Morgunblaðið - 28.12.2001, Page 74

Morgunblaðið - 28.12.2001, Page 74
DAGBÓK 74 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... MIKIÐ er markaðurinn skrýtinskepna. Það sýnir hinn mikli skortur á jólatrjám, sem skapaðist síðustu dagana fyrir jól. Í fréttum hefur komið fram að færri verzl- anir seldu jólatré í ár en í fyrra, m.a. vegna þess að í öllu góðærinu í fyrra sátu kaupmenn uppi með miklar óseldar birgðir eftir jól, sem þeir gátu skiljanlega ekki gert neitt við nema sett í timburkurl- arann eða sniðið niður í girðing- arstaura. Eftirspurnin í ár kom mönnum hins vegar á óvart; fleiri virtust kaupa sér lifandi jólatré en kaupmenn bjuggust við, þrátt fyrir allt talið um efnahagsþrengingar og minnkandi kaupmátt. x x x SVIPAÐ var uppi á teningnum íNoregi fyrir jólin, nema hvað þar vanmátu kaupmenn eftirspurn eftir svínarifjum (ribbe) en ekki jólatrjám. Í netútgáfu Aftenposten kemur fram að margir Norðmenn, sem ætluðu að hafa svínarif á borð- um, komu að tómum kæliborðum stórmarkaða á Þorláksmessu. Þetta var auðvitað bagalegt, enda borða 56% Norðmanna svínarif á jólunum, samkvæmt könnun sem gerð var fyrir samtök norskra slát- urhúsa. Í fyrra seldust 3.500 tonn af svínarifjum en í ár var salan komin upp í 4.375 tonn þegar síð- asta rifjasteikin seldist. Örvænt- ingarfullir neytendur gripu sumir til þess ráðs að aka yfir landamær- in til Svíþjóðar til að leita uppi rifjasteik, líkt og Keflvíkingarnir, sem fóru til Hveragerðis að finna sér jólatré. x x x VANDRÆÐALEGIR norskirkjötkaupmenn gefa þá skýr- ingu á þessari stórauknu eftirspurn að hryðjuverkin í september hafi haft þær afleiðingar að fólk vilji frekar vera heima hjá sér á jól- unum, verja tíma sínum með fjöl- skyldunni og halda gamlar jóla- hefðir í heiðri en að ferðast til útlanda eða ástunda einhverja til- raunastarfsemi í matargerð um há- tíðarnar. Kannski á það sama við á íslenzka jólatrjáamarkaðnum; að á þessum síðustu og verstu tímum skapi greniilmurinn í stofunni ör- yggiskennd og vellíðan hjá fólki. x x x NÚ ER næsta verzlunaræðilandans framundan, þ.e. flug- eldaverzlunin fyrir áramótin. Fróð- legt verður að sjá hvort kreppan hefur þau áhrif á landann að hann verði tregari en í fyrra til að skjóta peningunum sínum upp í loftið eða brenna þá upp á nokkrum mínútum í formi flugelda og blysa. Það vegur líklega upp á móti að með flugelda- kaupunum er verið að styrkja gott málefni, þ.e. starfsemi björgunar- sveitanna. Líklega hefur sjaldan verið meiri þörf á að sú starfsemi njóti góðs stuðnings. Víkverji hefur þó stundum velt því fyrir sér hvort björgunarsveitirnar ættu ekki að bjóða upp á þann valkost að fólk styrkti þær bara beint um áramót- in, án þess að kaupa flugelda. Það væri betri nýting á peningunum. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 laskaðir, 8 málmur, 9 bakteríu, 10 húsdýr, 11 lóga, 13 smámynt, 15 kalt, 18 logið, 21 stormur, 22 úthluta, 23 gróða, 24 ofsalega. LÓÐRÉTT: 2 eyja, 3 tilbiðja, 4 áreita, 5 sér eftir, 6 flasa, 7 heit- ur, 12 gljúfur, 14 þangað til, 15 nokkuð, 16 gera auðugan, 17 kögurs, 18 dapra, 19 skyldmennis- ins, 20 spilið. