Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 50
HITT húsið hrindir nú af stað glænýrri tónleikaröð undir nafn- inu Fimmtudagsforleikur. Er hún hugsuð sem tækifæri fyrir ungt fólk, á aldrinum 16–25 ára, til að afla sér reynslu í tónleikaspileríi og því hvernig slík skipulagning gengur fyrir sig. Þessi kvöld eiga sér forföður í Föstudagsbræð- ingnum, hljómleikakvöldum sem voru starfrækt í um eitt og hálft ár. Þar sem hefð er orðin fyrir þó- nokkru tónleikahaldi í Reykjavík á fimmtudagskvöldum hafa For- leiksmenn hugsað sér tónleikaröð- ina sem eins konar forrétt að öðr- um kvöldum, eins og nafnið ber með sér. Tónleikarnir standa frá 20.00 til 22.30 og er ókeypis inn og því upplagt að hita sig upp fyrir aðra tónleika með ferskum og ungæðislegum tónum. Á fyrsta kvöldinu leika þrjár síðrokksveitir, en það form ku af- ar vinsælt hjá ungu neðanjarðar- fólki um þessar mundir. Þetta eru sveitirnar Pan, Jan Mayen (áður Messías) og Lokbrá (inni- heldur meðlimi úr hinni örendu sveit Moðhausi). Það eru Pan-menn sem hafa yfirumsjón með kvöldinu. „Jú, þetta er búið að vera nokkurt basl en mjög góð reynsla,“ segir Halldór Örn Guðnason úr Pan. „T.d. fór allur sunnudagurinn í að hringja út og suður og síðustu sveitinni redduðum við ekki fyrr en á þriðjudagsmorgun. Svo var maður að keyra veggspjöld út um allt. En við erum mjög sáttir við þetta og við fengum þarna til liðs við okkur tvö prýðis- bönd.“ Tónleikarnir fara fram í Geysi Kakóbar en í framtíðinni verða þeir haldnir í Pósthússtræti 3–5, nýju húsnæði Hins hússins. Aldurstakmark er 16 ára og er skylt að sýna skilríki við dyr. Lokbrá er á meðal þeirra þriggja sveita sem leika á fyrsta Fimmtu- dagsfor- leiknum. Ný tónleikaröð Fimmtudagsforleikur Hins hússins FÓLK Í FRÉTTUM 50 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Full búð af nýjum vörum REFASK INNIN KOMIN SÖNGVARINN James Brown var í gær sýknaður af ákæru fyrrverandi starfskonu sinnar um kynferðislega áreitni. Kviðdóm- ur við hæstarétt í Los Angeles komst að þeirri niðurstöðu að Brown hefði ekki áreitt Lisu Ross Agbalaya, 36 ára, kynferð- islega eða valdið henni andlegum þjáning- um eins og hún hefur haldið fram en að fyr- irtæki hans hefði þó sagt henni upp störf- um með ólögmætum hætti. Brown var ekki viðstaddur réttarhöldin. James Brown sýkn- aður Reuters Sálargoðsögn- in var ekki í réttarsalnum er hann var sýknaður en komst ekki undan því er hann bar vitni fyrr í mán- uðinum. SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir Miðasala opnar kl. 15 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B. i. 14 ára. Spennutryllir ársins Dóttur hans er rænt! Hvað er til ráða? Spennutryllir ársins með Michael Douglas. Sýnd kl. 6 og 10. B.i. 12. Sýnd í LÚXUS kl. 4 og 8. DVMbl ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com l i i .  SV Mbl  DV Sýnd kl. 10.20. B.i 14. Sýnd kl. 5.40 og 8. Sýnd kl. 4. Ath! síðustu sýningar á Lord of the Rings í Lúxussal. tilnefningar til Óskarsverðlauna13 il i ill Gwyneth Paltrow Jack Black Glæný leysigeislasýning í sal-1 á undan myndinni ÓGEÐSLEGA FYNDIN! Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i.16 ára. NÆSTA plata leik- og söngkonunnar Jenni- fer Lopez verður endurhljóðblöndunarskífa. Aðdáendur geta þó ornað sér við það að jafn- framt verður þar að finna glænýtt lag, „Alive“, og verður það einnig í nýju mynd- inni hennar Enough. Platan mun bera nafnið J To Tha L-O! og inniheldur umvélanir eftir listamenn eins og Ja Rule, Rodney Jerkins, RJ Schoolyard og Dark Child. Platan kemur út um miðjan mars. Garfað í Lopez Jennifer Lopez
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.