Morgunblaðið - 28.12.2001, Side 1
299. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 28. DESEMBER 2001
ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segist
ætla að stýra sjálfur samningaviðræðum við Pal-
estínumenn ef til þeirra komi en þær geti ekki
hafist fyrr en öllum árásum á Ísraela verði hætt.
Hann viðurkenndi í fyrsta sinn í gær að stjórn
Yassers Arafats Palestínuleiðtoga hefði orðið
nokkuð ágengt í að berja niður hryðjuverk en
enn væri þó langt í land. Palestínsku harðlínu-
samtökin Hamas fordæmdu í gær fundi palest-
ínskra embættismanna með Ísraelum. Á vefsíðu
samtakanna var hvatt til þjóðareiningar og jafn-
framt að haldið yrði áfram að berjast gegn her-
náminu.
Skýrt var frá því í gær að Ísraelsher hygðist
aflétta herkví um borgina Betlehem í nótt til að
auðvelda hátíðarhöld kristinna manna á staðnum.
Sharon viðurkenndi í vikunni að hann hefði
veitt Shimon Peres utanríkisráðherra heimild til
að hafa samband við forseta þings Palestínu-
manna, Ahmed Qorei, en vísaði á bug fréttum
þess efnis að náðst hefði samkomulag um að Pal-
estínumenn fengju fljótlega að stofna sjálfstætt
ríki. Ísraelskt dagblað birti drög að samningi um
þessi efni á Þorláksmessu en Qorei staðfesti í
gær að ekki væri um neinn samning að ræða.
„Við höfum rætt ákveðnar hugmyndir en þær
hafa ekki leitt til ákveðinna lausna,“ sagði hann.
Qorei sagði Ísraela fram til þessa eingöngu hafa
viljað ræða um öryggismál en Palestínumenn
vildu að fjallað yrði um pólitískar lausnir sem
væru tengdar öryggismálunum.
Ísraelskir hermenn handtóku í gær og fyrra-
dag menn sem grunaðir eru um hryðjuverk, réð-
ust þeir meðal annars inn á stúdentagarð í Hebr-
on og tóku þar átta manns. Arafat sagði í
blaðaviðtali að sú ákvörðun Ísraela að meina
honum að vera viðstaddur jólamessu væri gróft
brot á ákvæðum Óslóarsamninganna um ferða-
frelsi.
Hamas fordæmir viðræður
Jerúsalem. AFP, AP.
Ísraelsher afléttir
herkví um Betlehem
Ben Eliezer/26
INDVERJAR kröfðust þess í gær að
helmingur starfsliðs sendiráðs Pak-
istans í Nýju-Delhí yrði kallaður heim
og ennfremur var allt flug pakist-
anskra flugvéla yfir indversku landi
bannað. Stjórnvöld í Pakistan guldu í
sömu mynt tveim stundum síðar en
hvöttu til viðræðna. Jafnt Pakistanar
sem Indverjar ráða nú yfir kjarn-
orkuvopnum og flugskeytum til að
flytja slík vopn. Talsmaður stjórn-
valda í Islamabad, Rashid Quereshi
hershöfðingi, sagði í gær að öll ráð
yrðu notuð til að verjast Indverjum
en „óhugsandi“ væri að gripið yrði til
kjarnorkuvopna. Þau væru eingöngu
höfð í vopnabúrinu til að fæla aðra frá
slíkri árás.
„Pakistanar og Indverjar eru
ábyrgar þjóðir,“ sagði talsmaðurinn.
Ráðamenn beggja aðila segjast
reiðubúnir að hefja stríð ef ekki náist
sættir. Indverjar saka Pakistana um
að styðja aðskilnaðarsinna í Kasmír
sem beitt hafa hryðjuverkum í bar-
áttu sinni gegn indverskum yfirráð-
um. Indverjar segja að um hryðju-
verkamenn frá Kasmír hafi verið að
ræða er gerð var árás á þingið í Nýju-
Delhí fyrir skömmu. Pakistanar vilja
að Kasmírbúar fái að ákveða sjálfir
hvoru ríkinu þeir tilheyri.
Miklir liðsflutningar og annar við-
búnaður hefur verið af hálfu beggja í
grennd við landamærin undanfarna
daga, skotið hefur verið af þunga-
vopnum og vaxandi ótti ríkir um að til
átaka komi. Bandaríkjamenn hvöttu í
gær stjórnir beggja landanna til að
reyna að setja niður deilurnar með
friðsamlegum hætti á væntanlegum
leiðtogafundi Suður-Asíulanda í Nep-
al í næstu viku.
