Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Handmálaðir englar sími 462 2900 Blómin í bænum Atvinnuhúsnæði - Akureyri Til sölu um 1.450 fm atvinnuhúsnæði á efri hæð við Dalsbraut á Akureyri. Húsnæðið skiptist í rúmgóðan vinnusal, annan sal minni, góðar skrifstofur svo og góða kaffiaðstöðu. Húsnæðið hentar vel fyrir hvers konar atvinnustarfsemi og ekki síður fyrir hvers konar tómstunda- og/eða félagsstarfsemi. Húsnæðið er til afhendingar nú þegar. Upplýsingar hjá Fasteignasölunni Eignakjör ehf., Akureyri, sími 462 6441. NÝR geisladiskur með söng Kórs Menntaskólans á Akureyri er kominn út. Stjórnandi Kórs MA er Guðmundur Óli Gunnarsson. Á diskinum eru upptökur sem Sigurður Rúnar Jónsson, hljóð- meistari í Stúdíó Stemmu, hefur gert við lok starfsárs kórsins þrjú undanfarin vor, þannig að ekki er um óbreyttan kór að ræða þar sem mannaskipti eru alltaf töluverð frá ári til árs. Alls eru tuttugu sönglög á diskinum, sýnishorn af helstu viðfangsefnum kórsins, ís- lensk þjóðlög í gömlum og nýjum útsetningum, sönglög íslenskra tónskálda frá ýmsum tímum, í gömlum og nýjum útsetningum. Þá er á diskinum að finna Skóla- söng MA, lag Páls Ísólfssonar við ljóð Davíðs Stefánssonar, sem nú er í fyrsta sinn gefinn út á plötu. Í kórnum eru nú ríflega 50 nem- endur og kemur kórinn fram við ýmis tækifæri í skólanum, einnig hefur hann sungið á aðventunni víða, en starfsemi kórsins er afar öflug í vetur. Guðmundur Óli hefur stjórnað kór MA frá árinu 1997 en hann er einn af kunnustu kór- og hljóm- sveitarstjórum landsins. Hefur verið fastur aðalstjórnandi Sinfón- íuhljómsveitar Norðurlands frá 1992 og einnig fastur stjórnandi Caput-hópsins frá sama ári. Bæklingur fylgir með söng- textum og fleiri upplýsingum sem eru í enskri endursögn Helenu Frances Eðvarðsdóttur. Fyrst um sinn verður diskurinn til sölu í Menntaskólanum á Akureyri, unnt er að panta hann á skrifstofu skól- ans eða í tölvupósti. Hann kostar 1.500 krónur. Morgunblaðið/Sverrir Páll Kór Menntaskólans á Akureyri hefur gefið út geisladisk með 20 sönglögum. Hér er meirihluti kórfélaga. Kór MA gefur út nýjan geisladisk með 20 lögum STJÓRN Norðurorku samþykkti í vikunni að lækka gjaldskrá á heitu vatni á Akureyri, en gjaldið lækkar úr 103 krónum rúmmetrinn í 95 krónur eða um 8%. Þá samþykkti stjórnin að hækka alla flokka aukavatnsgjalds um 1 kr. og mælagjald fyrir kalt vatn, heimtaugagjald fyrir raforku og hei- mæðagjöld fyrir heitt og kalt vatn. Franz Árnason, forstjóri Norður- orku, sagði það markmið fyrirtækis- ins að lækka verð á heitu vatni en það hefði verið gert í smáum skömmtum yfir lengri tíma. Gjaldskráin var síð- asta lækkuð 1. janúar 1999. „Það var því orðið tímabært að lækka núna, enda gjaldið verið hið sama síðustu þrjú ár,“ sagði Franz. Ýmsar aðstæð- ur hefðu valdið því nú að unnt var að lækka gjaldskrána. „En við teygjum okkur eins langt og við mögulega get- um og vitum að ekkert má út af bregða í rekstrinum án þess að grípa þurfi til ráðstafana.