Morgunblaðið - 28.12.2001, Page 84

Morgunblaðið - 28.12.2001, Page 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SORPSAMLAG Þingeyinga, sem er í eigu níu sveitarfélaga í Suður- og Norður-Þingeyjarsýslu, hefur samið við Eimskip og Sorpu um flutning sjóleiðina og urðun sorps í Álfsnesi á Kjalarnesi, milli Kollafjarðar og Geldinganess. Breyta á brennslustöð við Húsavík í pökkunarstöð þar sem sorpið verður pressað saman í bagga og útbúið til flutnings með Eimskip suður á bóginn. Tilboð í breytingar á brennslu- stöðinni verða opnuð í byrjun janúar og reiknað með að framkvæmdir hefjist fljótlega eftir það. Um er að ræða 150 fermetra viðbyggingu. Sorpsamlagið hefur þegar fest kaup á sorppressu frá Bandaríkjunum sem setja á upp af framleiðandanum í febrúar nk. Reiknað er með að sorpflutningarnir hefjist næsta vor. Stofnkostnaður um 30 milljónir Að sögn Sigurðar Rúnars Ragn- arssonar, framkvæmdastjóra sorp- samlagsins, er stofnkostnaður við þessar breytingar áætlaður um 30 milljónir króna. Litið er á þetta sem skammtímalausn meðan sorpsam- lagið leitar að hentugu urðunarsvæði innan sýslumarkanna eða í nágrenn- inu. Þingeyingar leituðu eftir sam- starfi við Eyfirðinga í sorpurðunar- málum en samkomulag hefur ekki náðst í þá veru. Öll sveitarfélög í S- Þingeyjarsýslu taka þátt í samlaginu utan Hálshrepps, sem liggur næst Eyjafirði og urðar sitt sorp í Gler- árdal við Akureyri, og í norðursýsl- unni er aðeins Kelduneshreppur ut- an samlagsins. Loftið skilið eftir heima Starfsleyfi brennslustöðvarinnar við Húsavík, sem hefur verið starf- rækt í áratugi í útjaðri bæjarins, rennur út í vor þar sem hún uppfyllir ekki lengur skilyrði um mengunar- varnir. Möguleikar á nýrri og full- kominni brennslustöð voru kannaðir en hún reyndist um fjórðungi dýrari en sú leið sem var ákveðin, að sögn Sigurðar Rúnars. Sigurður Rúnar sagði að árlega hefðu um 2.500 tonn af heimilis- og iðnaðarsorpi fallið til förgunar frá Þingeyingum en til samanburðar má geta þess að Sorpa urðar um 100 þúsund tonn á ári í Álfsnesi. Eyðingarkostnaður hjá Þingey- ingum hefur verið um 4 krónur á hvert kíló en á meðan sorpið verður baggað og sent suður fer kostnaður- inn í 7–8 krónur á kílóið, að sögn Sig- urðar Rúnars. Vonast er til að land til urðunar finnist sem fyrst nær Þingeyingum en Álfsnesið er. Sigurður Rúnar minntist á það að lokum, til gamans, að sorpið yrði pressað það vel saman að allt loft færi úr því. Þingeyska loftið yrði því örugglega skilið eftir heima. Sorpsamlag Þingeyinga hefur samið við Sorpu og Eimskip Sorp Þingeyinga flutt suð- ur til urðunar í Álfsnesi ÞEIR sem sáu sólina koma upp á jóladagsmorgun austan við Vík í Mýrdal urðu vitni að mikilli lita- dýrð. Sólin lýsti bæði ský og vatn og allt var baðað fallega rauðum jólalit. Jólaveðrið í Mýrdalnum hefur verið fallegt og stillt þar til fór að snjóa að kvöldi annars jóladags. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Litadýrð í jólaveðri ÞORGEIR Pálsson flugmálastjóri segir að Flugöryggissamtök Evrópu (JAA) hafi gert athugasemdir við að sérstök kærunefnd skuli fjalla um heilbrigðisvottorð sem fluglæknar gefa út. Staða nefndarinnar innan stjórnsýslunnar og hvernig að henni sé staðið sé ekki í samræmi við JAA- reglur. Hann segir að Flugmálstjórn hafi gert tillögu til samgönguráðu- neytisins um hvernig standa mætti að málum þannig að skuldbindingar Íslendinga hjá JAA séu uppfylltar og þar sé málið til skoðunar. Skömmu fyrir jól vék flugmála- stjóri Þengli Oddssyni, trúnaðar- lækni Flugmálastjórnar, tímabundið frá störfum, en Þengill hefur neitað að gefa út heilbrigðisvottorð án tak- markana til flugmanns sem fékk hjartaáfall fyrir þremur árum. Þor- geir segir að brottvísunin sé til kom- in vegna athugasemda frá Félagi ís- lenskra atvinnuflugmanna um að Þengill hafi haft afskipti af máli flug- mannsins eftir að hann sagði sig frá málinu og vegna athugasemda frá samgönguráðuneytinu. