Morgunblaðið - 28.12.2001, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 28.12.2001, Qupperneq 48
MINNINGAR 48 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Áslaug SólveigStefánsdóttir fæddist á Öldugötu 6 í Reykjavík 10. júní 1929. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 19. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Stefán Páll Runólfs- son, f. 25. janúar 1884, d. 17. júlí 1954, og Pálína Andrés- dóttir, f. 15. ágúst 1890, d. 28. apríl 1972. Systur Áslaug- ar eru 1) óskírð, f. 1920, d. 1920; 2) Þóra Guðrún, f. 27. nóvember 1926. Eiginmaður hennar er Ólafur Bergsson, þau eiga fimm börn; 3) Andrea Þórdís, f. 9. júní 1929, d. 16. júní 1945. Áslaug giftist 7. júní 1957 Leifi Hannessyni byggingaverkfræð- ingi, f. 13. janúar 1930, d. 14. maí 2001. Foreldrar hans voru Hannes Guðmundsson læknir og Valgerð- ur B. Björnsdóttir. Börn Áslaugar og Leifs eru 1) Þórdís, f. 1958, dóttir hennar er Sóley Jónsdóttir. Faðir hennar er Jón Grímsson; 2) Gerður, f. 1961, sambýlis- maður hennar er Sveinn A. Blöndal, þeirra börn eru Þór- hildur, f. 1989, og Baldur, f. 1998; 3) Ás- laug, f. 1963. Sam- býlismaður hennar er Bjarni Halldórs- son, hennar sonur er Leifur Ýmir Eyjólfsson. Faðir hans er Eyjólfur Bjarni Alfreðsson. Áslaug Sólveig lauk hússtjórn- arnámi í Svíþjóð árið 1947 og starfaði í Björnsbakaríi í tíu ár. Eftir það helgaði hún sig húsmóð- urstörfum. Útför Áslaugar Sólveigar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín systir, Þóra. Í dag komum við ættingjar, venslafólk og vinir Áslaugar Sól- veigar Stefánsdóttur saman í Foss- vogskirkju til þess að kveðja hana hinstu kveðju. Áslaugu hittum við undirritaðar fyrst er hún kom á æskuheimili okkar í fylgd Leifs bróður okkar. Þá starfaði hún í Björnsbakaríi í Vallarstræti. Björnsbakarí var upp frá því lengi tengt fjölskyldu okkar varðandi af- mæliskringlur og annað góðgæti á góðum dögum. Á þeim árum eignaðist Áslaug margar góðar vinkonur og héldust þau vináttubönd alla tíð. Leifur og Áslaug höfðu engar vöflur á hlutunum, heldur drifu sig í hjónaband, húsbyggingu og barn- eignir. Þá kom sér vel verkfræði- menntun Leifs. Vandað raðhús reis með hraði á Laugalæk 44, sem upp frá því var heimili þeirra, þar til harðnaði á dalnum. Dæturnar fæddust hver af annarri, Þórdís, Gerður og Áslaug, bjartar yfirlitum og vel af Guði gerðar. Leifur var önnum kafinn við verkfræðistörf, en Áslaug annaðist af stakri prýði börn og bú. Leifur stofnaði árið 1964 verktakafyrirtækið Miðfell hf. ásamt tveimur eiginmönnum vin- kvenna Áslaugar, þeim Steinbergi og Rannveri, og störfin hlóðust upp stór og smá, vítt og breitt um land- ið. Áslaug og dæturnar fóru stund- um með út á land og aðstoðuðu við rekstur mötuneytis og önnur störf er til féllu. Áslaug var glaðsinna og lagði jafnan sitt af mörkum til þess að ávallt ríkti góður andi á þeim vinnustöðum, sem hún kom nálægt. Verktakastarfsemi hefur löngum verið erfið starfsgrein á Íslandi, sérstaklega yfir hörðustu vetrar- mánuðina. Eftir liðlega 20 ára starf sem verktaki sá Leifur gjaldþrot sitt blasa við. Um sama leyti missti hann heilsu sína til frambúðar. Saman horfðu þau á eftir íbúðarhúsi sínu og öllum eigum. Leifur, orðinn veikur, bar harm sinn í hljóði og Ás- laug sýndi af sér einstaka hugprýði. Hún tók hverju, sem að höndum bar, með stóískri ró. Margir réttu þeim hjálparhönd á þessu tímabili og voru þar fremstir í