Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 47
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 47
✝ Jóna Guðmunds-dóttir fæddist 16.
ágúst 1913 á Sveins-
eyri við Tálknafjörð.
Hún lést á heimili
sínu sunnudaginn 16.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Guðmundur
Sigurður Jónsson,
bóndi og kaupfélags-
stjóri, f. 3.9. 1876, d.
6.6. 1953, og Guðríð-
ur Guðmundsdóttir f.
7.12 1875, d. 4.7.
1967. Þau hjón
bjuggu allan sinn bú-
skap á Sveinseyri í Tálknafirði og
þar fæddist Jóna og ólst upp ásamt
systkinum sínum og fóstursystkin-
um. Þau voru: 1) Guðmundur Ólaf-
ur, f. 13.8. 1902, d. 21.7. 1978. 2)
Guðríður, f. 16.8. 1903, d. 16.8
1903. 3) Jón, f. 14.4. 1905, d. 13.7.
suður og hóf nám í hjúkrun og lauk
námi í Hjúkrunarskóla Íslands
1947. Eftir að hjúkrunarnáminu
lauk starfaði hún við hjúkrun í
Reykjavík, m.a. á Kleppspítala, þar
til í apríl 1949 er hún hélt til fram-
haldsnáms í skurðstofuhjúkrun er-
lendis. Fyrst var hún á Haukeland
sykehus í Bergen og síðan við Sahl-
grenska sjukhuset í Gautaborg og
var þar til ársloka 1950. Þá fluttist
Jóna til Akureyrar og starfaði við
hjúkrun á sjúkrahúsinu þar frá
ársbyrjun 1951 til 1962. Hún hélt
sérmenntun sinni vel við og fór tví-
vegis utan, um hálft ár í senn til
endurmenntunar og þjálfunar,
fyrst á Sahlgrenska sjukhuset
(1957) og síðan á Rigshospital í
Kaupmannahöfn (frá október 1962
til apríl 1963). Jóna réðst til starfa
á Slysavarðstofunni í Reykjavík
1964 og var yfirhjúkrunarkona þar
frá 1965 til 1971. Þá hætti hún
hjúkrun en starfaði áfram við sótt-
hreinsunardeildina fram til ársins
1981 er hún lét af störfum.
Útför Jónu fer fram frá Bústaða-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
1994. 4) Magndís, f.
18.7. 1906, d. 25.9.
1997. 5) Rannveig Okt-
avía, f. 25.8. 1908, d.
13.4. 1976. 6) Albert
Ingibjartur, f. 5.11.
1909, d. 24.6. 1967. 7)
Ingileif, f. 19.7. 1911,
d. 8.1. 2000. Fóstur-
systkin: 1) Ingibergur
Benoný Guðmunds-
son, f. 14.6. 1894,
d.17.10. 1950. 2)
Magnús Einarsson, f.
29.1. 1919. 3) Kristín
Berta Ólafsdóttir,
f.11.9. 1922, d. 3.12.
1986. 4) Viggó Valdimarsson, f. 4.4.
1924.
Jóna aflaði sér þeirrar menntun-
ar sem mögulegt var fyrir vestan
og lauk námi við Héraðsskólann á
Núpi 1931 og síðan Húsmæðraskól-
ann á Ísafirði 1934. Þá flutti hún
Þrátt fyrir að Jóna giftist ekki og
byggi alltaf ein var hún mikil fjöl-
skyldukona og myndaði alla sína ævi
rík tengsl við afkomendur systkin-
anna og fóstursystkinanna frá
Sveinseyri. Samstaða systranna
Ingu, Veigu, Möggu og Jónu var kær-
leiksrík og órjúfanleg og gaf þeim
systrum styrk til að standast hverja
raun og veitti þeim einnig ómælda
ánægju á lífsins gleðistundum. Systk-
inabörnin ólust að hluta til upp saman
og héldu tengslum sínum gegnum
Jónu og okkur frændsystkinin af
næstu kynslóð á eftir gerði hún öll að
ömmubörnum sínum. Þannig var
Jóna frænka ein af sterkustu stoðum
fjölskyldunnar og til hennar gátum
við öll leitað. Hún mætti okkur með
hlýju, ákveðni og áhuga. Hugtakið
kynslóðabil þekkti hún ekki.