“ Álagning vatnsgjalds verður einnig lækkuð um samtals 20 milljónir króna. Tekjur Norðurorku minnka um 50 milljónir króna vegna þessara lækkana. Gera má ráð fyrir að eig- endur lítilla íbúða muni spara 2–3 þúsund krónur vegna fyrirhugaðrar lækkunar, en hvað stór einbýlis varð- ar má gera ráð fyrir að sparnaðurinn nemi 6–9 þúsund krónum á ári. Gjaldskrá á heitu vatni lækkuð 6–9 þúsund króna lægri reikningur fyrir einbýlishús TÍÐARFARIÐ hefur verið einstaklega milt hér norðanlands í desember. Hulda M. Jónsdóttir á Ytri-Tjörnum brá sér í kálgarðinn á bænum og uppskar nokkra hvítkálshausa og gulrætur sem einhverra hluta vegna urðu eftir í haust. Að sögn Huldu er hvítkálið af svokölluðu haustafbrigði sem þroskast síðsumars og á haustin eins og nafn- ið bendir til en geymist mjög vel og þolir frost betur en önnur afbrigði. Hulda sagði að hvítkálið bragðaðist vel og væri algjörlega óskemmt. Morgunblaðið/Benjamín Hulda M. Jónsdóttir tók upp hvítkál og gulrætur. Tók upp hvítkál og gulrætur Eyjafjarðarsveit TILBOÐ Baksturs ehf. í tæki og bún- að Kexsmiðjunnar þótti hagstæðast af þeim þremur tilboðum sem bárust og að öllu óbreyttu verður skrifað undir kaupsamning í dag. Kexsmiðjan varð gjaldþrota í haust, en Bakstur ehf., félag sem þrír fyrrverandi eigendur Kexsmiðjunnar auk eins í viðbót eiga, hefur verið með reksturinn á leigu hjá þrotabúinu. Hreinn Pálsson skiptastjóri sagði að tilboð Baksturs hefði verið hagstæð- ast og stefnt væri að undirskrift kaup- samninga í dag, miðvikudag. „Þeir tóku reksturinn á leigu strax eftir þrotið, starfsfólk hefur haldið sinni vinnu og vörur sem þar eru framleiddar hafa ekki tapað markað.“ Bakstur bauð hæst í þrotabú Kexsmiðjunnar Um 150 þúsund gærur keyptar til fyrirtækisins Unnið að endurreisn Skinnaiðnaðar VINNA við endurreisn Skinnaiðnað- ar á Akureyri er enn í fullum gangi en fyrirtækið var lýst gjaldþrota um miðjan september sl. Frá þeim tíma hefur félag á vegum Landsbankans, Skinnaiðnaður – rekstrarfélag, tekið við rekstrinum. Þar er um tíma- bunda aðgerð að ræða en nú er ljóst að bankinn mun halda rekstrinum áfram fram til loka janúar á næsta ári í það minnsta. Þá hefur bankinn staðið fyrir kaupum á 150.000 gærum, sem slát- urleyfishafar héldu eftir þegar út- flutningur á þeim hófst nú í haust. Ormarr Örlygsson, framkvæmda- stjóri rekstrarfélagsins, sagði að áfram væri unnið að endurreisn fyr- irtækisins en að ekki hefðu enn feng- ist nein svör frá Byggðastofnun. Hann sagði að margt jákvætt hefði verið að gerast en svo væri annað sem hefði gengið hægar. Fjárfestar hefðu lýst yfir áhuga á að taka þátt í endurreisn félagsins en Ormarr vildi þó ekki upplýsa á þessum tíma- punkti hverjir þeir væru. Reksturinn gengið ágætlega Sigurður Sigurgeirsson, svæðis- stjóri Landsbankans á Akureyri, sagði að bankinn ætlaði ekki að halda úti þessum rekstri til langs tíma. Hins vegar vildi bankinn leggja sitt af mörkum, þar sem unnið væri að því að stofna félag um reksturinn til lengri tíma. „Við bindum vonir við að menn nái saman félagi sem hefur burði til þess að halda áfram. Rekst- urinn hefur gengið ágætlega að und- anförnu og við því getað réttlætt það að halda honum áfram. Það hefur líka sýnt sig að það var rétt ákvörðun að fara af stað með rekstrarfélagið,“ sagði Sigurður. Starfsfólki fjölgað Ormarr sagði að staðan á mark- aðnum fyrir vörur fyrirtækisins væri ágæt um þessar mundir. Menn séu þó einnig að horfa til næsta vetrar. Um 120 manns unnu hjá Skinna- iðnaði fyrir gjaldþrotið en þar starfa nú um 30 manns. Ormarr sagði stefnt að því að fjölga starfsmönnum eitthvað í næsta mánuði. Hann sagði að unnið yrði við framleiðsluna út þessa viku og vinna hæfist svo aftur strax eftir áramót. „Við erum komn- ir með pantanir fyrir janúar og einn- ig sjáum við fram í febrúar og mars, þannig að markaðshorfur eru ekki slæmar núna. Og hvað það varðar er- um við nokkuð bjartsýnir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.