Morgunblaðið - 28.12.2001, Page 24
ERLENT
24 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
KASMÍR varð hluti af breska heims-
veldinu árið 1846 þegar Bretar sigr-
uðu furstadæmi Síkka á Norðvestur-
Indlandi. Síðar um árið seldu Bretar
Kasmír furstanum af Jammú og hér-
uðin tvö voru sameinuð í Jammú og
Kasmír. Þau urðu í raun sjálfstætt
ríki sem naut viðurkenningar breska
heimsveldisins.
Þegar Indland fékk sjálfstæði frá
Bretlandi í ágúst 1947 var landinu
skipt upp í Indland undir stjórn hind-
úa og Pakistan undir stjórn múslíma.
Skiptingin leiddi til mikilla fólksflutn-
inga og óeirða sem kostuðu um það bil
hálfa milljón manna lífið.
Indverjar og Pakistanar byrjuðu
þá strax að deila um hvoru landanna
Kasmír ætti að tilheyra.
Þjóðaratkvæðagreiðslu hafnað
Pakistanar halda því fram að
Kasmír hefði átt að verða hluti af
Pakistan árið 1947 vegna þess að
múslímar eru þar í miklum meiri-
hluta. Þeir segja að samkvæmt álykt-
unum Sameinuðu þjóðanna eigi
Kasmírbúar að ákveða sjálfir í þjóð-
aratkvæðagreiðslu hvort landsvæðið
eigi að tilheyra Indlandi eða Pakistan.
Indverjar segja hins vegar að land-
svæðið tilheyri þeim vegna þess að
furstinn af Kasmír, Hari Singh, hafi
undirritað samning í október 1947 um
að það ætti að ganga í ríkjasamband
við Indland.
Samkvæmt indversku stjórnar-
skránni er Jammú og Kasmír ríki og
það nýtur meiri sjálfstjórnarréttinda
en nokkurt annað indverskt sam-
bandsríki. Indverska stjórnin segir að
samkvæmt samningi Indlands og
Pakistans frá 1972 eigi löndin að leysa
deiluna um Kasmír með samningavið-
ræðum sín á milli en ekki á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna. Indverjar
hafna kröfunni um þjóðaratkvæða-
greiðslu um framtíð Kasmír á þeirri
forsendu að haldnar hafi verið kosn-
ingar í ríkinu sem sýni að íbúar þess
vilji að það verði áfram hluti af ind-
verska ríkjasambandinu.
Kasmír skipt í tvennt
Indverjar og Pakistanar hafa tvisv-
ar sinnum háð stríð vegna deilunnar
um Kasmír. Fyrra stríðið hófst árið
1947 þegar Kasmír var tekið í ind-
verska ríkjasambandið. Meirihluti
íbúanna vildi sameinast Pakistan sem
reyndi að innlima landsvæðið með
vopnavaldi. Mikið mannfall varð í
stríðinu en því lauk með vopnahlés-
samkomulagi sem undirritað var 1.
janúar 1949 fyrir milligöngu Samein-
uðu þjóðanna. Samkomulagið kvað á
um að landsvæðinu yrði skipt í
tvennt.
Indverjar og Pakistanar börðust
aftur um Kasmír árið 1965. Þrátt fyr-
ir hörð átök varaði stríðið aðeins í
nokkra mánuði.
Stríð blossaði aftur upp milli Ind-
verja og Pakistana árið 1971 þegar
íbúar Austur-Pakistans lýstu yfir
sjálfstæði og stofnuðu ríkið Bangla-
desh með stuðningi Indverja. Átökin
breiddust þá einnig út til Kasmír.
Indverjar halda mestum hluta
Kasmír en um þriðjungur landsvæð-
isins tilheyrir Pakistan. Kínverjar
halda svæði í norðausturhluta Kasmír
eftir hernað árið 1962.
Mannskæð uppreisn
Indverjar og Pakistanar voru á
barmi nýs stríðs sumarið 1999 eftir að
skæruliðar, sem nutu stuðnings Pak-
istana, réðust inn í indverska hluta
Kasmír. Hörð átök geisuðu í tvo mán-
uði við markalínuna, sem skiptir land-
svæðinu, og þeim lauk ekki fyrr en
skæruliðarnir hörfuðu.
