Morgunblaðið - 28.12.2001, Side 16
LANDIÐ
16 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
STEINÞÓR Vigfússon og Margrét
Harðardóttir á Brekkum í Mýrdal
hófu rekstur á Hótel Dyrhólaey fyr-
ir fjórum árum. Þá byggðu þau hót-
el með 15 tveggja manna her-
bergjum og matsal, en núna ætla
þau að stækka hótelið um meira en
helming, þ.e. bæði gistipláss og
matsal. Eftir stækkunina geta þau
tekið við 70 manna hópum enda er
eftirspurnin núna eftir gistingu
meiri en framboðið.
Að sögn Steinþórs hefur rekst-
urinn gengið vel og töluvert er
komið af bókunum fyrir næsta sum-
ar, þar á meðal í þessa nýju bygg-
ingu, og er hann mjög bjartsýnn
þrátt fyrir ástandið í heimsmál-
unum.
Þegar fréttaritari leit inn hjá
honum við nýja grunninn var búið
að steypa veggina að grunninum á
nýja húsinu og var hann sjálfur að
vinna í grunninum. Hann segir tíð-
arfarið hafa verið einstaklega hag-
stætt fram eftir vetri miðað við árs-
tíma og flýtti hitastigið mjög fyrir
því að steypan herðist. Herbergin
verða öll með baði og útsýnið frá
hótelinu er fallegt og víðsýnt til
allra átta. Þaðan sést Dyrhólaey,
Reynisfjall, Búrfell og Mýrdalsjök-
ull svo eitthvað sé nefnt.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Hótel
Dyr-
hólaey
stækkað
Vík í Mýrdal
„ÉG hef unnið við sögun á reka-
timbri á hverju hausti og fram á
vetur undanfarin ár en það hefur
farið eftir tíðarfari hversu lengi
ég get verið við þetta,“ segir Pét-
ur Guðmundsson frá Ófeigsfirði á
Ströndum í samtali við fréttarit-
ara.
„Sögunin fer að mestu fram úti-
við hér á Ströndum en ég hef líka
verið mikið norður á Langanesi en
þar hef ég aðstöðu til að vera
inni,“ segir Pétur en hann er einn
stofnenda og aðaleigandi fyrir-
tækisins Háreka hf. sem sérhæfir
sig í sögun á rekatimbri.
„Það voru bændur í norðan-
verðum Árneshreppi og austan-
verðum Grunnavíkurhreppi sem
keyptu þessa sögunarsamstæðu,
fyrir sjö árum, sem nær eingöngu
sinnir vinnslu úr rekaviði.“
Vélin sem er mjög afkastamikil
fær orku sína frá afúrtaki drátt-
arvélar. Miklu magni timburs hef-
ur verið komið í verðmæti með til-
komu vélarinnar og hefur Pétur
tekið að sér stór og smá verkefni
á mörgum rekajörðum. Það má
því segja að þetta hafi orðið mörg-
um hlunnindaeigendum búhnykk-
ur þar sem sumir hverjir hafa
þurft að horfa á rekavið rotna í
fjörukambi þar sem möguleikar til
nýtingar hans voru ekki til staðar.
Pétur býr í Kópavogi en er
Strandamaður frá bænum Ófeigs-
firði í samnefndum firði og nýtir
hann þá jörð. „Ég er eins og far-
fuglarnir, kem í varpið í maí og
dvel út sumarið,“ sagði Pétur.
Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir
Pétur Guðmundsson við sögunarvélina í Kollafjarðarnesi. Að baki hans er Sigurður Marinósson bóndi.
Reka-
timbur
til nytja
Strandir
UNGLINGARNIR í Grunnskóla
Borgarness tóku fyrir nokkru til
hendinni á ,,Umhverfisdegi ung-
lingadeildarinnar“ í skólanum.
