Morgunblaðið - 17.02.2002, Page 55

Morgunblaðið - 17.02.2002, Page 55
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 55 X Y Z E T A / S ÍA Má bjóða þér hærri laun og frí allt árið? – fyrir þína hönd Með þátttöku í viðbótarlífeyrissparnaði geturðu búið svo um hnútana að laun þín hækki um 31% við starfslok í stað þess að lækka um 45% eins og nú er því miður algeng staðreynd. Tíminn er dýrmætur. Því fyrr sem þú byrjar, því lengri tíma hefur þú til að ávaxta peninginn og nýtur þannig ávöxtunar á ávöxtun ofan. Þess vegna borgar sig að ganga frá viðbótarsparnaði frekar fyrr en seinna. Kaupþing býður persónulega ráðgjöf um skipulag lífeyris- sparnaðar, úrval lífeyrissjóða og ávöxtunarleiðir sérsniðnar að þínum þörfum. Hafðu samband við sérfræðinga okkar í síma 515 1500 eða líttu við í Ármúla 13a. Einnig getur þú fengið ráðgjafa heim þegar þér hentar. www.kaupthing.is www.isb.is • 5 75 75 75 Námsstyrkir Augl‡stir eru til umsóknar sex styrkir til námsmanna, hver a› fjárhæ› 150.000 kr. Allir námsmenn í Menntabraut Íslandsbanka geta sótt um styrkina, óhá› skólum og námsgreinum. Athafnastyrkir Íslandsbanki efnir til samkeppni me›al námsmanna Menntabrautar um n‡sköpunar- e›a vi›skiptahug- mynd. Veittur er 200.000 kr. styrkur fyrir hugmynd  a› n‡rri vöru e›a rekstri fyrirtækis á framlei›slu-  e›a fljónustusvi›i. Umsækjendur sæki um á www.isb.is, en flar  er a› finna nánari uppl‡singar um styrkina. Umsóknarfrestur er til 15. mars nk.  og ver›a styrkirnir veittir í maí. Allir félagar í Menntabrautinni  eru hvattir til a› taka flátt! Náms- og  athafnastyrkir ÁSGERÐUR Eir Jónasdóttir sigraði í söngkeppni Fjölbrautaskóla Suður- lands sem fram fór í fokheldum menningarsal Ársala á Selfossi sl. fimmtudagskvöld. Ásgerður Eir söng lagið „Til þín“, sem hún samdi sjálf. Mikil og góð stemning var á söngkeppninni og var keppendum fagnað vel og hraustlega. Söng- keppnin er árlegur viðburður í fé- lagslífi nemenda skólans og leggja nemendur metnað sinn í að hún fari sem best fram. Hljóm- sveitin OFL lék undir hjá kepp- endum en alls voru flutt 26 lög í keppninni. Milli laga héldu Lukku-Láki og Daldónar uppi fjörinu. Allt skipulag keppninnar var til fyrirmyndar en stór hópur nemenda annaðist fram- kvæmdina undir röggsamri stjórn Ólafar Haraldsdóttur, ritara nem- endafélagsins. Nemendur unnu leik- mynd keppninnar og þurftu síðan að flytja stóla og búnað í húsið og gera það klárt fyrir keppnina auk þess að stýra og annast framkvæmnd alla. Dómnefnd keppninnar skipuðu: Ólafur Helgi Kjartansson sýslumað- ur, Óli Palli á Rás 2, Andrea Jóns- dóttir, Þórarinn Ingólfsson og Helena Káradóttir. Ólafur Helgi flutti í lokin viðurkenningarorð til nemenda fyrir framkvæmd keppninnar og fram- göngu alla. Ásgerður Eir sigraði í söngkeppni FSu Ásgerður Eir flytur lagið Til þín. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Selfossi. Morgunblaðið. FORELDRAR: Passið upp á Harry Potter-bækur ungviðisins, hver veit nema að þær gætu orðið mikils virði í peningum talið einhvern tímann í framtíðinni. Nú hefur eintak af fyrsta upplagi sem prentað var af Harry Potter og viskusteininum fært fyrrum eiganda þess 1,4 milljónir króna, en eintakið var boðið upp í London nýverið. Á uppboðinu var boðið upp alls konar dót sem tengist krökkum; bækur, kort, náttúrufræðiritgerðir og hvaðeina. Þar voru til að mynda boðin upp fágæt eintök úr fyrsta upplagi bók- ar Beatrix Potter um ævintýri Pét- urs kanínu, The Tale of Peter Rabbit, sem er flestum full- orðnum Englend- ingum að góðu kunn. Pétur Kan- ína hefur í seinni tíð tekið sjálfan sig í gegn hvað varðar útlitið til að freista þess að höfða í ríkara mæli til nútímabarna. Það sem hins vegar þykir óhugn- anlegt við söguna um hann er að svo virðist sem höfundur hennar hafi valið nöfn á persónur bókarinnar af legsteinum í kirkjugarði einum í Vestur-London. Uppgötvaðist þetta á síðasta ári. Boðið í Harry Potter

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.