Aðskilnaðarsinnaðir skæruliðar
hófu uppreisn gegn indverskum yf-
irráðum í Kasmír árið 1989. Mann-
réttindahreyfingar segja að uppreisn-
in hafi kostað meira en 60.000 manns
lífið.
Kjarnorkuvígbúnaðurinn
fordæmdur
Deila Indverja og Pakistana um
Kasmír er mikið áhyggjuefni vegna
hættunnar á að kjarnorkustríð blossi
upp. Bæði ríkin hafa yfir kjarnavopn-
um að ráða þótt ekki sé vitað hversu
mörg þau eru. Ólíkt Bandaríkja-
mönnum og Rússum hafa Indverjar
og Pakistanar ekki undirritað samn-
inga sem skylda þá til að gera grein
fyrir fjölda kjarnavopna sinna.
Sérfræðingar Jane’s Defence
Weekly telja að Pakistanar eigi nú
allt að 150 kjarnaodda og Indverjar
um 200-250. Alþjóðahermálastofnun-
in í London, IISS, áætlar hins vegar
að Pakistanar eigi 10-30 kjarnaodda
og Indverjar 65-90.
Indverjar byrjuðu að smíða kjarna-
vopn um miðjan sjöunda áratuginn
eftir að Kínverjar hófu kjarnorkutil-
raunir. Indverjar sprengdu fyrstu
kjarnorkusprengjuna í tilraunaskyni
í Rajasthan-eyðimörkinni árið 1974.
Nokkrum árum síðar byrjuðu Pak-
istanar að þróa kjarnavopn. Á sama
tíma smíðuðu bæði ríkin skamm-
drægar og meðaldrægar eldflaugar.
Í apríl 1998 hófu Pakistanar til-
raunir með nýja meðaldræga kjarn-
orkueldflaug, sem nefnd var eftir
Ghauri, íslömskum stríðsmanni sem
náði hluta Indlands á sitt vald á 12.
öld. Indverjar svöruðu með því að
hefja kjarnorkutilraunir tæpum mán-
uði síðar.
Indverjar tilkynntu um miðjan
maí-mánuð 1998 að þeir hefðu
sprengt fimm kjarnorkusprengjur
neðanjarðar í tilraunaskyni. Undir
lok mánaðarins höfðu Pakistanar
sprengt jafnmargar sprengjur.
Þessar tilraunir voru fordæmdar
út um allan heim og nokkur ríki gripu
til efnahagslegra refsiaðgerða.
Bandaríkjastjórn aflétti refsiaðgerð-
um sínum í síðasta mánuði.
Þrátt fyrir mikinn þrýsting Banda-
ríkjastjórnar hafa hvorki Indverjar
né Pakistanar viljað undirrita samn-
inginn um bann við útbreiðslu kjarna-
vopna eða samninginn um algert
bann við kjarnorkutilraunum.
Bandaríkjastjórn í vanda
Pakistanar voru álitnir mikilvægir
bandamenn Bandaríkjanna í kalda
stríðinu en samskipti landanna versn-
uðu vegna deilunnar um kjarnorku-
tilraunirnar. Þau bötnuðu þó aftur
eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum
11. september þegar Bandaríkja-
stjórn leitaði eftir stuðningi grann-
ríkja Afganistans við árásirnar á tal-
ibana og al-Qaeda, samtök Osama bin
Ladens.
Bandarískir embættismenn hafa
látið í ljósi áhyggjur af því að spennan
í Kasmír geti torveldað tilraunirnar
til að handtaka liðsmenn al-Qaeda
sem hafa reynt að flýja frá Afganistan
til Pakistans. Meira en 60.000 pakist-
anskir hermenn eru nú við landa-
mærin að Afganistan og blossi upp
nýtt stríð vegna deilunnar um Kasmír
er líklegt að þeir verði fluttir þaðan.
Ennfremur er hugsanlegt að Banda-
ríkjaher geti ekki notað pakistanskar
herstöðvar, sem hafa verið mjög mik-
ilvægar í hernaðaraðgerðunum í Afg-
anistan.
Bandaríkjastjórn er í vandræða-
legri stöðu vegna deilunnar um
Kasmír. Hún vill ekki beita Pakistana
of miklum þrýstingi vegna þess að
harðar aðgerðir gegn skæruliða-
hreyfingunum í Kasmír, sem njóta
mikils stuðnings meðal almennings í
Pakistan, gætu orðið pakistönsku
stjórninni að falli.