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, hringdi í leiðtoga
beggja ríkjanna, þá Atal Bihari
Vajpayee, forsætisráðherra Ind-
lands, og Pervez Musharraf, forseta
Pakistans, á miðvikudag og hvatti þá
til að beita ekki vopnavaldi heldur
semja. Einnig hefur Powell ráðgast
við utanríkisráðherra Bretlands og
Rússlands. Kínverjar hafa einnig lýst
áhyggjum sínum af framvindu mála á
landamærunum.
RÁÐHERRA innanríkismála í Afg-
anistan, Yunus Qanooni, sagði í gær
að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda
hefðu orðið fyrir miklu tjóni í stríðinu
gegn hryðjuverkum en forysta þeirra
væri enn til staðar. „Al-Qaeda hefur
aðeins misst land en ekki leiðtoga
sína,“ sagði ráðherrann og taldi sam-
tökin enn vera afar hættuleg þótt liðs-
menn þeirra hefðu orðið að flýja frá
Afganistan.
Talsmaður varnarmálaráðherra
Afganistans sagði í gær að „áreiðan-
legar heimildir“ njósnara væru fyrir
því að Sádi-Arabinn Osama bin Lad-
en hefði farið frá Tora Bora-svæðinu í
austurhluta Afganistan fyrir um það
bil viku og haldið til Pakistan. Þar
hefði hann síðan haft bækistöðvar
sínar á svæði undir stjórn einnar
harðlínuhreyfingar múslíma, Jamait
Ulema-e-Islam. Talsmaður hreyfing-
arinnar sagði að þetta væri alrangt og
pakistanskur embættismaður sagði
einnig að um þvætting væri að ræða
og pakistanskar öryggissveitir fylgd-
ust vel með landamærunum.
Donald Rumsfeld, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sagði á frétta-
mannafundi í Washington að Banda-
ríkjamenn hefðu ekki hugmynd um
dvalarstað bin Ladens, stöðugt bær-
ust misvísandi frásagnir af ferðum
mannsins. Rumsfeld sagði ennfremur
að fangar úr röðum talibana og al-
Qaeda yrðu hafðir í haldi i Guant-
anamo-herstöðinni á Kúbu.
Gerð var loftárás á þorpið Naka,
nálægt Ghazni í austurhéruðunum í
gær og fullyrtu heimildarmenn að
tugir óbreyttra borgara hefðu fallið.
Richard Myers, hershöfðingi og for-
seti bandaríska herráðsins, sagði að
talið væri að flestir hinna föllnu hefðu
verið talibanaleiðtogar.
Sjónvarpsstöðin Al-Jazeera í Katar
birti í gær myndband með ávarpi
Osama bin Ladens, leiðtoga al-Qaeda.
Hann hyllir tilræðismennina frá 11.
september og segir að fimmtán þeirra
hafi verið frá Sádi-Arabíu. Árásirnar
hafi verið „hryðjuverk“ en þau hafi
notið blessunar og hrokafullri þjóð
hafi verið kennd lexía. Kollvarpa þurfi
efnahag Bandaríkjamanna, þá muni
þeir verða uppteknir af eigin vanda-
málum.
Al-Qaeda enn
sögð hættu-
leg samtök
Fangar frá Afganistan til
Guantanamo-stöðvarinnar á Kúbu
Kabúl, Kaíró, Washington. AP, AFP.
Grár og/22
Indverjar og Pakistanar
hvattir til að ræðast við
AP
Indverskur hermaður í Mehnd-
ipur við landamærin í gær.
Islamabad, Nýju-Delhí, Washington. AP, AFP.
Bitbein/24
Fulltrúi Musharrafs segir „óhugsandi“
að beitt verði kjarnorkuvopnum
AP
KULDI og sjúkdómar herja á allt að 400.000 fjöl-
skyldur, milljónir manna, sem hafast nú við á af-
skekktum fjallasvæðum í Afganistan, að sögn
Alþjóðaráðs Rauða krossins. Lítil stúlka grætur hér
í flóttamannabúðum í Balkh-héraði í Norður-
Afganistan.
Kuldinn herjar á flóttafólk