Morgunblaðið - 28.12.2001, Page 38

Morgunblaðið - 28.12.2001, Page 38
LISTIR 38 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ lista Benedikts að erfitt er að átta sig á alvöru margra þeirra við- burða hvar hann hefur tekið þátt. Hvað má til dæmis ætla um uppá- komu þá frá liðnu ári sem lista- maðurinn kallar Mósaíkhringir og Konuflug, og skilgreinir sem trjá- greinalist? Þar var um strigaverk að ræða með akrýlmálningu sem hengd voru á trjágreinar við Abbadísa- torgið á Montmartre í París. Af lýsingunni að dæma gæti hugsast að þetta hafi verið athygl- isverður viðburður með ótvíræðu listrænu gildi. Hinu er ekki að leyna að ekkert er að finna í mynd- um Benedikts í Gallerí Reykjavík sem gefið gæti til kynna að akrýl- verkin í trjágreinunum á Mont- martre uppfylltu þá frumlegu at- höfn sem fólgin er í því að koma BENEDIKT S. Lafleur vinnur myndir sínar á mismundi máta, enda virðist honum umhugað að koma sem víðast við. Í sýningar- skrá kemur í ljós að hann á að baki á annan tug skáldverka og greina, og reyndar – eftir öllum sólar- merkjum að dæma – voru fyrstu afrek hans á myndlistarsviðinu bundin myndskreytingum á eró- tískum ljóðum sem gefin voru út í Lundúnum fyrir fimm til sex árum. Það er að vísu svo með afreks- málverkum fyrir á slíkum náttúru- legum hönkum. Frumlegt athæfi – gestus originalis – útheimtir mikið á vorum dögum, eða ekkert minna en nýstárleik út í gegn. Þess vegna hamast bestu menn við að sverja af sér allan frumleik og leika sig þess í stað þurrausna, rétt eins og Andy Warhol gerði þegar hann innti aðstoðarmenn sína eftir því hvort þeir lumuðu á einhverri snjallri hugmynd handa sér. Það er með öðrum orðum spurning hversu frumlegt það er að spila sig frumlegan á þessum síðustu og verstu tímum. Hið sláandi við gler-, olíu-, akr- ýl- og alkýðverk Benedikts í Gall- eríi Reykjavík er áráttukennd vinnubrögðin. Þau minna þegar best lætur á flúrteikningar Myr- iam Bat-Yosef og Michaels heitins Buthe. Það er ekki leiðum að líkj- ast beri Benedikt Lafleur gæfu til að þróa þá hlið listar sinnar. Áráttulist Morgunblaðið/Árni Sæberg Eitt af verkum Benedikts S. Lafleur í Galleríi Reykjavík. MYNDLIST Gallerí Reykjavík Til áramóta. Opið virka daga frá kl. 12– 18; laugardaga frá kl. 12–16; og að- ventudagana frá kl. 11–22. BLÖNDUÐ TÆKNI BENEDIKT S. LAFLEUR Halldór Björn Runólfsson AÐ frumkvæði Jónasar Hallgríms- sonar og Hins íslenska bókmennta- félags í Kaupmannahöfn var árið 1838 hafist handa um að efna til mik- illar Íslandslýsingar. Saminn var gríðarlangur spurningalisti og send- ur sóknarprestum. Átti hver og einn að lýsa sinni sókn í samræmi við spurningaskrána. Annar spurninga- listi, mun styttri, var sendur sýslu- mönnum. Sýslumenn og prestar brugðust yf- irleitt fljótt og vel við þessum tilmæl- um. Mörg svör bárust þegar árið 1839, en flest á árunum 1840–42. Síð- ustu svörin voru raunar að berast allt fram til 1860. Endanlegar heimtur urðu þær, að aðeins vantaði 8 lýsingar af öllu land- inu, þar af eina sýslulýsingu. Þá er þess að geta að úr sumum sýslum komu tvær