Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 39 Opið frá kl. 10.00 til 18.00 Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. Mikið úrval Dæmi um verð: Áður: Nú: Kaðlapeysa 3.600 900 Peysa m/tíglamunstri 4.700 2.300 Síð jakkapeysa 3.900 1.900 Leðurjakki 8.900 3.900 Úlpa m/loðkraga 5.800 2.700 Satínskyrta 3.100 1.500 Stretsskyrta 3.900 1.500 Síð túnika m/kraga 3.900 1.900 Flíssett 5.900 2.900 Pils 3.400 1.700 Jakkapeysa 5.200 1.900 Dömubuxur 4.300 1.900 Herrapeysa 5.800 1.900 Herrablazerjakki 6.500 2.900 Herrabuxur 4.900 1.900 og margt margt fleira ÚTSALA – ÚTSALA – ÚTSALA 50-70% afsláttur SAMKVÆMT tónleikaskrá List- vinafélags Hallgrímskirkju hefur orgelverkið La Nativité du Seign- eur (sem eftir bókinni ætti að þýða Fæðing Drottins en var íslenzkað sem Fæðing frelsarans) aðeins verið flutt einu sinni í heild á Ís- landi af einum og sama orgelleik- ara, þ.e. Ragnari heitnum Björns- syni dómorganista, þangað til Lára Bryndís Eggertsdóttir endurflutti klukkustundar langt verkið sl. sunnudag. Þó kváðu nemendur Harðar Ás- kelssonar tvívegis hafa flutt verk Oliviers Messiaens á tónleikum og skipt þá köflum á milli sín. Gæti Lára hafa verið meðal þeirra, hafi spilverkið átt sér stað á síðustu tveim árum þegar hún nam orgelleik hjá Hallgrímskantor í Tónskóla þjóðkirkjunnar. Hún mun nú stunda framhaldsnám nyrzt á Lapplandi hjá sænska org- anistanum Hans-Ola Ericsson í Piteå. Ericsson hefur leikið inn á marga geisladiska fyrir BIS, þ. á m. ýmis verk Messiaens, hið hér umrædda þegar 1989, svo ætla má að tónsmíð franska meistarans (1908–92), sem var kantor við Kirkju heilagrar þrenningar í Par- ís til dauðadags, hafi verið í kunn- ugum höndum þrátt fyrir ungan aldur. Furðumargt hlustenda var á tón- leikunum í Hallgrímskirkju miðað við framsækna dagskrá, sem óhætt má kalla verk Messiaens þótt sam- ið sé svo snemma sem 1935, enda á nærri sístrítt tónmál þess sam- merkt með t.d. verkum Varéses að hafa haldizt hámódernískt meira en hálfri öld eftir tilurðartímann. Verkið er röð níu tónhugleiðinga um biblíutexta tengda fæðingu Krists, og las herra Karl Sigur- björnsson biskup upp hvern ritningarstað á undan. Fyrirsagnir voru María og Jesú- barnið (I.), Hirðarnir (II.), Eilífðar markmið (III.), Orðið (IV.), Börn Guðs (V.), Engl- arnir (VI.), Jesús tek- ur á sig þjáninguna (VII.), Vitringarnir (VIII.) og Guð á meðal vor (IX.). Orðspor Messiaens, er kenndi m.a. tón- skáldum á borð við Boulez, Stockhausen og Xenakis, gæti tæp- ast farið fram hjá neinum sem á annað borð hefur kynnzt nútímalistmúsík í einhverj- um mæli, og því efalítið dagsönn staðhæfing tónleikaskrár um að Messiaen sé „tvímælalaust eitt virtasta orgeltónskáld tuttugustu aldarinnar og hefur unnið sér sess meðal mestu orgeltónskálda sög- unnar“. Þaðan af síður skal vefengt að orgelverk hans séu „mörg hver orðin sígild meðal orgelbók- menntanna“[…]. Og vissulega voru staðir innan um í þessu langa tón- verki sem náðu að ýta við undirrit- uðum, a.m.k. um stundarsakir, enda varð ekki betur heyrt en leik- ið væri af miklu öryggi þrátt fyrir býsna krefjandi samstiga radd- færslu, þykka klasahljóma og ekki sízt fjölda hrynrænna fingur- og fótabrjóta, m.a. vegna nærri aust- rænt skaraðra krossrytma, þó að hefðbundinn gegnsær kontra- punktur léti lítið á sér kræla. Þá var og hægt að gleðjast yfir fjölbreyttri registrun, enda þótt flest kunni þar að hafa verið frá- gengið frá höfundar hendi. Ekki stóð heldur á nafntoguðum ómtöfr- um Klais-pípusinfóníuhljómsveit- arinnar, sem manni skilst að sé að miklu leyti hönnuð í frönskum anda