Morgunblaðið - 28.12.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
RAUÐI kross Íslands og Blóð-
bankinn skrifuðu í gær undir
samkomulag um afhendingu á
fullkomnum blóðsöfnunarbíl og
er bíllinn væntanlegur til landsins
næsta sumar. Með tilkomu þessa
færanlega blóðsöfnunartækis er
öryggi í blóðbankaþjónustu stór-
aukið, auk þess sem hægt verður
að ná í ríkari mæli til fólks í
blóðsöfnun. Ætlunin er að fara í
blóðsöfnunarferðir í skóla, fyr-
irtæki, stofnanir, verslanasam-
stæður og fleiri fjölsótta staði.
Blóðsöfnunarbifreiðin er 13,5
metra langur vagn búinn full-
komnustu tækjum til blóðgjafar,
sem geta annað 50–100 blóð-
gjöfum á venjulegum vinnudegi
og mun fleiri í neyðartilvikum.
Gert er ráð fyrir að þriðjungur
þess blóðs sem safnast á landinu í
framtíðinni komi í gegnum þenn-
an færanlega blóðbanka. Sveinn
Guðmundsson, yfirlæknir og for-
stöðumaður Blóðbankans, segir
að þetta verði bylting í þjónustu
við blóðgjafa og þjóðfélagið í
heild sinni. Bíllinn er að grunni
til Scania-lagferðabifreið sem er
sérsmíðuð og útbúin tækjum af
finnska fyrirtækinu Kiitokuori.
Hún er fengin hingað til lands í
gegnum Heklu hf. í kjölfar út-
boðs. Heildarkostnaður við kaup-
in er um 31 milljón króna og
leggur Rauði krossinn til 26 millj-
ónir króna, sem félagið hefur
safnað síðan 1996, og stjórnvöld
fimm milljónir króna, sem sam-
þykktar voru með fjáraukalögum
í vetur.
Víðtækt samstarf Rauða
krossins og Blóðbankans
„Ein leið til þess að koma í veg
fyrir þjáningar og bjarga manns-
lífum er að sjá til þess að til séu
nægilegar blóðbirgðir í landinu
þegar á þarf að halda. Blóðsöfn-
un hefur verið eitt af meginverk-
efnum Rauða krossins frá fyrri
heimsstyrjöld og Rauði kross Ís-
lands kom fyrst að blóðsöfnun í
kringum 1943. Tíu árum síðar
var Blóðbankinn stofnaður og allt
frá þeim tíma hefur verið mikil
og náin samvinna Rauða krossins
og Blóðbankans,“ segir Sigrún
Árnadóttir, framkvæmdastjóri
Rauða kross Íslands. Hún bendir
á að með þessu tæki sé reynt að
koma í veg fyrir að sú staða komi
nokkurn tíma upp hér á landi að
ekki sé hægt að bjarga fólki á
skurðarborðinu af því að það
vanti blóð.
Að sögn Sigrúnar hefur hlutur
Rauða krossins í þessu samstarfi
einkum verið að gefa út kynning-
arefni, afla blóðgjafa og sjá um
blóðsöfnunarferðir. Var fyrst
keyptur bíll í kringum 1960 til
þess að sjá um slíkar ferðir. Allt
frá þeim tíma og til ársins 1995
lagði Rauði krossinn til bíl og bíl-
stjóra og Blóðbankinn sérhæft
starfslið. Við endurskoðun á ýms-
um verkefnum Rauða krossins
var ákveðið að hætta formlegum
afskiptum af blóðsöfnunarmálum
og hætta rekstri bíls en í staðinn
var ákveðið að skilja við Blóð-
bankann með veglegum hætti og
kaupa þennan bíl. Rekstur þessa
blóðbanka á hjólum er alfarið í
höndum Blóðbankans en gert er
ráð fyrir að deildir Rauða kross
Íslands aðstoði við blóðsöfnun líkt
og verið hefur.
Víða um heim rekur Rauði
krossinn blóðbanka og talið er að
um þriðjungur blóðs sem safnað
er á heimsvísu komi beint frá
Rauða krossinum og annar þriðj-
ungur frá blóðbönkum sem Rauði
krossinn styður á einhvern hátt.
Hreyfanlegur blóðbanki
eykur öryggi í sjúkraþjónustu
Morgunblaðið/Kristinn
Jólasveinn gaf blóð í tilefni af komu nýja blóðsöfnunarbílsins.
ÞEGAR búið er að taka utan af jóla-
gjöfunum kemur oft í ljós að ýmsu
þarf að skila eða skipta og vakna þá
spurningar um skilarétt á vörum.
„Það eru í raun engar reglur sem
segja til um að verslanir þurfi að taka
við vörum sem hafa verið keyptar
nema þær séu gallaðar,“ segir Emil
B. Karlsson hjá Samtökum verslunar
og þjónustu. Hann segir að hins vegar
sé hægt að skila vörum í allflestum
verslunum þó að misjafnt sé hversu
löngu eftir kaupin skilarétturinn gildi
og hvort endurgreitt sé eða afhent
inneignarnóta. Það er þó alltaf skil-
yrði að framvísað sé kassakvittun eða
að um sé að ræða augljósa jólagjöf, til
dæmis jólabækur.
Að sögn Emils koma stundum upp
vandamál þegar útsölurnar hefjast
eftir áramót. Þegar vörur sem keypt-
ar voru fyrir jól á fullu verði, eru
komnar á útsölu er varan venjulega
metin á því verði sem að hún var
keypt á, svo framalega sem að kassa-
kvittun sé framvísað. Ef kassakvittun
er ekki með í för eru vörurnar metnar
á útsöluverði.