lýsingar með nokkurra ára millibili. Auk þessara sóknalýs- inga voru svo 11 gerðar á árunum 1872–75. Löng saga yrði að greina frá því hver urðu örlög þessara sókna- og sýslulýsinga, enda er það ekki við- fangsefni þessa pistils. En í sem fæst- um orðum sagt þá var Jónasi Hall- grímssyni falið árið 1842 að semja Íslandslýsinguna. En hann hafði ein- ungis þrjú ár til stefnu, uns hann féll frá langt fyrir aldur fram eins og kunnugt er. Var hann skammt kom- inn á veg með verk sitt, en hafði þó samið nokkuð eins og lesa má í rit- safni hans. Þetta mikla handritasafn lá svo óprentað fram um miðja tutt- ugustu öld, að því undanskildu að nokkur brot höfðu birst á víð og dreif í ýmsum ritum. Nokkrir fræðimenn höfðu þó nýtt sér lýsingarnar, eink- um Björn Gunnlaugsson, Þorvaldur Thoroddsen og Kr. Kålund. Árið 1950 kom út fyrsta sérstaka ritið helgað þessum fræðum. Það var Húnavatnssýsla í umsjá Jóns Ey- þórssonar. Síðan hafa rit þessi verið að tínast út á hálfrar aldar bili, gefin út af ýmsum forlögum og í umsjón margra manna. Hefur vissulega mis- vel til tekist. Stundum vel og í önnur skipti miður. Nú reka Sýslu- og sóknalýsingar yfir Múlasýslur lestina, ef ég fer rétt með. Er það mesta ritið og að ég hygg það vandaðasta. Þar er að finna lýsingar beggja sýslna, 22 sóknalýsingar frá 1839–43 og 5 frá 1872–74. Sýslulýsingar eru tvær, önnur rituð á dönsku og þýdd á íslensku; eru báðir textar birtir, sá danski og íslenski. Í inngangi er gerð góð grein fyrir útgáfu ritsins, frágangi texta, staf- setningu og ýmsu öðru. 31 mynd er í bókinni, flestar af kirkjum og 2 töfl- ur. Gerð er grein fyrir höfundi lýs- ingar í upphafi hverrar þeirra og í lokin er stutt umsögn um rithátt höf- undar. Umsjónarmenn hafa haft þann hátt á að birta skýringar við texta neðanmáls bæði til að benda á villur og ekki síður til að greina frá hvort örnefni hafa breyst eða glatast. Til þessa verks voru fengnir kunnugir og fróðir heimamenn, 6 úr norðursýsl- unni og 12 úr suðursýslunni. Mjög margar gagnlegar viðbætur eru frá þeim komnar. Er skrá yfir þá í inn- gangi og skýringarnar merktar þeim. Það liggur í hlutarins eðli að sóknalýsingarnar eru misjafnar að gæðum og umfangi. Sumir prestar hafa auðsjáanlega gjörþekkt sókn sína og lagt alúð við nákvæmar lýs- ingar. Öðrum, en þeir eru mun færri, hefur miður farið af ýmsum ástæðum sjálfsagt. En á heildina litið er hér geysimikla fræðslu að finna, um lifn- aðarháttu manna, menntunarstig, landkosti og staðhætti. Er hér náma úr að ausa fyrir marga: þjóðhátta- fræðinga, landfræðinga, örnefna- fræðinga, félagsfræðinga, sagnfræð- inga og fleiri. Í bókarlok er fjórskipt skrá: Staða- nöfn, mannanöfn, nöfn bókmennta- verka og ýmis nöfn. Er sú fyrst- nefnda langlengst og mun margur telja hana dýrmæta. Fremst í bók er Myndaskrá. Ég hlýt að ljúka lofsorði á þessa einstaklega vönduðu útgáfu. Hún er hinum vandvirku umsjónarmönnum til mikils sóma. Sóknalýsingar að austan BÆKUR Sagnfræði Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839–1874. Finnur Karlsson, Indriði Gíslason og Páll Páls- son sáu um útgáfuna. Sögufélag, Ör- nefnastofnun Íslands, Reykjavík 2000, XV + 639 bls. MÚLASÝSLUR Sigurjón Björnsson RÁÐIÐ var nýverið í fjórar stöður í Þjóðleikhúsinu.  