Morgunblaðið - 28.12.2001, Side 2

Morgunblaðið - 28.12.2001, Side 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Newcastle kemur enn á óvart á Englandi/C3 Örn Arnarson hreppti titilinn í þriðja sinn/C1 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR Sérblöð í dag Á FÖSTUDÖGUM Fauk á hlið- ina undir Hafnarfjalli ÖKUMAÐUR flutningabifreiðar var fluttur á heilsugæslustöðina í Borg- arnesi eftir að bifreið hans fauk á hliðina við Hafnarfjall um kl. 5.20 í gærmorgun. Meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Mjög hvasst var undir fjallinu og fór vindur yfir 30 m/s í mestu hviðunum. Bíða átti birtingar og betra veðurs til að unnt yrði að bjarga farmi bifreiðarinnar, um 20 tonnum af freðnum fiski til útflutn- ings, og ná henni aftur upp á veg. Tvær fólksbifreiðir fuku einnig út af veginum á svæðinu frá Leirá norð- ur undir Hafnarskóg. Meiðsli á fólki voru minniháttar. Bílskúr brann í Bolungarvík STÓR bílskúr við Miðstræti í Bol- ungarvík og bifreið, sem í honum var, eyðilögðust í eldsvoða seinni- partinn í gær. Ekki urðu slys á fólki en talsverður eldur var þegar mest var. Mikill eldsmatur var í skúrnum, s.s. ýmsir plasthlutir, en 15 manna lið Slökkviliðs Bolung- arvíkur réð niðurlögum eldsins á tæpri klukkustund. Eldurinn náði ekki að læsa sig í önnur mann- virki. Eldsupptök eru ókunn en málið er í rannsókn hjá lögreglunni í Bolungarvík. FLUGUMFERÐARSTJÓRAR hafa samþykkt að hefja yfirvinnubann mánudaginn 14. janúar nk. og mun það standa þar til nýr kjarasamning- ur hefur verið undirritaður. Bannið var samþykkt í leynilegri póstatkvæðagreiðslu og tekur til allra félagsmanna Félags íslenskra flug- umferðarstjóra sem starfa hjá Flug- málastjórn Íslands og Flugmála- stjórn í Keflavík. Í atkvæðagreiðslunni voru 102 á kjörskrá. 86 þeirra skiluðu inn at- kvæðum og var heildarkjörsókn því 84,3%. Já sögðu 64 eða 74,5% en nei sagði 21 eða 24,5%. Einn seðill var ógildur. Þá hefur Félag flugumferðarstjóra dreift bréfi, sem David Cockroft, framkvæmdastjóri Alþjóðasambands flutningaverkamanna, ITF, hefur sent Davíð Oddssyni forsætisráð- herra. Þar kemur fram að verið sé að undirbúa formlega kvörtun til nefnd- ar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um félagafrelsi vegna inngripa ís- lenskra stjórnvalda í verkfall ís- lenskra sjómanna. Nú hafi Félag ís- lenskra flugumferðarstjóra tjáð sambandinu að ríkisstjórnin hafi hót- að inngripi með því að neita þeim um grundvallarréttinn til verkfalls. Í bréfinu segir einnig, að þótt svona árásir á grundvallarréttindi séu al- gengar í ríkjum með takmarkaða lýð- ræðishefð finnist ITF með ólíkindum að á Íslandi, þar sem elsta þing í heimi situr, skuli slíkum aðferðum beitt. Ekki þurfi að taka fram að ITF leggi ríka áherslu á nauðsyn þess að tryggja öryggi í flugmálum, sérstak- lega í ljósi atburðanna 11. september sl. Hins vegar megi ekki nota þessa atburði sem tilefni til þess að svipta flugmálastarfsmenn, þ.m.t. flugum- ferðarstjóra, grundvallarrétti sínum. Flugumferð- arstjórar boða yfirvinnubann Samþykkt með atkvæðum nærri 75% félagsmanna ÁTTA björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Sæbjörgu á Snæ- fellsnesi björguðu tveimur kindum úr sjálfheldu við Fróðá í gærdag en til þess þurftu þeir að fara með kindurnar út í ána. Eigandi kind- anna, Bjarni Ólafsson bóndi í Geira- koti, sá að þær voru lentar í sjálf- heldu vegna klaka í klettum við ána í fyrradag, en varð frá að hverfa án þess að geta aðstoðað þær. „Það var svo mikill klaki að það var ekki hægt að ná þeim nema að vera sérstaklega útbúinn til þess. Þær voru styggar og kolvitlausar alveg svo að það var ómögulegt að ná þeim,“ segir Bjarni sem hafði í nokkra daga freistað þess að hand- sama þær. „Svo þegar þær eru orðn- ar svona þverar þá leggja þær út í næstum hvað sem er og enduðu þarna í klettunum og komust hvergi.