Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ JÓLAUNDIRBÚNINGURINN er nú í fullum gangi á flestum heim- ilum landsins og smákökuilm og angan af grenitrjám leggur víða fyrir vitin. Allt er að verða tilbúið fyrir hátíðina sem senn fer í hönd. Hjá mörgum hefst jólaund- irbúningurinn á jólahreingern- ingu og skreytingum, innan dyra sem utan. Ár frá ári virðast skreytingar utandyra færast í vöxt og víða um land má sjá hús skreytt ljósum, jólasveinum og öðru tilheyrandi í öllum regnbog- ans litum og ýmsum skemmti- legum útfærslum. Ýmsir hlutir eru nýttir til skreytinga, svo sem þakskegg, tré og svalahandrið svo eitthvað sé nefnt og sumir skreyta jafnvel farartæki og fána- stangir. Jólaljósin auka óneitan- lega á jólastemmninguna og eru birtugjafi í svartasta skammdeg- inu, sérstaklega þar sem jóla- snjórinn er af skornum skammti þessa dagana. Jólahúsin í bænum Víða á höfuðborgarsvæðinu er að finna hús svo veglega skreytt að halda mætti að sjálfur jól- sveinninn byggi þar. Íbúar heilu fjölbýlishúsanna taka sig saman og skreyta í sama stíl, við götur í einbýlishúsahverfum má finna hvert húsið á fætur öðru skreytt á ýmsa vegu. En flestir eru sam- mála um að sífellt fleiri séu farnir að skreyta hús sín að utan hátt og lágt, þó að nokkrir frumkvöðlar standi enn upp úr, enda búnir að fá forskot og bæta flestir við skrauti og ljósum fyrir hver jól. Hjónin Gréta Alfreðsdóttir og Smári Þ. Ingvarsson hafa í átján ár búið í Urriðakvísl 3 í Ártúns- holti. Á meðan Gréta slettir í form fyrir jólin tekur Smári skraut og stiga fram, arkar út í garð og skreytir húsið að utan, hátt og lágt. „Það eru svona 10– 12 ár síðan ég byrjaði að skreyta og smátt og smátt hefur verið að bætast við skrautið og ljósin,“ segir Smári sem kveikir fyrstu jólaljósin fyrsta sunnudag í að- ventu ár hvert. „Fram undir jól er ég að setja ljósin og skrautið upp og dunda mér við þetta í flestum frístundum í desember.“ Smári segir að jólaskrautið sé allt keypt í Bandaríkjunum og árlega fari hann þangað og kaupi nýtt í safn- ið. Nú í október fór hann í sól- skinið á Flórída og keypti nýtt skraut sem færir löndum hans hér heima birtu og hjartayl í jólamán- uðinum. Smári segir að þegar hann fór að skreyta húsið í Urriðakvíslinni fyrir alvöru fyrir nokkrum árum hafi margir litið við og skoðað og stöðugur straumur fólks og bíla verið um götuna. „Það hefur nú minnkað, enda mun fleiri farnir að skreyta svona mikið. En ég hef mjög gaman af þessu, þetta lífgar upp á tilveruna. Venjulega slekk ég ljósin á þrettándanum en ég er svolítið að berjast við konuna, því mig langar að hafa ljósin uppi lengur,“ segir hann hlæjandi. Fjölbýlishúsið Flétturimi 9–15 er fagurlega skreytt fyrir hver jól. Guðrún S. Róbertsdóttir, sem er í stjórn húsfélagsins, segir að fyrst í stað hafi tveir stigagangar tekið sig saman og skreytt eins en síðan hafi aðrir bæst við og núna séu allir fjórir stigagangarnir með eins skreytingar. „Við höfum voða gaman af þessu. Allir íbú- arnir eru samstíga um að gera blokkina okkar að ljósablokk og það er hún svo sannarlega. Auð- vitað er þetta fyrst og fremst gert fyrir okkur íbúana en það er mjög gaman að aðrir geta notið þess með okkur.