Morgunblaðið - 28.12.2001, Síða 61

Morgunblaðið - 28.12.2001, Síða 61
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 61 Einu færra um að hugsa Estée Lauder kynnir Equalizer Smart Makeup SPF 10 Nýi Equalizer Smart Makeup farðinn er sem hugur manns. Þú þarft ekki lengur að hugsa um hvort útlitið sé í lagi þótt liðið sé á daginn. Þessi farði nýtir nýjustu tækni til að vinna gegn breytingum á húðinni af völdum umhverfisins. Það er rétt eins og hann hugsi fyrir öllu í þinn stað: Þar sem húð þín er þurr færir hann henni raka. Þar sem hún er feit beitir hann fituhemlunum. Þannig helst farðinn ferskur, einsleitur og fullkominn allan daginn. Fæst aðeins hjá Clara Kringlunni, Debenhams snyrtivörudeild, Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáralind, Hagkaup Spönginni, Lyfja Lágmúla, Lyfja Laugavegi, Lyfja Smáratorgi, Lyfja Smáralind, Lyfja Garðatorgi, Lyfja Setbergi, Lyf og Heilsa Austurstræti, Sara Bankastræti, Apótek Keflavíkur. ÁRIÐ 1953 voru á Alþingi samþykkt lög um leigubifreiðar í kaupstöðum. Meginat- riði þeirra laga voru svæðisbundnar tak- markanir á fjölda leigu- bifreiða, fyrst og fremst í Reykjavík og nágrenni. Það var fyrir tilstilli félagsmanna í tveimur leigubifreiða- stjórafélögum sem lög- gjöfin var sett og með frumvarpi til laga árið 1952 var greinargerðin skrifuð af formönnum félaganna. Með lögun- um urðu til mjög skýr- ar hindranir á inngöngu nýrra aðila að greininni og önnur ákvæði er fólu í sér samkeppnishamlandi afskipti hins opinbera. Nokkuð skiptar skoð- anir voru um ágæti þeirrar lagasetn- ingar og stór hópur þingmanna var á þeirri skoðun að með henni væri stjórn landsins að stíga skref í átt að auknum ríkisafskiptum og óþarfa hindrunum og höftum á markaði sem krefðist ekki slíks. Lagasetningin þýddi í raun að markaður með þjón- ustu á þessu sviði væri ekki þess eðl- is að þar giltu hin almennu markaðs- lögmál og til þess að koma í veg fyrir offramboð og til þess að bæta nýt- ingu fjárfestinga í greininni væru lögbundnar hindranir á inngöngu nýrra aðila að markaðnum nauðsyn- legt úrræði. Þessi ákvæði hafa haldið sér í löggjöf um leigubifreiðar allar götur síðan og nú á síðasta degi þingsins fyrir jólaleyfi samþykkti Al- þingi áframhald á haftastefnu sinni í þessum málaflokki. Það skýtur nokkuð skökku við þegar ríkisstjórn er gefur sig út fyrir að standa vörð um frelsi í viðskiptum og afnám at- vinnuhindrana hverskonar leggur blessun sína yfir slíka löggjöf án þessa að færa vel ígrunduð rök fyrir afstöðu sinni. Það eru stór orð að segja að löggjafinn hafi án nauð- synlegs rökstuðnings bundið í lög skerðingu á atvinnufrelsi manna en réttur borgaranna til að velja sér atvinnu er bundinn í stjórnar- skrá lýðveldisins líkt og önnur grundvallar mannréttindi. Það eru einnig stór orð að segja að án rökstuðnings sem talist getur haldbær hafi löggjafinn bundið í lög ákvæði sem fara í öllu gegn ákvæðum samkeppnislaga og al- mennum viðhorfum manna til við- skipta. Þessi orð eru stór en fyrir þeim eru góð og gild rök. Það sama er því miður ekki hægt að segja um rökfærslu þeirra þingmanna er að meðferð frumvarpsins stóðu. Með- ferð þingsins á umræddu frumvarpi var þess eðlis og með þeim hætti að ef einhvern tíma hefur verið tilefni til að íhuga hvort sérstakur stjórnlaga- dómstóll sé nauðsynlegur á Íslandi, þá er það nú. Með samþykki sínu hefur Alþingi enn og aftur ítrekað að þinginu er vart treystandi til að fara með það fullnaðarmat sem því hefur hingað til verið treyst fyrir þegar kemur að því að leggja mat á hvernig hagsmunum almennings í landinu sé best borgið. Í nýjum lögum um leigu- bifreiðar er löggjöfin ekki færð að breyttum þjóðfélagsaðstæðum eins og haldið er fram í athugasemdum ráðuneytisins við umrædd frumvarp og megininntak þeirra það sama og það var fyrir nærri fimmtíu árum. Haftastefna stjórnvalda er því stað- fest og það vekur upp áleitnar spurn- ingar varðandi hollustu þingmanna við þær hugsjónir er þeir telja sig standa fyrir. Að mínu mati og eflaust margra annarra voru það ekki hags- munir almennings sem hafðir voru að leiðarljósi við lagagerðina nú, heldur hagsmunir þröngs hóps manna er stunda atvinnu í greininni. Ef að slíkt hefur verið raunin hafa þingmenn þeir sem töluðu fyrir um- ræddum lögum gerst sekir um að leggja til samþykktar lagafrumvarp sem brýtur án nokkurs efa gegn 75. grein stjórnarskrárinnar og hafa þannig brotið trúnað sinn gagnvart Íslendingum öllum. Þeir þingmenn eiga að mínu mati að biðja kjósendur sína afsökunar á opinberum vett- vangi. Það gera þeir ekki nema með því að leggja til endurskoðun á ný- samþykktum lögum um leigubif- reiðar með hagsmuni almennings og mannréttindi borgaranna að leiðar- ljósi. Ég skora hér með á háttvirtan ráðherra samgöngumála að stíga fram og útskýra fyrir almenningi hvernig almannahagsmunir eru tryggðir í umræddum lögum og þar með hver hin gildu rök eru fyrir þeirri skerðingu á atvinnufrelsi og þeim samkeppnishöftum er í lögun- um felast. Svör hans verða eflaust mörgum til mikils fróðleiks og jafn- vel skemmtunar. Ný lög um leigubifreiðarekstur Gunnar Axel Axelsson Leigubifreiðar Alþingi hefur enn ítrekað, segir Gunnar Axel Axelsson, að því er vart treystandi. Höfundur er nemandi við viðskiptadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.