“ Bjarni segir að kindurnar hafi verið orðnar nokkuð kaldar þegar þær komu í hús í gær enda hafi björgunarsveitarmenn þurft að synda með þær yfir Fróðána. „Það var mjög kalt, 11 stiga frost, og það á eftir að koma í ljós hvort þær ná sér eftir volkið.“ Fóru með ánum í ána Bjarni hafði samband við Björg- unarsveitina Sæbjörgu og átta manna hópur frá henni kom á stað- inn um klukkan eitt í gær og tókst þeim að bjarga kindunum þrátt fyr- ir að þær væru styggar og aðstæður erfiðar. Þrír björgunarsveitarmenn í flotbúningum fóru með kindunum út í ána en töluverður krapi var í henni og áin mjög köld. „Það var engin leið að ná þeim öðruvísi en að fara með þær yfir ána,“ segir Magn- ús E. Manúelsson, formaður Sæ- bjargar. „Þær voru orðnar frekar slappar þegar við komum en samt ótrúlega sprækar. En við gátum króað þær af, settum bandspotta á þær og syntum svo með þær yfir ána.“ Magnús segir að nokkrum sinnum á vetri þurfi björgunarsveitarmenn að frelsa kindur úr sjálfheldu og oft við mjög erfiðar aðstæður. „Það var töluverð norðanátt og mikill kuldi. Svo var mikið krapavatn í ánni, en þetta gekk vel.“ Morgunblaðið/Alfons Björgunarsveitarmenn athafna sig við Fróðá í gærdag en erfitt var að ná ánum úr sjálfheldunni. Kindum bjargað úr sjálfheldu KARLMAÐUR, sem gekk til rjúpna frá Grímsstöðum í Borgarfirði síðast- liðinn laugardag, 22. desember, ásamt þremur veiðifélögum, fannst látinn seint að kvöldi sama dags eftir víð- tæka leit björgun- arsveitarmanna. Engir áverkar fundust á hinum látna, en réttar- læknisfræðileg rannsókn hefur leitt í ljós að hann varð bráðkvadd- ur. Hinn látni hét Theodór Jónas- son, til heimilis í Grófarseli 30 í Reykjavík. Hann fæddist 14. desember 1971 og lætur eftir sig unnustu og eitt barn. Spor- hundur frá björgunarsveit Hafnar- fjarðar fann hinn látna um klukkan 23 á laugardagskvöld, en þá höfðu um 100 björgunarsveitarmenn, frá Borg- arnesi, Borgarfirði, Akranesi og af höfuðborgarsvæðinu, leitað hans. Maðurinn fór til rjúpna ásamt þremur félögum sínum frá bænum Grímsstöðum í Álftaneshreppi á Mýr- um, en þegar hann skilaði sér ekki á tilsettum tíma höfðu veiðifélagar hans samband við lögreglu sem óskaði síð- an eftir aðstoð björgunarsveita Slysa- varnafélagsins Landsbjargar. Seinast heyrðist til mannsins um kl. 14 á laugardag þegar hann talaði við félaga sína í talstöð. Þá var hann á leið í bifreið þeirra félaga. Hann var vanur rjúpnaveiðimaður, vel útbúinn og með GPS-staðsetningartæki, far- síma auk talstöðvar. Í upphafi tóku um 30 björgunar- sveitarmenn þátt í leitinni, en skömmu síðar voru kallaðir út 60 menn frá höfuðborgarsvæðinu. Einn- ig voru kallaðir út fimm svæðis- leitarhundar og sporhundur. Um klukkan 23 fann sporhundur hinn látna í austanverðum Grímsstaða- múla. Svartaþoka var og skyggni afar takmarkað en stillt og hlýtt veður. Varð bráðkvaddur á rjúpnaveiðum                                                                                           Theodór Jónasson ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.