Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 57
Í þessari nýju og hörkuspennandi Útkallsbók Óttars Sveinssonar er lýst
ótrúlegum mannraunum þegar óveður gekk yfir Ísafjarðardjúp í febrúar 1968.
Breski sjómaðurinn Harry Eddom komst einn af þegar togarinn Ross Cleveland
sökk og lýsir hér vistinni í gúmbátnum með látnum félögum sínum og baráttunni
við náttúruöflin þegar í land var komið.
Þessa óveðursdaga barðist á fimmta hundrað sjómanna við að halda skipum
sínum á floti í gífurlegri ísingu í Djúpinu. Þar á meðal var áhöfn togarans Notts
County sem strandaði skammt frá þeim stað þar sem Ross Cleveland sökk.
Varðskipið Óðinn var statt í Djúpinu og þar um borð þurftu menn að höggva ís
upp á líf og dauða.
Í þessari einstöku frásögn Harrys Eddoms, Notts County-manna og áhafnar Óðins
upplifir lesandinn ógnaratburði sögunnar eins og hann væri sjálfur á vettvangi.
Ævisaga Lúkasar Kárasonar er ævintýri líkust. Barnungur bjargaði hann
skipshöfn í Steingrímsfirði. Síðar fór hann sem sjómaður til Grænlands, kynntist
lífi útigangsmanna í Svíþjóð og endaði á fjarlægari slóðum í Afríku og Asíu en
tamt er um aðra landa okkar. Hann var skotinn niður inni á hersvæði í Dakar,
flúði undan flóðhestum í Bujumbura, lenti í fangelsi í Tanzaníu og keypti jörð
í Zambíu með rósarækt í huga.
Með blöndu af húmor og næmri tilfinningu segir Lúkas frá störfum sínum,
ferðalögum, ævintýrum og mörgum kynlegum kvistum sem urðu á vegi hans.
Syndir sæfara er sönn saga ótrúlegs ævintýramanns.
Rauðási 4 I 110 Reykjavík
Sími 554 7700
Óttar Sveinsson
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
Í E
F S
T U S Æ T UM
2. sæti
Almennt efn
i og handbæ
kur
28. nóv. - 4.
des.
Morgunblað
ið
Á
M E T S Ö L U L
I S
T U
M
Kæra frændfólk og vinir!
Hjartanlegar þakkir sendi ég ykkur fyrir heim-
sókn ykkar, gjafir, blóm og heillaskeyti á 100 ára
afmæli mínu. Sérstakar þakkir til Svandísar
frænku minnar og fjölskyldu sem gerðu mér dag-
inn ánægjulegan með dýrri veislu.
Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur góð og gleði-
leg jól, gott og farsælt komandi ár.
Jóhanna Gísladóttir.
Ég sendi öllum, ættingjum og vinum, sem
glöddu mig á áttræðisafmæli mínu mánudaginn
10. desember kærar kveðjur og þakkir fyrir
heimsóknir, gjafir, skeyti og kveðjur.
Guð blessi ykkur öll.
Málfríður Einarsdóttir,
Jökulgrunni 4,
Reykjavík.
Kringlunni,
sími 553 2888
Ertu í vandræðum með
jólagjöfina í ár?
Við höfum svarið
Glæsilegt úrvar af
herra- dömu- og barnaskóm
Afmælisbridsmót á Flúðum
Í tilefni þess að þeir frændur og
spilafélagar Karl Gunnlaugsson og
Jóhannes Sigmundsson urðu sjötug-
ir 17. og 18. nóvember var haldið
bridsmót á Flúðum hinn 9. desem-
ber. Auk félaga úr Bridsfélagi
Hrunamanna tóku þátt í mótinu
spilafélagar úr austanverðu Rangár-
þingi, frá Selfossi, úr Hraungerðis-
hreppi og Reykjavík. Alls spiluðu 15
pör, spilastjóri var Ólafur Steinason.
Fór svo að afmælisbörnin báru sigur
úr býtum enda spilað saman allt frá
árinu 1967 þegar byrjað var að spila
brids vikulega á veturna á Flúðum.
