Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 1
42. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 21. FEBRÚAR 2002 HÁTT á fjórða hundrað manns fór- ust í gærmorgun og rúmlega 60 slös- uðust í grennd við borgina Al Ayatt í Egyptalandi er eldur kom upp í troðfullri járnbrautarlest á leið frá Kaíró til Luxor í suðurhluta lands- ins. Fólkið hafði tekið þátt í trúarhá- tíðinni Eid-al-Adha sem tengist mestu hátíð múslíma, Haij. „Ég sá mæður vefja örmunum um börn sín og reyna síðan að varpa sér út um gluggann með þau til að reyna að bjarga þeim frá ægilegum dauðdaga í bálinu,“ sagði aðstoðarlestarstjór- inn, Ashraf Naguib Takla. Brunnin lík fundust sum undir sætum í lest- arklefum, önnur við rimla sem voru fyrir mörgum gluggum lestarklef- anna. Þingmenn samtakanna Músl- imska bræðralagsins kröfðust í gær opinberrar rannsóknar á „hrikalegri vanrækslu“ sem valdið hefði slysinu. Yfirmaður björgunaraðgerða á staðnum, Ali Abdel Aal hershöfðingi, sagði að farþegarnir hefðu verið fastir í „brennandi fangelsi“ en riml- arnir og dyr sem ekki reyndist auð- velt að opna gerðu mörgum ókleift að sleppa út. Óljóst er hvað olli slys- inu, sem er eitt mannskæðasta lest- arslys sem orðið hefur í heiminum en árið 1989 fórust um 600 manns er gassprenging varð við árekstur tveggja lesta í Síberíu. Atef Ebeid, forsætisráðherra Egyptalands, sagði í gær að kviknað hefði í færanlegu suðutæki farþega, lögreglumenn töldu að skammhlaup hefði getað verið orsökin eða sprenging í gashylki. Sjónarvottar efast um að nokkurs staðar hafi ver- ið pláss til að kveikja upp í suðutæki þar sem lestin hafi verið troðfull af fólki. Ekki var neinn matarvagn í járnbrautarlestinni. Eldurinn kvikn- aði aftarlega í lestinni sem var göm- ul en í henni voru alls 11 vagnar og brunnu sjö þeirra. Lestarstjórinn segist ekki hafa vitað um eldinn fyrr en hann koma að beygju og sá þá öft- ustu vagnana loga. Hann rauf sam- bandið við logandi vagnana og segja talsmenn stjórnvalda að hann hafi með því bjargað lífi mörg hundruð manna í fremstu vögnunum. Lestin var komin á um 120 kíló- metra hraða og ók hún áfram nokkra kílómetra eftir að vagnarnir fóru að brenna. Sumir farþeganna köstuðu sér út í örvæntingu þótt lestin væri á ferð og fórust 44 með þeim hætti. Fleiri um borð en heimilt var Mikil skelfing greip um sig meðal farþeganna er eldurinn varð laus um klukkan tvö um nóttina að staðar- tíma en margir höfðu sofnað. Sumir sáust hlaupa í logandi klæðum milli klefanna í leit að útgönguleið. Emb- ættismenn viðurkenndu að mun fleiri hefðu verið um borð en reglur heimila eða líklega um 1.200 manns; margir sátu á gólfinu. „Þegar lestin fór frá Al Ayatt fór rafmagnið og við fundum sterkan þef af brennandi plasti,“ sagði einn af þeim sem komst af, úrsmiðurinn Sami Zoheir Hanna. „Fólk fór að hrópa: Eldur, eldur! Ég sá að grasið fyrir utan lestina brann. Hitinn í klefanum fór vaxandi. Ég hélt að ég væri dauðans matur. … Fólk æddi um og barði í gluggana en komst ekki út vegna rimlanna.“ Hanna tókst sjálfum að komast út um glugga eftir að lestin hafði stansað. Endastöð lestarinnar var í Luxor og tekur ferðin þangað um 12 klukkustundir. Svæðið við Al Ayatt er þéttbýlt eins og víðast er reyndin við Níl en hjálparstarfsmenn áttu erfitt með að komast á slysstaðinn vegna þess að á milli teinanna og vegar við hliðina er síki. Mikill vind- ur olli slökkviliðinu einnig vanda og tók slökkvistarfið nokkrar klukku- stundir. Eldsvoði í lest verður 373 að bana AP Egypskir björgunarmenn með lík eins af farþegunum í lestinni sem stöðvaðist loks við Reqa al-Gharbiya, skammt sunnan við Kaíró. Lestin var troðfull af fólki sem tekið hafði þátt í trúarhátíð í höfuðborginni. Egypskur embættismaður líkir lestinni við „brennandi fangelsi“ Reqa al-Gharbyia í Egyptalandi, Al Ayatt. AP, AFP. ÍSRAELAR beittu F-16 herþotum