flokki gamlir skólabræður og samstarfsmenn Leifs. Varð það til þess, að þau gátu leigt sér litla íbúð í miðborginni og komið sér upp snotru heimili, sem varð skjól þeirra til æviloka. Leifur og Áslaug undu hag sínum þar all- vel, voru bæði miðbæjarbörn síns tíma. Áslaug var félagslynd kona og ávallt glaðleg, naut þess að fara út á meðal fólks og fá vini og ættingja í heimsókn, veitti hún þá jafnan af mikilli rausn. Áslaug var mikil hannyrðakona. Ófá börn og full- orðnir hafa fengið frá henni lopa- sokka og teppi, sem munu ylja þeim um langt skeið eftir andlát hennar. Hún annaðist Leif bróður okkar í veikindum hans af mikilli umhyggju og dugnaði meðan kraftar entust og kunnum við henni miklar þakkir fyrir það hve vel hún reyndist hon- um. Það er erfitt hlutskipti dætranna að missa báða foreldra sína með svo stuttu millibili, en þær hafa sýnt mikla hetjulund og verið óþreytandi við að sinna þeim og aðstoða allt fram til síðustu stundar. Nú eru þessi mætu hjón bæði horfin á braut – meira að starfa Guðs um geim. Söknuðurinn er sár fyrir þá sem eftir lifa, en bjartur og hreinn. Minningin um góða for- eldra, afa, ömmu, bróður og mág- konu mun lifa um ókomin ár. Blessuð sé minning þeirra. Valgerður, Lína og Helga. Látin er kær vinkona okkar, Ás- laug Sólveig Stefánsdóttir. Við kynntumst henni fyrir 45 árum þeg- ar hún giftist Leifi Hannessyni verkfræðingi, skólabróður Jóhann- esar og vini frá unglingsárum. Við bjuggum í sama raðhúsi í áratugi og var alla tíð mikill samgangur á milli heimilanna. Á þeim árum voru eig- inkonur yfirleitt heimavinnandi á meðan börnin voru ung og þannig var það í raðhúsinu okkar. Áslaug var einstaklega barngóð. Þetta fundu börnin, leikfélagar dætra hennar. Til hennar voru þau ávallt velkomin. Þar beið þeirra hlýtt við- mót og eitthvað gott í munninn. Ás- laug var mjög ljúf og elskuleg kona sem öllum vildi vel, greiðvikin og hjálpsöm. Hugsaði hún jafnan fremur um aðra en sjálfa sig. Fyrir 15 árum urðu miklar breyt- ingar á högum fjölskyldunnar. Þá varð Leifur fyrir alvarlegu heilsu- tjóni og varð óvinnufær upp frá því. Í þeim erfiðleikum sýndi Áslaug mikinn styrk og studdi við bakið á manni sínum í öllum hans veikind- um. Leifur lést fyrr á þessu ári. Nokkrum árum áður hafði Áslaug greinst með alvarlegan sjúkdóm og varð síðustu árin að vera undir læknishendi. Veikindum sínum tók hún af kjarki og æðruleysi og sá jafnan björtu hliðarnar á tilverunni. Áslaug var félagslynd. Hún naut þess að fara í fjölskylduboð og af- mæli og hitta ættingja og vini. Lét hún heilsutjón síðustu ára ekki aftra sér í þeim efnum. „Ég hvíli mig bara á morgun,“ var svar henn- ar ef hún var spurð hvort hún væri ekki þreytt. Í veikindum foreldra sinna hafa dætur þeirra, Þórdís, Gerður og Ás- laug, staðið sterkar við hlið þeirra og sýnt þeim einstaka umhyggju og hjálpsemi. Að leiðarlokum þökkum við Ás- laugu fyrir samfylgdina og vináttu og ræktarsemi í okkar garð. Inni- legar samúðarkveðjur sendum við dætrum hennar og öðrum ástvin- um. Guð blessi minningu góðrar konu. Guðrún og Jóhannes. Það er erfitt að kveðja ástvin að- eins nokkrum dögum fyrir jól. En öll þurfum við sætta okkur við kallið þegar það kemur. Þegar maður tekst á við sorgina, umkringdur helgi og boðskap jólanna, er gott að láta tárin falla og rifja upp góðu minningarnar. Áslaug Sólveig Stefánsdóttir hef- ur kvatt þessa jarðvist en eftir sitja minningar um góða