Morgunblaðið - 28.12.2001, Page 14

Morgunblaðið - 28.12.2001, Page 14
AKUREYRI 14 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMHERJI hf. hefur ákveðið að ganga til samninga við útgerðarfyr- irtækið Deutsche Fischfang Union í Cuxhaven í Þýskalandi (DFFU) um sölu frystiskipsins Baldvins Þor- steinssonar EA-10 til DFFU. Miðað er við að skipið verði afhent nýjum eiganda í febrúar á næsta ári. Jafn- framt er gert ráð fyrir að Samherji hf. kaupi frystiskipið Hannover, (gömlu Guðbjörgina ÍS) sem mun geta veitt og unnið rækju, bolfisk og uppsjávarfisk um borð. Fjárfesting Samherja hf. í þessum viðskiptum við DFFU nemur sem svarar 265 milljónum króna. Baldvin Þorsteinsson EA-10, sem er 995 brúttólesta frystiskip, er fyrsta nýsmíði Samherja og hóf veið- ar fyrir félagið í árslok 1992. Útgerð skipsins hefur ætíð verið mjög far- sæl og flest þau ár sem Samherji hef- ur gert það út hefur það verið afla- hæst og/eða með mest aflaverðmæti hérlendra fiskiskipa. Heildarafli Baldvins Þorsteins- sonar tæplega 70 þúsund tonn Á þeim níu árum sem Samherji hefur gert það út er heildarafli þess tæplega 70 þúsund tonn upp úr sjó, aflaverðmæti er um 6,9 milljarðar króna. Miðað við fiskverð og gengi í dag er verðmætið um 10 milljarðar króna. Fullyrða má að ekkert hér- lent fiskiskip hafi fengið meiri afla upp úr sjó á umræddu árabili. Á þessu árabili nema launagreiðslur til áhafnar Baldvins Þorsteinssonar og launatengd gjöld um 2,8 milljörðum króna. Á yfirstandandi ári er afli Bald- vins Þorsteinssonar um 6.200 tonn. Þetta er minni afli en á síðasta almanaksári sem skýrist fyrst og fremst af sex vikna verkfalli sjó- manna síðastliðið vor. Flest árin hef- ur Baldvin aflað 7–8 þúsund tonn á ári og mestur varð aflinn 8.661 tonn árið 1996. Kristján Vilhelmsson, fram- kvæmdastjóri útgerðarsviðs Sam- herja, segir að af þeim 70 þúsund tonnum sem Baldvin Þorsteinsson EA–10 hafi veitt frá árinu 1992 séu um 19 þúsund tonn af þorski, 40 þús- und tonn af karfa – þar af um 28 þús- und tonn af úthafskarfa – 2.700 tonn af ýsu og um 3.400 tonn af grálúðu. Mikill hluti af afla Baldvins Þor- steinssonar hefur verið tekinn á haf- svæði utan íslensku lögsögunnar og hefur um helmingur af afurðum skipsins farið á Asíumarkað, sem er mjög kröfuharður markaður fyrir sjófrystar afurðir og borgar gott verð. Hannover lengt um 18 metra og breytt í fjölveiðiskip Samhliða sölu Baldvins Þorsteins- sonar EA til DFFU í Þýskalandi er eins og áður segir gert ráð fyrir að Samherji hf. kaupi frystiskipið Hannover NC-100 af Deutsche Fischfang Union. Skipið er 1.225 brúttólestir að stærð, smíðað árið 1994. Nú er unnið að gerð samninga við skipasmíðastöð í Lettlandi um gagngerar breytingar á skipinu. Áætlað er að lengja Hannover um 18 metra og breyta því í fjölveiðiskip, svipuðu Vilhelm Þorsteinssyni EA-11. Gert er ráð fyrir að ráðist verði í þessar breytingar fljótlega á nýju ári og að Samherji geti sent skipið á veiðar í lok maí nk. Áætlaður kostnaður við breytingarnar á Hannover er um 400 milljónir króna. Eftir breytingarnar verður Hann- over 85 metrar að lengd og frysti- lestar skipsins um 1.600 rúmmetrar að stærð, sem er allt að helmings aukning frystirýmis frá því sem nú er. Nú eru um borð í Hannover full- komnar vinnslulínur fyrir bolfisk og rækju, en jafnhliða lengingu skipsins verður þar komið fyrir vinnslulínu fyrir uppsjávartegundir. Gert er ráð fyrir að skipið geti fryst 140–150 tonn af uppsjávarfiski á sólarhring og það