Morgunblaðið - 28.12.2001, Síða 10

Morgunblaðið - 28.12.2001, Síða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÉRGREINAKENNARAR í Hafn- arfirði eru að undirbúa málsókn til að fá viðurkenndar greiðslur sem þeir hafa notið frá bænum sl. 20 ár, en þær voru felldar niður 1. ágúst sl. þegar nýtt launakerfi tók gildi. Þess- ar greiðslur byggjast á samningi sem kennarar gerðu við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og stéttarfélag kennara kom hvergi nálægt að gera. Samn- ingnum hefur enn ekki formlega ver- ið sagt upp. Kjarasamningur Félags grunn- skólakennara við launanefnd sveitar- félaganna, sem gerður var í byrjun janúar, hefur talsvert verið gagn- rýndur af hópi kennara. Um 37% kennara greiddu atkvæði gegn hon- um sem bendir til þess að hann hafi verið umdeildur. Óánægja kennara snerti m.a. breytingar sem gerðar voru á kennsluafslætti eldri kennara, en sérgreinakennarar voru einnig óánægðir og tónmenntakennarar ályktuðu t.d. á sínum tíma um að hætta væri á að breytingar sem samningurinn hefði í för með sér leiddu til þess að tónmenntakennsla legðist af í grunnskólum. Kjarasamningurinn fól í sér veru- legar hækkanir á grunnkaupi kenn- ara, en jafnframt fól hann í sér breyt- ingar á skipulagi skólastarfs sem miðuðu að því að auka sveigjanleika og auka möguleika skólastjóra til að stýra skólastarfi, auk fjölgunar á skóladögum. Viðbótarsamningar algengir Eftir að kjarasamningur var gerð- ur við grunnskólakennara árið 1997 sögðu allmargir kennarar upp störf- um til að þrýsta á um bætt kjör og það leiddi til þess að einstök sveit- arfélög gerðu samninga við kennara um viðbótarkjör. Með samningnum sem gerður var í janúar á þessu ári vildu sveitarfélögin komast út úr þessum viðbótarsamningum og því byggðist samningurinn á þeirri for- sendu að allir samningar um viðbót- arkjör, yfirborganir eða hvers konar álagsgreiðslur yrðu felldar brott. Jafnframt lagði launanefndin mjög hart að sveitarfélögunum að láta ekki undan þrýstingi einstakra hópa kennara um gerð viðbótarsamninga líkt og gerðist 1997. Mjög algengt er að við gerð kjara- samninga setji samningsaðilar sér það markmið að færa taxta að greiddu kaupi og segja má að eitt af markmiðum samnings grunnskóla- kennara og launanefndarinnar hafi verið að gera þetta. Samtök atvinnu- lífsins og forveri þess Vinnuveitenda- sambandið hafa margoft gert kjara- samninga þar sem markmiðið var að færa launataxta að greiddu kaupi. Vinnuveitendur hafa reynt að tryggja í samningnum að samhliða launabreytingum falli yfirborganir brott. Það hefur yfirleitt tekist en ekki alltaf. Eftir að VSÍ og Bifreiðastjóra- félagið Sleipnir gerðu kjarasamning árið 1995 komu fram efasemdir með- al bílstjóra um að Sleipnir gæti tekið ákvörðun um að skerða samninga um yfirborganir sem félagið hafði aldrei komið nálægt að semja um. Um var að ræða samninga sem starfsmenn gerðu beint við vinnuveitanda sinn án afskipta stéttarfélagsins. Málið fór að lokum til dómstóla og alla leið fyr- ir Hæstarétt, sem féllst á rökstuðn- ing starfsmannsins. Hvorki samtök vinnuveitenda né stéttarfélag mannsins gætu tekið ákvarðanir sem vörðuðu ráðningarkjör mannsins sem hann sjálfur hefði samið um við sinn vinnuveitanda. Eftir að þessi dómur féll hafa Sam- tök atvinnulífsins sett ákvæði inn í kjarasamning sem fela í sér að starfs- menn geta valið um hvort þeir vilja taka laun í samræmi við breytingar sem kjarasamningurinn kveður á um eða halda sömu kjörum að viðbættri þeirri almennu prósentuhækkun sem samið var um. Dæmi um slíkt ákvæði er eftirfar- andi ákvæði sem tekið er úr kjara- samningi: „Starfsmaður sem kýs að halda þeim greiðslum sem hann hef- ur haft umfram taxta kjarasamnings skal tilkynna vinnuveitanda það skriflega innan 30 daga frá gildistöku samnings þessa.