Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í dag 19. desember, hefði amma mín orðið áttræð, en hún lést 12. júlí 2000. Hún var móðir sex drengja og var sá næstelsti pabbi minn. Mér skilst að það hafi oft verið mikð fjör á heimilinu á Siglufirði þar sem hún ól drengina sína upp og kom þeim til manns. Það tókst henni með prýði en ég veit að hún óskaði þess stundum, þegar strákapörin tóku völdin, að einhverjir þeirra hefðu verið stúlkur. Þetta átti sérstaklega við þegar skipti þurfti um alklæðnað á þeim öllum tvisvar á dag, tólf umganga af fötum, sem síðan þurfti að þvo í höndunum. Ég var svo heppin að búa á Siglu- firði í fjögur ár, frá fjögurra til átta ára, og þá var nábýlið við Helgu HELGA PÁLMADÓTTIR ✝ Helga Pálma-dóttir fæddist á Akureyri 19. desem- ber 1921. Hún lést á Siglufirði 12. júlí 2000. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Jón Rögnvalds- son, f. 2. maí 1923, og þau eiga sex syni, Pál Ágúst, Viktor, Steingrím Örn, Rögnvald, Leif og Viggó. Útför hennar fór fram frá Siglufjarð- arkirkju í kyrrþey 20. júlí 2000. ömmu yndislegt og heimili hennar og Jóns afa okkur barnabörn- unum öruggt skjól. Dyrnar voru alltaf ólæstar og gat maður valsað inn og út eins og manni sýndist. En þótt maður fengi hjá henni hlýju, athygli og ómælda ást var hún alltaf ákveðin. Hún tók þátt í því að ala okkur barnabörnin upp og sagði okkur óhikað ef henni mislíkaði eitt- hvað í fari okkar. Þetta átti sérstaklega við þegar ég fór að eldast og eyddi oft hluta af sumrinu á Siglufirði hjá henni og afa. Þá kom það stundum fyrir að hugmyndir okkar um útivistartíma stönguðust á. Sumarið sem ég varð tólf ára var ég að vinna í bakaríinu á Siglufirði og bjó hjá ömmu og afa. Eins og gengur og gerist með tólf ára stelpur þá fannst mér ég vera orðin fullorðin og fannst hún stundum skammta mér naumt frelsið. Ég kom eitt sinn heim á umræddum tíma en úti beið hópur af eldri krökkum eftir mér til að sjá hvað verða vildi. Þegar ég kom og ætlaði að fá að vera klukkutíma leng- ur, gneistaði úr grænu augum henn- ar og hún sagði mjög ákveðið að ég yrði ekki mínútu lengur úti, ég væri ekki einu sinni fermd. Ég kom eftir þetta heim á um- sömdum tíma og bað ekki aftur um að fá að vera lengur. Eftir að ég varð fullorðin urðu heimsóknirnar færri en áður en ég man eftir einni ferð þegar við Benni bróðir ætluðum að koma henni á óvart 19. desember 1991, á sjötugs- afmælinu. Við vorum á litlum bíl og enginn vissi af komu okkar nema Steingrímur frændi. Ferðin gekk ágætlega þangað til við komum fram hjá Ketilási, þá fór færðin að þyngj- ast og vorum við þrjár klukkustundir að komast þessa leið sem venjulega tekur 30 mínútur. Þegar við systk- inin mættum í veisluna, allt of seint, varð ömmu svo mikið um að hún fékk næstum taugaáfall en grét af gleði. Þá tók hún af okkur loforð um að hringja næst þegar við ætluðum að koma henni á óvart og við stóðum við það. