Morgunblaðið - 28.12.2001, Síða 4

Morgunblaðið - 28.12.2001, Síða 4
HEILBRIGÐISEFTIRLIT Reykjavíkur og Íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur áforma að nota börn sem tálbeitur í því skyni að auka eftirlit mð sölu tóbaks til þeirra sem eru yngri en átján ára. Samtök verslunar- og þjónustu telja þessa eftirlitsaðferð vera ógeðfellda og óeðlilegt að nota börn í þessum til- gangi. Borgarlögmaður telur að þessi framkvæmd samrýmist lögum en þó skuli afla heimildar forráða- manns barns sem nota á sem tál- beitu. Heilbrigðiseftirlitið hefur heitið því að senda þeim sem selja tóbak bréf í byrjun næsta árs með lýsingu á því hvernig eftirlitið verði fram- kvæmt og hvaða atriði í tóbaksvarn- arlöggjöfinni verða skoðuð. Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjón- ustu (SVÞ), segir að SVÞ telji að menn sé að seilast fulllangt með að- gerðum sem þessari. „Okkur finnst niðurstaða borgarlögmanns, með til- vísun í stóra kókaínmálið, vafasöm. Þar er verið að tala um einbeittan brotavilja en ég tel að um slíkt sé alls ekki að ræða hjá starfsfólki sem af- greiðir tóbak, það hefur skrifleg fyr- irmæli um að selja ekki tóbak yngri en átján ára og auk þess eiga að hanga uppi skilti eða límmiðar þar sem þetta er áréttað. Mér finnst því langsótt að bera þetta tvennt saman auk sem þarna er verið að reyna að fá unglinga til þess að fremja lög- brot. Það er ekki óeðlilegt þótt mað- ur velti því fyrir sér hvar annars staðar hægt sé að beita aðferðum sem þessum og þá blasir ÁTVR til dæmis beint við. Við lítum á þessa aðgerð sem hreint og klárt slys.“ Hert eftirlit með sölu á tóbaki Börn notuð sem tálbeitur FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur í nýlegu áliti beint þeim tilmælum til kjaranefndar að hún endurskoði ákvörðun sína um afturvirka hækk- un á launum prófasta sem tók gildi 1. janúar árið 2000. Telur umboðsmað- ur að nefndin hafi ekki farið að lögum í ákvörðun sinni. Tilefni þessa álits er að fyrrver- andi prófastur, sem fór á eftirlaun í september árið 1998, leitaði til um- boðsmanns í nóvember árið 2000 og kvartaði yfir leiðréttingu sem gerð var á ellilífeyri hans hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Hafði lífeyris- sjóðurinn við afturvirkar leiðrétting- ar á ellilífeyri prófastsins fyrrver- andi lagt til grundvallar ákvörðun kjaranefndar frá 21. mars 2000 um hækkun á launum prófasta frá 1. jan- úar sama ár. Fól þessi ákvörðun í sér breytingu á fyrri ákvörðunum nefnd- arinnar frá 1997 og 1998 um að pró- fastar skyldu taka sömu laun og sóknarprestar en mismunandi ábyrgð og álagi mætt með misháum yfirvinnugreiðslum og síðar eininga- greiðslum. Beindust athugasemdir prófasts- ins fyrrverandi annars vegar að því að þær breytingar á störfum pró- fasta, sem samkvæmt úrskurði kjaranefndar voru tilefni launa- breytingarinnar, hefðu verið komnar til fyrr. Þá hefði þessi ákvörðun í raun falið í sér leiðréttingu til þess fyrra horfs að grunnlaun prófasta væru ákveðin hærri en laun sóknar- presta sem í gildi hafði verið fram að ákvörðun kjaranefndar frá júní 1997. Umboðsmaður ákvað að taka er- indið til nánari athugunar þar sem prófasturinn ætti sem ellilífeyris- þegi, sem tekur lífeyri á grundvelli svokallaðrar eftirmannsreglu, veru- lega hagsmuni af því hvernig kjara- nefnd hagaði ákvörðunum sínum sem lífeyrir þeirra væri miðaður við og þá m.a. um gildistöku launabreyt- inga. Afgreiðsla tók óþarflega langan tíma hjá kjaranefnd Í skýringum kjaranefndar til um- boðsmanns kom m.a. fram að þegar nefndinni bærust erindi þar sem ósk- að væri eftir hækkun launa hjá til- teknum hópi launþega teldi