Límmiðar gefa til kynna
hvaða reglur gildi
Viðskiptaráðuneytið gaf út fyrir
um ári leiðbeinandi reglur fyrir versl-
anir um hvernig æskilegt væri að
standa að skilarétti. Þar eru meðal
annars reglur um verðmæti vara þeg-
ar þeim er skilað þegar útsala stendur
yfir í verslunum. „Þar sem það voru
ekki til neinar samræmdar reglur var
ákveðið að setja saman vinnuhóp, sem
semja átti slíkar reglur. Þeir sem taka
þessar reglur upp geta límt hjá sér
límmiða með ákveðnu merki, þannig
að þá eiga neytendur að vita hvaða
reglur gildi í þeim verslunum,“ segir
Emil. Einhverjar verslanir hafa tekið
þessar reglur upp en honum er ekki
kunnugt um fjölda þeirra.
Aðspurður hvort hann telji þörf
fyrir að setja einhverjar bindandi
reglur um skilarétt, segir hann að
nýbúið sé að endurnýja kaupalögin,
sem taki til neytendakaupa og hafi
hann talið það nægjanlegt.
Misjafnar
reglur um
skilarétt
á vörum
MD-83-farþegavél MD-flug-
félagsins ehf., sem er m.a. í eigu
íslenskra aðila, sem fór frá Ar-
landa í Svíþjóð á Þorláksmess-
umorgun. Vélinni, sem var í
flugtaki áleiðis til Malaga á
Spáni, var snúið við eftir 58
mínútna flug vegna viðvörunar-
ljóss hjá flugmönnunum, sem
gaf til kynna að nefhjól vélar-
innar hefði ekki farið upp eftir
flugtak.
Hjólið reyndist ekki hafa far-
ið í læsta stöðu þrátt fyrir að
það drægist upp eins og eðlilegt
var, en vegna ónógs þrýstings í
loft- og vökvadælu hjólsins
læstist það ekki. Tilraunir flug-
manna til að ná hjólinu upp og
fá ljósið til að slokkna báru ekki
árangur og var vélinni því lent
aftur á Arlandaflugvelli.
Farþegar fóru frá borði og
biðu á meðan gert var við vélina
og var hún komin aftur í loftið
eftir um þriggja klukkustunda
töf.
Talið er að 25 stiga frost
nóttina áður en vélin fór í loftið
hafi haft þau áhrif að vökva-
kerfi hjólabúnaðarins virkaði
ekki sem skyldi.
Snúið við
vegna
bilunar í
nefhjóli
SALA flugelda stendur nú sem
hæst og eru það einkum björgunar-
og hjálparsveitir sem afla tekna til
starfs síns með flugeldasölu. Fram-
leiðslan og undirbúningur sölunnar
stendur meira og minna allt árið en
það er heldur fljótlegra að höndla
og síðan skjóta dótinu til himins
þegar þar að kemur. Allt hefur það
þó einhvern tilgang, að gleðja
kaupendur og koma að gagni í
nauðsynlegu starfi sveitanna.
Morgunblaðið/Þorkell
Flug-
eldasalan
á fullri
ferð
LÖGREGLAN á Ísafirði lagði
hald á um tvö grömm af hassi
sem fundust á einum farþega
sem kom til Ísafjarðar í áætl-
unarflugi Flugfélags Íslands
frá Reykjavík á Þorláksmessu.
Um var að ræða 19 ára mann,
sem hefur áður komið við sögu
lögreglu vegna fíkniefnamis-
ferlis. Honum var sleppt úr
haldi lögreglu að loknum yfir-
heyrslum en á von á tilheyrandi
refsingu vegna brotsins.
Hass tekið
af manni
FYRSTU ellefu mánuði ársins seldi
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins lið-
lega 958 þúsund alkóhóllítra og er það
um 7,4% meira en á sama tímabili í
fyrra. Í lítrum talið nam salan tæp-
lega 11,8 milljónum lítra og er það lið-
lega 8% meira en í fyrra. Mest varð
aukningin í sölu á rauðvíni og hvítvíni
eða um 21,3% og 18,5% í lítrum talið.
Þá jókst sala á bjór um rúm 7%.
Minni breytingar urðu í sölu á
sterku víni: Sala á vodka og brenni-
víni stóð því sem næst í stað, sala á
viskíi jókst um tæplega 3% en sala á
rommi dróst saman um sama hlutfall.
Samdráttur varð í sölu á öllum teg-
undum tóbaks fyrstu ellefu mánuði
ársins nema á neftóbaki en sala á því
jókst lítillega. Sala á vindlingum dróst
saman um 2,55%, á vindlum um 1,2%,
á reyktóbaki um 3,8% og um 16,3% á
munntóbaki.
Höskuldur Jónsson, forstjóri
ÁTVR, segir að dagarnir nú í desem-
ber séu það afbrigðilegir og saman-
burður erfiður að menn treysti sér
ekki til þess að spá nákvæmlega fyrir
um söluna á árinu öllu. „Almenn til-
finning í verslunum okkar er þó sú að
sala á léttu víni hafi aukist verulega á
árinu en menn vilja minna fullyrða
um sölu á sterku víni. Það eru þrír
söludagar hjá okkur milli jóla og ára-
móta og þá daga selst mjög mikið.
Þetta mun því skýrast betur eftir ára-
mótin.“
Veruleg aukning í sölu á léttvíni