Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Friðardúfunni okkar getur varla verið sjálfrátt í að ætla að færa stríðsátökin alla leið heim í hlað. Adrenalín gegn rasisma Rasismi er fremur algengur UM ÞESSAR mund-ir stendur yfirverkefni sem ber heitið „Adrenalín gegn rasisma“ og er fjölmenn- ingarlegt unglingastarf í miðborg Reykjavíkur. Ennfremur er það sam- starfsverkefni nokkurra aðila og fyrir verkefninu fer Eygló Bjarnadóttir. Hún ræddi um verkefnið við Morgunblaðið á dög- unum. Hverjir standa að verk- efninu? „Þetta verkefni er á vegum miðborgarstarfs KFUM&K og er unnið í samvinnu við Laugarnes- kirkju, Laugalækjarskóla, innflytjendadeild Austur- bæjarskóla, Alþjóðahúsið, prest innflytjenda og félagsmið- stöðina Þróttheima. Þess má þar að auki geta að verkefnið fékk út- hlutað styrk úr Kristnihátíðar- sjóði og er sá styrkur til eins árs í senn.“ Hvað er átt við með „Adrenalín gegn rasisma“? „Hugtakið adrenalín vísar til þess að við gerum skemmtilega hluti á spennandi hátt til þess að vinna að aukinni víðsýni og sam- stöðu með unglingum af ólíkum uppruna.“ Hver eru hin yfirlýstu mark- mið verkefnisins? „Yfirlýst markmið þessa verk- efnis er að vinna með unglingum gegn fordómum og efla virðingu milli unglinga af ólíkum uppruna. Skapa þeim vettvang til að vera saman á eigin forsendum þar sem þeir geta tjáð sig um sitt líf og sína menningu og reynslu. Mark- miðið er að krakkarnir kynnist og eigi möguleika á að sjá það sem sameinar þau og jafnframt að bera virðingu fyrir því sem er ólíkt.“ Segðu okkur eitthvað frá fjöl- menningarlegu kvöldunum og hverjir munu taka þátt í þeim? „Adrenalín-hópurinn saman- stendur af unglingum úr innflytj- endadeild Austurbæjarskóla, sem eru hingað komin frá ýmsum löndum heims, og unglingum úr 9. og 10. bekk Laugalækjarskóla. Hópurinn heldur tvö fjölmenn- ingarkvöld í mánuði á Ömmu- kaffi, Austurstræti 20, sem er fjölnotakaffihús í hjarta borgar- innar. Fyrirkomulag kvöldanna er frekar frjálslegt, þau eru að mestu skipulögð af unglingunum sjálfum, þ.e. þau taka virkan þátt í undirbúningi þeirra, sjá um að skreyta húsið, útbúa veitingar, velja tónlist o.fl. Annað kvöldið er skemmti- kvöld þar sem krakkarnir „tsjilla“ eins og sagt er, þau koma saman til að slaka á og skemmta sér og hvert öðru. Hitt kvöldið er svo helgað markvissri fræðslu. Flest þau sem komið hafa að málefnum innflytjenda á Íslandi og víðar eru sammála um að fræðsla sé veigamikill þáttur bæði í forvörn- um og til að vinna á þeim fordómum sem þegar hafa fest rætur og þess vegna stund- um við fræðslu í þess- um hópi. Fræðslan verður að mestu í höndum ung- linganna sjálfra, þar sem sú sköp- unargleði og sá kraftur sem í þeim býr fær að njóta sín, enda séu þau sjálf besta heimildarfólk- ið um eigin áhugasvið. Þannig verður form fræðslunnar fjöl- breytt og helgast af þeirra eigin reynsluheimi. Í kvöld höfum við t.d. fengið til liðs við okkur tvo teiknara sem báðir hafa sérþekkingu í gerð myndasagna, en það eru þeir Búi Kristjánsson og Jean A. Posocco, en þeir hafa undirbúið fræðslu kvöldsins. Myndasögur eru hluti af menningu unglinga í öllum löndum heims og myndmál þeirra er vel til þess fallið að brúa það bil sem getur verið milli fólks sem talar ólík tungumál, jafnframt er í myndasögunni eins og öðrum sögum tækifæri til að tjá ólíkar tilfinningar að ógleymdu grín- inu.“ Er rasismi í röðum unglinga áberandi? „Því miður verður að segjast að við sem vinnum með unglingum verðum vör við opinskátt tal og hegðun sem bendir eindregið í þá átt að rasismi sé fremur algengur í þeirra röðum. Þó þykir mér rétt að hafa þann fyrirvara á um þetta, að ef grannt er skoðað þá séum við flest haldin fordómum í garð fólks sem er með einhverj- um hætti öðru vísi. Unglingarnir eru kannski bara opinskárri en við sem erum orðin eldri. Ég vil benda á að þó nokkuð starf hefur þegar verið unnið í að rannsaka þetta og man ég eftir einni slíkri rannsókn sem var kynnt í fyrra á ráðstefnu í Hlaðvarpanum sem fjallaði um kynþáttafordóma. Enn fremur vil ég lýsa þeirri skoðun minni að því fyrr sem við mætum vandanum, þ.e. eflum samtal og hugsun barnanna okk- ar um réttlæti, jöfnuð og þau lífs- gildi sem við viljum að þau hafi sem leiðarljós í lífinu, því líklegra er að árangur náist.