Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HÖRÐ SAMKEPPNI Í SJÁVARÚTVEGI REFSINGAR Í KYNFERÐISAFBROTAMÁLUM Íkjölfar nýlegs dóms Hæstaréttar, þarsem maður var dæmdur í fjögurra oghálfs árs fangelsi fyrir grófa nauðgun, hefur enn á ný hafist umræða um þyngd refsinga í kynferðisafbrotamálum hér á landi. Í þessu tiltekna máli þyngdi Hæsti- réttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem fyrr á árinu dæmdi manninn í þriggja ára fangelsi fyrir óvenju hrottafengin afbrot gegn barnungri stúlku. Ljóst er að þrátt fyrir þyngingu dómsins finnst mörgum sem refsingar fyrir kyn- ferðisafbrot séu alltof léttar og ekki í sam- ræmi við alvarleika brotanna sem leika fórnarlömbin afar grátt, iðulega svo að þau bíða þess aldrei bætur. Í þessu tiltekna máli var það mat Hæstaréttar að ákærði ætti sér engar málsbætur og má því færa rök fyrir því að fjögurra ára fangelsisdóm- ur sé vægur miðað við hámark refsiramm- ans, sem er sextán ára fangelsi. Margir hafa orðið til þess að benda á að öðru máli gegni um dóma í fíkniefnamálum þar sem refsiramminn sé betur nýttur, sem gefur þá um leið til kynna að íslenskt dóms- kerfi líti kynferðisafbrot ekki eins alvar- legum augum. Ljóst er að í kjölfar auk- innar og opnari umræðu á síðustu árum um kynferðisafbrot og skelfilegar afleiðingar þeirra fyrir þá einstaklinga sem fyrir þeim verða, hefur orðið hugarfarsbreyting í samfélaginu. Kynferðisglæpir eru for- dæmdir sem ein alvarlegasta aðför sem hægt er að gera að einstaklingi og því afar mikilvægt að refsingar við þeim endur- spegli þau viðhorf. Eins og fram kom í blaðinu í gær hafa stjórnvöld í Noregi endurskoðað kynferð- isafbrotakafla sinna hegningarlaga, sem m.a. leiðir nú til þess að sönnunarbyrði í málum af þessu tagi liggur hjá verjanda geranda en ekki hjá ákæruvaldinu og fórn- arlambinu. Eins og margsinnis hefur verið bent á brýtur það þó í bága við þá meg- inreglu að maður sé saklaus þar til sekt hans er sönnuð, en sú regla er einstaklega óhagstæð fórnarlömbum kynferðisafbrota þar sem vitni eru sjaldnast til staðar. Gildi undantekningar frá þessari meginreglu er að sjálfsögðu fyrst og fremst fólgið í þeim eindregnu ábendingum sem í henni felast til samfélagsins, þ.e.a.s. að hver og einn einstaklingur beri fulla ábyrgð á kynhegð- un sinni og ef vafi leikur á samþykki til samræðis beri gerandinn einn ábyrgð á gjörðum sínum en njóti ekki vafans, eins og nú gerist hér á landi. Í stefnuræðu hins nýja danska forsætis- ráðherra Anders Fogh Rasmussens fyrir skömmu, var vikið að rétti hvers manns í réttarkerfinu. „Einstaklingurinn gengur fyrir,“ sagði Fogh Rasmussen og lagði áherslu á að það væri stefna nýrrar rík- isstjórnar „að réttarkerfið endurspeglaði í auknum mæli virðingu fyrir lífi einstak- lingsins“. Hann boðaði að í samræmi við það yrði lögð fram tillaga um að hækka refsiramma vegna kynferðisafbrota. Það er óhætt að taka undir þá skoðun danska forsætisráðherrans að „afbrot gegn einstaklingum [séu] mun alvarlegri en auðgunarbrot“. Í samræmi við það þurfum við að tryggja að betur sé hugað að mann- legum gildum í tengslum við fórnarlömb kynferðisafbrotamanna í íslensku sam- félagi. Það hlýtur að vera eitt meginhlut- verk réttarkerfis hvers lands að standa vörð um grundvallarrétt einstaklingsins til að ráða skilyrðislaust yfir sínum eigin lík- ama og þurfa ekki að þola þá andlegu auð- mýkingu og líkamlegu svívirðingu sem nauðgun er. Svein Ludvigsen, nýr sjávarútvegsráð-herra Noregs, segir í samtali við Morgunblaðið í gær að vaxtartækifærin í norsku efnahagslífi séu mest í sjávarútveg- inum. „Við gerum okkur vonir um að efla mjög fiskvinnsluna og sjávarútveginn í Noregi. Nú er útflutningurinn á sjávar- fangi um 35 milljarðar norskra króna (nær 400 milljarðar íslenzkra