Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ www.raymond-weil.com BIÐLISTAR á nokkrum deildum heilbrigðisstofnana hafa verið að lengjast þrátt fyrir að aðgerðum á viðkomandi deildum hafi verið fjölg- að. Fleiri ástæður fyrir lengri biðlist- um eru m.a. hækkandi aldur lands- manna og aukin tækni í læknavísindum. Dæmi eru um að fólk þurfi að bíða eftir aðgerð í meira en ár, t.d. eftir bæklunaraðgerðum eða hálskirtlatöku, en aldrei er þá um bráðatilfelli að ræða. Deildirnar reyna eftir megni að forgangsraða sjúklingunum eftir alvarleika í hverju tilviki fyrir sig. Af samtölum Morgunblaðsins við nokkra yfirlækna á Landspítalanum – háskólasjúkrahúsi og lækningafor- stjórann á Reykjalundi má ráða að betri tíð sé í vændum á næsta ári með stærra húsnæði og betri aðstöðu. Þannig er verið að vígja nýjar skurð- deildir á Landspítalnum í Fossvogi í dag, sem koma til með að stytta bið- lista í sumum tilvikum, og nýtt þjálf- unarhús verður tekið í notkun á Reykjalundi eftir áramót. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær hefur landlæknir skilað af sér greinargerð um biðlista sjúkrastofn- ana hérlendis miðað við október 2000, maí 2001 og október 2001. Þar mátti m.a. sjá lengri biðlista og biðtíma á nokkrum deildum Landspítalans auk þess sem biðlistar eftir endurhæf- ingu á Reykjalundi hafa lengst jafnt og þétt frá því í október í fyrra. Á flestum öðrum sjúkrastofnunum, sem gáfu landlækni upplýsingar, hafa biðlistar styst eða haldist svip- aðir. Beiðnum um endurhæfingu fjölgar stöðugt á Reykjalundi Hjördís Jónsdóttir, lækningafor- stjóri á Reykjalundi, segir að beiðn- um eftir endurhæfingu hafi fjölgað verulega síðustu ár. Um leið hafi tek- ist að meðhöndla fleiri sjúklinga en biðlistar þrátt fyrir það lengst. Hún segir stöðuna misjafna eftir deildum Reykjalundar en almennt takist í dag að sinna 75% af þeim beiðnum sem berast. Á síðasta ári bárust ríflega 1.600 beiðnir um endurhæfingu og innlagnir voru í kringum 1.300. Reiknað er með um 1.800 beiðnum í ár. Í október sl. voru 1.055 manns á biðlista eftir endurhæfingu og tæp- lega 800 á sama tíma í fyrra. Með- albiðtími hefur farið úr rúmum sjö mánuðum í tæpa níu mánuði, eða 35 vikur. „Við reynum að fara reglulega yfir listann og leiðrétta hann þannig að allar beiðnir séu sem virkastar. Við stefnum að betri skráningu listans sem ætti að gefa raunsannari mynd en verið hefur. Það vill gerast að beiðnir um endurhæfingu eru sendar á fleiri en einn stað, t.d. á Grensás eða í Hveragerði. Upplýsingar um að fólk hafi fengið meðferð annars staðar berast ekki alltaf til okkar. Við reyn- um að forgangsraða beiðnum þannig að alvarlegustu tilfellin fái meðhöndl- un sem fyrst og bendum fólki einnig á aðra kosti. Langur biðtími getur vissulega haft slæma þýðingu fyrir fólk, ekki síst ungt fólk sem vill kom- ast sem fyrst í vinnu eftir slys eða sjúkdóma,“ segir Hjördís. Hún á von á því að stærra húsnæði á Reykja- lundi geti lagað biðlistana en það sé háð fjölda starfsfólks og fjármagni sem fæst til aukinnar starfsemi. Meðalbiðtími eftir aðgerðum og annarri þjónustu á kvenlækninga- deild Landspítalans nærri því tvö- faldaðist milli ára, miðað við október- mánuð. Fór úr 10 vikum árið 2000 í 19 vikur í október sl. Á biðlista voru þá 307 konur en að sögn Jóns Hilmars Alfreðssonar, yfirlæknis á deildinni, horfir allt til betri vegar. Tekist