Morgunblaðið - 28.12.2001, Side 12

Morgunblaðið - 28.12.2001, Side 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ „ÞAÐ vill stundum gleymast að kjarnorkuógnin hefur síst minnkað þótt stórveldin séu í bili hætt að skaka vopnum sínum hvert að öðru,“ sagði Sveinn Rúnar Hauks- son, læknir og formaður Félagsins Ísland – Palestína, m.a. í ræðu sinni á fundi á Ingólfstorgi á Þorláks- messu, sem haldinn var í kjölfar ár- legrar friðargöngu niður Laugaveg- inn. Friðargangan var fjölmenn í ár eins og undanfarin ár en Hamrahlíð- arkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur kórstjóra tók þátt í friðargöngunni. Gangan endaði á Ingólfstorgi þar sem Sveinn Rúnar flutti stutt ávarp og að lokum var sunginn friðarsöngur. Sveinn Rúnar sagði m.a. í ræðu sinni að á tímum margfalds gjöreyð- ingarmáttar vopnanna sem væru til reiðu væri friður ekki einungis helg þrá einstaklingsins heldur grund- vallarskilyrði þess að líf á jörðu verði varðveitt. „Enn þann dag í dag eru kjarnorkuvopnin forgangsatriði í vígbúnaði Bandaríkjanna og ann- arra stórvelda. Eina hernaðar- bandalagið sem eftir stendur, NATO, áskilur sér rétt til að beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði,“ sagði hann m.a. Sveinn Rúnar gerði ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs einnig að um- talsefni og sagði að lítil von væri til þess að ástandið skánaði á svæðinu „á meðan forseti Bandaríkjanna [George W. Bush] veitti hryðju- verkaforingjanum Sharon sitt full- tingi,“ eins og hann orðaði það. Vís- ar hann þar til Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels. „Það er ekki traustvekjandi fyrir umheim- inn, að forseti Bandaríkjanna, sem vill hafa forystu í stríði gegn hryðju- verkum, skuli gefa dæmdum hryðju- verkamanni, sem hafist hefur til æðstu valda í Ísrael, einu öflugusta hernaðarveldi heims, – skuli gefa honum grænt ljós til árása á óvopn- aðan almenning, á heimili fólks, skólabörn, lögreglustöðvar, sjúkra- hús og hvaðeina sem fyrir kanna að verða í borgum og byggðum Palest- ínumanna.“ Síðar sagði Sveinn Rúnar: „Í Belgíu er opinbert mál í gangi á grundvelli alþjóðalaga vegna glæpa- verka Sharons. Menn eins og hann og bin Laden verður að draga fyrir alþjóðlegan stríðsglæpadómstól. En það er einmitt annar meinbugur á forystuhlutverki Bandaríkjanna, að þau skuli ekki vilja eiga aðild að slíkum dómstóli og viðurkenna lög- sögu hans. Ástæðan er sögð stríðs- glæpir þeirra sjálfra í Víetnam og víðar, Bandaríkjastjórn sé ekki reiðubúin að framselja þegna sína sem óhjákvæmilega yrðu ákærðir fyrir alþjóðlegum stríðsglæpadóm- stóli. Það er því heldur ófögur mynd sem blasir við okkur í upphafi þess- arar aldar. Hernaðarandinn ræður enn ríkjum og eitt risaveldi gnæfir yfir í hernaðarmætti sínum. En von- ir okkar mega samt aldrei bresta. Kertaljósin hér varpa birtu friðar inn í hugi okkar, – sú birta vermir hjörtu langt út fyrir Ingólfstorg.“ Fjölmenn blysför á Þorláksmessu Morgunblaðið/Sverrir Gangan endaði á Ingólfstorgi þar sem flutt var ávarp og sungið. „Kjarnorku- ógnin hefur síst minnkað“ JÓLAHALD fór víðast hvar vel fram um jólin og kirkjusókn var með besta móti. Að sögn þeirra sóknarpresta sem Morgunblaðið ræddi við var kirkjusókn góð á að- fangadag, jóladag og annan í jólum en svo virðist sem miðnæturmessur sem hefjast kl. hálf tólf á að- fangadagskvöld séu að sækja í sig veðrið í þéttbýlinu. Þær séu ekki síst vinsælar meðal ungs fólks. Þá tala margir prestar um að kirkju- sókn sé að verða