og því væntanlega hið hent- ugasta hljóðfæri í einmitt verk sem þetta, auk þess sem rausnarleg heyrð Hallgríms- kirkju virtist sem sköpuð til samblönd- unar ýmist líðandi lagferli höfundar, vell- andi tónarunum eða brimseygum klasa- gusum. En án þess að úti- loka að eitthvað kunni að „vanta í hann“, eins og sagt er, átti und- irritaður einhverra hluta vegna erfitt með að láta sig falla í við- eigandi tímalausan trans yfir medítasjón- um Messiaens. Kannski skorti mig úníversalíska kaþólska heimssýn við hæfi, kannski olli bara dæmi- gert vestrænt eirðarleysi úr stund- legum táradal. Alltjent þótti mér tíminn á köflum anzi lengi að líða – einna átakanlegast í III. og V. þætti, en líka víðar. Ekki var þó við Láru Bryndísi að sakast, sem lék eins og herforingi, heldur frekar aðferð tónskáldsins, sem miðað við framvindukröfu vestrænnar tónlistar allar götur frá endurreisnartímanum færðist varla spönn frá ónefndum líkams- hluta. Ef satt er sem hermt, að sum tónverk séu meira virt en elskuð (eins og t.d. hefur verið sagt um Missa Solemnis Beethovens), grun- aði mann undir niðri, að La Nat- ivité ætti heima í þeim flokki. Um það geta sjálfsagt ýmsir ver- ið mér ósammála. Hvað sem öllu líður, þá stóð hitt þó heima með sjötommunöglum, þegar verkið fjaraði út með „sixte ajoutée“ endahljómi í dúr, ímynd unaðar, að Lára Bryndís Eggertsdóttir hafði lokið þungvægum áfanga eld- snemma á ferli með sannkölluðum glæsibrag, er gaf hin björtustu fyr- irheit um eftirtektarverðan árang- ur á komandi misserum. Ríkarður Ö. Pálsson Hugleiðsla handan rúms og tíma TÓNLIST Hallgrímskirkja Messiaen: La Nativité du Seigneur. Lára Bryndís Eggertsdóttir, orgel. Sunnudag- inn 16. desember kl. 17. ORGELTÓNLEIKAR Lára Bryndís Eggertsdóttir TEKIÐ skal ofan fyrir Graduale nobili fyrir að bjóða upp á óvenju- lega og framsækna efnisskrá á spánnýrri geislaplötu sem hljóðrit- uð var í september og október sl. Það er svo ótrúlega mikilvægt að stundum séu fetaðar ótroðnar slóð- ir í verkefnavali í útgáfu sem þess- ari. Þannig má kynna hlustendum ný og nýleg verk þótt að sjálfsögðu sé einnig mikilsvert að sjaldheyrð verk eldri meistara fái að heyrast. Geisladiskur sem þessi gefur einnig umheiminum önnur skilaboð: hér er ungt fólk að flytja nútímatónlist eins og ekkert sé þeim eðlilegra og að þetta sé „þeirra“ tónlist. Platan hefst á tónverkum fimm íslenskra núlifandi tónskálda, tvö eru af eldri kynslóðinni og þau yngstu fara að nálgast miðjan ald- ur. Í Maríuljóði Hildigunnar Rún- arsdóttur, sem samið er við gull- fallegt ljóð Vilborgar Dagbjarts- dóttur, tekst tónskáldinu að laða fram einlægni barnatrúarinnar. Fallegt lítið lag og sungið af hár- fínni nákvæmni og með mikilli til- finningu. Hin melódíska Vökuró Hróðmars Inga Sigurbjörnssonar er einnig flutt af mikilli alúð og einlægni. Tónmál Mistar Þorkelsdóttur í lag- inu Vorlauf er talsvert framsækn- ara og knappur tjáningarmátinn vel í anda ljóðs Þorsteins Valdimars- sonar. Íslensku verkin rísa hæst í lagi föður Mistar, Þorkels Sigurbjörns- sonar, hinu glæsilega Haec est sancta solemnitas, sem kórinn syngur með miklum tilþrifum. Von- andi er mér fyrirgefið að ég féll kylliflatur fyrir hefðbundnasta lag- inu á plötunni, finnska þjóðlaginu On suuri sun rantas autius í útsetn- ingu Matti Hyökki. Bæði er að lag- ið er ómótstæðilega fallegt og út- setningin einkar áhrifarík en við það bætist að einsöngur Árnýjar Ingvarsdóttur og Dóru Steinunnar Ármannsdóttur er í einu orði sagt frábær og hlédrægur kórsöngurinn undir einstaklega fágaður. Og mik- ið er finnska tungan vel til söngs