Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 58
DAGBÓK 58 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Brú- arfoss, Þerney og Björn koma í dag. Dettifoss fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Karilla kom í gær, Severypa kemur í dag, Brúarfoss fer í dag. Fréttir Bókatíðindi 2001. Númer miðvikudagsins 19. des. er 101079. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Sól- vallagötu 48. Skrifstofa, s. 551 4349, flóamark- aður, fataúthlutun og fatamóttaka, s. 552 5277, eru opin miðvikud. kl. 14–17. Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Svarað í síma Krabba- meinsráðgjafarinnar, 800 4040, kl. 15–17. Mannamót Aflagrandi 40. Jóla- súkkulaði verður föstu- daginn 21. des. og hefst kl. 14. með hátíð- arbingói, drengjakór Neskirkju kemur og syngur. Upplestur, Gerður G. Bjarklind. Allir velkomnir. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofan, kl. 13 spilað, kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Allar uppl. í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 böðun, kl. 9–12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna, kl. 10–17 fótaaðgerð, kl. 10 banki, kl. 13 spiladagur, kl. 13–16 vefnaður, kl. 14 dans. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, á Kjalarnesi og í Kjós. Félagsstarfið, Hlaðhömrum, er á þriðju- og fimmtudög- um kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga föstudaga kl. 13.30. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ, á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hár- greiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9– 12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslu- og handavinnustofur opn- ar, kl. 10–10.45 leikfimi, kl. 14.30 banki. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl 16.30–18. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Mið- vikudagur: Göngu- Hrólfar eru komnir í jólafrí, ganga næst 9. janúar frá Hlemmi kl. 9.45. Söngfélag FEB, kóræfing kl. 17. Línu- danskennsla Sigvalda kl. 19.15. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum kl. 10–12. Skrifstofan er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Uppl. á skrifstofu FEB kl. 10–16, s. 588 2111. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin op- in, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska, byrjendur. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Glerútskurður kl. 13. Píla kl. 13.30. Áramótadansleikurinn verður laugardaginn 29. des. kl. 20.30. Caprítríó leikur fyrir dansi. Happdrætti. Félagsstarfið,Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 fótaaðgerð, opin vinnu- stofa, postulín, mósaik og gifsafsteipur, kl. 9– 13 hárgreiðsla, kl. 9–16 böðun. Opið alla sunnu- daga frá kl. 14–16, blöð- in og kaffi, ath. lokað verður sunnudaginn 23. des. Næst verður opið sunnudaginn 6. janúar og ekki verður spiluð vist mánudaginn 24. des. en spilað verður mánudaginn 7. janúar. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- salur opinn, kl. 13 kem- ur Hjördís Geirsdóttir í heimsókn ásamt göml- um og góðum félögum, m.a. „Siffa“, og kynnir og áritar nýjan geisla- disk. Allir velkomnir. Fimmtudaginn 20. des. jólahelgistund kl. 14, m.a. kemur Þorvaldur Halldórsson með tón- listarflutning og söng. Sr. Miyako Þórðarson túlkar á táknmáli. Um- sjón sr. Hreinn Hjart- arsson og Lilja G. Hall- grímsdóttir djákni. Á eftir eru hátíðarveit- ingar í veitingabúð. Jólastemmning í öllu húsinu. Allir velkomnir. Veitingar í veitingabúð. Upplýsingar