Ásdís Þórhallsdóttur tekur við stöðu umsjónarmanns Smíðaverk- stæðisins. Ásdís lauk stúdentsprófi frá MH 1988. Hún stundaði leik- stjórnarnám í Moskvu í leiklist- arskóla Anatolís Vasilíev 1991–93. Hún hefur starfað sem leikstjóri í sýningum hjá Þjóðleikhúsinu og verið aðstoð- armaður leikstjóra í á annan tug verk- efna í Þjóðleikhúsinu.  Birna Björgvinsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri í leikmunadeildar. Hún starfaði á annan áratug í Svíþjóð, m.a. við ýmis leik- hús og leikflokka, aðallega í Stokk- hólmi. Hún lauk þar námi í verk- efnastjórnun 1998, skipulagði leikferðalög og var verkefnastjóri og tæknilegur stjórn- andi ýmissa leik- sýninga, m.a. á vegum sænska ríkisins og Stokkhólms, menning- arborgar 1998. Ingibjörg Bjarnadóttir hefur verið ráðin sýningarstjóri á Stóra sviðinu. Hún starfaði sem sýningarstjóri hjá Leikfélagi Ak- ureyrar á níunda áratugnum en hélt svo til Bret- lands þar sem hún lærði sýning- arstjórn (stage management) í Guildford School of Acting and Dance. Hún lauk prófi 1990. Hún starfaði sem sýn- ingarstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu í níu ár en starfaði síðustu þrjú ár sem markaðsfulltrúi hjá Miðlun ehf.  Björg Björnsdóttir hefur verið ráðin kynningarstjóri Þjóðleikhússins. Björg lauk mastersnámi í blaða- mennsku frá Centre Universi- taire d’Enseign- ement du Journ- alism í Strassborg í Frakklandi 1994. Áður hafði hún lok- ið námi í hagnýtri fjölmiðlun frá fé- lagsvísindadeild Háskóla Íslands og BA-prófi í frönsku og fjöl- miðlafræði. Hún starfaði við almanna- tengsl hjá GSP og síðar Mekkanó 1999–2000 en hafði áður unnið á dagblaðinu Le Figaro í París 1997–99 og verið fréttaritari RÚV í Istanbúl í Tyrklandi auk þess sem hún var fréttamaður á fréttastofu Sjónvarps- ins 1994–95. Fólk Ásdís Þórhallsdóttir Birna Björgvinsdóttir Ingibjörg Bjarnadóttir Björg Björnsdóttir KARLAKÓRINN Heimir hefur starfað samfellt í 74 ár og heldur ár- lega fjölda tónleika. Á sl. ári var kór- inn valinn fyrir Íslands hönd til þátt- töku á menningardegi Íslands á heimssýningunni í Hannover í Þýskalandi. Hér heima nýtur hann einstakrar hylli, sem fer vaxandi og var þó ærin fyrir. Að hlusta á þessa nýju geislaplötu Karlakórsins Heimis skýrir að vissu leyti geysilegar vinsældir kórsins, sem er góður, getur meira að segja hljómað fallega, lagavalið fjölbreytt og líklegt til vinsælda, og síðast en ekki síst eru kórfélagar sannir „stuð- boltar“ og hvergi smeykir við það! Að þessu sögðu verður að viður- kenna að söngurinn er nokkuð mis- jafn, stundum fínn, stundum stór- karlalegur, jafnvel svolítið óheflaður. Og stundum allt þetta og getur jafn- vel orðið á mörkum þess að vera broslegur (Á Sprengisandi). Svipað má reyndar segja um lög og texta, sem sumir eru vart prenthæfir. „Út súpra“ (ágætlega sungið af sjö kór- félögum) er dæmi um það. Eða þetta úr Sígaunakór „úr óperunni La Traviata eftir Giuseppe Verdi“ (– síðan hvenær?): „Það er sígaunanna heill og sigurmál. Hvað er það æðsta í þessum svo glæsta heimi? Seg til, hvað það er sem vinnst. Til hvers er stritað? Til hvers er lífið? Fá vonsku kerlingu kynnst? Hressir nú, hressir nú.