Úrslit urðu sem hér segir:
Karl Gunnlaugss. – Jóhannes Sigmundss. 64
Gunnlaugur Karlss. – Ásmundur Örnólfss.54
Höskuldur Gunnarss. – Gunnar Valgeirss.40
Garðar Garðarsson – Gunnar Þórðarsson 39
Magnús Guðmundsson – Gísli Hauksson 35
Viðar Gunngeirsson – Gunnar Marteinss. 33
Torfi Jónsson – Sigurjón Pálsson 14
Sigfinnur Snorrason – Brynjólfur Gestss. 13
Bridsfélag Selfoss
og nágrennis
Félagið hóf starfsemina í haust
með aðalfundi 21. sept. Síðan var op-
ið hús 27. sept. og 4. okt. þar sem
spiluð var létt sveitakeppni til að
dusta rykið af spilabökkunum.
11. október hófst 4 kvölda hrað-
sveitakeppni, þar sem sveitirnar
voru valdar saman af stjórninni, með
það fyrir augum að þær yrðu sem
jafnastar að styrkleika. 5 sveitir tóku
þátt í mótinu. Úrslit urðu þessi:
Ólafur, Björn, Össur, Birgir og Stefán 2.169
Kristján, Helgi, Auðunn, Garðar,
Sigurður Reynir og Guðmundur Þór 2.041
Viðhjálmur Þór, Guðjón, Grímur M.,
Þórður 2.024
Höskuldur, Gunnar V., Þorvaldur,
Gunnar Þ., Guðmundur Th.,
Brynjólfur og Garðar 1.978
Þröstur, Ríkharður, Gísli, Sigfús,
Anton og Pétur 1.868
Síðan tók við 4 kvölda tvímenning-
ur, Suðurgarðsmótið. Þar var spil-
aður Howell tvímenningur með 14
pörum, og var notast við spilagjöf úr
TOPS og var stigagjöfin notuð það-
an. Röð efstu para varð þessi:
Vilhjálmur Þór – Guðjón 57,99%
Brynjólfur – Guðm. Th./Þröstur 56,46%
Höskuldur – Lárus/Gunnar V. 55,87%
Kristján Már – Grímur A. 55,71%
Ólafur – Björn 52,52%
Næsta mót var 2 kvölda einmenn-
ingur með þátttöku 16 manna. Röð
efstu manna varð þessi:
1. Ólafur Steinason 22
2. Þröstur Árnason 22
3. Björn Snorrason 20
4. Gísli Þórarinsson 16
5. Garðar Garðarsson 13
Síðasta spilakvöld félagsins á
árinu verður 20. desember, þar sem
spilaður verður tvímenningur. Fyr-
irhugað er að spilarar spili einungis
Standard sagnkerfið, og munu
reyndari Standard-spilarar leið-
beina þeim óreyndari ef þess er ósk-
að.
Spilamennskan hefst síðan eftir
áramótin 3. janúar með eins kvölds
tvímenningi, og síðan hefst aðal-
sveitakeppnin 10. janúar.
Jólabrids í Gullsmára
Eldri borgarar spiluðu stuttan tví-
menning á 13 borðum á síðasta spila-
degi að Gullsmára 13 fyrir jól og ára-
mót mánudaginn 17. desember. Efst
vóru:
NS:
Guðm. Pálsson og Kristinn Guðmundss. 104
Hinrik Lárusson og Jón P. Ingibergsson 95
Halldór Jónsson og Valdimar Hjartarson 91
AV:
Karl Gunnarsson og Ernst Backman 98
Unnur Jónsdóttir og Jónas Jónsson 97
Guðrún Pálsdóttir og Sigurður Pálsson 92
Að loknum spilum var setzt að
glæsilegu veizluborði: súkkulaði og
kaffi, hátíðarsnittum og rjóma-
pönnukökum. Bjarni Guðmundsson,
varaform. deildarinnar, afhenti sig-
ursveitinni í sveitakeppni deildarinn-
ar veglegan farandgrip. Deildina
skipa: Kristinn Guðmundsson, Guð-
mundur Pálsson, Guðmundur Magn-
ússon og Karl Gunnarsson. Fyrsti
spiladagur í Gullsmáranum á nýju
ári verður mánudagur 7. janúar
2002.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Mörkinni 3, sími 588 0640
G
læ
si
le
g
a
r
g
ja
fa
vö
ru
r Mokkabollar
kr. 1.890
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-14.