Í fyrstu minningu drengsins er
Jóna frænka hin flotta heimskona
sem fór um heiminn og kom til baka
með frábærar gjafir og framandi
nammi. Frænkan sem ætíð var tilbúin
til aðstoðar og mundi eftir öllum af-
mælisdögum. Og minningin um her-
bergið hennar þar sem hún bjó inni á
sjálfri hjúkrunardeildinni á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri – ávallt
viðbúin ef þörf var á. Þá heimsókn-
irnar í Austurbrúnina þar sem hún
bjó í Reykjavík með útsýni yfir alla
borgina. Síðar kynntist ég því hve
mikils metin hún hafði verið sem
hjúkrunarkona, vel menntuð, fagleg
og einbeitt við hjúkrunarstörfin.
Kæra frænka. Þakka þér sam-
fylgdina, vináttuna og leiðsögnina.
Hvíl í friði.
Ólafur Þór Ævarsson.
JÓNA
GUÐMUNDSDÓTTIR
Elsku Sævar, Birta, Viktor, Leifur
og Vaka, missir ykkar er meiri en orð
fá lýst, megi björt minning um ynd-
islega eiginkonu og móður hjálpa
ykkur og lýsa ykkur veginn um
ókomna framtíð.
Guð blessi systur mína og fjöl-
skyldu hennar.
Guðmundur.
Fimmtudagurinn 20. desember var
ekki bara næststysti sólardagur árs-
ins heldur var dimmt og drungalegt
veður allan daginn. Hún Fríða mág-
kona mín dó síðdegis, mér fannst ekki
að það birti þennan dag. Eins og son-
ur hennar Leifur litli 5 ára sagði „nú
er mamma mín orðin engill og svífur
um loftið með Guði og passar okkur.“
Það er sárt til þess að hugsa að lífið
er ekki alltaf réttlátt, Fríða í blóma
lífsins er kvödd á brott frá eiginmanni
og börnum á lokaspretti sínum í
læknanámi sem hún hafði eitt mest
allri sinni ævi í að nema og átti ekki
eftir nema tvö ár í að verða sérfræð-
ingur í barnalækningum.
Fríða var vel skipulögð og var með
alla hluti á hreinu. Fyrir nokkrum ár-
um þegar ég, Kristrún og strákarnir
vorum að fara í frí til Flórída, en
Fríða hafði komið þangað tveimur ár-
um áður með Sævari og krökkunum,
bauðst hún til að lána okkur leiðarlýs-
ingu sem hún hafði gert frá flugvell-
inum og heim að hótelinu. Lýsingin
var það nákvæm að það þurfti varla
að taka upp kort alla leiðina. Þar er
nákvæmni Fríðu rétt lýst. Seinna
þegar við hjónin komum fyrst í heim-
sókn til Fríðu og Sævars til Banda-
ríkjanna þar sem hún var í námi í
West Hardford var Fríða búin að
undirbúa komu okkar vel. Hún var
búinn að plana allan þann tíma sem
hún átti lausan milli vakta á sjúkra-
húsinu til að sýna okkur það helsta og
merkilegasta á svæðinu og hvar bestu
verslanirnar væru. Fríða var sér-
fræðingur í mollum og verslunum.
Fríða lagði sig alla fram um að gera
dvöl okkar sem skemmtilegasta og
hún og Kristrún áttu saman góðar
stundir við þá iðju sem konum finnst
skemmtilegust.
Sama var þegar ég fór í heimsókn
með strákana mína í vinnunni til Sæv-
ars og Fríðu. Sævar var búinn að sýna
okkur byggingarsvæðin og sportbúð-
irnar, Fríða átti vaktafrí og vildi endi-
lega taka okkur strákana í Casino og
skoðunarferð um nágrennið.
