Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG HEF fylgst með umræðunni um aksturslagið á Keflavíkurvegi núna undanfarið og langar að koma með innlegg, sem ein af þeim, er sjaldan fara um þann veg. Í fyrra fór ég aðeins eina ferð til Keflavíkur og lenti fjórum sinnum í því að vera blikkuð og nánast strokin að aftan, þrátt fyrir að keyra á rúm- lega 90 km hraða. Í þremur tilfellum fóru ökumenn loks fram úr á „hefð- bundinn“ hátt og fóru ekki leynt með vanþóknun sína, en einu sinni ákvað ég að víkja. Í myrkri og með litla þekkingu á vegöxlunum fannst mér óþægilegt að fara út í kant. Til þess að vera örugg þurfti ég að hægja talsvert á mér og að auki vona að langt væri í næsta bíl þar á eftir. Ekki lenti ég sjálf í þeirri aðstöðu að þurfa að taka fram úr og get ekki skilið að ökumenn almennt fari hæg- ar en hraðamörk leyfa á vegi sem þessum. Ég hef síðastliðin átta ár farið ótal ökuferðir milli Kjalarness og Reykjavíkur en þessi eina ferð um Keflavíkurveginn stendur upp úr sem mjög neikvæð reynsla. Finnst mér nauðsynlegt að lögregla komi inn í þessa umræðu og skeri úr um hlutverk vegaxla og „áunninna rétt- inda“ á Keflavíkurveginum. ANNA FILBERT Kjalarnesi. Aksturslag á Keflavíkurvegi Frá Önnu Filbert: JAMES Addison í Bretlandi hefur beðið Morgunblaðið að aðstoða sig við leit að konu sem hann kynntist þegar hann var á vegum breska hersins á Íslandi á árunum 1940 til 1942. James var á þessum árum með flokki sínum á Akureyri, en þeir höfðu aðsetur á Krossastöðum á Þelamörk. Hann hafði meðal ann- ars með höndum það verkefni að aka inn í bæinn til að sækja póst og vörur. Átti hann því á stundum er- indi í verslun Balduins Ryel, sem var við Hafnarstræti á Akureyri. Þar starfaði konan sem James Addison leitar nú að. Nefnir hann í bréfi sínu að hún hafi verð ljóshærð og að heimili hennar hafi verið í ná- munda við verslunina sem hún starfaði í. Þeir sem einhverjar upp- lýsingar geta veitt eru beðnir um að hafa samband við hinn aldna fyrrverandi hermann. JAMES ADDISON 72 Newboundmill Lane Pleasley Mansfield Notts: NG197PT England Sími: 0044-1623811711 Hver vann í verslun Balduins Ryel? Frá James Addison: TILRAUNIR ríkisvaldsins og at- vinnurekenda til að halda rauða strikinu á réttum stað, hefur minnt mann mjög á drukknandi mann sem grípur í fljótandi hálmstrá sér til bjargar. Helsta úrræðið er að nota sjónhverfingar og tímabundið verð á útsöluvörum til áhrifa á verðbólg- una. Hvað gerist svo eftir að útsölur hætta, verður tíminn að leiða í ljós. Þá er líklegt að rauða strikið verði komið á það tímabil að það geti rokkað upp og niður, eftir þörfum. Ríkisvaldið er alltaf að hæla sér af kaupmáttaraukningu og að skattar hafi ekki hækkað. Þegar ég fór á ellilífeyri skipti ég skattkortinu á milli Tryggingastofnunar og Lífeyr- issjóðs. Þá dugði skattkortið til þess að gera lífeyristekjurnar skattfrjáls- ar. Með sama skattkorti og af sama lífeyri borga ég nú 11.320 kr. á mán- uði. Þetta sýnir vel hvað skattbyrðin hefur aukist. Fasteignamatinu hefur verið breytt all hressilega, sem hafði í för með sér verulega hækkun á fast- eignagjöldum. Fyrir breytinguna á fasteignamatinu fékk ég vaxtabæt- ur, en greiði nú fasteignaskatt. Þessar tekjur sveitarfélaga og rík- isvalds eru fengnar út á það eitt að breyta tölum á pappír. Það hefur margsinnis sýnt sig að bæði ríki og borg keppast um að ná til sín sem mestri, eða helst allri, hækkun á líf- eyri, án tillits til þess hvaða heildar- áhrif það hefur á afkomu einstak- linganna. Spilamennskan með fasteignamatið og nýja aðferðin, að nota feluleik til að hækka þjónustu- gjöld, með auka liðum á reikningum, sýnir það. Því mun hafa verið hreyft á Al- þingi að lækka þyrfti innheimtu- kostnað. Það mun flestum löngu ljóst að tímabært sé að taka þann þátt til skoðunar og hef ég skrifað um þann þátt á þessum vettvangi áður. Vegna þessarar umræðu er rétt að birta hér sýnishorn af mjög algengum innheimtuseðli. Afborgun 13.627,50 Afborgun verðb. 1.602,80 Vextir 5.703,70 Verðb v/vaxta 670,90 Innheimtukostn. 300,00 Innheimtuþóknun 500,00 Samtals 22.404,90 Þarna birtast hinir raunverulegu vextir í felubúningi og stór hluti af þessum kostnaði er aldrei tekinn inn þegar verið er að reikna út rekstr- arkostnað heimilanna, þó svo að þetta sé afleiðing af stjórnsýslulegu misræmi á milli verðlagningar þjón- ustugjalda og launa. GUÐVARÐUR JÓNSSON Hamrabergi 5, Reykjavík. Rauða strikið Frá Guðvarði Jónssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.