Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 24
LANDIÐ 24 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ UNDIRRITAÐUR var samningur milli sveitarstjórnar í sveitarfélaginu Skagafirði og RARIK, 17. desember sl. Hann felur í sér að Rafmagnsveit- urnar kaupa dreifikerfi Rafveitu Sauðárkróks og tekur fyrirtækið við rekstri kerfisins 1. janúar næstkom- andi. Kaupverð er 330 Mkr., stað- greitt, og er samkvæmt mati á verð- mæti eigna og viðskipta. RARIK hefur annast raforkusölu til viðskiptavina í Skagafirði undan- farna áratugi, að Sauðárkróki und- anskildum, auk þess að eiga og reka Gönguskarðsárvirkjun. Í fréttatilkynningu segir: „RARIK hefur átt gott samstarf við Rafveitu Sauðárkróks og hefur annast heild- sölu á raforku til veitunnar auk þess sem Sveitarfélagið Skagafjörður og RARIK standa sameiginlega að Hér- aðsvötnum ehf. sem undirbúa nú virkjun við Villinganes. Rekstur Raf- veitu Sauðárkróks fellur því vel að orkuveitusvæði og starfsemi RARIK og er víst að aukin hagkvæmni næst með samrekstri þessara veitukerfa. Þá mun ljóst að tilkoma Sauðárkróks inn í veitukerfið kallar á endurskoð- un á fyrirkomulagi þjónustu í hér- aðinu og reyndar í öllum landshlut- anum. Um áramótin munu verðskrá og skilmálar RARIK taka gildi hjá flest- um viðskiptavinum en þó verður veitt tveggja ára aðlögun að verðskránni hjá stærri orkunotendum. Verður reynt að standa að þeirri aðlögun á sem þægilegastan hátt fyrir orku- kaupendur á svæðinu. Aðilar samningsins eru sammála um að með þessum aðgerðum hafi verið stigið heillaspor og að þær hafi í för með sér hagræði fyrir báða aðila. Vonast RARIK eftir góðri samvinnu við sveitarstjórn og íbúa, býður nýja viðskiptavini velkomna og mun leit- ast við að veita þeim sem besta þjón- ustu í framtíðinni,“ segir í fréttinni. Rarik tekur við raf- orkusölu á Sauðárkróki Sauðárkrókur FJÁRHAGSÁÆTLUN Borg- arbyggðar fyrir árið 2002 var samþykkt á fundi bæjar- stjórnar hinn 13. desember sl. Samkvæmt fjárhagsáætlun- inni er gert ráð fyrir að skatt- tekjur ársins 2002 nemi 604 milljónum króna sem er um 8% hækkun á milli ára. Þær skiptast þannig að útsvar- stekjur eru áætlaðar 414 milljónir króna, fasteigna- gjöld 67 milljónir króna og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 123 milljónir króna. Þjónustutekjur eru áætlaðar um 140 milljónir króna. Hæstu framlögin eru til fræðslumála Kostnaður við rekstur málaflokka að frádregnum þjónustutekjum nemur 537 milljónum króna. Þar af fara 330 milljónir króna eða 55% af skatttekjum til fræðslu- mála, þar með eru leikskólar taldir. Framlegð fyrir fjár- magnsliði nemur samkvæmt áætluninni 67 milljónum króna sem er um 11% af skatttekjum. Rekstraráætlun- in einkennist af hækkun launakostnaðar í kjölfar kjarasamninga sem gerðir hafa verið á árinu 2001 og á móti að fylgt verði aðhalds- semi í rekstri sveitarfé- lagsins. Til framkvæmda og fjár- festinga eru áætlaðar um 140 milljónir króna á árinu 2002. Þar vega þyngst áform um bygginu leikskóla á Bifröst en endanlegar tillögur þar að lútandi liggja ekki fyrir. Mikil uppbygging hefur verið á Bif- röst síðustu misseri og enn frekari uppbygging er ráð- gerð þar á næsta ári. Lántökur á árinu eru áætlaðar 150 milljónir Samkvæmt fjárhagsáætlun Borgarbyggðar eru lántökur á árinu 2002 áætlaðar um 150 milljónir króna en að afborg- anir eldri lána nemi um 70 milljónum króna. Um næstu áramót verða gerðar breytingar á reikn- ingsskilum sveitarfélaga sem mun jafnframt þýða breyt- ingu á framsetningu fjárhags- áætlunar sem unnið verður að í byrjun árs 2002. Um 8% hækkun skatt- tekna Borgarbyggð ÞESSI jólastjarna skín yfir byggðinni á Hvammstanga og minnir íbúa kauptúnsins á nálægð jólanna. Kirkjukórinn stendur fyrir að- ventutónleikum í Hvammstanga- kirkju miðvikudagskvöldið 19. desember. Þar koma