Bandarískir embættismenn eru
einnig tregir til að gagnrýna Indverja
harkalega fyrir að íhuga að beita her-
valdi gegn skæruliðahreyfingum sem
eru sakaðar um hryðjuverkastarf-
semi á Indlandi. „Það myndi bera
keim af hræsni eftir 11. september,“
sagði vestrænn stjórnarerindreki.
Bitbein tveggja
kjarnorkuvelda
Deilan um Kasmír hefur
tvisvar sinnum leitt til
stríðs milli Indlands og
Pakistans frá árinu 1947
og stuðlað að hættulegu
vígbúnaðarkapphlaupi.
AP
Háskólanemar í Patna á Indlandi kveikja í fána Pakistans og hrópa vígorð gegn Pakistönum vegna meints
stuðnings þeirra við hryðjuverkastarfsemi á Indlandi.
!
"#!$
! " #$
% &
'()*+*!,--./))
0
102 ' 3
10
4
50 2 !
3
365
710 320 8*/-*)
3030
20535
8
*
20
19
330 97
!
37
3 301720 20 /): *):
; <
=
/
"#$
%&'
%
* >
/): *):8*/-*)
(&)*'&)
%&'
BRESKI leikarinn Sir Nigel
Hawthorne, sem öðlaðist
heimsfrægð fyrir leik sinn í
sjónvarpsþátt-
unum „Já, ráð-
herra“, lést í
fyrradag 72 ára
að aldri. Var
banameinið
hjartaáfall en
síðasta hálfa
annað árið hef-
ur hann átt í
harðri baráttu
við krabba-
mein.
Hawthorne þótti einstak-
lega fjölhæfur leikari, sem
hafði jafnt Shakespeare sem
ærslafullan gamanleik á valdi
sínu, en meistarastykki hans
var þó tvímælalaust hlutverk
hans sem ráðuneytisstjórinn
Sir Humphrey Appleby í „Já,
ráðherra“. Fyrir það fékk
hann fjölda verðlauna og við-
urkenninga og hann var aðlað-
ur 1999.
Þá sló hann í gegn í kvik-
myndinni „Geðveiki Georgs
konungs“ og var þá, eða 1995,
tilnefndur til Óskarsverðlauna.
Flóttafólk
í Ermar-
sundsgöngum
UMFERÐ um Ermarsunds-
göngin var komin í samt lag í
gær eftir að nokkur hundruð
innflytjendur í flóttamanna-
búðum í Frakklandi höfðu
reynt að komast um þau til
Englands. Um 150 manna hóp-
ur varð fyrstur til að rjúfa raf-
magnsgirðingu við göngin og á
hæla honum kom síðan annar
hópur 400 manna. Ekki er tal-
ið, að fólkið hafi búist við að
komast alla leið til Englands,
heldur að það hafi gripið til
þessara ráða til að vekja á sér
athygli fjölmiðla.
Franskir og enskir lögreglu-
menn smöluðu fólkinu saman í
göngunum og voru 40 hand-
teknir. Stöðvaðist öll umferð
um göngin í 10 klukkustundir.
Vegna þessa atburðar ítrekuðu
Bretar kröfur sínar um að
Frakkar flyttu flóttamanna-
búðir í burtu frá gangamunn-
anum austan megin.
100 ár frá
fæðingu Marl-
ene Dietrich
ÞESS var minnst í Berlín í
gær, að þá voru 100 ár liðin frá
fæðingu Marlene Dietrich,
einnar fræg-
ustu stjörnu
hvíta tjaldsins.
Lagði Johann-
es Rau, forseti
Þýskalands,
blómsveig á
gröf hennar í
borginni þar
sem hún fædd-
ist 1901 og var
þá gefið nafnið
Magdalene von
Losch.
Dietrich settist að í Banda-
ríkjunum 1930 og sneri baki
við landi sínu er nasistar kom-
ust þar til valda 1933. Varð hún
bandarískur ríkisborgari 1939
og söng fyrir hermenn banda-
manna í stríðinu, en fyrir það
ávann hún sér andúð í Þýska-
landi. Hún lést 1992.
STUTT
Stjarnan
í „Já, ráð-
herra“ látin
Marlene
Dietrich
Sir Nigel
Hawthorne