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um ömmu, kleinurnar, kossarnir, kalda mjólkin sem ég þurfti oft að sækja niður í kjallara af því ég var svo létt á fæti, nýþvegin og straujuð sængurföt og kubbarnir inni í litla herbergi. Það var alltaf líf og fjör á Hlíðarveginum og þangað var gott að koma – en núna býr afi þar einn. Ég elskaði ömmu mína heitt og ég veit að henni líður vel núna með Laufeyju systur sinni og hafa þær örugglega tekið vel á móti Benna bróður. Ég hlakka til að hitta þau, en það verður vonandi ekki strax. Ég þakka ömmu allt sem hún gerði fyrir mig, hún var alla tíð hreinskiptin og heiðarleg en það eru kostir sem ég hef reynt að taka mér til fyrirmynd- ar. Helga Rún Viktorsdóttir. ✝ Guðríður Magn-úsdóttir, hús- freyja í Reykjavík, fæddist á Efra- Skarði í Svínadal 8. september 1909. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ (Efstabæ) 13. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Magnús Magnússon, bóndi á Efra-Skarði í Svínadal í Hval- fjarðarstrandar- hreppi, f. 8. júlí 1862, d. 1. janúar 1920, og Sigríð- ur Ásbjörnsdóttir húsfreyja, f. 5. ágúst 1871, d. 25. apríl 1937. Systkini Guðríðar voru Þórunn, f. 1.10. 1896; Soffía Ásbjörg, f. 1.5. 1898; Kristín, f. 6.4. 1902; Ólafur, f. 14.3. 1905, og Svanborg, f. 6.4. 1907. Þau eru öll látin. Hinn 1. júní 1929 giftist Guð- ríður Jóni Guðjónssyni, verka- manni í Reykjavík, f. í Fjósakoti í Innri-Akraneshreppi í Borgar- fjarðarsýslu 26. sept. 1893, d. 30. okt. 1971. Foreldrar Jóns voru Guðjón Einarsson, sjómaður og verkamaður í Fossakoti og Fjósa- koti í Innri-Akraneshreppi, f. 13. með Auði E. Friðriksdóttur. 4) Guðjón húsasmiður, f. 13.2. 1939, maki Sigríður Sigurðardóttir bréfberi, f. 20.8. 1942, börn þeirra eru: Guðríður, maki Haukur Þór Haraldsson, þau eiga þrjú börn, Hafdís Ebba, maki Þorsteinn Hall- dórsson, þau eiga tvö börn og Díana. 5) Ingibjörg bréfberi, f. 12.5. 1943, maki Ólafur Sveinsson tæknifræðingur, f. 1.8. 1942, börn þeirra eru: Hanna, í sambúð með Ellert K. Schram, þau eiga tvö börn saman. Hanna á eitt barn fyrir. Guðríður, Freydís Sif, í sam- búð með Árna Má Rúnarssyni og Þórdís Jóna. 6) Jón Guðmar við- skiptafræðingur, f. 2.4. 1950, maki Jóhanna Erlingsdóttir fulltrúi, f. 13.3 1961, börn þeirra eru: Svan- hvít Ásta og Guðrún Sunna. Synir frá fyrra hjónabandi eru Eiríkur Óskar, í sambúð með Sigrúnu K. Jónasdóttur og Magnús. Guðríður lærði saumaskap á Akranesi innan við tvítugt og starfaði við saumaskap og kaupa- mennsku fram að giftingu, en var húsmóðir alla tíð síðan. Guðríður og Jón fluttust að Grettisgötu 18a árið 1939 og þar var þeirra heimili ætíð síðan, en fyrir fjórum árum fluttist Guðríður að hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ (Efstabæ). Hún var því húsfreyja á Grettis- götu 18a í nær sextíu ár. Afkom- endur Guðríðar og Jóns eru 54. Útför Guðríðar fer fram frá Seljakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. ágúst 1857, d. 19. mars 1933, og Mál- fríður Halldórsdóttir (óg.) húsfreyja, f. 18. febrúar 1860, d. 25. desember 1915. Börn Guðríðar og Jóns eru: 1) Málfríður sjúkra- liði, f. 26.2. 1930, maki Haukur Bjarnason húsasmíðameistari, f. 23.9. 1928, börn þeirra eru tvíburarnir Guðrún B., maki Guð- mundur Kristberg Helgason, þau eiga þrjú börn og Jón G., maki Helga Brynleifsdóttir, þau eiga eitt barn saman. Guðríður, maki Ingvar Teitsson, þau eiga þrjú börn og Anna Rós. Sonur Málfríðar af fyrra hjónabandi er Róbert Jörgensen, maki Erla Lár- usdóttir, þau eiga fjögur börn. 2) Magnús verkamaður, f. 10.9. 