“ Hvað á verkefnið að standa lengi og á hvaða hátt verður það gert upp? „Sá hluti verkefnis- ins sem ég veiti for- stöðu mun standa fram á sumar, og mun af- markast af Adrenalín-ferð sem við munum fara í maí. En önnur slík ferð var farin á síðastliðnu ári undir stjórn Bjarna Karlssonar sóknarprests í Laugarneskirkju og vakti hún mikla lukku, en sú ferð var fest á filmu og sýnd á Skjá 1. Endanleg ferðaáætlun liggur ekki fyrir, en þetta verður ævintýraferð þar sem reynir á þor, samvinnu og létta lund. Eygló Bjarnadóttir  Eygló Bjarnadóttir er fædd 22.12. 1957 í Kópavogi, en ólst upp í Hólminum. Hún lýkur cand. theol. námi við guð- fræðideild HÍ í vor. Er lærður danskennari frá Dansskóla Heið- ars Ástvaldssonar og starfaði sem slíkur um árabil. Eygló er gift Guðbergi Auðunssyni mynd- listarmanni og á hún fimm börn, Hildigunni, Bjarna Þór, Matt- hildi og tvíburana Berg og Dag. Auk þess þrjú barnabörn. …er svo helg- að markvissri fræðslu HRANNAR B. Arnarsson, borgar- fulltrúi Reykjavíkurlistans, segir nið- urstöðu prófkjörs Samfylkingarinnar í Reykjavík vera mikil vonbrigði fyrir sig. Hann varð eins og kunnugt er í fimmta sæti með alls 647 atkvæði en alls 2.509 greiddu atkvæði í prófkjör- inu. „Þetta eru mikil vonbrigði en nið- urstaðan er alveg skýr og það liggur fyrir mér að taka nýja stefnu í lífinu,“ sagði hann í gær. En kom niðurstaðan honum á óvart? „Já, ég verð að við- urkenna það, en það var lagt upp með það í þessum prófkjörslag að menn ættu að gera upp þessi gömlu mál og það virðist hafa verið eftirspurn eftir því,“ segir hann. Aðspurður hvað hann ætti við með „þessi gömlu mál,“ segist hann vera að tala um „eftir- köstin og afleiðingarnar af látunum í síðustu kosningabaráttu“ sem sner- ust um fjármál hans. Hrannar tekur þó fram að sér hafi þótt vænt um að finna að þeir sem hefðu unnið hvað mest með honum í kringum borgarmálin og þeir sem hefðu fylgst hvað best með störfum hans hefðu stutt hann afskaplega vel. „Ég kýs að líta á það sem ákveðna við- urkenningu á að ég hafi þrátt fyrir allt verið að standa mig á þeim vett- vangi.“ Hrannar kveðst ekki eiga von á því að verða boðið sæti á R-listanum í vor. „Mér sýnist niðurstaðan ekki sýna fram á mikla eftirspurn.“ Niðurstaðan alveg skýr Hrannar B. Arnarsson borgarfulltrúi BRIMBORG hf., umboðsaðili Ford, kynnti um helgina nýja við- skiptahætti með Ford Focus. Í fyrstu atrennu var hægt að panta 35 Focus-bíla með 1,4 lítra vél á verulega lægra verði, en biðtím- inn er sex til átta vikur. Við- brögðin voru góð og höfðu allir bílarnir verið seldir á hádegi á mánudag. „Viðbrögðin voru alveg gríð- arlega góð,“ segir Egill Jóhanns- son, framkvæmdastjóri Brim- borgar. „Við kynntum þetta með blaðaauglýsingum á laugardaginn og létum starfsmenn vita af þessu aðeins áður. Og á hádegi á mánu- daginn vorum við búnir að selja alla bílana, þ.e. fyrir liggja undir- skrifaðir kaupsamningar að öll- um bílunum 35. Ég hafði reiknað með að það myndi taka að minnsta kosti viku til tíu daga að selja bílana þannig að þetta gekk framar björtustu vonum.“ Egill segir að sumir hafi verið gagnrýnir á þessa hugmynd, hafi talið að Íslendingar væru að eðl- isfari of óþolinmóðir til þess að þetta sölufyrirkomulag fengi hljómgrunn. Þessi gagnrýni hafi bersýnilega verið röng. Egill segist telja að þeir sem pöntuðu bílana hefðu ekki keypt af Brimborg ef þetta tilboð hefði ekki komið til og jafnvel að stór hluti kaupendanna hefði alls ekki keypt sér nýjan bíl heldur frekar notaðan. Focus-bíl- arnir ruku út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.