Allir nemendur í 8. til 10. bekk
ásamt kennurum á unglingastigi,
list- og verkgreinakennurum og
húsverði, unnu saman einn dag
við að bæta og fegra umhverfið í
unglingadeild skólans. Þegar
kennarar skólans voru á nám-
skeiði síðastliðinn vetur um sam-
virkt nám kviknaði hugmyndin
um að virkja krakkana til hóp-
vinnu með umhverfið að leiðar-
ljósi og ennfremur að allir fengju
verkefni við hæfi. Alls voru hóp-
arnir 10 og var málað, sniðnar og
saumaðar gardínur, hengdar upp
myndir, smíðaðir tímaritarekkar
svo eitthvað sé nefnt. Einn hópur
sá um að festa verkefnið á filmu
og gerði myndband og annar
hópur vann heimasíðu um Um-
hverfisdaginn. Það var mat
krakkanna og kennaranna að
þetta hefði verið bæði gagnlegur
og skemmtilegur dagur.
Umhverfisdagur í
Grunnskóla Borgarness
Borgarnes
ELSTA starfandi bókaverslun á
landsbyggðinni, Bókaverslun Þórar-
ins Stefánssonar á Húsavík, stóð fyr-
ir jólaleik nú fyrir jólin. Leikurinn
var fólginn í því að nafn hvers við-
skiptavinar sem verslaði fyrir 10.000
krónur eða meira í einu fór í pott. Á
Þorláksmessudag var svo dregið í
leiknum og til að allt færi nú rétt
fram voru fengnir til verksins lag-
anna verðir, þeir Stefán Hallgríms-
son og Hreiðar Hreiðarsson.
Í fyrstu verðlaun var PlayStat-
ion2-leikjatölva. Þegar dregið var
um hana kom nafn Áslaugar Þor-
geirsdóttur á Húsavík upp úr kass-
anum. Í önnur verðlaun var 10.000
króna vöruúttekt í versluninni og
þau hlaut Katrín Eymundsdóttir
Lindarbrekku í Kelduhverfi. Þriðju
verðlaunin voru 5.000 króna vöruút-
tekt í versluninni og þau hlaut Ívar
Ketilsson á Ytra Fjalli í Aðaldal.
Ekki er hægt að segja annað en að
verðlaunin hafi dreifst vel um Þing-
eyjarsýslur, bæði dreifbýli og þétt-
býli. Lindarbrekka er í norðursýsl-
unni, Ytra Fjall í suður-sýslunni og
Húsavík aðalþéttbýliskjarni sýsln-
anna.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Stefán Hallgrímsson lögreglumaður dregur í jólaleiknum, en Hreiðar
Hreiðarsson fylgist með félaga sínum ásamt Friðriki Sigurðssyni, fram-
kvæmdastjóra verslunarinnar.
Jólaverðlaunin
dreifðust
um sýsluna
Húsavík
Á AÐFANGADAGSKVÖLD var
aftansöngur í nýju kirkjunni á
Tálknafirði. Milli 230 og 240 manns
voru við athöfnina og er fréttaritara
til efs að kirkjusókn hafi verið meiri
annarsstaðar miðað við fjölda sókn-
arbarna, þótt ekki skuli um það
fullyrt.
Séra Sveinn Valgeirsson sóknar-
prestur bauð kirkjugesti velkomna
og færði þakkir þeim, sem staðið
hafa að byggingu kirkjunnar og
gert þessa hátíðarstund að veru-
leika. Þá kom fram hjá Sveini að
nánar verður farið yfir bygging-
arsöguna við vígslu kirkjunnar, sem
áformuð er í vor.
Við athöfnina söng kirkjukór
Stóru-Laugardalssóknar við undir-
leik Marion Worthman organista.
Mjög góður hljómburður er í nýju
kirkjunni og höfðu sumir kirkju-
gesta á orði að kórinn hefði hljómað
helmingi stærri en hann er. Þetta
var fyrsta athöfnin í nýju kirkjunni
ef frá er talin kyrrðarstund sem
haldin var rétt fyrir jólin í fyrra.
Kirkjan er nær fullbúin, aðeins er
eftir lokafrágangur á rafmagni,
uppsetning millihurða,uppsetning
altaris, gráta, predikunarstóls,
skírnarfonts og skreytinga yfir alt-
ari. Frágangi að utan er lokið og
einnig er búið að ganga frá lóð um-
hverfis kirkjuna.
Eins og áður sagði er áætlað að
vígja kirkjuna í vor en Karl Sig-
urbjörnsson biskup tók fyrstu
skóflustunguna að byggingunni 6.
maí árið 2000.
Morgunblaðið/Finnur
Hluti af kirkjugestum.
Fjölmennt við aftan-
söng í nýrri kirkju
Tálknafjörður