1931. 3) Sigríður sjúkraliði, f. 10.3. 1934, maki Sigurður Daníelsson netagerðarmaður, f. 16.11. 1934. Börn þeirra eru: Guðríður, maki Einar Ingvason, þau eiga fjögur börn, Sigrún, maki Helgi Gríms- son, þau eiga þrjú börn, Gróa, maki Kristján H. Theodórsson, þau eiga tvö börn og Jón, í sambúð Þótt við vitum að allt hafi sinn tíma í henni veröld þá kvelst hjarta manns ævinlega þegar æðri mátt- arvöld sækja sína, hvað þá þegar þeir standa manni nærri. Háöldruð heiðurskona, hún amma mín á Grettó, eins ég nefndi hana æv- inlega, Guðríður Magnúsdóttir, er látin. Hún varð 92 ára. Hún var fremur lágvaxin kona, en hjartað var stórt og hjartalagið hlýtt. Það var í miðri aðventunni sem hún kvaddi. Hún lá sem betur fer ekki lengi á dánarbeði. Erfið veikindi herjuðu skyndilega á hana af full- um þunga og urðu henni um megn á nokkrum dögum. Allt undir það síðasta átti hún þó því láni að fagna að vera ern. Eins og vænta mátti var líkaminn farinn að bregðast henni örlítið; hugurinn, skynjunin og hið létta lundarfar stóðu þó ætíð þéttingsfast með henni. Hún var lánsöm að fá að eldast þannig á sig komin. Hún bjó lengst af við Grettisgöt- una í Reykjavík. Undanfarin ár dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þar sem hún naut ein- stakrar umönnunar. Grettisgata 18a var þó ætíð hennar heimili, þar sló lífstakturinn lengst af í faðmi afa míns, Jóns Guðjónssonar, og fjölskyldunnar. Móðir mín, Mál- fríður Jónsdóttir, er elst sex barna þeirra. Barnabörnin eru mörg og barnabarnabörnin sömuleiðis. Og þær eru ófáar Gurrýjarnar í ætt- inni, dömurnar sem skírðar eru í höfuðið á ömmu. Rætur hennar voru handan við Hvalfjörðinn, hún fæddist og ólst upp á bænum Efra- Skarði í Svínadal, sunnan Skarðs- heiðarinnar. Sá bær var henni eðli- lega afar kær. Það var í þessari sveit sem hún sprangaði um sem barn í skjóli fagurs fjallahrings og bjó sig undir lífið. Hún var af þeirri kynslóð sem gengið hefur í gegnum mestu breytingar og tæknibyltingar í Ís- landssögunni, kynslóð sem kynnt- ist því að þröngt gæti verið í búi, en barmaði sér aldrei. Þegar ég ferðast um í huganum minnist ég þess ekki að amma hafi nokkru sinni rætt illa um einhvern þótt hún stæði drjúgt á sínu í dæg- urmálum sem pólitík. Að því leyti átti hún samleið með þeim sem boða að illt umtal sé bæði tíma- eyðsla og niðurbrjótandi. Hún var heppin að hafa þennan verðmæta kost; hún gat þó verið svolítið þrjósk, eins og við öll. Ég minnist hennar ennfremur sem ömmu með ríka kímnigáfu þótt hún hefði sig ekki í frammi með fyrirgangi, þess í stað bjó hún til andrúm gleði og kímni með brosi sínu og viðmóti – svo aðrir fengju notið sín. Og ekki fannst litlum snáða það verra að vita til þess að kökuboxið hennar tæmdist aldrei. Þetta einkenndi hana frá því ég man fyrst eftir mér í heim- sóknum á Grettó, hjá henni og afa – einstaklega barngóðum manni sem hún missti á haustmánuðum fyrir þrjátíu árum. Heimsóknirnar til þeirra voru fyrir mig, Kópa- vogsbúann, talsvert ævintýri. Þetta var annað umhverfi en frum- býlingar í Hvömmunum í Kópavogi áttu að venjast; þarna