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 hagur, 4 þarfs, 7 fljóð, 8 næðis, 9 agg, 11 rits, 13 gróa, 14 ætlar, 15 slær, 17 áköf, 20 las, 22 koddi, 23 kafli, 24 súrna, 25 ranns. Lóðrétt: 1 hafur, 2 grjót, 3 ræða, 4 þung, 5 riðar, 6 sessa, 10 gilda, 12 sær, 13 grá, 15 sekks, 16 ældir, 18 kæfan, 19 fliss, 20 lima, 21 skær. K r o s s g á t a 1. g3 d5 2. Bg2 e5 3. d3 Rf6 4. Rf3 Rc6 5. 0-0 h6 6. Rbd2 Be6 7. e4 dxe4 8. dxe4 Bc5 9. De2 0-0 10. c3 De7 11. Rc4 Bxc4 12. Dxc4 Had8 13. b4 Bb6 14. a4 a6 15. Ba3 Dd7 16. b5 axb5 17. axb5 Ra5 18. De2 Hfe8 19. Bb4 Rb3 20. Had1 Dg4 21. Hxd8 Hxd8 22. Dc4 Rd2 23. Rxd2 Hxd2 24. Bc5 De2 25. Dxe2 Hxe2 26. Bxb6 cxb6 27. Hd1 Hc2 28. f4 Rg4 29. fxe5 Taflfélag Garðabæjar stóð fyrir mikilli skákhátíð í tengslum við úrslitaviðureign- ina í bikarkeppni Plúsferða. Einn af mörgum viðburðum var liðakeppni á Netinu á milli valinkunnra kvenna frá þrem- ur löndum. Nýkrýndir Evr- ópumeistarar, Frakkar, höfðu tvö lið, Ísland og Noregur sitt- hvort. Staðan kom upp í keppninni. Hin fimmtán ára Marie Sebag (2.312) frá Frakklandi hafði svart gegn Ellen Hagesaether (2102). 29. ...Hxg2+! 30. Kxg2 Re3+ 31. Kf3 Rxd1 32. c4 Rb2 33. Ke3 Rxc4+ 34. Kd4 Ra3 35. Kd5 Rxb5 36. e6 fxe6+ 37. Kxe6 Rc3 38. e5 b5 39. Kd6 b4 40. e6 b3 41. e7 Re4+ 42. Ke5 Rf6 43. Kd4 b2 og hvítur gafst upp saddur lífdaga. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Frakk- land, a-sveit, fékk 8 vinninga af 9 mögulegum 2.–3. Ísland og Noregur 3½ 4. Frakkland, b-sveit, 3 v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. MIG langar til að lýsa ánægju minni með þessa bók eftir Þórunni Stefáns- dóttur. Ég er greind með þunglyndi og persónu- leikaröskun (emotionally unstable personality dis- order). Mér fannst eins og það væri verið að tala um mig í bókinni. Ég er ekki komin jafn langt á veg í ferðalaginu sem höfundur- inn lýsir en eftir lestur bókarinnar er ég mun bjartsýnni á að mér muni takast þetta. Þegar ég skrifa þetta er ég tilbúin í slaginn enda ekki í svörtu holunni í dag. Þessi bók fær fimm stjörnur frá mér. Ung kona. Góðir og ódýrir réttir ÞORBJÖRG hafði sam- band við Velvakanda og vildi benda fólki á taílenska örbylgjurétti sem fást í Hagkaup. Segir Þorbjörg að þetta séu mjög góðir og ódýrir réttir og ekki síst skemmti- leg tilbreyting. Gleymdi peningunum í hraðbanka ÉG varð fyrir þeirri leið- inlegu reynslu að gleyma peningunum mínum sem ég var að taka út í hrað- banka við Bónus í Holta- görðum þriðjudaginn 18. desember. Samkvæmt upptöku frá bankanum tekur kona pen- inginn og fer inn í Bónus eins og hún sé að leita að þeim sem gleymdi pening- unum. Ef þú kæra kona lest þetta bréf frá mér þá getur þú náð í mig í síma 696 0616. Það er sárt fyrir mig að tapa þessum aurum rétt fyrir jólin þannig að ég vona að þú hafir samband við mig. Elín. Tapað/fundið Gleraugu týndust Karlmannsgleraugu í ljós- brúnu hörðu hulstri týnd- ust í desember. Finnandi hringi í síma 586 2469. Bíllyklakippa týndist BÍLLYKLAKIPPA með fjarstýringu týndist trú- lega á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs eftir hádegi sl. fimmtudag. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 587-8058 eða 565-8327. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Konan í köflótta stólnum Svangar grágæsir í Laugardal. Morgunblaðið/Ómar Skipin Reykjavíkurhöfn: Skel og Arnarborg koma í dag. Atlas og Vædderen fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Ík- an Serong fer í dag frá Straumsvík. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 leikfimi og vinnustofa, kl. 12.45 dans, kl. 13 bók- band. Bingó í dag kl. 14, Snælandsskóli kemur og syngur. Félagsmiðstöðin er lokuð 31.12. Starfs- fólk óskar öllum gleði- legs árs og góðrar fram- tíðar. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9–12 bókband, kl. 9–16 handavinna, kl. 10– 17 fótaaðgerð, kl. 13 spil- að í sal og glerlist. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum verður lokað til 8. janúar. Ósk- um öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9– 16.45 er hárgreiðslu- stofan opin, kl. 9 er handavinnustofan opin. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 er verslunin opin, kl. 13 „opið hús“, spilað á spil. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Áramótadansleikurinn verður laugardaginn 29. des. kl. 20.30. Caprí tríó leikur fyrir dansi. Ása- dans og happdrætti. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 myndlist og rósamálun á tré, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14 brids. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16, blöðin og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Í dag opið kl. 9–16.30. Veitingar í veitingabúð. Fimmtudaginn 3. janúar verður áramótaguð- sþjónusta í Bústaða- kirkju kl. 14 á vegum Ellimálaráðs Reykjavík- urprófastsdæma og Bú- staðasóknar, mæting í Gerðubergi kl. 13.15. Að messu lokinni verður ek- ið um borgina ljósum prýdda, skráning hafin. Upplýsingar um starf- semina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 13 bókband. Hraunbær 105. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–17 hárgreiðsla og fótaað- gerðir, kl. 9 handavinna, bútasaumur, kl. 11 spurt og spjallað. Laus pláss í myndlist og gler- skurði. Starfsfólk óskar velunnurum sínum árs og friðar. Starfsemin hefst aftur 2. janúar. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, leikfimi og postulín, kl. 12.30 postu- lín. Fótsnyrting og hár- snyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 10 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handa- vinna, kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30 kaffi og dansað í aðalsal. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerðir, kl. 12.30 leirmótun, kl.13.30 bingó. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (ca. 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laugard. kl.15–17 á Geysi, Kakó- bar, Aðalstræti 2 (Geng- ið inn Vesturgötu- megin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Suðurlandi: Í Vestmannaeyjum: hjá Axel Ó. Láruss. skó- verslun, Vest- mannabraut 23, s. 481- 1826. Á Hellu: Mosfelli, Þrúðvangi 6, s.487-5828. Á Flúðum: hjá Sólveigu Ólafsdóttur, Versl. Grund s. 486-6633. Á Selfossi: í versluninni Írisi, Austurvegi 4, s. 482-1468 og á sjúkra- húsi Suðurlands og heilsugæslustöð, Ár- vegi, s. 482-1300. Í Þor- lákshöfn: hjá Huldu I. Guðmundsdóttur, Odda- braut 20, s. 483-3633. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Reykjanesi: Í Grindavík: í Bókabúð Grindavíkur, Vík- urbraut 62, s. 426-8787. Í Garði: Íslandspósti, Garðabraut 69, s. 422- 7000. Í Keflavík: í Bóka- búð Keflavíkur Penn- anum, Sólvallagötu 2, s. 421-1102, og hjá Ís- landspósti, Hafnargötu 89, s. 421-5000. Í Vog- um: hjá Íslandspósti b/t Ásu Árnadóttur, Tjarn- argötu 26, s. 424-6500, í Hafnarfirði: í Bókabúð Böðvars, Reykjavík- urvegi 64, s. 565-1630 og hjá Pennanum- Eymundssyni, Strand- götu 31, s. 555-0045. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum í Reykjavík: Skrifstofu LHS Suð- urgötu 10, s. 552-5744, 562-5744, fax 562-5744, Laugavegs apóteki, Laugavegi 16, s. 552- 4045, hjá Hirti, Bón- ushúsinu, Suðurströnd 2, Seltjarnarnesi, s. 561- 4256. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Vesturlandi: Á Akranesi: í Bókaskemm- unni, Stillholti 18, s. 431- 2840, Dalbrún ehf., Brákarhrauni 3, Borg- arnesi og hjá Elínu Frí- mannsd., Höfðagrund 18, s.431-4081. Í Grund- arfirði: í Hrannarbúð- inni, Hrannarstíg 5, s. 438-6725. Í Ólafsvík hjá Ingibjörgu Pétursd., Hjarðartúni 1, s. 436- 1177. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Vestfjörðum: Á Suðureyri: hjá Gesti Kristinssyni, Hlíðavegi 4, s. 456-6143. Á Ísafirði: hjá Jóni Jóhanni Jónss., Hlíf II, s. 456-3380, hjá Jónínu Högnad., Esso- versluninni, s. 456-3990 og hjá Jóhanni Káras., Engjavegi 8, s. 456-3538. Í Bolungarvík: hjá Krist- ínu Karvelsd., Miðstræti 14, s. 456-7358. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Norðurlandi: Á Blönduósi: blómabúð- in Bæjarblómið, Húna- braut 4, s. 452-4643. Á Sauðárkróki: í Blóma- og gjafabúðinni, Hóla- vegi 22, s. 453-5253. Á Hofsósi: Íslandspóstur hf., s. 453-7300, Strax, matvöruverslun, Suð- urgötu 2–4, s. 467-1201. Á Ólafsfirði: í Blóma- skúrnum, Kirkjuvegi 14b, s. 466-2700 og hjá Hafdísi Kristjánsdóttur, Ólafsvegi 30, s. 466-2260. Á Dalvík: í Blómabúð- inni Ilex, Hafnarbraut 7, s.466-1212 og hjá Val- gerði Guðmundsdóttur, Hjarðarslóð 4e, s. 466- 1490. Á Akureyri: í Bókabúð Jónasar, Hafn- arstræti 108, s. 462-2685, í bókabúðinni Möppu- dýrið, Sunnuhlíð 12c, s. 462-6368, Pennanum- Bókvali, Hafnarstræti 91–93, s. 461-5050 og í blómabúðinni Akri, Kaupvangi, Mýrarvegi, s. 462-4800. Á Húsavík: í Blómabúðinni Tamara, Garðarsbraut 62, s. 464- 1565, í Bókaverslun Þór- arins Stefánssonar, s. 464-1234 og hjá Skúla Jónssyni, Reykjaheið- arvegi 2, s. 464-1178. Á Laugum í Reykjadal: í Bókaverslun Rann- veigar H. Ólafsd., s.464- 3191. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588-7555 og 588-7559 á skrifstofu- tíma. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. Í dag er föstudagur 28. desember, 362. dagur ársins 2001. Barnadagur. Orð dagsins: „Kostið kapps um að komast inn um þröngu dyrnar, því margir, segi ég yður, munu reyna að komast inn og ekki geta.“ (Lúk. 13, 24.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.