æ meiri annan í jól- um. Sr. Gísli Jónasson, prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og prestur í Breiðholtskirkju, segir kirkjusókn um jólin hafa verið mjög góða. „Það hefur reyndar ekki ver- ið svona fjölmennt í kirkjunni hjá mér í nokkuð mörg ár,“ segir sr. Gísli, en Breiðholtskirkja tilheyrir einum fámennasta söfnuði höf- uðborgarsvæðisins. Hann segir ennfremur að kirkjusókn hafi verið mjög góð annan í jólum en þann dag komi mikið af fjölskyldufólki. „Kirkjusókn annan í jólum hefur aukist mjög mikið.“ Í fjölmennustu sókn landsins, Grafarvogssókn, var kirkjusókn einnig mikil á jólunum. Sr. Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Graf- arvogssókn, segir að um 1.200 manns hafi sótt guðsþjónustu Graf- arvogskirkju kl. sex á aðfangadag og að margir hafi þurft frá að hverfa. Grafarvogskirkja tekur um þúsund manns í sæti og segir sr. Vigfús Þór að kirkjan hafi því verið þéttsetin. Margir sátu í gluggakist- um eða stóðu þá þrjá stundarfjórð- unga sem guðsþjónustan stóð yfir. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, pró- fastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og prestur í Hallgrímskirkju, segir eins og aðrir prestar að kirkjusókn hafi verið góð um jólin. Hann bendir ennfremur á að kirkju- sókn í desember sé að aukast al- mennt. Sumarbústaðagestir í Skálholti Séra Svavar A. Jónsson, sókn- arprestur í Akureyrarkirkju, segir eins og fleiri, að kirkjusókn hafi verið góð um jólin en hún hafi verið óvenjugóð annan í jólum. Sennilega hafi verið um 100 til 150 fleiri í guðsþjónustunni annan í jólum nú en í fyrra. Sr. Svavar segir eins og prest- arnir í Reykjavík að miðnæt- urmessa á aðfangadag sé að sækja í sig veðrið og segir hann það ein- kennandi fyrir þá messu hve mikið af ungu fólki mæti. „Við erum með altarisgöngu í miðnæturmessunni og kemur unga fólkið nær und- antekningarlaust til altaris,“ segir sr. Svavar. Séra Úlfar Guðmundsson, pró- fastur í Árnesprófastsdæmi, bendir á að kirkjusókn sé ávallt góð um jól- in og að engin undantekning hafi verið á því þessi jól. „Kirkjusóknin var svipuð nú og undanfarin ár.“ Sr. Egill Hallgrímsson, sókn- arprestur í Skálholtsprestakalli, segir eins og sr. Úlfar að kirkjusókn sé ávallt góð um jólin en hann hafi þó orðið var við að ákveðinn hópur sæki í auknum mæli jólaguðsþjón- ustur hjá Skálholti. Sá hópur er fólkið sem dvelji í sumarbústöðum um jólin en mikið af sumarbústöð- um eru í nágrenni Skálholtskirkju. „Margir sumarbústaðir eru orðnir heilsársbústaðir,“ útskýrir sr. Egill „og talsvert af fólki virðist dvelja í þessum bústöðum um jólin.“ Það fólk sæki því messur í þeirri kirkju sem það þekkir og er næst sum- arbústaðnum. Kirkjusókn var með besta móti Morgunblaðið/Ásdís Góð kirkjusókn var um jólin eins og sést m.a. á þessari mynd sem tekin var í Hallgrímskirkju á aðfangadag. HELGI I. Jónsson, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands, telur að 4½ árs fangelsisdómur Hæstaréttar yfir Kristni Óskars- syni, sem nauðgaði unnustu sinni hrottalega í sumarbústað í Helga- fellssveit, sé skýr vísbending um þá réttarþróun undanfarinna ára að refsingar vegna kynferðisbrota séu að þyngjast. „Hæstiréttur er for- dæmisgefandi,“ segir Helgi. Aðspurður hvers vegna refsi- rammi í kynferðisbrotamálum sé aðeins nýttur að hluta á sama tíma og hann er nýttur til hins ýtrasta í fíkniefna- og manndrápsmálum segist Helgi ekki vilja tjá sig um það. Hann bendir á að á Íslandi séu refsingar í nauðgunarmálum al- mennt