var gróið hverfi, stutt niður á Laugaveg, Klapparstíg, Frakkastíg og upp á Njálsgötu, þröng húsasund og hálfskuggaleg port – margir æv- intýraheimar. Þegar árin liðu sat þó mest eftir hve breiðan faðm hún hafði og hve hún skipti sér hæfi- lega mikið af manni þegar ærslast var og göslast um í grenndinni. Fyrir nokkrum árum hitti ég fjar- skylda frænku mína á förnum vegi. Við tókum tal saman og bar ömmu, afa og Grettisgötuna á góma. Þá hafði hún á orði við mig, sem ég vissi raunar fyrir, hve ótrúlega gestrisin þau hefðu verið og hvað það sæti í fjarskyldum ættingjum hve notalegt hefði verið að sækja þau heim og streitulaust að fá gist- ingu, ef svo bæri undir. Híbýlin voru þröng, en aldrei svo þröng að venslafólk gæti ekki fengið að gista þegar það gerði sér ferð til borgarinnar. Þar sannaðist hið fornkveðna, að vilji er allt sem þarf – og af honum var nóg á Grett- isgötu 18a. Háöldruð heiðurskona er geng- in. Hún hefur kvatt, það er gangur lífsins, þannig slær lífsklukkan. Lífið heldur áfram með sínu gamni og sinni alvöru. Hún var lánsöm að ná hárri elli og verða ern, gömul kona. Kveðjum góða konu í dag. Blessuð sé minning ömmu minnar, Guðríðar Magnúsdóttur. Jón G. Hauksson. Elsku amma. Við viljum þakka þér fyrir allar þær yndislegu minningar sem þú hefur gefið okkur. Af mörgu er að taka en það sem efst er í huga okk- ar er það hve kærleiksrík þú varst og hvað þú bjóst yfir miklu jafn- aðargeði. Þú varst ávallt til staðar þegar við vildum njóta samvista þinna og þrátt fyrir að stundum liði alltof langur tími milli heim- sókna, þá var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Það vekur upp kærleiksríkar minningar þegar við hugsum til jólanna og allra þeirra yndislegu stunda sem við áttum með ykkur afa á Grettisgötunni. Þar var oft mikil gleði og hamingja ríkjandi enda margt um manninn þó að húsakynnin hafi ekki verið stór. En það var alltaf nóg pláss hjá ykkur þar sem hjartarúm ykk- ar var mikið. Upp í hugann koma minningar eins og spilamennska, en þarna lærðum við krakkarnir að spila vist með öllum þeim meld- ingum sem hægt var að læra og mikið lagt upp úr keppnisandan- um. Einnig var mikið rætt um ým- is málefni og var pólitíkin oft í fyr- irrúmi. Fylgdumst við krakkarnir með af mikilli andagift þegar skipst var á skoðunum og lærðum þá góðu lexíu að hlusta. Það var oft gaman að sjá hve pólitísk þú varst og hvað þú hafðir ákveðnar skoð- anir á hlutunum, og oftar en ekki hafðir þú lokaorðið þótt ekki værir þú hávær. Elsku amma, reisn þín var mikil og þú hélst henni fram á hinstu stund. Það var alveg sama hvenær við komum til þín, alltaf varstu bú- in að baka og tókst á móti okkur með hlaðborði af góðgæti og nota- legheitum, þrátt fyrir að þú værir komin hátt á níræðisaldur. Síðustu árin dvaldir þú í Skógarbæ og gaman var að sjá hve vel þú undir þér þar og hvað vel var hugsað um þig. Við biðjum góðan Guð að blessa þína hinstu för. Kærleikskveðjur, systurnar Guðrún B. og Guðríður Hauksdætur. Elsku amma. Kallið er komið og nú verðum við að kveðja þig. Við systurnar munum eftir því þegar við fórum í sunnudagsbíl- túrinn með mömmu og pabba, þá var alltaf endað í kaffi og pönnu- kökum