Í seinni áfanga Fríðu í náminu í
Bandaríkjunum fluttu þau til Mary-
land þar sem þau keyptu sér lítinn bú-
garð úti í sveit, stutt frá sjúkrahúsini
þar sem Fríða nam lokaáfangann í
sínu námi. Sú aðstaða sem þau voru
búin að koma sér upp þarna í sveitinni
var eins og draumur allra íslenskra
hestamanna. Sævar byggði glæsilegt
hesthús í bakgarðinum og gat haft
hestana á beit í á landareigninni. Þau
voru búin að stofna fyrirtækið Icetolt
sem annaðist kynningu og sölu á ís-
lenska hestinum sem var áhugamál
þeirra beggja og allt lék í lyndi og lífið
blasti við þeim. Í lok janúar í ár fékk
ég hringingu og mér var sagt að Fríða
væri alvarlega veik. Það rann kalt
vatn milli skinns og hörunds og ég átti
erfitt með að trúa því sem mér var
sagt. Þrátt fyrir þessar fréttir ákvað
Fríða að halda áfram með allt sem
þau höfðu skipulagt áður.
Elsku bróðir, Guð verði með þér og
börnunum þínum í þeirri miklu sorg
sem yfir ykkur hefur gengið, þú veist
að ég og fjölskylda mín stöndum þér
við hlið.
Guðmundur Leifsson.
Elsku Fríða mágkona og vinur
minn. Ég kveð þig í dag með mikla
sorg og trega í hjarta. Hvernig má
það vera að þú í blóma lífsins og sem
hafðir svo mikið að lifa fyrir, sért hrif-
in á brott úr þessari veröld? Lífið er
hverfult og og enginn veit sinn tíma
fyrir, hverjum hefði dottið í hug að þú
sem varst alltaf svo hraust og full at-
hafnaorku færir svona snemma frá
okkur. En ég trúi því að þér sé ætlað
eitthvert hlutverk sem er svo stórt og
vandasamt að guð varð að kalla þig til
sín. En eins og dóttir mín sagði marg-
sinnis „þetta er svo óréttlátt“, ég ætla
bara að vona að við fáum að skilja til-
ganginn með þessu öllu saman ein-
hvern tímann. Elsku Fríða mín, ég
man fyrst eftir þér á Gimli, lítil ljós-
hærð hnáta með bók í hendi, ég hef
aldrei kynnst neinu barni sem hafði
jafn mikið yndi af því að lesa og þú.
Enda kom það á daginn að þú lagðir
langskólanám fyrir þig með sérgrein í
barnagigtarlækningum, sem var senn
að ljúka, er þú varst greind með þenn-
an erfiða og grimma sjúkdóm. Elsku
Fríða, þú ert og verður alltaf hetja í
huga mínum, ég þakka fyrir þær
mörgu góðu stundir sem ég hef átt
með þér. Mér er mjög minnisstæð sú
stund þegar þú, ég, Kalla, og Gulla
systur þínar vorum að pakka niður í
kassa áður en þú fluttir út, ég átti að
vera að lesa undir próf en var frekar
að pakka með ykkur, þú full af eld-
móði tilbúin að takast á við ný verk-
efni á erlendri grund með ungu fjöl-
skylduna þína, mikið samgladdist ég
þér. Og aftur vorum við komnar sam-
an fjórar í sumar að pakka fyrir
óvænta heimkomu þína, við áttum
yndislegar stundir í góða veðrinu með
garðsölu og búðarferðum, þú með
þinn drífandi kraft gafst okkur ekkert
eftir, þrátt fyrir veikindin.
Elskulega Fríða, ég kveð þig með
þakklæti í hjarta, blessuð sé minning
þín, ég veit þú ert umvafin fegurð
ljóss og friðar. Þú munt alltaf vera
ljósið okkar og við munum gæta vel
að ljósunum þínum þremur. Ég bið
góðan guð að styðja og blessa Sævar,
Birtu, Viktor, Leif og Vöku í sorg
sinni.
Ruth.