fram ýmsir lista- menn og flytja leikna og sungna tólnlist sem tengist aðventu og jólum. Tónleikarnir eru liður í fjár- öflun kórsins fyrir byggingarsjóð safnaðarheimilis, sem stendur til að reisa við kirkjuna. Nú þegar eru í byggingarsjóði um níu millj- ónir króna, en kostnaðaráætlun er um 35 milljónir. Mikið tónleikahald hefur verið í héraðinu á aðventunni, m.a. voru tónleikar Sigurðar Flosasonar og Gunnars Gunn- arssonar í Hvammstangakirkju á dögunum. Jóla- stjarna á aðventu Hvammstangi Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson FORELDRAFÉLAG leikskólans Klettaborgar bauð krökkunum ásamt foreldrum í samveru við piparkökuskreytingar nýlega. Þessi nýbreytni mæltist vel fyrir og var þátttaka góð. Á meðfylgj- andi mynd má sjá áhugasama að störfum.Borgarnes. Foreldrafélag leikskólans Klettaborgar bauð krökkunum ásamt foreldrum í samveru við piparkökuskreyt- ingar nýlega. Þessi nýbreytni mæltist vel fyrir og var þátttaka góð. Á meðfylgjandi mynd má sjá áhugasama aðstörfum. Piparkökuskreyt- ingar á Klettaborg Borgarnes Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir KAUPFÉLAG Árnesinga, sem rekur Hótel Selfoss, hefur skrifað undir samning við Voglauer möbel í Austurríki, um kaup á innrétt- ingum og húsgögnum fyrir ný- byggingu hótelsins. „Við völdum Voglauer-innrétt- ingarnar og -húsgögnin úr mörg- um tilboðum sem okkur bárust frá fjölda aðila og það sem réð mestu um ákvörðun okkar var samspil verðs og gæða. Húsgögnin verða afhent uppsett og tilbúin til notk- unar 24. maí 2002, en nýtt Hótel Selfoss verður opnað 1. júní á næsta ári og mun þá verða rekið undir merkjum Icelandair-hótel- keðjunnar. Samstarfið við Ísberg ehf. umboðsaðila Voglauer á Ís- landi og Voglauer hefur gengið af- ar vel og öllum okkar spurningum var svarað fljótt og vel,“ sagði Jó- hönna Róbertsdóttir, forstöðumað- ur hótel- og gistisviðs KÁ. Við rætur Alpanna Voglauer er við rætur Alpanna, í litlu þorpi sem heitir Abtenau. Fyrirtækið hefur starfað á sviði húsgagna- og innréttingafram- leiðslu síðan 1932. Fyrirtækið sér- hæfir sig í framleiðslu hótelhús- gagna og -innréttinga og er á meðal stærstu framleiðenda í Evr- ópu á sínu sviði. Starfsmenn fyr- irtækisins eru um 550 talsins. Voglauer starfar eftir mjög ströngum umhverfis- og gæða- stöðlum. Voglauer framleiðir hvort heldur er staðlaðar einingar eða samkvæmt séróskum viðskiptavina sinna. Flestar af stærstu og þekkt- ustu hótelkeðjum veraldar eru meðal viðskiptavina Voglauer. Ísberg ehf., umboðsaðili Voglau- er, er 10 ára gamalt fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu á vörum fyrir hótel og veitingahús. Ísberg ehf. leggur sig fram um að bjóða við- skiptavinum sínum heildarlausnir fyrir hótel og veitingahús. Ísberg ehf. hefur umboð fyrir mörg af þekktustu fyrirtækjum sem fram- leiða vörur fyir hótel og veitinga- hús. Innréttingar og húsgögn í nýbyggingu Hótels Selfoss Samið við austurrískt fyrirtæki Morgunblaðið/Sig. Jóns Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri Ísbergs ehf., Wolfgang Schau- recker, sölustjóri hjá Voglauer, Óli Rúnar Ástþórsson, framkvæmda- stjóri KÁ, og Jóhanna Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri hótelsviðs KÁ. Selfoss TRÉSMIÐJAN Vík ehf. átti lægsta tilboð í brú yfir Lónsós á Norðaust- urvegi en alls bárust níu tilboð í verkið. Vík bauð rúmar 66,7 milljónir króna, eða 86,6% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á um 77 milljónir króna. Malarvinnsl- an hf. á Egilsstöðum átti næstlægsta tilboðið en það hljóðaði upp á tæpar 70 milljónir króna, eða 90,8% af kostnaðaráætlun. Þriðja lægsta til- boðið átti Norðurvík ehf. á Húsavík, um 74 milljónir króna, eða 96,1% af kostnaðaráætlun. Norðausturvegur – brú á Lónsós Trésmiðjan Vík bauð lægst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.