Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 28
ERLENT 28 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Faxafeni 14 568 9915 www.hreyfing.is Ný 8 vikna námskeið hefjast 7. janúar Kraftmikil, einföld og árangursrík þjálfun Hádegis- og kvöldhópar Láttu Hreyfingu hjálpa þér að ná þínu markmiði Skráning er í síma 568-9915 karlanámskeið -eins og þau gerast best JOHN Howard, forsætisráðherra Ástralíu, lýsti í gær undrun sinni og reiði eftir að staðfest hafði verið að einhverjir hefðu vísvitandi kveikt þá skógarelda sem nú brenna glatt í Nýju-Suður-Wales. Eldarnir, sem nú hafa brunnið í þrjá daga, ógna stórborginni Sydney og hafa þegar eyðilagt um 150 hús og neytt þús- undir manna til að flýja heimili sín. Óttast menn að eldurinn eigi enn eft- ir að magnast áður en slökkviliðs- mönnum tekst að vinna á honum því veðurspáin er sérstaklega óhagstæð. Þetta eru verstu skógareldar í Ástralíu frá árinu 1994. Mikill reyk- ur liggur yfir Sydney og sést varla til sólar á sumum stöðum. Loftmengun í borginni er mjög mikil og hafa nokkrir kvartað um öndunarerfið- leika, auk þess sem fáeinir slökkvi- liðsmanna hafa brunnið í viðureign- inni við eldana. Engar fréttir hafa þó borist af meiriháttar meiðslum. Slökkviliðsmenn hafa unnið hörð- um höndum við að bjarga heimilum fólks og öðrum verðmætum í Sydney og nágrenni hennar. Margir urðu að flýja heimili sitt á jóladag og fór því lítið fyrir jólahaldi á sumum stöðum. Um tólf þúsund heimili eru án raf- magns og víða er drykkjarvatn talið varasamt. Er giskað á að kostnaður vegna hamfaranna muni geta numið allt að 29 milljónum Bandaríkjadala. Spáð hlýjum vindum um helgina Eldarnir geisa einkum í skóglendi í nágrenni Sydney og þekja nú yfir 25 km stórt svæði, inn í Bláufjöll, vestur af Sydney. Ógnar eldurinn byggingum í úthverfi borgarinnar og illa gengur að ráða niðurlögum hans. Heldur dró þó að vísu úr eldunum í gær, en þá var veður ögn mildara en daginn á undan, en því er engu að síður spáð að þeir muni geta lifað í um tíu daga til viðbótar. Í nágrenni Canberra, höfuðborgar Ástralíu, hefur hins vegar tekist að ráða niðurlögum eldanna að mestu leyti en mikil hætta steðjaði að borg- inni á jóladag. Phil Koperberg, slökkviliðsstjóri í Nýju-Suður-Wales, sagði að kom- andi helgi myndi ráða úrslitum um það, hversu grátt eldar munu leika Sydney og úthverfi hennar. Þá er því spáð að hlýir vindar muni leika um Nýju-Suður-Wales sem gæti blásið enn meira lífi í eldana. Koperberg sagði að líklegast hefðu þeir sem ollu þessum vítiseldi, kveikt elda á allt að fjörutíu stöðum. Hefur verið sett á laggirnar sérstök lögreglusveit í Sydney með það verkefni að hafa hendur í hári þeirra sem kveiktu eldana. Hét Andrew Refshauge, starfandi forsætisráðherra í Nýju-Suður-Wal- es, því að draga sökudólgana fyrir rétt og sagði að þeir gætu vænst hörðustu hugsanlegu dóma fyrir gjörðir sínar, þ.e. allt að fjórtán ára fangelsidóms. „Við lítum íkveikjur afar alvarlegum augum,“ sagði hann. Gífurlegir skógareldar ógna Sydney Brennuvarga leitað dyrum og dyngjum í Ástralíu Sydney. AFP. AP Skógareldar