Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 19
kenna samsetningu verslana í Kringlunni og lítið vera um til- færslur, að verslanir séu að flytja og aðrar nýjar að koma inn. „Það var nokkuð um þetta fyrri hluta ársins en undanfarna mánuði hef- ur verið mikill stöðugleiki.“ Viðskiptavinir víða að Í gegnum tíðina hafa verið gerð- ar kannanir á því hverjir það eru sem versla í Kringlunni. Ragnar segir að íbúar í nágrenni Kringl- unnar séu hennar dyggustu við- skiptavinir svo og aðrir Reykvík- ingar, en sömuleiðis eykst alltaf fjöldi þess fólks utan af landi sem kýs að versla þar fyrir jólin. „Tíðin er góð, það er gott ferðaveður, sem þýðir að fleiri gera sér ferð til borgarinnar til að versla hjá okk- ur.“ Stækkun Kringlunnar var lokið í október 1999 og jókst þá versl- unarrýmið um 25%. Ragnar segir að aðsókn að Kringlunni hafi þá aukist sem því nemur. Bílastæðin við Kringluna eru þéttsetin um jólin og því hefur verið gripið til þess undanfarin ár að fá afnot af bílastæðum skólanna í kring, þ.e. Verslunarskólans og Morgunblaðið/Kristinn MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 19 VERSLUNARFÓLK í Kringl- unni sem Morgunblaðið ræddi við segir flest jólasöluna svip- aða og í fyrra og að það finni lítið fyrir samdrætti. „Jólasalan hjá okkur hefur gengið mjög vel,“ segir Ingunn Magnúsdóttir, verslunarstjóri Tékk-kristals, en verslunin hef- ur verið í Kringlunni frá upp- hafi. „Ég er mjög ánægð og tel að verslunin sé jafnmikil og var í fyrra fyrir jólin. Við viss- um auðvitað ekki hvað myndi gerast þegar stór versl- unarmiðstöð bættist við, en við erum mjög sátt.“ Salome Sævarsdóttir er verslunarstjóri íþróttafata- verslunarinnar Maraþon sem hefur verið í Kringlunni í nokkur ár. „Það hefur, líkt og hjá öðrum, verið langmest verslað hjá okkur um helgar, en núna er þetta allt að komast á fullt skrið, alla daga,“ segir hún. „En það var meira að gera hjá okkur í fyrra. Það er samt alls ekki Smáralind sem hefur þau áhrif, ég held að það sé mun frekar út af því að vöruverð er almennt að hækka og laun fólks hafa ekki hækkað í hlutfalli við það. Svo almenn- ur samdráttur í þjóðfélaginu hefur þessi áhrif, fólk er ekki að eyða eins miklum pen- ingum í hverja jólagjöf.“ Verslunarstjóri snyrti- og gjafavöruverslunarinnar Hyg- eu í Kringlunni, Bjargey Stef- ánsdóttir, er mjög ánægð með jólasöluna. „Mér finnst salan hafa farið álíka hratt af stað og undanfarin ár og salan vera sambærileg við árið í fyrra. Það hefur auðvitað heil verslunarmiðstöð bæst við, svo salan hér hjá okkur er meiri en við bjuggumst við. Fólk er líka að gera jólainn- kaupin fyrr í ár finnst mér.“ Sjöfn Kolbeins er einn af eigendum verslananna Mons- oon og Accessorize sem einnig er að finna í Smáralind. „Ég er bara hissa á því hversu mikið er verslað og þetta virð- ist vera í svipuðu horfi og í fyrra,“ segir hún. „Þegar Smáralind var opnuð bjugg- umst við við ákveðnum sam- drætti hér í Kringlunni, en það hefur ekki gengið eftir og við erum mjög ánægð með það sem komið er.“ Jólaverslunin meiri en flestir bjuggust við Menntaskólans við Hamrahlíð þar sem starfsmenn Kringlunnar leggja nú bílum sínum svo að nóg framboð sé á bílastæðum fyrir við- skiptavinina. Flesta mánuði ársins vinna tæplega 1.000 manns í Kringlunni en í jólamánuðinum eru þeir um 1.200. Salan dreifist aðallega á tvær helgar Í Kringlunni eru 150 fyrirtæki og þar af eru 15 veitingastaðir og 105 verslanir Mest er jólasalan laugardaginn fyrir aðfangadag en þar sem aðfangadag ber nú upp á mánudag dreifist hún jafnar yfir tvær helgar, að mati Ragnars. Mikið er um uppákomur fyrir jólin í Kringlunni og segir Ragnar að aðstaða til slíks sé ágæt til að skapa stemmningu á göngum verslunarmiðstöðvarinnar. „Það þarf að fara vel með svona uppákomur, því það er svo margt fólk á göngunum. Það þarf því að gæta hófs í þessu, en vissulega er ýmislegt um að vera sem gleður börn og aðra gesti okkar.“ Hverja telur þú vera helstu sér- stöðu Kringlunnar? „Í Kringlunni eru mörg fyrir- tæki sem hafa verið hér í fjölda ára með sinn rekstur og stöðug- leiki því mikill. Hér er að finna mjög mörg fyrirtæki, þau eru kannski að meðaltali minni en í Smáralindinni, en fjölbreytnin hjá okkur er miklu meiri. Svo er það auðvitað staðsetningin. Þetta er besta staðsetningin á höfuðborgarsvæðinu, við liggjum vel við tveimur stórum umferð- aræðum, Kringlumýrarbraut og Miklubraut, Kringlan er í alfara- leið og lítil fyrirhöfn að líta hér inn.“ .................. „ Þ e t t a e r b e s t a s t a ð - s e t n i n g i n á h ö f u ð - b o r g a r s v æ ð i n u . K r i n g l a n e r í a l f a r a - l e i ð o g l í t i l f y r i r h ö f n a ð l í t a h é r i n n . “ .................. .................. „ V i ð á t t u m v o n á a ð S m á r a l i n d i n o g e f n a - h a g s á s t a n d i ð a l - m e n n t m y n d i þ ý ð a s a m d r á t t u p p á 2 5 % í v i ð s k i p t u m K r i n g l - u n n a r. “ .................. .................. S t ö ð u g l e i k i e i n k e n n - i r s a m s e t n i n g u v e r s l - a n a í K r i n g l u n n i o g l í t i ð e r u m t i l f æ r s l u r, a ð v e r s l a n i r s é u a ð f l y t j a o g a ð r a r n ý j a r a ð k o m a i n n . .................. Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.