Morgunblaðið - 21.02.2002, Page 16

Morgunblaðið - 21.02.2002, Page 16
AKUREYRI 16 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ BÖRN hafa alltaf gaman af að taka þátt í því sem er að gerast því þau eru athafnasöm og vilja fást við eitthvað í alvörunni. Al- mennt geta foreldrar ekki tekið þau með sér í vinnuna, en þó kem- ur það fyrir þegar vel stendur á. Þegar fréttaritari Morgunblaðs- ins átti leið um Reykjadal nýlega voru þau Unnsteinn Ingason og Rósa Ösp Ásgeirsdóttir, sem reka ferðaþjónustuna á Narfastöðum, í óða önn að undirbúa veitingar. Í þetta skipti fengu börnin að vera með og kunnu þau vel að meta það að fá að taka þátt í bakstrinum en þar á bæ bjóða menn nær ein- göngu upp á heimabakað brauð. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Anna Karen Unnsteinsdóttir og Ásgeir Ingi Unnsteinsson njóta þess að vera með og hafa hönd á deiginu sem pabbi þeirra steikti síðan og úr varð fínasta soðið brauð. Heimabak- að brauð er best Laxamýri KAUPMENN á Akranesi bera sig nokkuð vel nú í lok þorra þegar uppgjöri jólavertíðarinnar er að mestu lokið. Sævar Haukdal, kaup- maður í raftækjaversluninni Hljómsýn, segir að vissulega hefðu svartsýnisraddir hljómað á haust- dögum og marg- ir áttu von á því að verslun á Akranesi yrði undir í aukinni samkeppni við höfuðborgar- svæðið. Glöggir gestir á Akra- nesi sem og heimamenn hafa veitt því athygli að mikið af húsnæði sem hýst hefur rótgrónar verslanir í fjöldamörg ár stendur nú autt og ekkert bendir til þess að nýir aðilar taki við þar sem frá var horfið. „Eftir því sem ég best veit eru kaupmenn á Akranesi almennt sáttir við stöðu mála eftir jólaösina. Því er ekki að leyna að menn voru frekar svartsýnir á haustdögum þar sem almennur samdráttur er í þjóðfélaginu og með tilkomu nýrrar verslunarmiðstöðvar í Smáralind var talið að Akurnesingar færu enn frekar í gegnum Hvalfjarðargöngin og versluðu meira á Reykjavíkur- svæðinu,“ sagði Sævar og bætti því við að það væru gömul sannindi og ný að sviptingar væru í verslunar- rekstri. „Það er ekki alltaf þannig að menn hætti verslunarrekstri af því það gangi svo illa. Stundum er starfsorka þeirra sem að slíku standa þrotin og menn snúa sér því að öðru. Það sem hefur hins vegar breyst er að það hafa ekki nýir að- ilar tekið sig til og stofnað aðrar verslanir í því húsnæði sem til stað- ar er. Ég er sannfærður um að það eru ýmsir möguleikar fyrir hendi í dag og bjartir tímar framundan fyrir þá sem vilja stunda verslun og þjónustu á Akranesi. Það sem þarf að gerast í ríkari mæli er að menn vinni betur saman á þessu sviði og í framtíðinni verði til stærri versl- unareiningar í stærra og nútíma- legra húsnæði en nú þekkist,“ sagði Sævar, en hann hefur verið viðloð- andi samtökin Átak Akranes sem höfðu hagsmuni verslunar og þjón- ustu á Akranesi í fyrirrúmi, en ný samtök hafa nú verið stofnuð í sam- vinnu við Akranesbæ. „Við vitum að það skortir ákveðna þjónustu hér á Akranesi en við vonum að með tilkomu Markaðsráðs Akraness, MRA, sem stofnað var um miðjan janúar á þessu ári, verði hægt að kortleggja þessa hluti betur. Að ráðinu stend- ur mun breiðari hópur en sá sem stóð að Átaki Akranesi en öll fyr- irtæki, félög, stofnanir og einstak- lingar (einyrkjar) sem stunda at- vinnurekstur á Akranesi geta gerst aðilar að MRA. Að auki verður markaðsfulltrúi bæjarins meira með í ráðum en áður og slíkt sam- starf þarf til þess að koma hlutum í framkvæmd. „Við ætlum ekki að leggjast flatir og gefast upp þó að leiðin til Reykjavíkur sé styttri en áður, enda finnum við að fólk kann að meta þá þjónustu sem boðið er upp á, en það má alltaf gera betur,“ sagði Sævar. Kaupmenn bjart- sýnir þrátt fyrir aukna samkeppni Akranes Sævar Haukdal BOÐAÐ er til stofnunar nýs fram- farafélags í Borgarbyggð fimmtudag- inn 21. febrúar kl. 20 á Hótel Borg- arnesi. Markmið félagsins er að vera um- ræðuvettvangur fyrir allt það er horfa má til framfara í sveitarfélaginu, stórt og smátt, til gamans og gagns. Félag- ið verður byggt á bjartsýni og þeirri vissu að byggðin hafi öll heimsins tækifæri í hendi sér. Félagið verður öllum opið, bæði fulltrúum fyrirtækja, forsvarsmönn- um félaga og venjulegu fólki eins og mér og þér. Félagið verður ópólitískt og hafið yfir alla flokkadrætti. Óskað er eftir hugmyndum að nafni á félagið. Tillögum má skila inn á fundinum, segir í fréttatilkynningu. Byggt á bjartsýni í Borgarbyggð Borgarnes TÍMAMÓT urðu í starfsemi Olíudreifingar ehf. í gær þegar dælt var sjö milljónum lítra af gasolíu úr skipi í geyma nýrrar birgðastöðvar fyrirtækisins í Krossanesi á Akureyri. Þetta er fyrsti olíufarmurinn sem Olíu- dreifing tekur á móti í Krossanesi. Undanfarin tvö ár hefur fyrirtækið unnið að uppbyggingu birgðastöðvar