“ – Og nóg um það! Margt er þó vel og fallega sungið og kemur manni í skilning um gæði kórsins. Sefur sól hjá ægi, svo dæmi sé nefnt. Fyrsta lagið, Kvöldklukkur (alþekkt rúss- neskt þjóðlag), er sungið mjög hægt, og Sigfús Pétursson syngur í sönn- um kósakkastíl. Í Hrossarétt eru all- ir á heimavígstöðum („Dunar grund- in, daðra sprundin“), en það verður varla sagt um Nautabanasönginn úr Carmen. Að vísu er Ólafur Kjartan Sigurðarson stórgóður söngvari, en íslenski textinn fer tónlistinni illa og allt heldur stirðbusalegt, þrátt fyrir tilþrif og raddgæði Ólafs Kjartans. Vín, borg minna drauma, er mjög vel sungið af Óskari Péturssyni og kór, næstum með ekta Vínartilfinningu. En Óskar er nú líka ansi fínn! Í stuttu máli efa ég ekki að þessi söng- skrá, í dæmigerðum flutningi vinsæl- asta karlakórsins beggjamegin heiða, geri feikna lukku á „lifandi“ konsert, a.m.k. hjá aðdáendum, sem eru næstum hálf þjóðin. Og það mun diskurinn líka gera. Upptaka fín. Dunar grundin, daðra sprundin TÓNLIST Geislaplata Karlakórinn Heimir í Skagafirði. Stjórn- andi: Stefán Reynir Gíslason. Undirleik- ari: Thomas Higgerson. Félagar úr Sin- fóníuhljómsveit Íslands annast undirleik í nokkrum lögum. Einsöngvarar: Óskar Pétursson, Sigfús Pétursson, Einar Hall- dórsson, Ólafur Kjartan Sigurðarson. Upptaka stafræn 2001. Upptökumaður: Sigurður Rúnar Jónsson. KKH 06. DDD Stereo 2001. STÍG FÁKUR LÉTT Oddur Björnsson ARNÓR G. Bieltvedt hefur verið ráðinn yfirmaður listadeildar North Shore Country Day School í Winnetka, úthverfi Chicago. Í skólanum eru fjórar deildir: Jun- ior Kindergarten, Lower School, Middle School og Upper School. Skólinn var stofnaður árið 1909 og þykir með virtari einkaskólum á Chicago-svæðinu. Arnór tók við af John Almquist sem vann við skólann í 39 ár. Einnig rekur Arnór John Almquist listagallerí skólans en þar eru haldnar fjórar einkasýningar á ári. Nýlega tók Arnór þátt í samsýningu 10 lista- manna í Anne Loucks Gallery í Gelncoe, Illinois. Arnór G. Bieltvedt ásamt Tom Doar skólastjóra skólans. Ráðinn yfir- maður lista- deildar banda- rísks skóla Samskipti kenn- ara og nemenda er eftir dr. Thomas Gordon í þýðingu Ólafs H. Jóhanns- sonar, lektors við Kennaraháskóla Íslands. Bókin hefur margsinnis verið gefin út í Bandaríkjunum og víðar og dr. Gordon er kunnur og virtur fyrir fræðandi bæk- ur sínar. Í formála segir höfundur m.a.: „Kennsla er sammannlegt fyr- irbæri, allir kenna. Foreldrar kenna börnum sínum, atvinnurekendur kenna starfsmönnum, þjálfarar kenna leikmönnum, konur kenna eig- inmönnum sínum (og gagnkvæmt). Þessi bók fjallar um það hvernig kennsla getur orðið mun árangursrík- ari en hún að jafnaði er.“ Útgefandi er Æskan ehf. Bókin er 276 bls., kilja, prentuð í Odda hf. Verð: 3.390 kr. Kennsla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.