Morgunblaðið - 28.12.2001, Page 11

Morgunblaðið - 28.12.2001, Page 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 11 FJÖLBRAUTASKÓLINN í Breið- holti útskrifaði nemendur í 56. sinn föstudaginn 21. desember sl. Alls luku 103 nemendur námi við skól- ann, 59 nemendur luku stúdents- prófi, 37 nemendur luku prófum af starfsnámsbrautum og 7 nemendur luku öðrum prófum. Þær María Kristinsdóttir og Linda Rós Björnsdóttir voru með bestan árangur á stúdentsprófi. Erna Sigurðardóttir náði hæstri ein- kunn sjúkraliða, Bjarney Sif Krist- insdóttir náði bestum árangri snyrti- fræðinga, Einar Örn Ágústsson var með bestan árangur rafvirkja og Ólafur Ásmundsson var hæstur tré- smiða í útskriftarhópnum. Í yfirlitsræðu skólameistara, Kristínar Arnalds, kom fram að skólastarfið í vetur hafi gengið vel en alls voru 2.055 nemendur í dag- og kvöldskóla FB á önninni. Kristín nefndi að skólanum væri naumt skammtað fé og hefði hann þurft að bregðast við með ýmsu móti, m.a. hafi verið dregið úr námsframboði og ýmis þjónusta verið skert. Kristín sagði að þrátt fyrir mikinn halla væri kostnaður við hvern nemanda í FB hvað lægstur á landinu og mun- aði þar tugum þúsunda. Að lokinni útskriftarathöfninni sungu viðstaddir jólasálminn Heims um ból við undirleik Pálmars Ólafs- sonar, kennara við skólann, og kvöddu útskriftarnemendurnir skól- ann sinn með hlýrri jólakveðju. Útskrift Fjölbrauta- skólans í Breiðholti Morgunblaðið/Sverrir Útskriftarnemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti tóku stoltir við prófskírteinum sínum. STJÓRN Félags íslenskra atvinnu- flugmanna, FÍA, hefur sett fram at- hugasemd við eina grein lagafrum- varps um breytingu á lögum um loftferðir. Er frumvarpið nú til um- fjöllunar hjá samgöngunefnd Al- þingis. Franz Ploder, formaður FÍA, tjáði Morgunblaðinu að flugmenn hefðu ekkert út á það að setja að Flugmálastjórn fengi meiri völd til eftirlits í þágu flugöryggis en stofn- un sem hafi þann starfa að kanna og hafa eftirlit með hæfni flugmanna og flugrekenda til starfa sinna þurfi sjálf að sýna og sanna hæfni sína til þess. Er vikið að þessu í bréfi til sam- göngunefndarinnar. Athugasemdin sem FÍA gerir við lagafrumvarpið er varðandi 4. grein- ina. Þar er kveðið á um að almennt aldurshámark flugliða í flutninga- flugi skuli vera 60 ár en ráðherra sé heimilt að framlengja þessi mörk eða reglugerð allt til 65 ára aldurs að fullnægðum skilyrðum sem hann set- ur. Þetta vill FÍA fá í lögin sjálf og leggja til að í 4. grein standi að mörk- in megi framlengja til allt að 65 ára aldurs ef í áhöfn séu fleiri en einn flugmaður, aðrir flugmenn í áhöfninni yngri en 60 ára og um sé að ræða innanlandsflug eða að samþykki erlends ríkis komi til. Kveðst félagið rökstyðja þessa breytingartillögu með því að hér sé um svo mikilvæg atvinnu- og per- sónuréttindi og almenn mannrétt- indi að ræða að rétt sé að setja slíkar reglur í lög. Í bréfi FÍA segir að ljóst sé af al- mennu athugasemdunum með frum- varpinu að tilefni þess sé að auka flugöryggi. „Almennu öryggi í flugi á að ná fram m.a. með því, eins og seg- ir í athugasemdunum, að auka þving- unarúrræði og eftirlitsvald Flug- málastjórnar,“ segir í bréfi FÍA. Í athugasemdum með lagafrumvarp- inu stendur m.a.: „Með frumvarpi þessu eru ætlunin að fjölga þving- unarúrræðum stofnunarinnar og efla hana þannig til eftirlitsstarfsins með það að markmiði að auka flugör- yggi.“ Mikilvæg staða ekki auglýst FÍA segir einnig í bréfi sínu að Flugmálastjórn þurfi að hafa yfir að ráða starfsmönnum með sérþekk- ingu á flugi sem sönnuð sé með námi og prófum. Starfsmönnum þurfi og að vera ljóst að hlutverk þeirra sé ekki aðeins að hafa eftirlit með hönd- um heldur að greiða götu manna eft- ir bestu getu. „Með því móti skapast traust sem aftur leiðir til aukins flug- öryggis,“ segir FÍA. Þá segir félagið dæmi um að ekki hefði verið auglýst mikilvæg staða hjá Flugmálastjórn sem auglýsa hefði átt lausa til umsóknar heldur skipað í hana að geðþótta. Þetta væri ekki fallið til þess að auka traust og þar með flugöryggi. Einnig kemur fram í bréfi félags- ins til nefndarinnar að traust stjórn- ar FÍA og fjölda