Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hans Sætran,stöðvarstjóri Flugleiða í Frank- furt, fæddist í Reykjavík hinn 10. maí 1947. Hann varð bráðkvaddur í Frankfurt í Þýska- landi hinn 13. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans eru Svanhildur Sætran hjúkrunarkona, f. 10. september 1915, og Jón Sætran raf- magnstæknifræðing- ur, f. 21. febrúar 1915, d. 8. janúar 1993. Systkini Hans eru Kristín Hildur Sætran, f. 22. júní 1949, og Jóna Björg Sætr- an, f. 14. 4. 1952. Börn Kristínar eru: 1) Jón Reyr Þorsteinsson, f. 18.11.1969. Börn Jóns eru Alex- andra og Leónard. 2) Sindri Þorsteinsson, f. 27. maí 1975. 3) Steinn Hildar Þor- steinsson, f. 9. júní 1978, unnusta hans er Þóra Jensdóttir, f. 13.10. 1978. Eigin- maður Jónu Bjargar er Kristinn Snævar Jónsson, f. 24.4. 1952. Börn þeirra eru: 1) Hjalti Freyr Kristinsson, f. 6.9. 1973, kvæntur Svövu Brynju Sigurðar- dóttur, f. 25.2. 1969. Sonur Svövu Brynju er Arnþór Einar. 2) Lóa Guðrún Kristins- dóttir, f. 3. 7. 1977. Útför Hans Sætran fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Um miðjan desember eru víða tendruð jólaljós um allan heim og birta jólahátíðarinnar sem þá er skammt undan lýsir í skammdeg- inu. Í einni svipan er sem snar- dimmi þegar sú fregn berst mér hingað til Íslands frá Þýskalandi að minn ágæti stóribróðir, Hans, sé dáinn. Hans varð bráðkvaddur á leið heim að loknum vinnudegi á flugvellinum í Frankfurt þar sem hann var stöðvarstjóri Flugleiða. Þetta er þeim mun sárara í ljósi þess að eftir nærri 30 ára dvöl í Þýskalandi við störf hjá Flugleið- um hafði hann verið að huga að því að flytja heim til Íslands eftir fá- eina mánuði. Eftirvæntingin hér heima var mikil; loksins yrðu sam- verustundirnar lengri og tíðari. Allt í einu er allt breytt. Við ólumst upp í Hlíðunum í Reykjavík og helsta leiksvæðið var náttúran í gömlu góðu Öskjuhlíð- inni. Skátastarfið heillaði hann snemma og varð ríkur þáttur í lífi hans, enda hafði hann eignast þar trausta vini. Snemma kviknaði áhugi hans á ljósmyndun og myndavélin var aldrei langt undan. Hann hafði næmt auga fyrir góðu myndefni og var auk þess óþreyt- andi við að kenna litlu systur sem mest í þeim fræðum. Hugur Hansa leitaði fljótt út fyr- ir landsteinana og tvítugur fór hann í lýðháskóla til Noregs þar sem hann eignaðist stóran vinahóp sem hélt vel saman alla tíð. Síðan lá leiðin til hótelstarfa á Jersey og svo aftur til Íslands þar sem hann hóf störf hjá Flugleiðum. Um tíma var hann næturvörður á Hótel Esju, fór svo til starfa á skrifstofu Flugleiða í Hamborg, var síðan hér heima um tíma og starfaði síðan á skrifstofu Flugleiða í Frankfurt. Nú síðustu árin var hann stöðv- arstjóri Flugleiða á flugvellinum í Frankfurt og sá um þjónustu gagn- vart farþegum og flugvélum Flug- leiða til og frá Frankfurt. Í starf- inu naut hann sín best, hafði mikið að gera og tók þátt í hringiðu lífs- ins á flugvellinum. Hann gegndi miklu ábyrgðarstarfi þar sem mik- ilvægt var að hægt væri að treysta því að öll mál væru afgreidd fjótt, vel og örugglega. Hans var mikils metinn og virtur af samstarfsfólki sínu á flugvellinum, ekki aðeins fyrir faglega færni heldur ekki síð- ur fyrir persónueinkenni sín; ákveðnar skoðanir og eftirfylgni, sína léttu lund og ómælda hjálp- semi gagnvart öðrum. Hans hafði ríka ábyrgðartilfinn- ingu gagnvart okkur fjölskyldunni. Þrátt fyrir mikla landfræðilega fjarlægð vildi hann alla tíð hafa fullvissu um að hjá okkur öllum væri allt í góðu gengi. Stuttar en frábærar samverustundir, óvænt símtöl, bréf og afmæliskortin sem aldrei misfórust, allt er þetta ómet- anlegt. Ágæti stóri bróðir, þín er sárt saknað. Þín