hafi að stytta biðlistann verulega síðan í október. Á listanum í dag eru um 220 konur og þar af hafa um 60 verið boð- aðar í aðgerðir næstu vikur. Jón Hilmar segir fjölda sjúklinga á biðlistum deildarinnar sveiflast til eftir árstímum. Aukning hafi ekki verið merkjanleg undanfarin ár. Hann segir biðtímann einna lengstan eftir sumarleyfi starfsfólks á haustin en verkföll sjúkraliða hafi m.a. sett strik í reikninginn undir lok árs. „Við höfum það markmið að bið- tími sé ekki lengri hjá okkur en þrír mánuðir en sem stendur er hámarks- biðtími tveir mánuðir, eða 8–10 vikur. Landlæknir hefur sett okkur það markmið að biðtími sé ekki lengri en fjórir mánuðir. Þetta eru yfirleitt að- gerðir sem hafa ekki mikinn forgang, t.d. ófrjósemisaðgerðir eða legsig eft- ir fæðingar. Allt sem hefur forgang fær í mesta lagi bið í eina viku,“ segir Jón Hilmar. Halldór Jónsson, yfirlæknir á bæklunarlækningadeild, segir að töl- ur landlæknis að þessu sinni séu ekki að fullu marktækar vegna sameining- ar bæklunarlækningadeilda spítalans og flutning þeirra í Fossvog. Illa hafi tekist að halda í við biðlistana og þeir lengst allnokkuð. Hann vonast til að með nýjum skurðstofum, sem vígðar verða í Fossvogi í dag, takist að laga stöðuna á næsta ári. Í október sl. voru 668 manns á biðlista eftir bæklunar- aðgerð og meðalbiðtími rúmir 10 mánuðir. Nú í byrjun desember sam- anstóð biðlistinn af um 850 manns. „Þó að tölur landlæknis séu réttar eru þær misvísandi á margan hátt. Strax eftir áramótin vonumst við til að geta farið að vinna á vandanum eins og hægt er. Þegar hjólin snerust eðlilega á báðum stöðum, við Hring- braut og í Fossvogi, náðum við með- albiðtíma niður í um hálft ár eftir stórri aðgerð eins og t.d. bakspeng- ingu eða skipti á mjaðma- og hnélið. Núna er þessi bið komin upp undir eitt og hálft ár og það hefur vissulega mikil óþægindi í för með sér fyrir fólk. Mitt í öllum breytingunum höf- um við því tapað nærri heilu ári og það gæti tekið sinn tíma að vinna það upp. Þetta er eins og snjóbolti sem stöðvast í miðri brekku og þarf að koma af stað aftur. Það bætist á listann um leið og við tökum fólk út af honum,“ segir Halldór. Æ fleiri skipta um augastein Hjá augndeild Landspítalans voru 706 manns á biðlista í október sl. og meðalbiðtími eftir augnaðgerð rúmir sjö mánuðir. Á sama tíma árið 2000 voru 528 á biðlista og meðalbiðtími tæpir fimm mánuðir. Friðbert Jón- asson, yfirlæknir augndeildar, bendir á að meira en helmingur aðgerða sé vegna augasteinsskipta hjá eldra fólki. Þessum aðgerðum hafi fjölgað verulega síðustu ár samfara hækk- andi aldri fólks og aukinni tækni, en biðlistinn lengst þrátt fyrir það. Hann segir að auka þurfi enn afköst- in ef halda eigi í við eftirspurnina. Lengsta bið eftir augnaðgerð er vegna skipta á hornhimnu. Horn- himna er þá fengin úr látnu fólki en að sögn Friðberts hefur gengið illa að útvega slíkar himnur að undanförnu. Leyfi aðstandenda hins látna þarf að liggja fyrir og himnan að passa í við- komandi sjúkling. Augndeild Landspítalans hefur framkvæmt milli 1.400 og 1.500 að- gerðir á þessu ári, sem Friðbert segir að séu mestu afköst frá upphafi. Til samanburðar voru aðgerðirnar í kringum 1.200 á síðasta ári. Hann tel- ur allt benda til að augnaðgerðum haldi áfram að fjölga á næstu árum. Háls-, nef- og eyrnadeild fann ekki taktinn eftir sumarfrí