manna á milli. Skömmu eftir miðnætti var til- kynnt innbrot í verslun í Skeifunni. Þar var stolið verðmætum tækjum. Um morguninn voru handteknir menn sem eru grunaðir um þjófnað- inn. Eitthvað af þýfinu komst til skila. Þá var tilkynnt innbrot í verslun við Laugaveg. Nokkru af skiptimynt var stolið. Í jólasveinabúningi með uppblásna kind Snemma á sunnudagsmorgun var tilkynnt um unga stúlku í Tryggva- götu. Hún var ósjálfbjarga sökum ölv- unar, í jólasveinabúningi og með upp- blásna kind. Stúlkunni var ekið til síns heima. Tilkynnt var um innbrot í söluturn við Barónsstíg og ræninginn sagður hlaupa norður Snorrabraut. Maður sem lýsing átti við var handtekinn á Hlemmtorgi við Búnaðarbanka. Hann var fluttur í fangamóttöku en hann mun hafa stolið 50 happaþrenn- um úr söluturninum. Um hádegi á sunnudag var tilkynnt innbrot í hús í Bústaðahverfi. Þar hafði verið farið inn um glugga og stolið talsverðu af peningum. Síðdegis á sunnudag var tilkynnt að hundur hefði bitið barn í Hlíðun- um. Þarna hafði stór hundur stokkið upp á barnið og glefsað í það þannig að úlpa þess skemmdist og barnið blóðgaðist á hendi. Úr dagbók lögreglunnar/7.–10. desember Velti jeppanum og óð út í sjó SÆVAR Þór Jónsson, fram- kvæmdastjóri Juventus hugbún- aðarhúss, afhenti á föstudag Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra síðasta eintakið af kennsluforritinu Ævari sem dreift hefur verið ókeyp- is í alla grunn- og framhaldsskóla landsins. Björn Bjarnason afhenti svo Hreiðari Sigtryggssyni, skóla- stjóra Langholtsskóla, eintakið. Þá var sýnd bráðabirgðaútgáfa af næsta Ævari. Ragnar Eðvaldsson, forritari hjá Voiceera, gaf framtíð- arforritinu raddskipanir og stóðst forritið prófið fullkomlega. Juvent- us hugbúnaðarhús og Voiceera hafa ákveðið að fara í samstarf á þróun Ævars. Í framtíðinni mun verða hægt að gefa forritinu raddskipanir og þá á forritið einnig að geta svar- að. Starfsmenn Juventus hugbún- aðarhúss og Voiceera segja að með forritinu geti íslenskt menntakerfi boðið nemendum hérlendis upp á sambærilegan búnað og gerist er- lendis. Morgunblaðið/Sverrir Menntamálaráðherra og Hreiðar Sigtryggsson skólastjóri fylgjast með nemendum í Langholtsskóla vinna með kennsluforritið Ævar 2,0. Afhendir kennslu- forritið Ævar FLUGFÉLAG Íslands og Íslands- flug hafa komist að samkomulagi um að allt innanlandsflug Íslandsflugs verði frá og með deginum framvegis selt í gegnum sölukerfi FÍ. Frá því að Íslandsflug hóf flug aft- ur til Vestmannaeyja hinn 1. október sl. hefur öll sala á flugi til og frá Vest- mannaeyjum verið hjá Flugfélagi Ís- lands. Vegna mjög góðrar reynslu af því fyrirkomulagi hefur nú verið bætt við öðrum áfangastöðum Ís- landsflugs innanlands, segir í frétt frá félaginu. Staðirnir eru Sauðár- krókur, Bíldudalur og Gjögur. Kostir sölukerfis FÍ felast sérstaklega í mjög einföldum möguleika á því að bóka flug í gegnum heimasíðu félags- ins www.flugfelag.is. Einnig er hægt að bóka flug og fá upplýsingar í síma, segir í frétt frá FÍ. Fleiri staðir nú bókanlegir SÆNSKA félagið á Íslandi heldur upp á Lúsíuhátíð fimmtudaginn 13. desember kl. 9 í Norræna húsinu og kl. 20 í Seltjarnarneskirkju. Lúsíu- kórinn er undir stjórn Mariu Ceder- borg og píanóundirleik annast Ari Agnarsson. Tvær Lúsíuhátíðir SAMTÖK hafa verið stofnuð fyrir fólk sem hefur lent í því að missa foreldra sína þegar það var á barns- aldri. Stofnandi samtakanna er Dóra Emilsdóttir. Fundir verða haldnir í Bústöðum í kjallara Bústaðakirkju, fimmtu- daga kl. 17.30–19. Markmið sam- takanna er að viðkomandi aðilar geti komið saman og rætt um sín mál. Ný sorgar- samtök
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.