hún eðli- legt að ákvörðun sem tekin væri í kjölfar slíks erindis tæki ekki gildi fyrr en að loknum tíma sem kjara- nefnd þyrfti til að vinna úr erindinu. Í þessu tilviki hefði afgreiðsla nefnd- arinnar tekið óþarflega langan tíma að mati hennar sjálfrar og hefði því verið ákveðið að breytingin skyldi verða afturvirk um tæpa þrjá mán- uði. Telur umboðsmaður í áliti sínu þessa afturvirkni ekki standast lög. Í áliti sínu bendir umboðsmaður á að ákvarðanir kjaranefndar séu ein- hliða ákvarðanir stjórnvalds um kaup og kjör tiltekinna starfsmanna ríkisins. Leggur hann áherslu á að enda þótt játa beri kjaranefnd svig- rúm við launaákvarðanir beri henni að haga ákvörðunum sínum í ein- stökum tilvikum með þeim hætti að þær samrýmist lögum um kjaradóm og kjaranefnd frá árinu 1992. Þá verði mat nefndarinnar að vera byggt á málefnalegum sjónarmiðum. Nýtt álit umboðsmanns Alþingis Kjaranefnd endur- skoði hækkun á launum prófasta HEPPINN Íslendingur vann 44,6 milljónir króna í Víkingalottóinu á miðvikudaginn og er þetta hæsta upphæð sem einstaklingur hefur hlotið frá upphafi. Í gær hafði vinn- ingshafinn ekki enn gefið sig fram en vitað er að miðinn var keyptur eftir hádegi 19. desember síðastlið- inn í Happahúsinu í Kringlunni og kom vinningurinn á tíu raða miða. Vinningshafar hafa ár til að gefa sig fram og að sögn Bergsveins Samsted, framkvæmdastjóra Ís- lenskrar getspár, hefur það aðeins einu sinni gerst fyrir mörgum árum að vinningshafi gaf sig ekki fram. Potturinn í Víkingalottóinu er yf- irleitt á bilinu 40–50 milljónir í hverri viku en hann skiptist oftast, þannig að það er frekar sérstakt að það skuli aðeins einn hafa hreppt pottinn í þetta skiptið. „Það hefur verið vöxtur í Víkingalottóinu, það er kannski af því að það eru svo stórar fjárhæðir þar og það er það sem fólk greinilega hrífst af og tek- ur því frekar þátt þegar háar fjár- hæðir eru í boði,“ segir Bergsveinn og bendir á að þátttakan sé mest í Noregi ef miðað er við höfðatölu. Á hæla Norðmanna komi síðan Ís- lendingar og Danir nánast jafnir. Potturinn í íslenska lottóinu á laugardaginn er fjórfaldur og telur Bergsveinn að miðað við reynsluna stefni hann í 30–40 milljónir króna. „Ætli að hann liggi ekki í kringum 35 milljónir, sem er þá einn hæsti vinningur þar frá upphafi þannig að það má segja að þetta verði svo- lítið sérstök vika hjá okkur.“ Berg- sveinn á von á mikilli þátttöku og fjöri fram á laugardag en sölustöð- um verður lokað klukkan 18.40 á laugardaginn. Íslendingur hlaut 44,6 milljónir króna í Víkingalottói Dreymdi vinnings- númerið EIGANDA eins vinningsmið- ans í síðasta útdrætti ársins hjá Happdrætti Háskólans sem fram fór í gær dreymdi vinningsnúmerið og gat ekki gleymt því, segir í fréttatil- kynningu frá happdrættinu. Hann fór því í aðalstöðvar happdrættisins og keypti sér miða með númerinu. Í gær, tveimur vikum síðar, fékk hann vinning upp á 3,8 milljónir króna en hæsti vinn- ingur var 19 milljónir á trompmiða. Heildarverðmæti vinninga var 34 milljónir. Sá sem fékk hæsta vinning er bú- settur í Reykjavík en hinir fjórir miðaeigendurnir sem fengu 3,8 milljónir króna hver í sinn hlut eru búsettir á Siglufirði, í Keflavík og tveir í Reykjavík. Laus eftir átta daga óveðurstörn FJALLAGARPURINN Haraldur Örn Ólafsson var sóttur í gær- kvöldi í búðir sínar við Vinsonfjall á Suðurskautslandinu. Þar hafði hann verið veðurtepptur í átta sól- arhringa og þurfti því að dvelja þar yfir jólin ásamt Skotanum Bruce Goodlad. Haraldur og Good- lad gengu saman á Vinson Massif, sem er hæsta fjall Suðurskauts- landsins. Mikill skafrenningur hefur verið undanfarna daga og fyrir