Háls-, nef- og eyrnadeild Landspít- alans í Fossvogi var með 643 sjúk- linga á biðlista í október sl., 582 í maí og 544 í október í fyrra. Meðalbiðtími eftir aðgerð þá var rúmt hálft ár en var í október sl. þrettán mánuðir. Hannes Petersen, yfirlæknir deildar- innar, segir aukninguna fyrri part árs hafa verið hæga og eftir sumarfrí hafi deildin ekki náð að komast í takt, eins og hann orðar það. Endurbætur hafi farið fram á skurðstofum spítalans í Fossvogi og deildin ekki náð að stytta biðlistann fyrr en nú allra síðustu vik- urnar. Hannes segist vel geta tekið undir að meira en árs biðtími eftir að- gerð teljist ekki viðunandi. Reynt sé að vinna eins vel af honum og hægt sé. Algengasti biðtími í raun sé 1–2 mánuðir. Flestir eru að bíða eftir aðgerðum vegna sjúkdóma sem hafa truflað þá lengi, t.d. hálskirtlataka eða rétting á nefi. Hannes segir slíka sjúklinga oft vilja ráða aðgerðatímanum sjálfir og það stytti vitanlega ekki biðlistann. Morgunblaðið/Ásdís Biðlistar eftir aðgerðum á helstu sjúkrastofnunum landsins hafa lengst nokkuð síðustu mánuði. Reykjalundur og nokkrar deildir Landspítalans vonast eftir betri tíð á næsta ári með tilkomu stærra húsnæðis og betri aðstöðu Biðlistar lengjast þrátt fyrir fleiri aðgerðir  MATTHÍAS Geir Pálsson varði hinn 25. maí sl. doktorsritgerð í Evrópurétti og alþjóðlegum samningarétti við Evrópuhá- skólann í Flór- ens á Ítalíu. Rit- gerð hans heitir Ósanngirni í evr- ópskum samn- ingarétti og al- þjóðlegum viðskiptasamningum. Matthías rannsakaði sögulegan bakgrunn sanngirnisreglna, tilvist og áhrif þeirra í þremur landsrétt- arkerfum, þ.e. á Norðurlöndunum, Englandi og Þýskalandi, á sviði Evrópuréttar og í alþjóðlegum samningareglum. Bar svo annars vegar saman sanngirnisreglur í landsréttarkerfunum innbyrðis og hins vegar reglur landsréttarkerfa gagnvart Evrópurétti og alþjóð- legum viðskiptarétti. Niðurstöð- urnar nýtti hann til að sýna fram á tilvist sameiginlegs kjarna sann- girnisreglna á öllum réttarstigum og mismunandi vægi þeirra eftir tegundum samninga og eftir samningsumhverfi. Hann leiddi líkur að því að tillit til tiltekinna áhrifaþátta, sem fyrir hendi eru á öllum stigum í lífi samnings, og innbyrðis samspils þeirra megi nýta til að rökbinda sanngirn- ismat. Aðalleiðbeinandi Matthíasar við rannsóknirnar var próf. Christian Joerges við Evrópuháskólann í Flórens. Auk hans voru andmæl- endur við doktorsvörnina próf. Ole Lando frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn, próf. Páll Sig- urðsson frá Háskóla Íslands og próf. Ugo Mattei frá Háskólanum í Torino. Matthías er fæddur 31. maí 1966 í Reykjavík, sonur Páls Ólafs- sonar verkfræðings og Þuríðar Guðjónsdóttur stjórnarráðsfull- trúa. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund vorið 1986, embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands haustið 1993 og fékk réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 1994. Frá 1994 til 1996 vann Matthías sem lögfræð- ingur og lögmaður hjá Faktor einkaleyfaskrifstofu ehf. í Reykja- vík og á árunum 1995 og 1996 var hann einnig stundakennari í samn- ingarétti við Háskóla Íslands. Á árinu 2001 var Matthías lögfræð- ingur hjá EFTA í Brussel en hóf störf á varnarmálaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins hinn 1. ágúst sl. Doktor í lögfræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.