Morgunblaðið - 28.12.2001, Page 58

Morgunblaðið - 28.12.2001, Page 58
UMRÆÐAN 58 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ STUNDUM gerist það að starfsfólk við kvikmyndagerð eða frá sjónvarpsstöðum hringir í mig eða í vini mína og segir: „Okkur langar til að fá „nýbúa“ fyrir þáttinn okkar. Geturðu bent á ein- hvern?“. Þá spyr ég hvort hægt sé að tak- marka hvers konar „nýbúa“ það langar í, frá Kína, Nígeríu eða Póllandi? Svörin eru næstum alltaf þau sömu „okkur vantar nýbúa frá Asíu eða Afríku“. Það kennir okkur hvað þetta orð einkennist mikið af sjónarþættinum, s.s. af út- liti fólks. Er þetta bara vegna þess að starf kvikmyndagerðar eða sjón- varpsstöðva er sérstaklega nátengt við hið sjónræna í eðli sínu? Eða er þetta einkenni að finna víðar í þjóð- félaginu? Orðið „nýbúi“ hefur birst í ís- lensku þjóðfélagi á síðasta áratug. Mér skilst að þetta orð „nýbúi“ hafi verið búið til í þeim tilgangi að benda á fólk sem er af erlendum uppruna á fallegan hátt í staðinn fyrir að nota orðið „útlendingur“ eða „innflytjandi“ sem hljóma köld eða eins og vörur. Í upphafi áratugarins stóðst orðið vel. Miðstöð nýbúa var stofnuð og nýbúafræðsla var opnuð hjá Námsflokkum Reykjavíkur á sama tímabili. Orðið „nýbúi“ fylgdi í kjölfar breytinga í þjóðfélaginu. Engu að síður er notkun orðsins orðin svolítið öðruvísi en ætl- ast var til. Skilningur á orðinu „nýbúi“ og notkun orðsins skiptist a.m.k. í tvennt. Annað er skilgreining í ný- búafræðslu eða skóla- kerfinu og hitt er notk- un yfirleitt í þjóðfélaginu sem er undir miklum áhrifum frá fjölmiðlum. Í fyrstu er „nýbúi“ skilgreindur þannig í nýbúafræðslu að nýbúi sé einstaklingur sem á annað móðurmál en ís- lensku. Þess vegna þýðir „nýbúi“ öll börn sem eiga annað móðumál en ís- lensku í skólakerfinu, án tillits til þess hvaðan þau koma upphaflega. Þetta eru mjög fín rök og ég er já- kvæður gagnvart þessari skilgrein- ingu. Mig langar til að benda á tvö at- riði um þessa skilgreiningu. Þau eru; a) þessi notkun er mjög sér- fræðileg og nátengd við kennslu. b) skóli er smásamfélag þar sem allir þekkja alla. Í skólum eru samskipti með upplýsingum um sérhvern ein- stakling. Þess vegna er hægt að skil- greina hvejir eru nýbúar og hverjir ekki. Enda er þetta að mínu mati mjög takmörkuð notkun orðsins „nýbúi“. Aftur á móti virkar ekki slíkt ein- stakt upplýsingakerfi í þjóðfélaginu eins og í skólum. Þótt Ísland sé smá- þjóð eru flestir á götum borgarinnar ókunnugir. Í slíkum aðstæðum er það mjög algengt að maður byrji að flokka menn í kringum sig á ein- hvern hátt; eins og t.d. „gott fólk“ eða „framandi fólk“. Önnur orða- notkun „nýbúa“ tengist við þennan almenna málaflokk. Ólíkt í skólum á orðið „nýbúi“ eingöngu við útlend- inga sem eru aðgreinanlegir í útliti, eins og fólk frá Asíulöndum eða Afr- íkulöndum. Evrópubúar teljast ekki lengur hér með, því t.d. „venjuleg- ur“ Þjóðverji er óaðskiljanlegur frá Íslendingum á þennan hátt. Því mið- ur sýnist mér að þessi notkun sé yf- irgnæfandi um hvernig orðið „nýbúi“ er notað