geti borið um 750 tonn af af- urðum, eða um 600 tonn ef afurð- unum er komið fyrir á brettum í frystilest. Frekari áhersla lögð á uppsjávarveiðina „Það er ljóst að bolfiskkvóti okkar hefur verið skertur og jafnframt hafa aflaheimildir verið fluttar frá stærri skipunum til smábátaútgerð- arinnar. Við þessum breyttu aðstæð- um þurfum við að bregðast,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja. „Reynsla okkar af útgerð Vilhelms Þorsteinssonar EA-11 er mjög góð og við teljum ástæðu til þess að leggja frekari áherslu á uppsjávarveiðina. Í því ljósi var tekin ákvörðun um að fara þá leið að selja Baldvin Þorsteinsson til Þýskalands og jafnframt að breyta Hannover í fjölveiðiskip, sem er sambærilegt við Vilhelm Þor- steinsson, en hefur þó til viðbótar möguleika á því að veiða og vinna rækju. Við munum færa bolfisk- heimildir okkar á Baldvini Þor- steinssyni yfir á önnur skip félagsins og þannig erum við að nýta betur skipastól þess og laga hann að skert- um aflaheimildum á undanförnum misserum. Við sjáum það meðal ann- ars fyrir okkur að Samherji fari að nýta að hluta rækjukvóta sinn á Flæmska hattinum þannig að við tryggjum betur hráefnisöflun fyrir Strýtu, rækjuverksmiðju okkar á Akureyri,“ sagði Þorsteinn ennfrem- ur. Leitast við að bjóða áhöfninni störf á öðrum skipum félagsins Baldvin Þorsteinsson mun fara í sína síðustu veiðiferð undir merkjum Samherja strax eftir áramót og eins og áður segir verður skipið afhent nýjum eiganda í febrúar. Hannover er hins vegar þessa dagana í sinni síðustu veiðiferð fyrir DFFU og mun verða afhent Samherja í næsta mánuði. Áhöfn Baldvins Þorsteins- sonar verður sagt upp um áramótin og verður leitast við að bjóða henni störf á öðrum skipum félagsins. Baldvin Þorsteinsson EA, frystiskip Samherja, selt til DFFU í Þýskalandi Hannover NC keypt í stað- inn og breytt í fjölveiðiskip Útlitsteikning af Hannover NC eftir að skipið hefur verið lengt um 18 metra og breytt í fjölveiðiskip. Tækifæri hf. fjárfestir í Hex-tækni FJÁRFESTINGASJÓÐURINN Tækifæri hf., sem starfar á Norð- urlandi, hefur fjárfest í fyrirtæk- inu Hex-tækni ehf. en það byggir starfsemi sína á hugviti bræðranna Davíðs og Níls Gíslasona. Hex- tækni hefur m.a. þegar framleitt mælitæki sem notuð eru í sjávar- útvegi og flugsamgöngum. Sam- hliða þessari fjárfestingu Tæki- færis hf. hefur Hámark ehf., sem er félag í eigu Lífeyrissjóðs Norð- urlands, einnig fjárfest í fyrirtæk- inu. Markmið Hex-tækni er að smíða mælitæki af ýmsum toga og hefur félagið þegar smíðað frumgerðir nýrra mælitækja sem miklar vonir eru bundnar við. Frá því fjárfestingasjóðurinn Tækifæri hf. tók til starfa hefur hann fjárfest fyrir um 120 millj- ónir króna á Norðurlandi, en hlutafé sjóðsins er tæpar 370 millj- ónir króna. Hlutafjáraukning hef- ur staðið yfir og er áformað að heildaraukning hlutafjár verði 200 milljónir króna á þessu ári. Sjóð- urinn er í vörslu Íslenskra verð- bréfa hf. Menningarfulltrúi Akureyrarbæjar 23 umsóknir um stöðuna ALLS bárust 23 umsóknir um starf menningarfulltrúa Akureyrarbæjar en umsóknarfrestur rann út í vik- unni. Menningarfulltrúi hefur m.a. umsjón með rekstri skrifstofu menn- ingarmála og yfirumsjón með starfi menningarstofnana á vegum bæjar- ins. Umsækjendur um stöðuna eru; Aðalsteinn Þorvaldsson, Reykjavík, Aet Laigu Reykjavík, Anna Lilja Sigurðardóttir, Reykjavík, Ari Jó- hann Sigurðsson, Akureyri, Björg- vin Ólafur Óskarsson, Kópavogi, Eygló Þóra Harðardóttir, Reykja- vík, Finnur