um starf- semina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 10–17, kl. 10.30 boccia, kl. 13 félagsvist, kl. 17 bobb. Skötuveisla verður föstudaginn 21. des kl. 11.40. Vinsam- lega pantið tíma. Jóla- markaður verður í Gjá- bakka föstudaginn 21. des frá kl. 11–14. Hraunbær 105. Kl. 9 opin vinnustofa, handa- vinna, bútasaumur, kl. 9–12 útskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla og fótaað- gerðir, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 böðun, föndur – klippi- myndir, kl. 13.30, gönguferð, kl. 15 teikn- un og málun, kl. 15. dans. Fótsnyrting, hár- snyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–16 fótaaðgerðir, kl. 9–12 tréskurður, kl. 10 sögustund, kl. 13 banki, kl. 14 félagsvist, kaffi, verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.25 sund, kl. 9–16 fótaað- gerð og hárgreiðsla, kl. 9.15–16 postulínsmálun og myndmennt, kl. 13– 14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurður. Að- ventuferð 20. desember kl. 13. Borgarljósin skoðuð, meðal annars ekið um Grafarvog. Heimsókn í Jólahúsið á Smiðjuveginum. Kaffi- veitingar í Perlunni. Leiðsögumaður Helga Jörgensen. Allir vel- komnir, takmarkaður sætafjöldi. Fyirbæna- stund verður fimmtu- daginn 20. des. kl. 10.30 í umsjón séra Hjálmars Jónssonar dóm- kirkjuprests, allir vel- komnir. Nýtt námskeið í leirmótun hefst eftir áramót. Leiðbeinandi Hafdís Benediktsdóttir. Kennt verður á fimmtu- dögum frá kl. 17–20. Ath. Takmarkaður fjöldi, skráning í s. 562 7077. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 10 fóta- aðgerðir, morgunstund, bókband og bútasaum- ur, kl. 12.30 versl- unarferð, kl. 13 hand- mennt og kóræfing, kl. 13.30 bókband, kl. 15.30 kóræfing. Álftanes. For- eldramorgna í Hauks- húsum kl 10–12 í dag. Heitt á könnunni. Hallgrímskirkja, eldri borgarar. Í dag kl. 15 verður farið frá kirkj- unni með rútu í jólaferð um borgina, súkkulaði og fleira á Litlu- Brekku. Upplýsingar veitir Dagbjört í s. 510 1034. Kristniboðssambandið þiggur með þökkum alls konar notuð frí- merki, innlend og út- lend, ný og gömul, klippt af með spássíu í kring eða umslagið í heilu lagi (best þannig). Útlend smámynt kemur einnig að notum. Mót- taka í húsi KFUM&K, Holtavegi 28, Rvík, og hjá Jóni Oddgeiri Guð- mundssyni, Glerárgötu 1, Akureyri. Minningarkort Slysavarnafélagið Landsbjörg, Stangarhyl 1, 110 Reykjavík. S. 570 5900. Fax: 570 5901. Netfang: slysavarna- felagid@landsbjorg.is Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum Kvenna- deildar RRKÍ á sjúkra- húsum og á skrifstofu Reykjavíkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568 8188. Minningarkort Hvíta- bandsins fást í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, s. 562 1581, hjá Kristínu Gísladóttur, s. 551 7193, og Elínu Snorradóttur, s. 561 5622. Í dag er miðvikudagur 19. desem- ber, 353. dagur ársins 2001. Imbru- dagar. Orð dagsins: En vonin bregst oss ekki, því að kærleika Guðs er úthellt í hjörtum vorum fyr- ir heilagan anda, sem oss er gefinn. (Rómv. 5, 5.) LÁRÉTT: 1 sveðja, 4 beiskur, 7 kvabbs, 8 dans, 9 rekkja, 11 þvættingur, 13 hvetji, 14 frek, 15 hæð, 17 heiti, 20 eldstæði, 22 ósannsög- ul, 23 slóttugur, 24 þefar, 25 tappi. LÓÐRÉTT: 1 læsingar, 2 ryskingar, 3 skordýr, 4 brjóst, 5 fær af sér, 6 sefaði, 10 svarar ekki kröfum tímans, 12 missir, 13 korn, 15 stofn- anirnar, 16 kyrrviðris, 18 fullkomlega, 19 stinga, 20 skjótur, 21 beltið. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 inngangur, 8 bætur, 9 gegna, 10 arg, 11 iðinn, 13 sárna, 15 Fjóns, 18 subba, 21 tóm, 22 sukki, 23 álaga, 24 hroðvirka. Lóðrétt: 2 nýtni, 3 gæran, 4 naggs, 5 urgur, 6 obbi, 7 fata, 12 nón, 14 átu, 15 fisk, 16 óskar, 17 stirð, 18 smári, 19 brask, 20 aðal. K r o s s g á t a Víkverji skrifar... FÓLK hefur gaman af að berasaman þær tvær nútímalegu verzlunarmiðstöðvar, sem risið hafa á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Kringl- una og Smáralind. Það þarf engum að koma á óvart en jafnframt er eng- in ástæða til að gera lítið úr annarri á kostnað hinnar á hvorn veg, sem það er. Það er ljóst að Kringlan hefur komizt mun betur frá samkeppni við Smáralindina en flestir gerðu ráð fyrir sl. haust. Ástæðurnar fyrir því geta verið margar. Kringlan hefur unnið sér mjög fastan sess í huga fólks. Staðsetning hennar við fjöl- farna umferðargötu, sem tengir saman vestur- og austurhluta höfuð- borgarsvæðisins, er mjög hagkvæm. Verzlunar- og þjónustufyrirtæki í Kringlunni eru mjög mörg og skapa mikla breidd í framboði og þannig mætti lengi telja. Þá fer tæpast á milli mála, að ný- byggingin við Kringluna, sem opnuð var árið 1999, hefur bætt mjög sam- keppnisstöðu hennar. Þegar á heildina er litið geta for- svarsmenn Kringlunnar og verzlun- areigendur því vel við unað. Kringl- an hefur staðið af sér átök fyrstu mánaðanna og ekki ólíklegt að það hafi skipt sköpum um það sem síðar gerist. x x x ANNARS er erfitt að ráða í þaðhvernig verzlunin þróast. Fæstir muna eftir því nú að Skeifan var upphaflega hugsuð sem iðnaðar- hverfi. Þar voru reistar miklar skemmur, sem áttu að hýsa iðnfyr- irtæki og gerðu raunar í upphafi að nokkru leyti. Þetta fyrirhugaða iðnaðarhverfi hefur orðið ótrúlega líflegt verzlun- arsvæði, þar sem mikill fjöldi verzl- ana er saman kominn. Telja má lík- legt að þetta sé eitt af þróttmestu verzlunarsvæðum í Reykjavík. STÓRA spurningin er sennilegahvernig Laugavegurinn og mið- bærinn gamli fer út úr þessum breytingum. Einn af viðmælendum Víkverja, sem rekur barnafataverzl- un við Laugaveg, kvaðst fyrir nokkr- um vikum ekki hafa orðið var við nokkurn samdrátt í sinni verzlun heldur þvert á móti aukningu. Sumir telja, að með sama hætti og yngra fólk hefur mesta löngun til að búa í gömlum húsum í gamla mið- bænum og vesturbænum, helzt ekki yngri húsum en 50 ára, muni sú sama kynslóð beina viðskiptum sínum til lítilla verzlana í nágrenni við sig, til kaupmannsins á horninu. Þessi kyn- slóð vilji helzt ekki þurfa að aka lang- ar vegalengdir á milli miðborgar og úthverfa og muni þess vegna m.a. ekki sækja hinar nýju verzlanamið- stöðvar. Það er ekki hægt að útiloka, að slíkir straumar bærist undir yf- irborðinu, og ef svo er verður það Laugaveginum til framdráttar. Slítum stjórnmála- sambandi við Ísrael UNDANFARINN mjög langan tíma hafa flestir ef ekki allir fréttatímar í út- varpi hafist á orðunum: „Ísraelskir hermenn skutu í dag nokkra Palestínu- menn til bana og skrið- drekar og jarðýtur jöfn- uðu nokkur hús við jörðu.