venjulega. Orðið „nýbúi“ sjálft er hlutlaust. Ef þetta orð bendir í alvöru ein- göngu, eða a.m.k. aðallega, á fólk sem er með öðruvísi útlit en hefð- bundin mynd Íslendinga, þá verðum við að skynja viðhorf samfélagsins sem hefur leitt orðanotkunina í þá áttina. Orðanotkun hefur viðhorf notenda að baki. Orðanotkun end- urspeglar hugmynd samfélags um ákveðið málefni. Það þýðir ekki að viðkomandi við- horf sé alltaf skýrt og meðvitað fyrir notendur orðsins. Kannski eru þau frekar dulin eða ómeðvítuð. Þess vegna er það nauðsynlegt að reyna að skynja þau og skilja hvað þau eru í raun. Ég tel að ástæða þess að orðið „nýbúi“ bendir á fólk með öðruvísi útlit en „venjulegir“ Íslendingar séu etnísk sjálfsverndarkennd Íslend- inga, sem þeir læra til að halda í sameiginlega þjóðerniskennd. Hún er ótti um að mæta manni sem talar öðruvísi tungumál, sem trúir á öðru- vísi guð eða sem er með öðruvísi sið- venju. Etnísk sjálfsverndarkennd finnur fyrst og fremst fólk með öðruvísi útlit til að aðskilja það frá sínum hópi. Síðan finnur hún þá sem tala ekki sama tungumál o.s. frv. Varðandi fólk frá Asíu og Afríku blandast þessi etníska vitund saman við staðalmynd sem lítur á það sem fátækt og ómenntað fólk og mótar fasta fordóma. Að þessu leyti er orð- ið „nýbúi“ fordómafullt orð. Sá sem skynjar ólýsanleg leiðindi þegar hann er kallaður „nýbúi“ er ekki að- eins ég sjálfur, heldur margir. „Okk- ur langar í nýbúa“. Hver getur sagt að slík tjáning sé ekki fordómafull? Nú langar mig til að benda á at- hugaverð atriði um notkun orðsins „nýbúi“. 1. Hver sem ástæðan er, þá er ekki rétt að flokka fólk eftir útliti þess og nota yfir það sérstak orð. 2. Orðið „nýbúi“ fer fram hjá þeirri staðreynd að á Íslandi búa mörg ættleidd börn eða fólk af er- lendum uppruna sem eru þegar Ís- lendingar. Hvað þýðir orðið „nýbúi“ fyrir þau? 3. Margt fólk sem er af erlendum uppruna segist ekki vilja vera kallað „nýbúi“. Ég ítreka það til að forðast að valda misskilningi, að ég segi ekki að notkun orðsins „nýbúi“ sé alltaf vond. Ég segi ekki að allir sem nota orðið „nýbúi“ séu fordómafullir. Eins og í skólum er orðið „nýbúi“ notað til að bæta aðstæður fyrir fólk af erlendum uppruna á ýmsan hátt. Ég þekki margar góðar manneskjur sem nota þetta orð án neinn for- dóma. Engu að síður er það líka satt að þetta orð er notað oft á afar for- dómafullan hátt við aðrar aðstæður. Það er eðli samfélags mannkyns að breyta tiltekinni orðanotkun eða að skipta út orðum í sögu sinni. Það sem er heimilt þegar samfélag er ekki búið að læra um ákveðið mál- efni getur orðið óheimilt þegar það er búið að læra nóg. Með því að hugsa um orð og notkun þess þróast samfélagið sjálft líka. Um málefni kynþáttafordóma eða um málefni fatlaðra eru mörg slík dæmi til stað- ar. Er ekki kominn tíminn til að end- urskoða líka orðið „nýbúi“ núna? Að mínu mati er hlutverk orðsins „nýbúi“ búið. Það á að hverfa í ná- inni framtíð og opinberar stofnanir og fjölmiðlar eiga að sýna frum- kvæði að því að hætta að nota þetta orð. Hvaða orð kemur þá í staðinn? Að finna rétta svarið er okkar sam- eiginlega verkefni. ,,Nýbúi“, orðið og notkun orðsins Toshiki Toma Nýbúar Þótt Ísland sé smáþjóð, segir Toshiki Toma, eru flestir á götum borg- arinnar ókunnugir. Höfundur er prestur innflytjenda. Ungbarnafatnaður Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og verðið. Allt fyrir mömmu. Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136. GUNNAR Stefáns- son tölfræðingur gerir mér þann heiður að svara spurningum mínum í Mbl. 18. des sl. um hvort ekki sé hægt að forrrita töl- fræði svo einfalt að hún taki mið af reynslu. Reynslan var að þorskstofninn virt- ist bregðast við auk- inni sókn með aukinni framleiðslu árin 1972– 1975 þegar það var 43% meðalveiðiálag. Árið 1973 var veiðiálag 47% og gaf af sér met- árganginn 1973. Við gátum svo veitt meira en eina millj- ón tonna úr þessum eina árgangi. Sambærileg góð reynsla varð einnig árin 1983, 1984 og 1993 með sterka árganga úr litlum þorskstofni en þessi þrjú síðari skipti skil- uðu þessir árgangar sér sífellt verr í veiði, (hækkuð náttúruleg afföll?) hugsanlega vegna tilrauna til „uppbyggingar“ stofnsins. Andstæð dæmi eru um niðursveiflu stofns við minnkaða sókn eins og árin 1980–1983 1989–1992 og nú hafa týnst 600 þúsund tonn af þorski sl. tvö ár við að beita 25% „afla- reglu“. Þetta eru allt staðreyndir. Gunnar segir samt 18. des sl.: „Gögn um þorsk á Íslandsmiðum frá 1928 til 2001 sýna minni nýliðun við litla stofnstærð og að meiri sókn leiði til minni stofnstærðar. Öll sú tölfræði sem undirritaður (Gunnar) þekkir styður þessa túlkun.“ Þessar röksemdir Gunnars stand- ast ekki. Á fyrri hluta síðustu aldar var hlýindaskeið. Það gefur villandi tölfræðilegar niðurstöður að blanda því tímabili saman við síðari hluta aldarinnar því þá var mun kaldara og skal það rökstutt. Meðalhiti sjávar í mælipunkti Hafrannsóknastofnunar á 50 m dýpi út af Norðurlandi var 5,2°C á tíma- bilinu 1924–1960. Þá var norsk-ís- lenski síldarstofninn hér árlega (vegna hlýsjávar) og nýttist sá stofn þá sem fóður handa meira magni af stórþorski. Mun hærra hitastig 1924–1960 skilaði einnig meira fæðuframboði, samanber heimildir um rauðan sjó af rauðátu. Við veiddum hvorki loðnu né rækju og þorskurinn fékk því meiri fæðu. Hvala- og sjófuglastofnar voru bara lítill hluti af því sem nú er, á fyrri hluta aldarinnar, og munar þar um tugi milljóna tonna árlega sem hval- ir og fuglar þurfa meiri fæðu í dag en á fyrri hluta síðustu aldar. Hafísárin komu svo 1965–1972 og kaldur pólsjór flæddi yfir uppeld- isstöðvar smáþorsks fyrir Norður- landi og myndaði kuldatungu langt suður með Austurlandi. Þessi kuldatunga hefur síðan þá hindrað aðgang norsk-íslensku síldarinnar að íslenskum fiskimiðum en ekki „ofveiði“. Meðalhiti sjávar í mælipunkti Hafrannsóknastofnunar fyrir Norð- urlandi fór niður fyrir 0°C árið 1969. Meðalhiti frá 1960–2000 hefur aðeins um 2,8°C samanborið við 5,2°C frá 1924–1960. Þessar aðstæð- ur eru svo gjörólíkar að Gunnari ber skylda til að sundurliða þessi tímabil en ekki