og uppsetningu búnaðar, sem tilheyrir þessari nýju innflutningshöfn fyrir fljótandi eldsneyti. Geymarými í Krossanesi er alls um 22 milljónir lítra en stöðin býður upp á töluverða stækkunarmöguleika, segir í frétta- tilkynningu frá fyrirtækinu. Fyrsti olíufarmurinn kom frá Eistlandi en hluta farmsins var dælt á land í Reykjavík. Olíudreifing er í eigu Olíufélagsins hf. og Olíuverslunar Íslands hf. Morgunblaðið/Kristján Olíuskipið Jo Elm við bryggju í Krossanesi. Skipið siglir undir norskum fána og er engin smásmíði. Beinn innflutningur fljótandi eldsneytis hafinn FRAMKVÆMDAÁÆTLUN fyrir árið 2002 hefur verið samþykkt, en samkvæmt henni mun Akureyrar- bær verja 283,2 milljónum króna til framkvæmda á sviði gatnagerðar, op- inna svæða og fráveitu á þessu ári. Um 140 milljónir króna fara í gatna- gerð, nýbyggingu þeirra, malbikun og gangstéttar og stíga svo dæmi séu tekin og þá verður 103 milljónum króna varið í fráveituframkvæmdir á árinu, en 30 milljónir króna fara í framkvæmdir við opin og græn svæði. Í fráveitumálum eru ýmis verk framundan, en þar vegur mest þrýstilögn sem lögð verður frá Glerá að Sandgerðisbót en kostnaður við þetta verkefni nemur 60 milljónum króna. Þá verða fráveituframkvæmd- ir í Naustahverfi sem kosta 24 millj- ónir króna. Önnur verkefni eru um- fangsminni, en nefna má skólplagnir norðan við Útgerðarfélag Akureyr- inga, hönnun eftirlits- og stjórnkerfis og hönnun útrásar og hreinsistöðvar. Þær 140 milljónir króna sem varið verður til gatnagerðar í ár skiptast þannig að 46,5 milljónir fara í end- urbyggingu gatna, 62 milljónir í ný- byggingu gatna og holræsa, 25,3 milljónir í malbikun gatna, um 23 milljónir í gerð gangstétta og stíga, nýjar götur í hesthúsahverfi kosta 10 milljónir og til umferðaröryggismála fara 15 milljónir króna. Meðal verkefna má nefna að unnið verður við endurgerð göngugötu, langþráður draumur margra rætist þegar Hafnarstræti við Samkomuhús verður endurgert og þá verða einnig lagfæringar við Aðalstræti við Minja- safn. Nýbygging gatna er að mestu í nýju Naustahverfi. Malbikað verður í Nesjahverfi, m.a. við Baldursnes og Freyjunes, sem og einnig í Lækjar- götu og Dalsbraut, frá Borgarbraut að Klettaborg. Sérstakt átak verður gert í sumar hvað varðar stíga og til þess varið 10 milljónum króna auk þess sem lagðir verða stígar meðfram umferðargötum, s.s. Hlíðarbraut frá Baldursnesi, sunnan Skessugils og við Urðargil. Framkvæmdir á sviði gatnagerðar og fráveitu Tæpar 300 milljónir í framkvæmdir í ár SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norður- lands undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar mun á næstu vikum og mánuðum heimsækja grunn- skóla á Akureyri og í nágranna- byggðum, en skólatónleikar hljóm- sveitarinnar eru nú árviss viðburður og með stærstu verk- efnum hljómsveitarinnar. For- svarsmenn sveitarinnar vænta þess að svo verði áfram og er stefnt að því að stækka svæðið, sem heimsótt verður, jafnt og þétt á næstu árum. Hljómsveitin hóf skólatónleika sína á mánudag og verða alls 17 tónleikar í febrúar í skólum á Ak- ureyri, Dalvík, Árskógsströnd, Hrísey, Hafralæk, Stórutjörnum, Litlu Laugum og í Barnaskóla Bárðdæla. Alla miðvikudaga í mars, apríl og maí verða síðan heimsóttir skólar lengra til, m.a. í Ólafsfirði og á Húsavík, sem og grunnskólar í Skagafirði og í Eyja- firði. Þannig heimsækir Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands alls 21 skóla og mun leika fyrir um 3.500 grunnskólanemendur í 1. til 7. bekk. Tónleikarnir verða í allt 30 talsins. Frá því Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands var stofnuð hefur það verið eitt af markmiðum hennar að sinna yngstu hlustendunum og víkka þar með sjóndeildarhring barna og ungmenna í hlustun á tónlist. Lykillinn saminn fyrir skólatónleikana Á efnisskrá að þessu sinni er tón- verkið „Lykillinn“ eftir Tryggva M. Baldvinsson, en það samdi hann eftir sögu Sveinbjörns I. Baldvins- sonar að beiðni Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands í tilefni af skólatónleikunum í ár. Menningar- borgarsjóður veitti hljómsveitinni styrk til kaupa á verkinu. Alls taka 15 hljóðfæraleikarar þátt í flutn- ingi auk sögumanns sem er Skúli Gautason, leikari. Á síðasta ári flutti Sinfóníuhljómsveit Norður- lands tónverkið Pétur og úlfurinn á skólatónleikum við góðar undir- tektir nemenda. Skólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands Morgunblaðið/Kristján Hljóðfæraleikarar í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á sviði í Brekkuskóla. Nemendur Brekkuskóla hlýða á leik félaga í Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands. Leika fyrir 3.500 börn á 30 tónleikum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.