litla systir. Jóna Björg Sætran. Nú er hann Hans okkar búinn að kveðja okkur í síðasta sinn. Fátt vissum við um ættir og uppruna Hans og verður ekki fjallað um það hér. Um margra ára skeið settum við sem samstarfsmenn Hans hjá Flugleiðum samasemmerki á milli Hans og flugvallarins í Frankfurt. Virtist sem vinnan væri Hans allt og sem fátt annað kæmist að enda var starfið honum meira en lífsvið- urværi og aldrei lét Hans sig vanta á vinnustað. Hans var flókinn per- sónuleiki að eðlisfari og hleypti ekki hverjum sem var að sér. Þegar betur var að gáð var þó hér á ferðinni afskaplega fróður og skemmtilegur drengur sem með hlédrægni ávann sér virðingu þeirra sem kynntust honum. Ekki verður á móti mælt að sam- viskusamari starfsfélaga höfum við vart kynnst og aldrei heyrðist Hans hallmæla nokkrum manni. Alhliða þekking hans á flugrekstri og hárfín vinnubrögð voru til fyr- irmyndar í alla staði. Fagmaður fram í fingurgóma. Skemmtilegast af öllu var að heim- sækja flugvellina í Hamborg og Frankfurt og láta Hans leiða sig um alla ganga þar. Augljóst var að Hans þekkti hvern krók og kima og þekkti að því er virtist alla starfsmenn þar sem allir heilsuðu honum. Jafnljóst var af viðræðum við samstarfsaðila okkar á erlend- um flugvöllum að Hans naut mik- illar virðingar allra sem þekktu til og er skarð fyrir skildi í röðum okkar. Síðan 1999 starfaði Hans sem yfirmaður alls stöðvarrekstrar Flugleiða í Mið-Evrópu og leysti það starf af hendi bæði samvisku- samlega og farsællega. Atburðirnir 11. september í Bandaríkjunum settu strik í reikninginn hjá flug- félögum um allan heim og voru Flugleiðir eins og alkunna er ekki undanskildar. Niðurskurður í flugrekstri til Mið-Evrópu var staðreynd og við blasti að Hans flytti heim til Ís- lands á ný með vorinu eftir áratuga vist erlendis. Æðruleysi og lítillæti einkenndi viðbrögð Hans við þessum breyt- ingum og sýndi sig vel hversu vel gerður maður hann var. Í stað þess að örvænta eða skammast yfir ör- lögum sínum var tekist á við þessar breytingar af jákvæði og dirfsku sem sýndi sig best í hversu vel Hans vildi skilja við rekstur okkar í Frankfurt. Hans virtist hlakka til að snúa aftur til fósturjarðarinnar og er þess vegna enn sárara að hann skuli vera farinn frá okkur. Í dag kveðjum við Hans Sætran en minningin um góðan mann og vin verður eftir hjá okkur. Við sendum fjölskyldunni okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Hrafn og Kolbeinn. HANS SÆTRAN  Fleiri minningargreinar um Hans Sætran bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. H3  3 :% &! 0;J &+         -    "9     -       5-'      (  "($$ ./  /      -    (   /'*  ( 0 < < /*2  %         9 4  H9  -'(7 %&'!(&       3 4'    .-  & -    "9    -       .- '    !    "#$$ 6       -   2    2    -       1    7 @+)(:)+  :)+ 9 :)+ )% //*2  %     '         ,548  : 0 ; -& )DD      -    ,    &        ! :   (!   ?> :)+  ( -()+ *:8+()+2 :  2   2  *    -   -                        @ 5  45 :%!)&F'+ :  ; !(& (  0: (0:: 2 0'*)( 2@+ )+ -)     -2@+   99&)+   2@+   %  )+   2@+   JI+2@+   0))+ 0)+2@+   &&(< )+ <;)+ '2@+ )+ ;@    / !@+ )+ +: >0 :)   .( @+ )+ 8+ 28+    //* ///*2        0  L  * !'+H   (H&:     '.   ';* "+    -         .-     !   "+<+$ 6     -   2    2    -           '      !)  J  .(0)  J 8+-'* J2  %           0 @2.49 8*&  " 0:  !$7     5            (                 +  "++$ 6     -   2  2  -  &       -* )/* //* ///*2 .   48 4 : ,:     -       '+ 2 5 %           0 8  J& +:D#     ?0)+  /'*  )+)+ /'*  )+)+ 8+0  >8+)+ <> H J!  (   ))+ 00 2  %       45.9 0 ;G# %&'!(&      ' 2   #   '    )   * '   ./       (0 &)2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.