hræra þessu öllu í einn velling – til þess að fá ranga niðurstöðu – eða til hvers annars?? Tölfræðilegur samanburður á sundurliðuðum tímabilum á bæði að gera með einföldum hætti til að fá fram hver fylgni er milli nýliðunar og stofnstræðar þorsks og einnig hver fylgni er með mismunandi „keðjumeðaltölum“ til að reyna að fá fram hver raunveruleg svörun náttúrunnar er við stórum og litlum stofni hvað varðar nýliðun. Hefur maður í stöðu Gunnars virkilega efni á hroka og yfirlæti þegar tölfræðileg uppskrift hans virðist hafa leitt til þess að það týndust 600 þúsund tonn af þorski? Skuldar Gunnar ekki allri þjóðinni kurteisisleg svör við réttmætum spurningum svo ekki sé nú minnst á að smá hógværð og jafnvel smá- vægileg afsökunarbeiðni á villandi ráðgjöf og týndum þorski myndi varla skaða – eða hvað? Niðurstaðan getur ekki orðið önnur en sú, að vegna gjörólíkra að- stæðna á fyrri og síðari hluta síð- ustu aldar megi ætla að burðarþol hafsins til náttúrulegrar þorskbeit- ar sé hugsanlega alls ekki ekki meira en þriðjungur af því sem var á fyrri hluta síðustu aldar. Þetta þýðir að ef burðarþol hafsins þoldi um tvær milljónir tonna af þorski á fyrri hluta aldarinnar má ætla að samsvarandi burðarþol í dag sé um 600 til 700 þúsund tonn. Það sem styður þetta enn frekar er að allar tilraunir til að „byggja upp stofn- inn“ umfram þessa stærð hafa mis- tekist og þorskurinn týnst!! Þetta samanlagt leiðir sjálfkrafa til þeirr- ar rökréttu niðurstöðu að minnsta áhættan sé að hafa veiðiálag hátt við ríkjandi aðstæður – samkvæmt þessari reynslu. Allar líkur eru á því að við höfum tapað af afla fyrir tugi milljarða ár- lega vegna tilraunastarfsemi um of lágt veiðiálag. Ágreiningur er eðli- legur og nauðsynlegur um það hvað má veiða mikinn þorsk án teljandi áhættu. Ég tel að það sé viðunandi áhætta að taka mið af því sem reyndist best og forðast það sem hefur reynst illa. Ég sé ekki að það þjóni tilgangi að ég fari í Bóksölu stúdenta til að festa kaup á bók Gunnars um úreltan tölfræðilegan misskilning. Gunnar skuldar faglega umfjöllun um þann möguleika að náttúruleg dánartíðni hafi hækkað vegna 25% aflareglu. Staðreynd er að vaxtar- hraði þorsks hefur fallið, kyn- þroskaaldur hefur einnig fallið og þorskur hrygnt yngri en áður – og að öllum líkindum drepist eftir hrygningu. Þetta á sérstaklega við um árganginn 1993. Hækkuð dánartíðni þorsks vegna friðunar er þannig langtum rökrétt- ari skýring á týndum þorski í dag en „ofmat“ árin 1998 og 1999 á þessum árgangi. „Ofmat“ er bara bakreiknað tölfræðilegt hugarflug sem styðst ekki við haldbærar rök- semdir. Hitt er svo annað mál hvort það sé hugsanlega fræðilegur möguleiki á því að um „ofmat“ kunni að vera hjá Gunnari á ágæti eigin tölfræði. Gunnar Stefánsson skuldar enn svör Auðlindin Allar líkur eru á því, segir Kristinn Pét- ursson, að við höfum tapað af afla fyrir tugi milljarða árlega vegna tilraunastarfsemi um of lágt veiðiálag. Höfundur er fiskverkandi. Kristinn Pétursson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.