“ Í samningi kennara við launa- nefndina er ekkert slíkt ákvæði að finna, en leiða má líkur að því að samningsaðilar væru ekki í vandræð- um með framkvæmd samningsins ef sambærilegt ákvæði hefði verið sett í hann. Raunar er ekkert ákvæði í samningnum um að við launakerfis- breytingarnar beri að tryggja að engir kennarar lækki í launum. Málshöfðun í undirbúningi Heimilisfræðikennarar, smíða- kennarar og myndmenntakennarar í Hafnarfirði hafa sótt það fast að sam- komulag sem þeir gerðu við bæjar- stjórann í Hafnarfirði 12. september 1980 um viðbótargreiðslur fyrir inn- kaup og viðhald verkfæra verði virt, en hætt var að greiða eftir því þegar launakerfisbreytingin tók gildi 1. ágúst sl. Þeir hafa óskað eftir að Kennarasambandið beiti sér í málinu fyrir þeirra hönd. Forysta Kennara- sambandsins er hins vegar í þeirri erfiðu stöðu að þurfa bæði að tryggja framkvæmd kjarasamnings sem hún hefur gert, en á sama tíma verður hún að vinna að framgangi mála sem félagsmenn fela henni. Niðurstaða KÍ var að fela lög- manni sambandsins að vinna grein- argerð um málið en þar er komist að þeirri niðurstöðu að þó að túlka megi grunnskólakennarasamninginn með þeim hætti að ákvæðið um viðbótar- kjör nái yfir samkomulagið frá 1980 sé það engu að síður staðreynd að einstaklingsbundin ráðningarkjör verði ekki afnumin með gerð kjara- samnings. Samningurinn gildi þang- að til Hafnarfjarðarbær hafi sagt honum upp. Þetta er sama niður- staða og Hæstiréttur komst að í Sleipnismálinu. Sérgreinakennarar undirbúa málsókn Efasemdir hafa vaknað um að ákvæði kjarasamnings grunnskóla- kennara um viðbótarkjör haldi, en sérgreinakennarar í Hafnarfirði eru að undirbúa málsókn. Egill Ólafsson skoðaði málið. egol@mbl.is REYNSLAN af notkun rafræns lyf- seðils milli Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga á Húsavík og Húsavík- urapóteks er góð og kostir kerfisins hafa berlega sýnt sig, að mati Ásgeirs Böðvarssonar yfirlæknis á heilbrigð- isstofnuninni. Í mars var undirritaður samstarfs- samningur um svonefnda lyfseðils- gátt milli heilbrigðisráðuneytis og Eyþings (heilbrigðishóps Eyjafjarð- ar- og Þingeyjarsýslna) um þróun raf- ræns lyfseðils við forsvarsmenn fyr- irtækisins DOC EHF sem hannar hugbúnaðinn sem kerfið byggist á. Hugbúnaðurinn gerir lækni kleift að nálgast allar fagupplýsingar um lyf um leið og lyfjum er ávísað á sjúkling. Ýmis öryggisforrit eru samkeyrð lyf- seðlunum og gera þau læknum við- vart ef ávísun er frábrugðin ráðlagðri meðferð og á því hugbúnaðurinn að draga verulega úr hættu á mistökum við lyfjagjöf. Ásgeir segir samstarf DOC EHF og Heilbrigðisstofnunarinnar hafa gengið vel, en starfsmenn tölvufyrir- tækisins koma reglulega norður og breyta og bæta kerfið í samvinnu við notendur þess. „Undanfarna tvo mán- uði höfum við notað rafræna lyfseðla á heilbrigðisstofnuninni og reynslan er mjög góð,“ segir Ásgeir. „Við not- um kerfið ekki á alla lyfseðla og ástæðan fyrir því er sú að kerfið er eins og er aðeins í tengslum við eitt apótek og sumir kjósa að versla við annað apótek, svo er ekki leyfilegt að senda eftirritunarskyld lyf með þess- um hætti og ekki heldur endurnýjan- lega lyfseðla.“ Kostir kerfisins margþættir Hugmyndin að baki kerfinu bygg- ist á því að sjúklingur geti leyst út lyf- seðilinn í hvaða apóteki sem er en til reynslu er aðeins eitt apótek í sam- starfinu nú. Ásgeir segir kosti raf- ræns lyfseðils fram yfir handskrifaða seðla vera margþætta. „Þegar þróun á seðlinum hófst settum við fram ósk- ir um að miklu meira væri inni í kerf- inu en aðeins það að hafa sjálfan lyf- seðilinn rafrænan. Við vildum setja inn ýmsa þætti, svo að miklu meira hangir á spýtunni. Það sem við höfum þróað inn í seðilinn nú eru þrjú örygg- iskerfi; svokölluð milliverkana- og aukaverkanakerfi svo og skömmtun- arkerfi. Þetta eru öryggiskerfi sem verða til þess að áhættan á ofskömmt- un og tvískömmtun er hverfandi sem er auðvitað stór kostur.