Á Gimli, æskuheimili Fríðu og
systkina hennar, var vítt til veggja í
mörgum skilningi. Systkinin nutu
frjálsræðis og trausts á uppvaxtarár-
um sínum, sem þau kunnu vel að fara
með og nýttu á jákvæðan hátt til síns
þroska. Það fyrsta sem vakti athygli
mína í fari Fríðu, sem þá var u.þ.b. 10
ára gömul, var hve mikill dýravinur
hún var. Villikettir úr hrauninu nutu
húsaskjóls og matarbita hjá henni og
hún ein gat klappað þeim þótt öðrum
væri rétt klóin. Einnig var eftirtekt-
arvert hve náin Fríða var og tók mik-
inn þátt í lífi og starfi foreldra sinna.
Þessi jarðvegur, ásamt góðu upplagi
gerðu Fríðu að þeim fulltíða einstak-
lingi sem okkur var ljúft að þekkja og
hafa í návist okkar. Hana prýddi jafn-
vægi og jafnaðargeð og létt, jákvæð
lund en undir rólegu fasi bjó jafn-
framt mikill dugnaður og þrautseigja.
Sumarið 2000 nutum við Kalla og
börnin þriggja vikna sumarleyfis hjá
Fríðu og Sævari og börnum þeirra
þar sem þau voru að koma sér fyrir í
nýjum og notalegum heimkynnum á
búgarði í Maryland, en þar hugðust
þau eiga heima næstu árin á meðan
Fríða stundaði nám í gigtlækningum
barna. Þar kynntist ég, meðaljóninn,
hvernig dugnaðarforkar ganga til
verka, en stíll Fríðu og Sævars var að
tvínóna ekki við hlutina, heldur láta
verkin tala og var oft með ólíkindum
hve miklu var áorkað. Sú rétta blanda
af púli og afslöppuðum samvistum við
góða vini, sem ástunduð var þessa
ljúfu daga varð að eftirminnilegasta
og ánægjulegasta sumarfríi sem hef
upplifað og hélt ég heim endurhlaðinn
orku. Í þessari sömu ferð varð ég þess
heiðurs aðnjótandi að vera viðstaddur
þegar Fríða útskrifaðist sem barna-
læknir frá UConn. Frá því fagra júní-
kvöldi geymi ég í huga mér mynd af
glæsilegri mágkonu minni, stolti og
augasteini eiginmanns, föður og
systkina, í blóma lífsins. Hún hafði
undirbúið sig vel fyrir þau krefjandi
verkefni, sem ætla mátti að biðu
hennar. „Verði þinn vilji, svo á jörðu
sem á himni.“ Þannig hljómar bæn sú,
sem okkur er ungum kennd. Erfitt
reynist okkur fullorðnum að skilja,
hvað þá útskýra fyrir börnum sem
misst hafa ástríka móður eða frænku,
að sú sára staðreynd, sem við nú
stöndum frammi fyrir, sé vilji föður
vors á himnum. Hvert svo sem hið
stóra samhengi hlutanna er, ætti okk-
ur ekki að dyljast þegar við lítum ynd-
isleg börn Fríðu og Sævars, að lífið er
þrátt fyrir allt dásamleg gjöf og það
hefur sigur. Sú óska ég að verði nið-
urstaða allra þeirra sem upplifa nú
einlæga og djúpa sorg vegna fráfalls
Fríðu Guðmundsdóttur. Ég kveð
mágkonu mína með sárum trega og
þakka henni samfylgdina. Blessuð
veri minning hennar.
Guðmundur Elías Níelsson.
Hugur minn hljóðar, sorg mín er
slík. Fríða Guðmundsdóttir, ung eig-
inkona og móðir, er fallin frá. Barna-
læknir, sem framtíðin brosti við.