“ Ísraelsmennirnir eru und- antekningarlaust hermenn en Palestínumennirnir eru oftast kallaðir hryðju- verkamenn, stöku sinnum eru þeir borgarar eða börn. Þessar fréttir virð- ast flestar matreiddar af Ísraelsmönnum eða stuðn- ingsmönnum þeirra. Jafn- vel minnist ég þess einu sinni er nokkur börn voru skotin þá var það réttlætt með því að „þau voru að kasta steinum“. Við Íslendingar styðjum lýðræði en höfum and- styggð á yfirgangi, kúgun, stríði, morðum og drápum hverju nafni sem það kall- ast. Göngum á undan með góðu fordæmi og slítum stjórnmálasambandi við Ísrael og fordæmum framkomu Ísraelsmanna í Palestínu. Við erum lítil þjóð og áhrifalítil en mér finnst við eigum að halda reisn okkar í því að við- urkenna ekki ríki sem stunda það sem Ísr- aelsmenn gera og ekki verður réttlætt með nokkru móti. Jafnframt veitum við þessu aumingja fólki í Palestínu í það minnsta svolítinn móralsk- an stuðning í þrengingum þess. Það sama á reyndar við um allmörg önnur ríki heimsins en þetta væri gott sem fyrsta skrefið – það snýst ekki allt í heim- inum um peninga! Ragnar Eiríksson, Sauðárkróki. Aðstoð við bílveltu HINN 25. nóv. sl. lentum við í bílveltu á Holta- vörðuheiði. Á slysstað kom yndislegt ungt fólk sem hjálpaði okkur mjög mikið og var hjá okkur þar til hjálp barst. Viljum við ná sambandi við þetta unga fólk og biðjum við þau um að hafa samband við okkur í síma 691-2294. Jólakort á flakki ÉG hef sl. 3 ár í röð feng- ið jólakort frá fólki sem ég þekki ekkert. Í fyrstu hélt ég að þetta myndi leysast af sjálfu sér og þau átta sig á að kortið færi ekki á réttan stað en enn kemur kort frá þessu fólki. Það er ekki hægt að senda þetta til baka því það fylgir ekki fullt nafn og heimilisfang. Ég veit til þess að hjá póstinum eru haugar af jólakortum sem ekki hafa ratað rétta leið og í þeim eru jafnvel fallegar mynd- ir af börnum eða brúð- hjónum og þessu er hent því ekki er vitað hver sendandinn er. Ég er hissa á að póst- urinn mælist ekki til þess að nafn og heimilisfang sendanda sé aftan á um- slaginu svo hægt sé að koma þessu til skila. Fyrrverandi póstkona. Til kráareigenda VINSAMLEGA hafið lok- að á aðfangadag og annan í jólum og þá munið þið gleðja börnin. Vilhjálmur Sigurðsson, Njálsgötu 48a. Tapað/fundið GSM-sími týndist GSM-sími Nokia 6110 týndist í veislusal í Húsi verslunarinnar 12. desem- ber sl. Skilvís finnandi hafi samband í síma 581 4969 eða 892 2057. Fundarlaun. Gullhringur týndist GULLHRINGUR, gatað- ur, týndist á Seltjarnar- nesi, á leiðinni frá Látra- strönd niður að útibúi Landsbankans á Seltjarn- arnesi. Skilvís finnandi hafi samband í s. 562 4780. Trúlofunarhringur í óskilum GULL-trúlofunarhringur með áletruninni „Þinn Reynir“ fannst í miðbæn- um. Upplýsingar á Vega- mótum eða í síma 511 3040. Gullarmband týndist GULLARMBAND tapað- ist 16. des. sl. Þetta er þrí- litt gullarmband (gult- rautt-hvítt), eintómir hringir. Eigandi var þenn- an dag í IKEA, við Holts- búð í Garðabæ, bensínstöð við Garðatorg og Ársali 5 í Kópavogi. Armbandið hef- ur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eiganda. Finn- andi vinsamlega hringi í síma 554 5701 Sigurbjörg, 561 4707 og eða 569 1209, Berglind. Gullúr týndist Karlmannsgullúr týndist á Glaumbar eða í miðbæn- um sl. helgi. Úrið er erfðagripur og hefur mik- ið tilfinningalegt gildi fyr- ir eiganda. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 869 7779 eða 868 7405. Fundarlaun. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is MIG langar að koma á framfæri þakklæti mínu til ungu konunnar sem seldi mér „stopain“ verkjaúðann í Lyfju, Lágmúla, 12. desember sl. Ég ákvað að taka hana trúanlega og láta reyna á hvort þessi verkjaúði myndi slá á bakverkina sem ég er búin að þjást af í 10 ár. Ég keypti brúsann og sé ekki eftir því því þetta er í fyrsta sinn sem eitt- hvað virkar á verkina. Núna get ég byrjað á jólahreingerningunni. Bestu kveðjur, Jóhanna. Verkjaúði sem virkar 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.