Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 45 Framtíðin hefst ....núna! Borgartúni 28 • S: 562 2901 & 562 2900 • www.ef.is 159.900,-, Super A nti-Alia s Filter 540 lín ur stgr.* TOSHIBA DVD • 5 gerðir frá 5. kynslóð DVD mynddiskaspilara, með betri myndgæðum og mun fullkomnari en aðrir bjóða! TOSHIBA eru fremstir í tækniþróun. Hönnuðir Pro-Logic heimabíókerfisins, Pro-Drum mynd- bandstækjanna og DVD mynddiskakerfisins. 29“eða 33“ 100HZ DIGITAL SCAN *Staðgreiðsluafsláttur er 5% Heimabíó: Sjónvarp, skápur, magnari og hátalarar, allt í einum pakka! Nýjasta og fullkomnasta tækni á einstöku verði: frá kr. • Super-5 Digital Blackline myndlampi • 180-300W magnari • 3 Scarttengi að aftan • 2 RCA Super VHS/DVD tengi að aftan Super VHS, myndavéla- og heyrnartækjatengi að framan • Barnalæsing á stöðvar • Glæsilegur skápur m/glerhurð og 3 hillum • 6 framhátalarar • 2 bassahátalarar • 2 x 2 bakhátalarar Margverðlaunuð tæki: Önnur TOSHIBA tæki fást frá 14“-61“ 34.900,- stgr.* LAUGAVEGI 15 SMÁRALIND Ótrúlegt úraúrval Mikið úrval glæsilegra kvenúra Gott úr er góð gjöf Falleg og vönduð karlmannsúr og vandaðir skartgripir NÚ HEFUR Birgir Sigurðsson skrifað tvær greinar hér í Morgunblaðið með skömmu millibili. Þungamiðja þeirra beggja er vísindaheið- ur minn. Það er ný- næmi fyrir mig, hingað til hef hvorki ég né aðr- ir haft miklar áhyggjur af honum. Þetta er eins og með skjaldkirtilinn, enginn hugsar um hann fyrr en einhver óáran leggst á hann. Málavextir eru þeir að meinleysisleg villa slæddist inn í frétt blaðamanns af niðurstöðum mínum um áhrif Norð- lingaöldulóns á land og vatnafar í Þjórsárverum. Þar rugluðust saman lónhæðirnar 575 og 578 með þeim af- leiðingum að málsgrein um upp- blástur í Þúfuveri varð misvísandi. Þá skrifaði Birgir greinina „Rang- færslur og húsbóndahollusta“ í Mbl. 6. des. en nafnið átti að vísa til meintra ósanninda minna og þýlynd- is gagnvart Landsvirkjun. Hús- bóndahollusta mín bar vísinda- mennskuna ofurliði, ályktaði Birgir. Ég ritaði litla svargrein í Mbl. 11. des. og benti honum á að þetta væri nú sem betur fer allt á misskilningi byggt og að hann hefði hlaupið á sig. Árni Þórður Jónsson áréttaði þetta líka, í grein í sama blaði, og undir- strikaði að ekki hefði verið rétt eftir mér haft í upphafsfréttinni. En í stað þess að gleðjast yfir því að ég væri ekki sá ómerkingur sem hann hafði haldið varð Birgir sýnu argari út í mig og skrifaði greinina „Vísinda- heiðurinn góði“ í Mbl. 13. des. Í þeirri grein voru virkjunar- og um- hverfismál gleymd og grafin en vís- inda- og starfsheiður minn eina um- fjöllunarefnið. Birgir segir: „Vís- indaheiður er merkilegt hugtak. Það felur í sér að vísindamaður skuli ávallt kappkosta að komast að rétt- um niðurstöðum í rannsóknum sín- um. Samkvæmt þessu hugtaki ber vísindamanni einnig að sjá til þess, eftir mætti, að það sem eftir honum er haft á opinberum vettvangi sé í samræmi við niðurstöður hans. Sú skylda er óaðskiljanlegur hluti af starfsheiðri hans“. Þessu er ég sam- mála og það var nákvæmlega það sem ég var að gera með svargrein- inni sem hann er nú að agnúast út í. Birgir gleymir þó að nefna eitt atriði enn um vísindaheiðurinn góða. Mað- ur þarf líka að verja hann fyrir upp- hlaupsmönnum sem vilja reyta hann af manni að ósekju. Þessi grein er til- raun til þess. Ég skal játa að eftir á að hyggja hefði verið viturlegast að senda leið- réttingu í Mbl. strax og upphaflega missögnin birtist þar. Mér þótti hún þó ekki stórvæg. Hugmyndir um Norðlingaöldulón og vatnsborð þess hafa tekið miklum breytingum gegn um tíðina. Þras um lónhæðir í 575 m, 578 m, 579 m, 581 m, 589 m eða 593 m rugla flesta bara í ríminu, hugsaði ég. En þetta var sýnilega rangt og ég hef enga aðra afsökun en