Besta vinkona mín. Við tvær áttum
svo margt órætt, margar ferðir ófarn-
ar og margar samverustundir ólifað-
ar. Það hefur óréttlæti orðið. Á því er
enginn vafi. Ég minnist alls síðasta
árs. Fríða og ég spjölluðum um heima
og geima einn kaldan janúardag, á
veitingastað í Fíladelfíuborg og bið-
um þess að Fríða færi til læknis vegna
höfuðverkja. Ekki datt okkur í hug
hver útkoma þeirrar læknisskoðunar
yrði. Á leiðinni heim hvarflaði að okk-
ur að stoppa bara aldrei bílinn, segja
aldrei neinum og þá væri þetta
kannski ekki satt. En raunveruleikinn
er ekki svo einfaldur. Stundum getur
maður ekki verndað vin sinn gegn
áföllum, né heldur tekið á sig sorg
saklausra barna. Hvað gerir maður
þegar fréttist að það verði heimsendir
á morgun? Fríða stóð frammi fyrir
þeirri spurningu og svaraði hátt og
skýrt. Þótt framtíðin væri ótrygg þá
hefði hún líðandi stundu. Hún kvart-
aði aldrei yfir hlutskipti sínu og náði
að njóta vorsins með fjölskyldu sinni
og vinum í Maryland. Ég gleymdi oft
að hún væri veik, þegar við röltum
með hundana um land þeirra hjóna,
eða skruppum tvær saman í búðir.
Hún sat ekki aðgerðarlaus heldur
skipulagði mót og reiðnámskeið með
íslenskum hestum sem haldið var í
Maryland eina helgi í maímánuði síð-
astliðnum. Samkoman tókst með af-
burðum vel og það var á allra vörum
að varla sæist að Fríða væri lasin.
Jafnvel á erfiðu stundunum, þegar
veikindunum varð ekki neitað, brosti
hún til mín og sýndi börnum sínum og
Sævari óhemju hlýju og ást. Samband
þeirra, það sterkasta sem ég hef
nokkru sinni kynnst. Sævar sýndi á
síðasta ári þvílíkan styrk að mér
fannst hann oft halda uppi heimi okk-
ar allra. Ég er mikil gæfukona að hafa
getað kallað Fríðu bestu vinkonu
mína í tæpa tvo áratugi. Vinátta okk-
ar var einstök, svo einstök að ég á erf-
itt með að koma í orð hvernig henni
var háttað. Hvernig við vissum alltaf
hvað hin var að hugsa og byrjuðum
samtímis að segja sama hlutinn. Við
upplifðum svo margt. Ég man eftir
samtali uppi í hesthúsi um ungan
mann, sem sat vel hest og sýndi Fríðu
áhuga. Líneyju, vinkonu okkar, og
mér leist vel á hann og komumst að
því að hann hét Sævar Leifsson. Þar
með lauk hlutverki okkar og við tók
átján ára samband milli Fríðu og
Sævars. Ég gleymi heldur aldrei sím-
talinu frá Fríðu með fréttum um að
von væri á Birtu Rún. Ég vissi að hún
yrði frábær móðir og það kom ekki
síst í ljós þessa síðustu erfiðu mánuði.
Ég minnist hestaferðanna, áranna í
læknadeildinni, innkaupaferðanna til
Evrópu og saumaklúbbanna. Þá held
ég upp á árin okkar úti, bæði í West-
Hartford og Maryland, þar sem við
náðum að gera svo margt. Við fórum
þrisvar saman til Flórída með börnin
okkar öll, nú síðast í apríl síðastliðn-
um. Við keyrðum þangað á fimmtán
manna rútu, með börnin okkar átta og
barnfóstrurnar tvær. Hulda Brá, vin-
kona okkar, og fjölskylda hennar hitti
okkur þar og við nutum dvalarinnar
út í ystu æsar. Sjúkdómurinn var skil-
inn eftir heima. Þegar ég hugsa um
Fríðu brosa minningarnar á móti
mér. Þó hugur minn hljóði, þá er sál
mín sæl og hjarta mitt heilt því ég
þekkti stórkostlega stelpu, fékk að
fylgjast með henni verða að glæsilegri
konu, móður og lækni og var svo
heppin að vera nálægt henni allt til
hins síðasta. Fyrir það er ég þakklát.
Far þú í friði, elsku besta vinkona.
Ýr.
Fleiri minningargreinar
um Fríðu Guðmundsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
!"#$ %&'!(&
!
"#$$
)) * ( ))+
,&* - )+
.'* /'* )
0% * 1
//* ///*2
%
&
3454 (
)* 67
%&'!(&
' (
'
)
* '
8+-!)+
9% 0) 0)+
((%)+ +: )
.(%)+ 8;( 9; )
) :%)+ (
%)+
.'
//*2