Magnús Gunnlaugsson, Akureyri, Gunnþóra Kristín Ingva- dóttir, Akureyri, Heiðar Ingi Svans- son, Kópavogi, Hjálmar Hjálmars- son, Kópavogi, Kjartan Emil Sigurðsson, Reykjavík, Kristín Sól- ey Björnsdóttir, Svíþjóð, Kristrún Lind Birgisdóttir, Hafnarfirði, Orri Harðarson, Akureyri, Rakel Heið- marsdóttir, Bandaríkjunum, Sigríð- ur Örvarsdóttir, Selfossi, Sigrún Inga Hansen, Akureyri, Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, Bessastaðahreppi, Sigurður Einarsson, Reykjavík, Sig- urður Eiríksson, Akureyri, Þórarinn Stefánsson, Akureyri, Þórhallur V. Einarsson, Akureyri, Þórgnýr Dýr- fjörð, Akureyri. Foreldrafélag barna með sérþarf- ir og Styrktarfélag vangefinna á Norðurlandi fengu aðstöðu í Botni árið 1983 fyrir sumardvöl fyrir fatl- aða og tók Þroskahjálp síðar við þeirri starfsemi. Samtökin hafa gert upp gamalt íbúðarhús á staðnum og reist nýjar byggingar að auki. Krist- ján Þór sagði að félögin hefðu þannig með átaki sínu unnið sér nokkurn yf- irráðarétt yfir húsinu. Þakkaði hann öllum þeim sem lagt hafa af mörkum óeigingjarnt starf í þágu þroska- heftra um leið og hann afhenti gjafa- bréfið. KRISTJÁN Þór Júlíusson bæjar- stjóri hefur afhent fulltrúum Þroska- hjálpar á Norðurlandi eystra gjafa- bréf fyrir íbúðarhúsinu í Botni í Eyjafjarðarsveit. Akureyrarbær eignaðist jörðina 1952, en það var sundkennarinn Lár- us J. Rist sem gaf bænum jörðina með þeim húsum og mannvirkjum sem á henni voru. Lárus var áhuga- og hugsjónamaður um uppeldi barna og unglinga og vildi hann með gjöf- inni stuðla að því að ungt fólk á Ak- ureyri ætti kost á að þjálfa sál og lík- ama í nánu sambandi við náttúruna. Morgunblaðið/Kristján Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, t.v., og Karl Guðmundsson sviðs- stjóri, t.h., ásamt fulltrúum Þroskahjálpar á Norðurlandi, Lilju Guð- mundsdóttur, Sigurgeiri Vagnssyni og Jóni Aspar. Þroskahjálp fær íbúðarhúsið í Botni Dæmdur fyrir innbrot í Ólafsfirði RÚMLEGA þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi skilorðsbundið í tvö ár. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra en maðurinn var ákærður fyrir að hafa brotist inn í veitingahúsið Glaumbæ í Ólafsfirði í nóvember síðastliðnum. Við innbrotið kastaði hann gangstéttarhellu inn um tvær rúður, en sjálfur fór hann inn eftir síðara rúðubrotið. Braut hann upp vínskáp og stal miklu magni af áfengi, vindlingum og vindlum. Maðurinn játaði brot sitt og lýsti vilja til að greiða skaðabætur. Farið var fram á um 225 þúsund krónur í bætur, en samkvæmt dómi er manninum gert að greiða 110 þúsund krónur í bætur. Þá var honum einnig gert að greiða sak- arkostnað. UM 80–90 stúlkur í framhalds- hópum Fimleikaráðs Akureyrar sýndu listir sínar á jólasýningu FRA sl. föstudag. Sýningin fór fram í æfingasal félagsins í íþróttahúsi Glerárskóla að við- stöddu fjölmenni. Þar sýndu ýmsir aldursflokkar fjölbreyttar æfingar sem vöktu mikla hrifningu viðstaddra. Áður höfðu yngstu iðkendurnir sýnt hvað þeir höfðu lært nú í haust. Að sýningu lokinni hófst svo fimleikamaraþon hjá stúlkum á aldrinum 12–17 ára. Æfingin stóð yfir í einn sólarhring, þar sem stúlkurnar skiptust á við æfingar. Tilgangurinn með maraþoninu var að safna peningum í ferðasjóð en áður höfðu stúlkurnar leitað eftir stuðningi fyrirtækja í bæn- um, þar sem þeim var vel tekið. Jólasýning og fimleikamaraþon Morgunblaðið/Kristján Fimleikastúlkurnar sýna listir sínar á slánni. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.