króna) á ári en gæti eftir 20 ár orðið allt að 250 milljarðar. Þá er átt við hefðbundnar veiðar, fiskeldi og nýtingu á aðferðum líftækni,“ segir Ludvigsen. Í samtalinu við hann kemur fram að þessi sjöföldun á útflutningsverðmæti sjávarafurða muni ekki nást með aukningu í hefðbundnum bolfiskveiðum, heldur m.a. með því að bæta vinnslu og nýtingu sjáv- arafurða, finna nýjar leiðir til að nýta auka- afurðir í lyfjaiðnaði og framleiðslu fegrun- arlyfja og með fiskeldi, en norsk stjórnvöld hyggjast leggja aukið fé til rannsókna og tilrauna á því sviði. M.a. eru mikil áform uppi í Noregi um þorskeldi. Norskir ráðamenn eru ávallt aufúsu- gestir á Íslandi enda fulltrúar eins nánasta samstarfs- og vinaríkis okkar. En jafn- framt er ljóst af orðum Ludvigsens að Norðmenn verða harðsnúnir keppinautar Íslendinga í sjávarútvegi á næstu árum og áratugum. Mikill stórhugur er í fulltrúum norsks sjávarútvegs og stjórnvöld styðja dyggilega við nýsköpun, rannsóknir og þróun í greininni. Íslendingar verða að fylgjast grannt með þessari þróun í Noregi og leita allra leiða til að standa Norðmönnum á sporði í framþróun sjávarútvegsins og helzt gera gott betur. Ýmis af stærri sjávarútvegsfyr- irtækjunum eru byrjuð að sýna fiskeldi verulegan áhuga, t.d. tekur Útgerðarfélag Akureyringa þátt í tilraunum með þor- skeldi. Samherji hefur fjárfest í fiskeldis- fyrirtækjum og kom fram á aðalfundi fé- lagsins sl. vor að útflutningsverðmæti eldisfisks hjá félaginu gæti numið allt að fimm milljörðum króna á ári eftir fáein ár. Á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva í haust kom m.a. fram að í sjónmáli væru tækniframfarir í fiskvinnslu, sem gætu tvö- faldað afköst á næstu árum. Enn væri hægt að auka afurðaverðmæti, einkum í uppsjáv- arfiski. Hins vegar væru mestu vaxtar- möguleikarnir í fiskeldi, líftækniiðnaði og erlendum verkefnum. Guðbrandur Sig- urðsson, framkvæmdastjóri ÚA, spáði því þar að velta í nýjum greinum sjávarútvegs gæti orðið sú sama og í hefðbundnum sjáv- arútvegi eftir 10–15 ár. Hann auglýsti hins vegar eftir stefnumörkun stjórnvalda varð- andi fiskeldið. Fiskeldið glímir óneitanlega við þann fortíðarvanda að misheppnuð fiskeldisæv- intýri víða um land drógu úr trú manna á atvinnugreininni. Síðan hefur hins vegar mikil þróun orðið í tækni og þekkingu á fiskeldi og Norðmenn hafa sýnt að það get- ur verið arðbær atvinnuvegur og góður fjárfestingarkostur. Hlutverk stjórnvalda hlýtur þó fyrst og fremst að vera fólgið í því að styðja við rannsóknir og þróun í grein- inni, auk þess að tryggja að boðið sé upp á gott nám í fiskeldisfræðum. Jafnframt þarf að taka afstöðu til ýmissa álitamála varð- andi umhverfisáhrif stórfellds fiskeldis og læra af reynslu og mistökum t.d. Norð- manna, Skota og Oregon-manna í Banda- ríkjunum þar sem sjónarmið um þróun fiskeldis annars vegar og um verndun villtra fiskstofna hins vegar hafa tekizt á. FRAMKVÆMDIR eru aðhefjast við nýtt skólahúsvið Viðskiptaháskólann íBifröst í Borgarfirði. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra tók fyrstu skóflustunguna í gær. Ráðgert er að taka húsið í notkun í ágúst á næsta ári fyrir upp- haf næsta skólaárs. Áætlaður kostn- aður er um 200 milljónir króna. Alls búa nú um 400 manns á Bif- röst og er gert ráð fyrir að íbúar verði orðnir um 600 árið 2003. Nem- endur eru nú um 270, þar af 210 í staðarnámi. Nýja skólabyggingin er liður í margháttaðri uppbyggingu á Bifröst. Heildarfjárfestingin er um 800 milljónir króna á vegum skól- ans, nemendagarða, Borgarbyggðar og Vegagerðarinnar. Nýja byggingin verður 1.100 fer- metrar að stærð á tveimur hæðum. Hún á að hýsa nýjan aðalkennslusal og margs konar vinnurými fyrir starfsmenn og nemendur. Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskól- ans á Bifröst, sagði í samtali við Morgunblaðið að með nýbygging- unni fengi skólinn nýjan aðal- kennslusal, þann þriðja, sem ekki veitti af. Fyrir eru tveir kennslusalir í eldri hluta skólans. Hann sagði skólann nú í fyrsta sinn fá húsnæði sem væri sérsniðið að kröfum hans. Kennslusalurinn er á efri hæð þar sem 90 nemendur geta sótt tíma en hægt er að opna að honum aukarými þannig að hann taki 450 manns í sæti. Á neðri hæð nýbyggingarinnar segir Runólfur verða komið fyrir í opnu rými þjónustuveri fyrir nem- endur þar sem þeir geti á einum stað gengið að yfirstjórn skólans, tölvu- sérfræðingum og öðrum starfs- mönnum sem þeir þurfa að leita til. Steve Christer og Margrét Harð- ardóttir á arkitektastofunni Stúdíó Granda hönnuðu húsið og sagði Runólfur samstarf við þau og sam- starfsmenn þeirra hafa verið einkar ánægjulegt. Í ávarpi sínu við athöfn á Bifröst í gær sagði Runólfur að byggingin, 200 milljóna króna framkvæmd, væri fjármögnuð með láni frá Nor- ræna fjárfestingarbankanum og innlendum bönkum. Einnig kæmi til ríkisábyrgð gegnum Byggðastofn- un. „Helsta hindrun þessarar bygg- ingar lá í fjármögnun hennar en markaðsaðstæður og staðsetning reyndust vera framkvæmdinni óhagstæð,“ sagði rektor í ávarpi sínu. Í samtali við Morgunblaðið sagði Runólfur að samningurinn um ríkisábyrgð gegnum Byggðastofnun væri forsenda þess að ná samning- um um lán á hagstæðum kjörum. Væri lykilatriði það fyrir skólann þar sem hann væri í dreifbýli. Ef taka hefði þurft lán á almennum markaði hefði skólinn þurft að greiða hærri vexti en til sambæri- legra framkvæmda á höfuðborgar- svæðinu. „Vil ég sérstaklega hér við þetta tækifæri þakka forsvarsmönn- um Byggðastofnunar fyrir þeirra þátt, en ljóst er að þar á bæ gera menn sér grein fyrir þeirri stað- reynd að bókvit verður í askana látið og að sóknarfæri landsbyggðarinn- ar liggja í uppbyggingu á þekking- arfyrirtækjum ekki síður en í frum- framleiðslu,“ sagði rektor einnig í ávarpi sínu. Rektor lét þess einnig getið að fjárfestingin byggðist á sterkri fjár- hagslegri stöðu skólans, kennslu- fræðilegri sérstöðu og gæðum í námi, mikilli aðsókn og góðu áliti sem 80 ára saga skólans hefði skap- að honum meðal lands og þjóðar. Þá sagði rektor samfélagsleg áhrif skólans mikil og taldi að Borg- firðingar og Vestlendingar hefðu sumir vanmetið þátt háskólanna tveggja, þ.e. á Hvanneyri og Bifröst, í atvinnulífi héraðsins. Sagði hann þá vera helstu vaxtarbrodd ins og verða enn mikilvæga árin. „Það sem við höfum sa á Bifröst er að landsbyggði dæmd til að lifa á frumfra Það er hægt að byggja u kröftug og arðskapandi þe fyrirtæki úti á landi.“ Námið í takti við kröfur Björn Bjarnason mennta herra sagði vöxt skólans h mikinn að undanförnu og e fyrir þann sem ekki væri gestur á Bifröst að skynj skemmtilega skólinn hefð Ráðherra sagði skólanum ist að laða til sín stóran nemendahóp og þróa nám að það væri í góðum takti v og kröfur atvinnulífsins og armið sem nemendur settu þegar þeir veldu sér skól sem starfar undir þessum f um hlýtur að ná árangri o undir væntingum sem til gerðar bæði af nemendum sem standa að baki rekstri og ríkið með samningi ríkis skólann og byggist á því að góður árangur og að hér hópur nemenda.“ Menntamálaráðherra tók fyrstu skóflustunguna að n Nýja byggingin er hönnuð af arkitektum Stúdíó Granda, Margréti Harðardóttur og Stev Ráðgert að taka húsið í notkun næsta haust Í dag hefjast framkvæmdir við nýtt hús Viðskiptaháskólans á Bifröst. Nemendur eru nú 270 en verða um 300 næsta skólaár. Jóhannes Tómasson fylgdist með athöfn er tekin var fyrsta skóflustunga hússins. Framkvæmdir við nýju grunn og plötu, sem á a Runólfur Ágústsson, rek Segir sam- félagsleg áhrif skólans mikil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.