ásamt öðru góðgæti hjá þér á Grettó. Við gátum alltaf fengið að vera hjá þér því þú varst alltaf heima á Grettisgötunni, yndisleg heimavinnandi amma sem hugsaðir svo vel um þína nánustu. Þegar mamma og pabbi fóru til Spánar fengum við oft að gista hjá þér og Magga frænda sem bjó hjá þér. Fjölskyldan var stór og því var mikill gestagangur hjá ykkur. Á jóladag til margra ára var fjöl- skyldunni boðið í jólaboð til þín á Grettisgötuna. Allur þessi fjöldi og pínulítið hús. Þar myndaðist góð stemming sem gleymist aldrei. Fyrir nokkrum árum fluttir þú svo í Skógarbæ og bjóst þar til ævi- loka. Þar leið þér vel og þangað var skemmtilegt að koma í heim- sókn. Þá fékk maður alltaf fréttir af öllum öðrum í fjölskyldunni, þú vissir allt um alla, hvað allir voru að bralla. Takk elsku amma fyrir að vera svona yndisleg og frábær amma. Mömmu langar að kveðja þig og þakka þér fyrir hvað þú hefur ver- ið góð tengdamóðir. Hún og pabbi gátu alltaf leitað til þín, þú varst stoð þeirra og stytta þegar þau voru að koma sér upp heimili og fjölskyldu. Þið voruð góðar vinkon- ur, enda kallaði hún þig alltaf mömmu. Hvíl þú í friði, elsku amma okk- ar! Guðríður, Hafdís og Díana Guðjónsdætur. Guðríður Magnúsdóttir eða amma Gurrý eins og við kölluðum hana er dáin. Amma var dæmi um það hvernig ömmur eiga að vera (eða voru hér áður fyrr). Umfram allt var hún hlý og góð. Það var alltaf gott að koma á Grettisgöt- una, setjast á „koffortið“ í eldhús- inu og gæða sér á heimalöguðum kræsingum sem alltaf var nóg af. Þegar hún loksins settist sjálf nið- ur var það með blik í augum og við vissum að við höfðum hennar óskiptu athygli. Amma var af þeirri kynslóð kvenna sem var komin með prjónana í fangið um leið og hún tyllti sér niður og fyrr en varði dönsuðu þeir listilega milli fingra hennar svo úr urðu vett- lingar og sokkar sem við klædd- umst bernskuna með miklu stolti. Á tyllidögum klæddist amma peysufötum, vafði flétturnar um höfuðið og setti á sig skotthúfu. Barn síns tíma. Amma missti afa fyrir rúmlega 30 árum, þegar hún var aðeins 62 ára, og eftir það rak hún heimili með syni sínum, hon- um Magga frænda. Heimsókn á „Grettó“ til ömmu og Magga var ómissandi þáttur þegar maður brá sér af bæ úr Breiðholtinu niður á Laugaveg. Maður þrammaði upp portið heim að húsi, fram hjá kart- öflugarðinum, og þvílík undrun í þau örfáu skipti sem ekki var svar- að. Dæmigert því amma var nánast alltaf til staðar. Aldrei heyrðum við hana segja styggðaryrði um nokkurn mann og aldrei hækkaði hún róminn. Við kveðjum okkar ástkæru ömmu í dag og viljum minnast hennar með tveimur er- indum úr sálmi séra Hallgríms Péturssonar „Allt eins og blómstr- ið eina“ en Hallgrímur var í sér- stöku uppáhaldi hjá ömmu. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. Ég lifi’ í Jesú nafni, í Jesú nafni eg dey, þó heilsa’ og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti’ eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. Elsku amma, við þökkum fyrir okkar yndislegu samverustundir. Minningin um þig mun lifa í hjörtum okkar. Þínar dótturdætur Hanna, Guðríður, Freydís Sif og Þórdís Jóna. GUÐRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.