flugmanna til Flug- málastjórnar Íslands hafi minnkað svo mikið að verði ekki úr því bætt með einhverjum hætti kunni það að leiða til trúnaðarbrests. Telja Flugmálastjórn eftirbát annarra í gæðakerfum Forráðamenn Flugskóla Íslands setja fram þau sjónarmið í umsögn sinni um frumvarpið að Flugmála- stjórn sé eftirbátur allra stærri flug- rekstraraðila hérlendis hvað varði traust gæðakerfi. Megi skrifa gagn- rýni á Flugmálastjórn, sem m.a. hafi verið undanfarið í kjölfar flugslyss- ins í Skerjafirði á síðasta ári, á reikn- ing ófullkomins gæðakerfis innan stofnunarinnar. Í niðurlagi bréfs Flugskólans seg- ir að mikil aukning í flugrekstri og flugkennslu hérlendis krefjist aukins mannafla hjá Flugmálastjórn. Það sé skoðun skólans að þar vanti starfs- fólk sem hafi nauðsynlega menntun, reynslu og þekkingu til að geta starf- að sem eftirlitsmaður Flugmála- stjórnar með flugrekstri eða skír- teinismálum. „Þessu til staðfestingar má til dæmis nefna að hjá skírteina- deild Flugmálastjórnar í dag starfar ekki einn einasti aðili með fullnaðar flugmannsmenntun né víðtæka eða staðgóða reynslu úr flugrekstri,“ segir í bréfi Flugskóla Íslands. Flugmenn telja traust til Flugmálastjórnar hafa minnkað Telja Flugmálastjórn þurfa að sanna hæfni sína SÍBROTAMAÐUR hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir vopnalagabrot með því að ógna dyraverði með eftirlíkingu af skammbyssu þegar honum var neit- að um inngöngu á veitingahús á gamlársdag í fyrra. Byssan var í raun kveikjari en í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur seg- ir að eftirlíkingin væri áþekk byssu að gerð og lögun og þurfi að horfa á gripinn nokkra stund til að átta sig á því að um er að ræða eitthvað annað en skotvopn. Með atlögu sinni að dyraverðinum þótti maðurinn hafa brotið gegn 233. gr. almennra hegningarlaga. Maðurinn, sem er 45 ára, á lang- an sakaferil að baki. Hann var fyrst dæmdur til óskilorðsbundinnar refsivistar með dómi Sakadóms Reykjavíkur í ágúst 1974. Hann hef- ur sætt refsingum reglulega síðan og var nú ákveðinn hegningarauki við refsingu samkvæmt tveimur refsidómum, sem hvor um sig hljóð- aði upp á fangelsi í sex mánuði. Eru það dómar Hæstaréttar frá í mars sl. og dómur Héraðsdóms Reykja- víkur frá í janúar sl. Auk refsing- arinnar var kveikjarinn gerður upp- tækur og maðurinn dæmdur til að borga allan sakarkostnað, þar með talin 60.000 króna málsvarnarlaun verjanda síns, Hilmars Ingimund- arsonar hrl. Jón Finnbjörnsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Ógnaði með eftirlík- ingu af skammbyssu HÉRAÐSDÓMUR Austurlands hefur sýknað karlmann á þrítugs- aldri af ákæru fyrir að kveikt í íbúð- arhúsinu á Hvalsnesi í Lóni í janúar á þessu ári með því að brjótast inn í mannlaust húsið og skilja eftir log- andi kerti á tréborði. Þá var bóta- kröfu VÍS upp á tæplega 20 milljónir vísað frá. Maðurinn var hins vegar dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir að brjótast inn í húsið, fyrir umferðarlagabrot og fyrir að villa á sér heimildir þegar lögregla stöðvaði hann vegna hrað- aksturs en hann gaf þá upp rangt nafn og skrifaði það nafn einnig und- ir lögregluskýrslu. Í niðurstöðum dómsins segir að ef gengið sé út frá því að frásögn mannsins sé rétt, að hann hafi skilið eftir logandi kerti á borðbrún þegar hann yfirgaf húsið nóttina sem eld- urinn kom upp, verði að telja miklar líkur á að athæfi hans hafi leitt til þess að eldur varð laus í húsinu. Hins vegar mæli það gegn því að eldur hafi orðið laus af þessum sökum að flest bendi til þess að liðið hafi þrjár klukkustundir frá því maðurinn fór úr húsinu þar til elds varð vart auk þess sem eldsupptök séu talin hafa verið um 3–4 metra frá þeim stað sem maðurinn taldi sig hafa skilið kertið eftir. Verði því að telja að ekki sé komin fram nægileg sönnun þess að rekja megi eldsupptök til sak- næms brots mannsins. Logi Guðbrandsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda mannsins, Sveins Andra Sveinssonar hrl., 300.000 krónur, verða greidd úr ríkissjóði. Sýknaður af ákæru um íkveikju Ekki nægjanleg sönnun fyrir sök

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.