“ Met í rafmagnsnotkun í fyrradag Rafmagnsnotkun landans nær hámarki í desember og und- anfarin ár er notkunin lang mest vikuna fyrir jól, en áður var hún mest á sjálfan aðfangadag. Draga má þá ályktun að matarvenjur Ís- lendinga hafi eitthvað breyst sem orðið hefur til þessa, að sögn Gunnars Aðalsteinssonar fram- kvæmdastjóra kerfisstjórnunar hjá Orkuveitunni, og einnig hefur álag aukist hjá fyrirtækjum fyrir hátíðarnar svo síðustu virku dag- ana fyrir jólin er rafmagnsnotk- unin lang mest. „Jólaskreyting- arnar koma vissulega inn í sem álagsvaldur. Þær hafa aukist mjög undanfarin ár, en að sama skapi hafa sparneytnar jólaseríur komið á markað svo aukningin hefur ekki verið veruleg þar, þó svo mætti halda í fyrstu.“ Fyrir síðustu jól var slegið met í rafmagnsnotkun á höfuðborg- arsvæðinu og fór notkunin mest í 155,5 MegaWatt-stundir (hæsta meðaltal yfir klukkutíma). En þessu nýfengna meti var skákað í fyrradag því þá fór orkunotkunin í 163,1 MW sem er hæsti toppur sem mælst hefur til þessa. Til við- miðunar má geta þess að með- alnotkunin á haustin er um 140 MW. Þessi mikla notkun á eftir að haldast nokkurn veginn út vikuna að mati Gunnars. „Það hefur ver- ið hlýtt og því minni notkun á heitu vatni en gengur og gerist á þessum árstíma. En ef að kólnar núna eigum við von á nýju meti, því dælurnar fyrir heita vatnið taka töluvert rafmagn.“ Nýtt met var sett í raforkunotkun á höfuðborgarsvæðinu í vikunni Morgunblaðið/Þorkell Íbúar í fjölbýlishúsinu Flétturima 9–15 eru samstiga í skreytingunum fyrir jólin. Morgunblaðið/Kristján Flögusíða á Akureyri er ein bjartasta gatan í bænum fyrir jólin nú sem endranær enda íbúar við götuna hvað duglegastir við skreyta hús sín og garða. Myndin er tekin við Flögusíðu 2. Morgunblaðið/Sverrir Við Suðurgötu í Reykjavík stendur timburhús sem er árlega flæðandi í ljósum og vekur óskipta athygli vegfarenda. Í garðinum er svo að finna þennan skemmtilega jólasvein. Morgunblaðið/Þorkell Smári og Gréta í Urriðakvísl 3 sjá um að hátíð ljóss og friðar standi undir nafni í desember. Lífgað upp á tilveruna með jólaljósum HÆSTIRÉTTUR hefur dæmtútgerðarfélag til að greiða sjó- manni 8 milljónir króna vegna slyss sem varð um borð í tog- skipinu Pétri Jónssyni RE-69 í janúar 1998. Mjög slæmt veð- ur var þegar slysið átti sér stað og taldi Hæstiréttur að slysið mætti fyrst og fremst rekja til þeirrar háttsemi skip- stjóra að hefja veiðar á ný þrátt fyrir vonskuveður, svo og til ófullnægjandi verk- stjórnar. Slysið varð með þeim hætti, að þegar trollið var látið fara festist svokallaður grandari uppi á seiðaskilju, sem var bundin upp neðan í efra þilfar skipsins. Sjómaðurinn hljóp þá yfir þilfarið og hugðist komast undir grandarann til þess að geta spyrnt í hann þannig að hann losnaði ofan af seiðaskilj- unni. Þegar hann var undir grandaranum slitnaði seiða- skiljan niður og skall grand- arinn á bak og háls mannsins, sem keyrðist niður á dekkið. Maðurinn hætti síðar sjó- mennsku, þar sem hann þoldi ekki veltinginn vegna verkja í hálsi og höfði. Rétturinn taldi að þaulvönum sjómanninum hefði hlotið að vera ljóst að hættulegt væri að fara undir strengdan grandara til að losa hann og hann ætti því að bera sjálfur þriðjung tjónsins. Átta millj- óna bætur vegna slyss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.