fallin. Ruth Watson Henderson er píanó- og organleikari, stundar tón- listarkennslu og er að auki eitt fremsta tónskáld Kanadamanna. Hún á hér tvö verk, kraftmikla Gloriu sem sungin er með miklum bravúr og áræði og hið ljóðræna Music On the Waters og nýtur kór- inn í báðum verkum ágæts undir- leiks Láru Bryndísar Eggertsdótt- ur. Plötunni lýkur svo á tveimur verkum eins fremsta tónskálds nú- tímans, Finnanns Einojuhani Rautavaara, bæði frá árinu 1973. Vonandi móðgast enginn þótt hér séu þessi tónverk talin hápunktur plötunnar. Í Suite de Lorca op. 72, sérkennilegt sambland af hinum finnska Rautavaara og spænskum áhrifum, sýnir Graduale nobili fá- gætt „virtúósítet“ sem ég minnist ekki að hafa heyrt hjá ungmenna- kór fyrr eða síðar. Hafi einhver efast um snilli þess- ara stúlkna og stjórnanda þeirra, Jóns Stefánssonar, (sem er reyndar afar ólíklegt eftir það sem á undan er komið) þá er vert að benda á hinn svínslega erfiða El grito (nr. 11) og Malagueña (nr. 13) sem fluttur er með einstakri snerpu og nákvæmni. Takið líka eftir örstutt- um einsöngsstrófum Guðríðar Þóru Gísladóttur og Láru Bryndísar Eggertsdóttur rétt undir lok kafl- ans. Glæsilegt! Lokaverkið á plöt- unni, Lapsimessu (Barnamessa), er einnig eftir Rautavaara. Þetta er mikilfengleg messa, knöpp í formi en þó innihaldsrík. Hér úir og grúir af minnisstæðum laglínum, t.d. ægi- fagurt Agnus dei (nr. 18). Messan, sem ætluð er börnum, er í sjö köfl- um og skiptast þar á kór- og hljóm- sveitarkaflar (íhuganir) en í loka- kaflanum leikur hljómsveitin með kórnum. Í hljómsveitinni eru 15 strengjaleikarar og eru þeir flestir úr röðum kórsins. Sveitin fær það þakkláta hlutverk að sökkva sér niður í lúxushljóma Rautavaara, því fáum tónskáldum nútímans er lagið að skrifa svona vel fyrir strengi. Frammistaða allra hlutaðeigandi er í einu orði sagt frábær. Hér hafa ekki verið spöruð stóru lýsingarorðin enda ekki nokkur vegur að komast hjá þeim. Þetta er ákaflega heillandi útgáfa hvernig sem á hana er litið. Sú staðreynd að nánast allir sem fram koma eru úr röðum félaga Graduale nobili, bæði kór, einsöngvarar, píanóleikari og hljómsveit, gerir útgáfuna enn merkilegri. Jón Stefánsson og stúlkurnar í Graduale nobili hafa unnið þrekvirki. Þetta er ekki auð- veld tónlist við fyrstu kynni en virk og endurtekin hlustun ber ríkuleg- an ávöxt. Ég tek aftur ofan fyrir hinum einstaklega músíkölsku Graduale nobili og Jóni Stefánssyni. Morgunblaðið/Árni Sæberg „Jón Stefánsson og stúlkurnar í Graduale nobili hafa unnið þrekvirki. Þetta er ekki auðveld tónlist við fyrstu kynni en virk og endurtekin hlustun ber ríkulegan ávöxt,“ segir meðal annars í umsögninni. Tekið ofan TÓNLIST Geislaplötur Hildigunnur Rúnarsdóttir: Maríuljóð. Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson: Vökuró. Mist Þorkelsdóttir: Vorlauf. Jón Nordal: Salutatio Mariae. Þorkell Sigurbjörns- son: Haec est sancta solemnitas. Peeter Bruun: Agnetes Cradle Song. Ruth Wat- son Henderson: Music On the Waters, Gloria. Finnskt þjóðlag útsett af Matti Hyökky: On suuri sun rantas auttius. Ein- ojuhani Rautavaara: Suite de Lorca, Lapsimessu. Kórsöngur: Graduale nobili. Einsöngur: Árný Ingvarsdóttir, Dóra Steinunn Ármannsdóttir, Lára Bryndís Eggertsdóttir, Guðríður Þóra Gísladóttir, Lovísa Árnadóttir og Regína Unnur Ólafs- dóttir. Píanóleikur: Lára Bryndís Eggerts- dóttir. Annar hljóðfæraleikur: Strengja- sveit Graduale nobili. Stjórnandi: Jón Stefánsson. Heildartími: 54’37. Útgef- andi: Fermata FM 018. GRADUALE NOBILI Valdemar Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.