systur, mág- konu og frænku. Áslaug og fjölskylda hennar bjuggu í sama húsi og við nánast alla tíð. Fyrst á Nýlendugötu 27, síðan á Laugalæk 44 en við á 46. Við vorum ein stór fjölskylda sem naut umhyggju Áslaugar í ríkum mæli. Samgangur milli heimilanna var mikill, og var alltaf gott að koma til Áslaugar í heimsins bestu pönnu- kökur og nýsteiktar kleinur. Áslaug var glæsileg kona, létt í lund, síhlæjandi og gat alltaf séð spaugilegu hliðarnar á öllu. Hún var hlý og góð, óeigingjörn og mikil hetja, því hún hugsaði alltaf fyrst og fremst um hag annarra, þrátt fyrir að þurfa að þola sjálf mikið mótlæti síðustu árin. Áslaugu þótti betra að gefa en að þiggja. Hún var mikil fjölskyldumannesja og helgaði fjöl- skyldunni líf sitt. Það var oft gest- kvæmt á Laugalæknum enda elsk- aði hún að hafa fólk í kringum sig. Hún hélt glæsiveislur og voru af- mælisveislur hennar ógleymanleg- ar. Í minningunni var alltaf sól og blíða á afmælisdaginn hennar, við öll úti í garði, systur Leifs og fjöl- skyldur og auðvitað allar vinkon- urnar. Það var oft mikið um alslags uppákomur á Laugalæknum, dæt- urnar þrjár sáu til þess. Þórdís, Gerður og Áslaug komu oft hugar- flugi sínu í framkvæmd og var þá gott að eiga skilningsríka foreldra. Áslaug og Leifur sýndu dætrum sínum mikinn skilning og hvöttu þær til dáða. Oft þótti okkur þau vera of eftirlátssöm við dæturnar en annað hefur komið á daginn, því þann kærleika og atlæti sem þær fengu í æsku hafa þær endurgoldið foreldrum sínum síðustu árin, vakn- ar og sofnar í að sinna þeim. Heimilislífið hjá þeim heiðurs- hjónum Áslaugu og Leifi einkennd- ist af lífi og gleði. Þau hjón voru eins og svart og hvítt og vógu því hvort annað upp. Leifur var ákaf- lega rólegur og tímaskyn hans ann- að en okkar hinna en Áslaug hins vegar mjög ör og var alltaf að flýta sér. Þau þurftu að sýna hvort öðru mikla þolinmæði og oft kom gott og spaugsamt skap Áslaugar að gagni. Í gegnum árin var Áslaug yfirleitt að yfirgefa veislurnar þegar Leifur mætti í þær. Jólin spiluðu mikla rullu í lífi þeirra. Við krakkarnir fylgdumst oft með jólasveininum sem kom á aðfangadag áður en haldið var heim til frú Valgerðar, móður Leifs, í jólamatinn. Stelp- urnar fengu pakkana fyrir mat svo ekki þurfti að bera alla pakkana á milli. Og hvað maður öfundaði þær. Jólasveinninn var Leifur sjálfur í jólasveinabúningi og færði dætrum sínum jólagjafir. Það er með miklum trega sem við kveðjum þessa öðlingskonu og biðj- um góðan Guð að blessa dætur og fjölskyldur Áslaugar og Leifs Hannessonar. Fjölskyldan Laugalæk 46. ÁSLAUG SÓLVEIG STEFÁNSDÓTTIR  %                           <= 402<= 4 /: '+  :76       +              ,  -  '     !   "++$ ))0)+  /'*  ))+  :<> )+ 0.   ( .(<> )+ -%)(.)+  /'*'<> )+ ?.)+ %;<> )+ !.  8;( <> <>    .  0:@+<>    > !  )/* //* ///*2  %           -8-8 9&+ A     '    +    -'*-'  .(0)+ -%'+: -'   @ /'*.28+)+ -'-'  ( :)+ --'   /'*  ))+ //* ///*2 ./ -                  454 4@ <9 &&   /;$ %&'!(&     '                 . '   ' 0/-'    +  "$+$ ) 2' )+ '    )  . ? &)+ <   )     @+  ))+ )@+  )  //*2                  <9@ 8  ;(   ;$B .:!(&     '    +             1-'      (  "++$ +!0 )8+)+ %+< )+  ;   /'*8+< )+   0,:  8+<   (/.')+ ; <   8+ ;8+)+ @+ <    )<   .<   //*2   *   '          C 48   0: (%&'!(& (0'/&&D# %&'!(&   2   #        -   / '      2;   '+ 20)+  .(920)+)+ <> %!)  )-20)+)+ ' E@ &)+2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.