ógnuðu í gær íbúðarhúsum í Warrimo, neðarlega í Bláufjöllum, í um 30 km fjarlægð frá Sydney. NÝR forseti Argentínu, Alberto Rodriguez Saa, hafði ekki setið nema þrjá daga í embætti þegar hann átti fund með forystumönnum launþegasamtaka í því augnamiði að draga úr spennu í landinu og hét því að gefinn yrði út nýr gjald- miðill sem koma myndi í veg fyrir að efnahagskreppan í landinu harðnaði enn. Starfsfólk aðalskrifstofa laun- þegasamtaka fagnaði ræðu sem Saa hélt á miðvikudaginn þar sem hann lagði til fjölda aðgerða sem hann sagði að myndu auðvelda Argentínumönnum að ná tökum á kreppunni. Meðal þess sem forset- inn lagði til var að afturkalla launa- lækkanir opinberra starfsmanna, minni hlunnindi til handa háttsett- um embættismönnum og áætlanir um nýjan gjaldmiðil, argentínó, til þess að almenningur fái peninga í hendur. Rodrigues Saa tók við embætti sl. sunnudag eftir að óeirðir og fjöldamótmæli bundu endi á for- setatíð fyrirrennara hans, Fern- andos de la Ruas. Rodriguez Saa tók ekki undir hugmyndir um að Bandaríkjadollarinn yrði gerður að gjaldmiðli landsins eða að núver- andi gjaldmiðill, pesóinn, verði gengisfelldur. „Gengisfelling myndi þýða lækkun launa,“ sagði forset- inn. Argentínóinn verður „enn einn gjaldmiðillinn, líkt og pesóinn og dollarinn“, sagði Rodolfo Frigeri fjármálaráðherra í útvarpsviðtali. Argentínóinn verður ríkisskulda- bréf sem hægt verður að nota til að „borga hvað sem er, allt frá laun- um til skatta, vörur og þjónustu,“ sagði Frigeri. Argentínóanum verði ekki hægt að skipta í dollara eða pesóa. Ennfremur kom fram í máli hans að gengi pesóans yrði ekki fellt og yrði áfram tengt gengi Bandaríkja- dollarans þannig að einn pesói jafn- gilti einum dollara. Fjármálaskýr- endur hafa margir haldið því fram að þessi beintenging, sem tekin var upp til þess að stemma stigu við óðaverðbólgu 1991, sé rótin að nú- verandi efnahagskreppu í Argent- ínu. Óttast verðbólgu Frigeri greindi ekki frá því hversu margir argentínóar verði prentaðir. Hagfræðingar segja að allt að þrír milljarðar gætu í raun komið af stað aukinni neyslu en meira en það gæti leitt til verð- bólgu á ný og aukið á efnahags- vandann. Gengi argentínóans verð- ur í fyrstu skráð jafnt pesóanum og dollaranum en Frigieri sagði að sá möguleiki væri ekki útilokaður að með tímanum myndi gengið lækka. „Ég hef miklar áhyggjur af því að við munum sjá lögmál Greshams ríkja í Argentínu,“ sagði Chip Brown, yfirmaður hagfræðirann- sókna hjá Santander Hispano Central í New York. Lögmál Gres- hams er nefnt í höfuðið á enskum hagfræðingi frá 16. öld og kveður á um að „lélegir peningar ýti góðum peningum úr umferð“. „Dollarinn verður álitinn betri en pesóinn, pesóinn betri en argent- ínóinn,“ sagði Brown. „Fólk mun hamstra dollara og svo mun það hamstra pesóa. Eftir því sem meira verður prentað af argentínóum til að koma í staðinn mun gengið falla að öllu leyti nema að nafninu til.“ Nýr gjaldmið- ill boðaður í Argentínu Buenos Aires. AP. Ráðamenn í Argentínu hyggjast ekki fella gengi pesóans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.