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra segir að ráðherra taki ekki fram fyrir hendurnar á læknum en í ráðuneytinu hafi verið kveðinn upp sá úrskurður að við útgáfu skírteinis fyrir flugmanninn beri að taka tillit til niðurstöðu þriggja lækna nefndar, sem hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða til að takmarka réttindi flugmannsins. Þorgeir segir að það sé áhyggju- efni ef það sé ósamræmi milli laga og reglna sem gilda hér á landi og er- lendis. Það sé grundvallaratriði að reglunum sé beitt með sama hætti í aðildarlöndum, hvort sem um sé að ræða Flugöryggissamtök Evrópu eða Alþjóðaflugmálastofnunina. „Það vofir alltaf yfir okkur að það verði farið að draga í efa gildi þeirra réttinda sem við veitum ef við getum ekki staðið við þær skuldbindingar sem felast í aðild okkar að Alþjóða- flugmálastofnuninni eða Flugörygg- issamtökunum,“ segir Þorgeir. Samgönguráðuneytið hefur ákveðið að setja á stofn þriggja manna nefnd lækna og lögfræðinga til að fara yfir mál Þengils Oddsson- ar. Ráðuneytið hefur einnig ákveðið að skipa þriggja manna nefnd til að fara yfir reglur um útgáfu heilbrigð- isvottorða og flugleyfisskírteina flugmanna. Flugöryggissamtök Evrópu gera athugasemdir við íslensk flugmálayfirvöld Kærunefnd er ekki í samræmi við JAA-reglur  Ágreiningur/42 SAMHERJI hf. hefur ákveðið að selja Deutsche Fischfang Union (DFFU) í Þýskalandi frystiskipið Baldvin Þorsteins- son EA. Í staðinn verður Hann- over NC keypt af þýska útgerð- arfyrirtækinu og skipinu breytt í fjölveiðiskip, en um er að ræða gömlu Guðbjörgina ÍS. Aflaskipið Baldvin Þor- steinsson er 995 brúttólesta frystiskip og fyrsta nýsmíði Samherja en það hóf veiðar fyr- ir félagið í árslok 1992. Síðan þá er heildarafli þess tæplega 70 þúsund tonn upp úr sjó og afla- verðmætið um 6,9 milljarðar króna, en miðað við fiskverð og gengi nú er verðmætið um 10 milljarðar króna. Á þessu ára- bili nema launagreiðslur til áhafnar skipsins og launatengd gjöld um 2,8 milljörðum króna. Skipið verður afhent nýjum eiganda í febrúar nk. Gamla Guðbjörgin lengd Hannover NC er 1.225 brúttólestir að stærð, smíðað 1994. Áætlað er að lengja skipið um 18 metra og breyta því í fjölveiðiskip, svipað Vilhelm Þorsteinssyni EA. Eftir breyt- ingarnar verður Hannover 85 metrar að lengd og frystilestar skipsins um 1.600 rúmmetrar að stærð, en með þessu ætlar Samherji að leggja meiri áherslu á uppsjávarveiði. Verið er að semja við skipasmíðastöð í Lettlandi um breytingarnar og er stefnt að því að Samherji geti sent skipið á veiðar í lok maí á næsta ári. Áætlaður kostnaður við breytingarnar er um 400 milljónir króna, en fjár- festing Samherja í viðskiptun- um við DFFU nemur sem svar- ar 265 milljónum króna. Gamla Guðbjörg- in aftur í flotann  Hannover NC keypt/14 Aflaskipið Baldvin Þorsteinsson EA selt úr landi ÖRN Arnarson, tvítugur sundmað- ur úr SH, var í gær útnefndur íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er í þriðja sinn sem Erni hlotnast þessi nafnbót sem er sú eftirsóttasta í ís- lensku íþróttalífi ár hvert. Örn varð einnig fyrir valinu 1998 og 1999. Hann er þar með kominn í hóp með frjálsíþróttamönnunum Einari Vilhjálmssyni og Hreini Halldórs- syni sem einnig hafa verið kjörnir þrisvar sinnum. Aðeins einn íþrótta- maður hefur hlotið þessa nafnbót oftar en Einar, Hreinn og Örn, það er Vilhjálmur Einarsson þrístökkv- ari, 1956, 1957, 1958, 1960 og 1961. Mjög mjótt var á mununum milli tveggja efstu manna að þessu sinni, aðeins 9 stig skildu á milli Arnar, og Ólafs Stefánssonar handknattleiks- manns, næst kom Þórey Edda Elís- dóttir stangarstökkvari. Örn, sem varð tvítugur í lok ágúst, setti alls 18 Íslandsmet á árinu. Var eitt þeirra í 50 metra lauginni einnig Norðurlandamet í 200 m baksundi. Einnig tók hann þátt í að setja tvö Íslandsmet í boð- sundum í 25 metra laug ásamt fé- lögum sínum í Sundfélagi Hafn- arfjarðar. Alls eru 16 af 20 Íslandsmetum sem skráð eru í 25 metra braut í höndum Arnar og 10 af 18 Íslandsmetum í 50 m braut eru einnig í eigu hans. Þá eru ótalin Ís- landsmet hans í boðsundum. Af árangri ársins bar hæst hjá Erni silfur- og bronsverðlaun hans í 100 og 200 m baksundi á HM í sundi í 50 m braut í Fukuoka í lok júlí. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mjótt á mununum  Mikill heiður/C1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.