“ Einnig er verðskrá inni í kerfinu sem gefur nýjustu upplýsingar, en áð- ur höfðu læknar aðgang að verðskrá sem var uppfærð 1–2 á ári. Einnig er í kerfinu aðgangur að Sérlyfjaskránni sem hefur að geyma fagupplýsingar um öll skrásett lyf á Íslandi í dag. „Helsti kosturinn er sá að rafræni lyfseðillinn tryggir hámarksöryggi fyrir lyfjaávísanir sem var eitt af upp- haflegu markmiðum heilbrigðisráðu- neytisins með kerfinu, en hugmyndin er sú að allar upplýsingar séu dulkóð- aðar. Með rafrænum lyfseðli verða ólæsilegir lyfseðlar úr sögunni og engin leið er fyrir mann úti í bæ að falsa lyfseðil. Þá felst í notkun hans mikil fjárhagsleg hagræðing. Ef við hugsum okkur að allir lyfseðlar í framtíðinni verði rafrænir þá er talað um að 20 milljónir muni sparast ein- göngu í pappírskostnaði.“ Útgjöld ríkisins til lyfjamála fara sífellt hækkandi sem skýrist einkum af breyttri aldurssamsetningu þjóð- arinnar. „Ef allir fara að nota þennan rafræna lyfseðil og þau öryggispró- grömm sem honum geta fylgt, og í öll- um tilfellum yrði notað ódýrasta lyf, þá er varlega áætlað að um 10% sparnaður myndi hljótast af.“ Ásgeir segir að sjúklingar séu al- mennt ánægðir með þetta nýja kerfi og efist ekki um öryggi þess. „Flestir hafa engar áhyggjur og finnst þægi- legt að lyfið bíði þeirra tilbúið til af- greiðslu í apótekinu.“ Nú er unnið að úttekt á þeirri reynslu sem komin er af notkun rafræna lyfseðilsins. „Heil- brigðisráðuneytið á síðan næsta leik hvað þetta varðar og um það hvort all- ar heilbrigðisstofnanir og apótek muni taka upp þetta kerfi í framtíð- inni. En við mælum með því, árangur okkar er býsna góður.“ Góð reynsla af notkun lyfseðilsgáttar á Húsavík „Kostir rafræns lyf- seðils eru margþættir“ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt tvo fyrrverandi flugvirkja hjá Flugleiðum í fangelsi fyrir að reyna að smygla fíkniefnum til lands- ins í klæðningu flugvélar. Annar mað- urinn var dæmdur í sex mánaða fang- elsi en hinn í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Einnig voru tæp tvö kg af hassi gerð upptæk. Málið kom upp í febrúar sl. Menn- irnir voru báðir flugvirkjar og höfðu unnið saman um árabil. Annar þeirra, sá sem þyngri dóminn hlaut, flaug með farþegavél Flugleiða til Amster- dam nokkrum dögum fyrr, keypti þar hass og kom því fyrir í tveimur leir- brúsum undan áfengi. Tók hann sér svo far með flutningavél félagsins til baka og hafði komið leirbrúsunum fyrir í hólfi sem er fyrir ofan loft- klæðningu rétt fyrir aftan flugstjórn- arklefann. Eftir að vélin var lent á Keflavík- urflugvelli fór hinn maðurinn um borð í vélina en hann hafði stillt svo til að það kæmi í hans hlut að framkvæma reglubundna skoðun í vélinni. Hafði maðurinn tekið brúsana úr hólfinu þegar tollvörður kom að honum og málið komst upp. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Verjandi þess sem hlaut 6 mánaða dóminn var Örn Clau- sen hrl. og verjandi meðákærða var Sveinn Andri Sveinsson hrl. Svavar Pálsson sótti málið fyrir ákæruvaldið. Fyrrverandi flug- virkjar dæmdir fyr- ir hassinnflutning JAPANSKIR ferðamenn létu kuldann í Reykjavík í gær ekki slá sig út af laginu heldur klæddu sig eftir aðstæðum og skoðuðu sig um í miðbænum. Á köldum klaka Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson TVÆR bílveltur urðu á Reykjanesbraut með þriggja klukkustunda millibili í fyrra- kvöld og fyrrinótt. Kl. 23.19 var tilkynnt um bílveltu á Reykja- nesbraut og svo aftur seinna um nóttina. Einn var fluttur á sjúkrahús úr hvorri veltu. Laust eftir klukkan fimm í gærmorgun varð svo árekstur á mótum Grensásvegar og Miklubrautar og var einn mað- ur var fluttur á sjúkrahús. Báð- ar bifreiðarnar voru dregnar á brott með dráttarbifreið og númer tekin af annarri þeirra. Tvær veltur á Reykjanesbraut Tekinn með hálft kg af hassi TOLLGÆSLAN á Keflavíkur- flugvelli tók 500 grömm af hassi af Íslendingi á leið frá Kaup- mannahöfn á jóladag. Maður- inn, sem er á fertugsaldri, var handtekinn og er fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík með málið til rannsóknar. Mannin- um var sleppt að loknum yfir- heyrslum og þótti ekki ástæða til að krefjast gæsluvarðhalds yfir honum. Hassið fannst í til- viljanaúrtaki meðal farþega.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.