Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 28
ENN hefur ekki tekist að hafa hend- ur í hári Osama bin Ladens og Bandaríkjastjórn stendur nú frammi fyrir þeim möguleika, að hann muni leika lausum hala enn um sinn. Þetta gæti orðið til þess að snurða hlaupi á þráðinn í herförinni í Afganistan, og haft pólitískar afleið- ingar í Bandaríkjunum. Eftir hvern hernaðarsigurinn á fætur öðrum undanfarnar vikur hafa væntingar bandarísks almennings aukist um að bundinn yrði endi á að- gerðirnar í Afganistan og haldið, með sigur í farteskinu, til annarra vígstöðva. En þörfin fyrir að halda áfram leitinni að bin Laden virðist kalla á aukið framlag í og í grennd við Afganistan, og það myndi gera Bandaríkjastjórn erfiðara um vik að hefja næstu lotu í herförinni gegn hryðjuverkastarfsemi, segja sér- fræðingar. Þrátt fyrir eindreginn stuðning bandarísks almennings við stríðið í Afganistan yrði það bakslag fyrir stjórnvöld ef ekki tekst að finna bin Laden, vegna þess hvernig herförin hefur verið persónugerð, segja sér- fræðingar ennfremur. Bin Laden og Omar þurfa að nást Bandaríkjamenn eru orðnir sann- færðir um að bin Laden sé ábyrgur fyrir tilræðunum 11. september, einkum eftir að í síðustu viku var sýnt myndband, er fannst í húsi í Jal- alabad í Afganistan, og sýnir bin Laden að því er virðist gorta af árás- unum á New York og Washington. Og Bandaríkjamenn líta svo á, að auk þess að hrekja talibanastjórnina frá völdum og leysa upp samtökin al- Qaeda, verði Bandaríkin að hand- taka höfuðpaurinn, eigi réttlætið að ná fram að ganga. Þetta viðhorf kom í ljós í skoðanakönnun er vikuritið Newsweek gerði í síðustu viku, þar sem 62% aðspurðra sögðu að bin Laden og Mohammed Omar, leiðtogi talibana, yrðu að nást, ætti herförin að teljast hafa heppnast. „Þetta stríð er orðið ákaflega per- sónugert, einkum með birtingu myndbandsins,“ segir Ivan Eland, sérfræðingur í rannsóknum á varn- armálum við Cato-stofnunina í Washington. „Að reyna að binda enda á það án þess að ná bin Laden yrði aldrei samþykkt. Það væri eins og að ná hóp af glæpamönnum en missa af Al Capone.“ Sérfræðingar leggja áherslu á að bin Laden og Omar kunni að nást á hverri stundu – og annar þeirra eða jafnvel báðir kunna að hafa fallið í loftárásum Bandaríkjamanna eða í bardögum við afganska herflokka. Bandaríkja- menn og Afganar hafa á að skipa þúsundum hermanna sem beina spjótum sínum að þeim, auk um- fangsmikillar njósnastarfsemi og sí- stækkandi hóps mannaveiðara sem eru á höttunum eftir 25 milljónum dollara sem lagðar hafa verið til höf- uðs forsprökkunum. En svo virðist sem að á undan- förnum dögum hafi Bandaríkjamenn ofmetið möguleika sína á að ná bin Laden í felustað hans í fjöllunum í Austur-Afganistan. Eftir að hafa greint frá því að talstöðvarhleranir leiddu í ljós að hann væri enn á svæðinu viðurkenndu fulltrúar varn- armálaráðuneytisins á mánudaginn að enginn hefði hugmynd um hvar bin Laden væri niður kominn. Bandaríkjastjórn ber að nokkru leyti ábyrgð á því að stríðið skuli vera farið að snúast um einstaklinga. Þótt embættismenn hafi oft lagt áherslu á nauðsyn þess að þurrka út al-Qaeda í öllum þeim rúmlega 50 löndum sem samtökin starfa í hafa þeir ítrekað beint allri athyglinni að meginhlutverki bin Ladens. Líkt og faðir hans beindi Persa- flóastríðinu að misgjörðum Saddams Husseins Íraksforseta hefur George W. Bush lagt áherslu á glæpi bin Ladens, og hefur kallað hann „ill- virkja“ sem þyrfti að nást „dauður eða lifandi“. Þessum orðum Bush var ætlað að vekja pólitískan stuðn- ing við herförina, en um leið juku þau áhættuna fyrir Bandaríkja- stjórn ef svo færi að mannaveiðarnar yrðu árangurslausar. Goðsögnin stækkar Gary Schmitt, framkvæmdastjóri hægrisinnuðu áróðurssamtakanna Project for a New American Cent- ury, sagðist ekki telja að það væri meiriháttar áfall í herförinni að ekki hefði tekist að ná bin Laden. En tak- ist það ekki verði erfiðara að halda því fram, að fyrstu lotunni sé lokið, og kominn tími til að snúa sér að ein- hverju öðru. Bandarískir embættismenn hafa lagt áherslu á að þeir vilji draga úr þátttöku Bandaríkjahers í Afganist- an um leið og herförinni lýkur. Þeir ætla að halda áfram stuðningi við nýja ríkisstjórn og tryggja að neyð- araðstoð berist, en hafa sagt að þeir vilji ekki að bandarískir hermenn verði í landinu sem friðargæsluliðar. En þörfin fyrir að halda áfram leitinni að bin Laden gæti gert Bandaríkjamönnum erfiðara um vik að draga herlið sitt til baka. Líklegt er, að baráttan gegn talibanahreyf- ingunni hafi gert að verkum að bin Laden geti lítið lagt á ráðin um frek- ari hryðjuverk í Bandaríkjunum, að mati sérfræðinga. Svo lengi sem hann er á flótta og reynir að komast hjá því að nota síma á hann takmark- aða möguleika á að stjórna slíkum aðgerðum. En takist ekki að hafa hendur í hári bin Ladens gætu stuðnings- menn hans um víða veröld litið á það sem mikinn sigur. Geta hans til að komast undan ofurvaldi Bandaríkj- anna gæti enn hækkað goðsagnar- stöðu hans meðal óánægðra músl- ima. Reuters Bandarískur landgönguhermaður setur á sig bakpokann á ónafn- greindum stað í Afganistan. Þegar hermaðurinn hefur fest á sig pok- ann veltir hann sér á hliðina, fer á fjóra fætur og stendur síðan upp. AP Afganskur stríðsmaður sem tók þátt í árásinni á stöðvar al-Qaeda- hryðjuverkasamtakanna í Hvítufjöllum gægist inn í einn hellanna í Tora Bora-virkinu. Bin Laden og manna hans er leitað á hellasvæð- inu þó svo að afganskir stríðsherrar hafi lýst yfir fullnaðarsigri. Fyrstu lotu ekki lokið fyrr en bin Laden næst Erfitt gæti reynst fyrir Bandaríkjastjórn að segja herförina í Afganistan hafa heppnast ef bin Laden leikur enn lausum hala Washington. The Los Angeles Times.    ! "!# $%%!& ' #($) )*"! + !,) $ --.-!/ "  (/$-0 -   ) ! #  1            !  "   " #$  % &'(  12! " 3$.     4 " 12% 5          )     )   ERLENT 28 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.