til árása á palestínska bæinn Rafah syðst á Gaza-svæðinu í gærkvöldi og særðust átta manns í árásinni. Á sama tíma réðust Ísraelar með þyrlum á Jenin á Vesturbakkanum, að sögn palestínskra fulltrúa. Skot- markið í Rafah hefði verið lög- reglustöð. Árásin í Jenin beindist einnig að bækistöðvum lögreglu. Þá sögðu ísraelskir heimildamenn að ísraelskur maður hefði særst þegar palestínskir byssumenn skutu á hann á Gaza-svæðinu. Ísraelska stjórnin tilkynnti í gær að hún liti nú á átökin við Palest- ínumenn sem skæruhernað, líkt og þann sem Ísraelar háðu í Líbanon gegn Hezbollah-samtökunum, sem nutu stuðnings Írana. Þeim átök- um lauk er Ísraelar drógu sig skyndilega til baka í maí 2000. Eft- ir fund helstu ráðherra í stjórninni tilkynnti Ariel Sharon forsætisráð- herra um „breytta stefnu“ í ljósi breyttra viðhorfa til átakanna. AP Ísraelskir hermenn syrgja félaga sinn, Erez Turgemam, sem féll í fyrir- sát Palestínumanna á þriðjudag. Hann var borinn til grafar í gær. Ísraelar halda loftárásum áfram Gaza-borg, Jerúsalem. AFP, AP.  Hörðustu árásir/21 LÖGREGLAN á Ítalíu greindi frá því í gær, að tekist hefði að koma í veg fyrir eiturefnaárás á sendiráð Bandaríkjanna í Rómaborg. Hefðu fjórir Marokkóbúar verið handteknir og þeir reynst hafa í fórum sínum eit- urefni, sem skylt væri blásýru, og teikningar af vatnsveitukerfi borgar- innar. Upplýsingar þessar virtust renna stoðum undir fullyrðingar banda- rískra embættismanna þess efnis, að liðsmenn hryðjuverkanets Osama bin Ladens hygðu á frekari árásir á bandarísk skotmörk heima sem er- lendis. Eiturefni skylt blásýru Salvatore Vecchione, aðaldómari Ítala á sviði hryðjuverka, brást hinn versti við þegar í ljós kom að fregnum af handtöku fjórmenninganna hafði verið lekið í fjölmiðla. Var þá komið á algjöru fréttabanni af máli þessu. Mennirnir, sem eru á milli þrítugs og fertugs, voru handteknir skammt fyrir utan Róm á þriðjudag. Sagði lögregla að fylgst hefði verið með þeim í nokkra daga og hefðu fjögur kíló af efni, sem skylt væri blásýru, fundist í fórum þeirra. Ekki var gerð nánari grein fyrir efni þessu. Óstað- festar fréttir hermdu að magnið hefði nægt til að eitra vatnið í heilu íbúðar- hverfi og þannig valda tugum dauðs- falla. Á mönnunum fundust og teikning- ar af vatnsveitukerfi borgarinnar, fölsuð skilríki og bæklingar, sem reyndust innihalda boðskap ísl- amskra bókstafstrúarmanna. Á kort- unum, sem fundust, hafði sendiráð Bandaríkjanna í borginni verið auð- kennt. Í yfirlýsingu frá sendiráði Banda- ríkjanna í Róm var staðfest að menn- irnir hefðu haft í hyggju að ráðast gegn starfsfólki þess. Eiturefnaárás afstýrt í Róm Fjórir Marokkóbúar handteknir með eitur og kort sem vísaði á sendiráð Bandaríkjanna í borginni Róm. AFP. DANSKA stjórnin hefur ákveðið að leggja niður tíu sendiráð og aðalræðismanns- skrifstofur í sparnaðarskyni. Verður tillaga þess efnis tekin fyrir í utanríkismálanefnd þingsins í dag. Að því er fram kemur í Berlingske Tidende og Jyllands-Posten, verða sendi- ráðin í Zimbabve, Erítreu, Malaví, Argentínu, Ástralíu, Filippseyjum, Sádi-Arabíu og Úkraínu lögð niður og einnig aðalræðismannsskrifstofur í Los Angeles og Düsseldorf. Friis Arne Petersen, ráðu- neytisstjóri í danska utanríkis- ráðuneytinu, vildi ekki stað- festa, að listinn væri þessi nákvæmlega, og sagði, að hann yrði ákveðinn á fundi í ráðu- neytinu, sem vera átti í gær, og hann síðan lagður fyrir utanrík- ismálanefndina í dag. Talsmenn dansks landbúnað- ar hafa gagnrýnt þessar fyrir- ætlanir að sumu leyti og þeir vara við því, að lokað verði sendiráðum í löndum, sem eru mikilvægur markaður fyrir danskar landbúnaðarafurðir. Á það ekki síst við um Sádi-Arab- íu en þangað seldu Danir afurð- ir fyrir rúma níu milljarða ísl. kr. árið 2000. Danir spara Sendiráð- um lokað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.