jól fauk tjald hjá þeim félögum í veðurofs- anum á Vinson og urðu þeir að moka það upp úr snjónum. Haraldur var væntanlegur til Patriot Hills á Suðurskautslandinu í gærkvöldi en óvíst er hvenær hann heldur áfram áleiðis til Pu- enta Arenas í Chile. Á nýju ári hyggst hann ganga á Aconcagua í Argentínu, hæsta fjall Suður-Am- eríku. VIÐ HÁTÍÐLEGA athöfn á Bessa- stöðum á fimmtudag afhenti Ólaf- ur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, fyrstu hlífðargleraugun sem Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, gefa börnum á landinu í samvinnu við Slysa- varnafélagið Landsbjörgu. Um 16.000 börn á aldrinum 12–15 ára fá gjafabréf fyrir hlífðargler- augum fyrir þessi áramót. Í nokkur ár hefur verið hefð fyr- ir því að gefa tólf ára börnum um land allt gleraugu en í ár og fyrir síðustu áramót fá fleiri börn gjafa- bréf í kjölfar aukins samstarfs Blindrafélagsins og Landsbjargar. „Með þessari samvinnu hefur okk- ur tekist að efla þetta átak til muna,“ segir Björg Anna Krist- insdóttir, framkvæmdastjóri Blindrafélagsins. Ástæðan fyrir því að þessum hópi barna eru gefin gleraugu er sú að tölur frá slysa- deild Landspítala – háskólasjúkra- húss í Fossvogi sýna að þetta er sá aldurshópur sem er í mestri áhættu hvað varðar augnmeiðsli. Samkvæmt upplýsingum frá Valgeiri Elíassyni, upplýsingafull- trúa Slysavarnafélagsins Lands- bjargar, verða um tvö alvarleg augnslys á ári. „Slysum hefur hins vegar ekki fjölgað undanfarin ár þrátt fyrir að innflutningur á flug- eldum hafi stóraukist. Bæði það að nota hlífðargleraugu og svo að nota vettlinga þegar skotið er upp hjálpar þarna til.“ Valgeir segir að verstu slysin í tengslum við flug- elda séu augnslys þar sem þau séu oft varanleg. „Þess vegna erum við með átak fyrir þessi áramót að dreifa og selja hlífðargleraugu. Við viljum að allir séu með gler- augun, bæði þeir sem skjóta upp og þeir sem horfa á. Þá er mik- ilvægt að foreldrar sýni gott for- dæmi og setji upp gleraugun.“ Hlífðargleraugu eru seld á öllum útsölustöðum flugelda um landið og kosta aðeins 50 krónur stykkið. Valgeir vill einnig hvetja foreldra til að fylgjast vel með því að börn þeirra séu ekki að búa til sprengj- ur sjálf, en nokkuð ber á því að unglingar búi til sprengjur úr flugeldum með því að taka þá í sundur. „Heimatilbúnar sprengjur eru hættulegustu sprengjurnar.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhendir stúlkum úr Gradualekór Langholtskirkju hlífðargleraugun. Börnum gefin hlífðargleraugu HAFÍSJAKAR eru komnir upp að ströndum við Horn og austur um að Gjögri en talsverður ís er á siglinga- leið. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæsl- unnar, var í eftirlits- og ískönnunar- flugi úti fyrir Vestfjörðum í gær og samkvæmt upplýsingum frá Land- helgisgæslunni er mikil hreyfing á ísnum til suðurs undan veðri. Mikið er um stóra ísjaka út frá ísröndinni sem og inni í ísnum. Þór Jakobsson, veðurfræðingur, segir að vindáttirnar að undanförnu hafi gert útslagið hvað ísinn varðar. Vestlægar áttir hafi verið langvar- andi fyrr í mánuðinum. Þá hafi ísinn í Grænlandssundi færst austur á bóg- inn norður fyrir land. Í norðanáttinni hafi hann síðan borist inn til landsins og sé nú nær landi en nokkru sinni fyrr í vetur. Þar sem ísinn sé á sigl- ingaleið sé ástæða til að vara við hon- um, sérstaklega þegar siglt sé í myrkri. Að sögn Þórs Jakobssonar er ísinn í fyrra lagi á ferðinni á þessum slóð- um en það fari eftir vindáttum hvort og hvenær hann komi frá Græn- landssundi til okkar. Ís að ströndum við Horn                          
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.