með þeim þyngstu á Norð- urlöndum. Aðeins í Svíþjóð séu dómarnir þyngri en þeir séu al- mennt vægastir í Danmörku. Hér á landi sé refsirammi almennt ekki nýttur í öðrum málaflokkum en í mjög alvarlegum fíkniefnamálum og vegna manndrápa af ásetningi. Þetta geti þó breyst. „Rétturinn er í sífelldri þróun eins og hefur sýnt sig varðandi þyngingu dóma í kynferðisbrota- málum,“ segir Helgi. Breytt gild- ismat í samfélaginu hljóti að leiða til breytinga á dómaframkvæmd en sú þróun taki ekki stökkbreyting- um í ljósi jafnræðissjónarmiða. „Þróunin hefur orðið sú á síðustu árum að refsingar sem lúta að brot- um á líkama manna og heilsu hafa þyngst í hlutfalli við refsingar til dæmis vegna auðgunarbrota.“ Breytingarnar verði á hinn bóginn ekki í stórum stökkum eins og fyrr segir. Formaður Dómarafélags Íslands segir að refsingar vegna nauðgunarmála séu að þyngjast Breytingarnar verða ekki í stökkum UM 160 manns sóttu jólafagnað Verndar og Hjálpræðishersins í Herkastalanum við Kirkjustræti í Reykjavík á aðfangadag jóla, en þangað eru allir velkomnir sem ekki hafa tök á að dveljast hjá vinum og vandamönnum á aðfangadagskvöld. Að sögn Ragnheiðar Jónu Ármanns- dóttur, kafteins í Hjálpræðishern- um, mættu um 150 manns á jólafagn- aðinn á síðasta ári. Ívið fleiri hefðu því mætt í ár en í fyrra. Borðhald hófst kl. 18 og að sögn Ragnheiðar fóru allir gestir heim með jólagjafir. Hún segir að á jóla- fagnaðinn komi m.a. einstæðingar en einnig einstæðir foreldrar sem ekki hafi efni á því að halda jólin heima. Ívið fleiri en í fyrra Jólafagnaður Verndar og Hjálpræðishersins HÁLFFIMMTUGUR karlmaður hefur í Héraðsdómi Reykjavíkur ver- ið dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að hafa slegið konu í höfuðið á veitinga- húsi í febrúar í fyrra með þeim afleið- ingum að gat kom á hljóðhimnu vinstra eyra hennar og hlaut hún mikið heyrnartap. Maðurinn var dæmdur á grund- velli sömu ákæru og nú í mars sl. Hæstiréttur ómerkti þann dóm m.a. vegna þess að þá var dómurinn ekki fjölskipaður, ekki hafði verið leitað eftir framburði dyravarða og álits- gerðar læknis. Maðurinn krafðist sýknu en fram þótti koma lögfull sönnun þess að hann hafi slegið konuna í höfuðið. Fjölskipaður dómur komst að þeirri niðurstöðu að telja yrði að um stór- fellt heilsutjón í skilningi 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga hafi ver- ið að ræða. Við ákvörðun refsingar þótti ekki unnt að meta til refsimild- unar þá fullyrðingu mannsins að kon- an, sem hann sló, hafi klórað hann í andlitið og þótti sú fullyrðing hans að það hefði leitt til þess að hann sló hana flötum lófa í andlitið ósönnuð. Dyraverðir fundust ekki Eftirgrennslan lögreglu eftir því hverjir voru dyraverðir umrætt kvöld bar ekki árangur. Maðurinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í júní 1999 fyrir hegningarlagabrot, en þar var um að ræða ofsafengna árás sem höfðu alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir brotaþola. Ákærði rauf skil- orð fyrrnefnds dóms og var hann því tekinn upp og honum gerð refsing í einu lagi. Þótti hún hæfilega ákveðin fangelsi í 6 mánuði. Auk refsingar var maðurinn dæmdur til að borga allan sakarkostnað málsins, þar með talin 90.000 krónur málsvarnarlaun skip- aðs verjanda síns, Hilmars Ingi- mundarsonar hrl. Héraðsdómararnir Jón Finn- björnsson, Auður Þorbergsdóttir og Eggert Óskarsson kváðu upp dóm- inn. Dæmdur í annað sinn fyrir sömu árásina ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.