þá hve ég er bláeygur og einfaldur. Maður trú- ir öllu því besta um fólk og á ekki von á að neinn hafi áhuga á að níða af manni æruna. Og ég er satt að segja dálítið hissa á Birgi og þessu áhuga- máli hans. En mér er sagt að hann sé að öðru leyti hinn besti maður. En fyrst athuganir mínar á Norð- lingaöldulóni eru kveikja þessara skrifa vil ég fara nokkr- um orðum um þær. Þótt vatnsorka sé um- hverfisvæn, endurnýj- anleg og oft tiltölulega ódýr þá kostar nokkrar fórnir að nýta hana. Sérhver virkjun og vatnsmiðlun hefur sína kosti og galla. Stundum eru gallarnir langt um- fram kostina og fórn- irnar allt of miklar en stundum snýr þetta rétt við. Allir eru nú sammála um að Norð- lingaöldulón með vatnshæð í 593 m, sem drekkt hefði gervöllum Þjórsárver- um, var virkjun sem kostað hefði of miklar fórnir, enda var horfið frá hugmyndinni fyrir mörgum áratug- um. Á síðari árum hafa menn velt fyrir sér lónhæðum á bilinu 575–581 m y.s. og virðast nú alfarið telja að lægsta vatnshæðin sé boðlegust. Hverjir eru svo helstu kostir og gall- ar þessarar framkvæmdar? Ég tel gallana fyrst og vona að það verði ekki talin húsbóndahollusta við ein- hverja hagsmunaaðila. Gallar: Norðlingaöldulónið kaf- færir 29 km² lands, þar af 5,6 km² innan friðlandsins í Þjórsárverum. Gróið votlendi með rústum syðst í Tjarnarveri myndu fara á kaf, svo og Eyfafen, rennsli í Þjórsá neðan stíflu myndi minnka verulega og fossarnir niður með ánni, Hvanngiljafoss, Dynkur og Gljúfurleitafoss, myndu rýrna að sama skapi. Kostir: Þjórsá hefur þegar verið miðlað í bak og fyrir, með Norðlinga- ölduveitu er því ekki verið að raska áður ósnortnu vatnasviði. Verð á orkunni sem fæst er lágt vegna þeirra miðlana og virkjana sem fyrir eru á vatnasviðinu. Gróið land sem tapast er tiltölulega lítið. Óbætan- legar náttúruminjar fara ekki á kaf, lindasvæði eða hverir hverfa ekki í vatn, leki út í grunnvatnskerfið verð- ur lítill. Það mætti lengja báða liði þess- arar upptalningar verulega þótt ekki sé rúm til þess hér. Ég get samt ekki sleppt heiðagæsinni enda hefur hún verið aðalpersóna Þjórsárveraum- ræðunnar frá öndverðu. Ljóst er að mörg hreiðurstæði fara á kaf í Norð- lingaöldulón, og því hefði mátt bæta í upptalningu ókostanna, en það er jafnljóst að gæsastofninn bíður ekki stóran hnekki af því. Hann hefur verið í sókn um áratugi þannig að gróður í verunum ber merki ofbeit- ar. Gæsin hefur að auki verið að nema ný lönd, bæði á hálendinu og niðri á láglendi, svo sumum þykir að um offjölgun sé að ræða enda reyna veiðistjóri og Félag skotveiðimanna að beina veiðisókninni í þennan stofn til að létta álagi af ofnýttum grá- gæsastofninum. Sýna má fram á með tölfræði að því meiri veitur og lón sem gerð hafa verið á Þjórsársvæð- inu undangengna áratugi því fleiri verða heiðagæsirnar. Ég fullyrði hins vegar ekki að um beint orsaka- samhengi sé að ræða en þetta er rannsóknarefni fyrir fuglafræðinga. Ég vona að ef Birgir Sigurðsson svarar þessari grein þá beini hann sóknarþunga sínum að Norðlinga- ölduumræðunni. Ég er hræddur um að áframhaldandi karp um vísinda- heiður minn leiðist út í farsa. Kannski ættu menn þó engu að kvíða því við félagarnir ættum að hafa burði til að skrifa þolanlegan leikþátt saman, við erum báðir í Leikskálda- félagi Íslands, annar að vísu með óspjallaðan heiðurinn en hinn með glataða æruna. Um glataða æru leikritaskálds Árni Hjartarson Norðlingaalda Ég vona að ef Birgir Sigurðsson svarar þessari grein, segir Árni Hjartarson, þá beini hann sóknarþunga sínum að Norðlinga- ölduumræðunni. Höfundurinn er jarðfræðingur og sérfræðingur um grunnvatn og vatnafar. KVEN- SÍÐBUXUR 3 SKÁLMALENGDIR Bláu húsin við Fákafen. Sími 553 0100. Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.