Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ALLAR umbúðir undir áfengi, sem selt er í útsölum Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins, skal ÁTVR, að höfðu samráði við landlæknisemb- ættið og Umferðarráð, sjá til að séu merktar á áberandi stað með viðvör- un þar sem fram kemur að áfeng- isneysla barnshafandi kvenna geti valdið fósturskaða og að neysla áfengis og akstur ökutækja fari ekki saman. Þetta er meginefni þverpóli- tísks frumvarps til laga um breyt- ingu á áfengislögum, sem Rannveig Guðmundsdóttir er fyrsti flutnings- maður að. Rannveig mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi nýverið og benti á að Ís- lendingar hafi verið meðal fyrstu þjóða sem lögleiddu að merkimiðar með varnaðarorðum um skaðsemi tóbaks væru settir á allar tóbaksum- búðir. Þetta framtak hafi vakið at- hygli víða um lönd og þótt erfitt sé að mæla bein áhrif slíkra viðvarana séu flutningsmenn frumvarpsins sann- færðir um að slík varnaðarorð hafi bæði bein áhrif og óbein. Fyrirmyndin sótt til Bandaríkjanna „Ástæða þess að við flutnings- menn leggjum til að bæði verði varað við áfengisneyslu kvenna með barni og jafnframt bent á að akstur og áfengi fari ekki saman, er að við not- um fyrirmynd frá Bandaríkjunum, en þar var fyrir rúmum áratug lög- leitt að viðvaranir um skaðsemi áfengis skyldu vera á öllum áfeng- isumbúðum og er þar ekkert undan- skilið, hvorki létt vín né áfengur bjór,“ sagði Rannveig og bætti við að viðvörunin á áfengisumbúðum í Bandaríkjunum hljóði þannig: ,,Opinber viðvörun: 1. Að ráði landlæknis ættu barns- hafandi konur ekki að neyta áfengis sökum hættu á fósturskaða. 2. Áfengisneysla dregur úr öku- hæfni og hæfileika til að stjórna vél- um og kann að valda heilsutjóni.“ Rakti þingmaðurinn í ítarlegri ræðu ýmis skaðleg áhrif áfengis- drykkju kvenna á meðgöngu fyrir fóstur og benti á að lýsingar á börn- um sem orðið hafa fyrir áfengisáhrif- um í móðurkviði feli í sér m.a. greindarskerðingu, ofvirkni, athygl- isbrest, námserfiðleika, minnistrufl- anir, málhömlun, skertar fínhreyf- ingar og skerta rúmskynjun. Áminningin aðalatriðið, ekki vitneskjan sem slík Gat hún þess að menn hafi lengi velt því fyrir sér hvernig eigi að beina upplýsingum um þessa hætti til hlutaðeigandi aðila og niðurstaðan sé að leggja til að það sé gert með þessari aðvörun sem geti skipti miklu máli. „Þetta er ekki bara spurning um vitneskjuna heldur áminninguna sem getur skipt sköp- um á viðkvæmri stund,“ sagði hún. Rannveig benti aukinheldur á að frumvarpið hefði almennt fengið góðar viðtökur, en þeir sem helst leggist gegn því séu fulltrúar birgj- anna. Þeir hafi áhyggjur af því að merkingarnar verði of kostnaðar- samar og frumvarpið verði viðskipta- þvingandi. Sagðist hún ekki gera mikið með slíka gagnrýni, enda eigi kostnaður ekki að koma í veg fyrir svo brýna áminningu. Hún hafnaði því einnig að ástæðulaust væri að vara við samspili aksturs og áfengis, þar sem allir vissu að það færi ekki saman. Áminningin skipti hér öllu máli, ekki vitneskjan. Skiptar skoðanir um frumvarpið Athygli vakti í umræðunni um frumvarpið, að Sigríður Ingvarsdótt- ir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagðist einarðlega gegn efni þess og undir það tók flokksbróðir hennar, Pétur H. Blöndal. Hins vegar sagði Guðjón A. Kristjánsson, formaður þingflokks Frjálslynda flokksins, frumvarpið brýnt, þar sem ljóst virð- ist að ungt fólk sé ekki upplýst um þær hættur sem fóstri geti stafað af áfengisneyslu. „Ég held að það að merkja áfengi með viðvörunum, ann- ars vegar því að hættulegt sé fyrir ungar mæður gagnvart fóstrinu að neyta áfengis og hins vegar viðvörun til ökumanna, hljóti hvort tveggja að vera til bóta,“ sagði hann. Sigríður Ingvarsdóttir tók hins vegar svo djúpt í árinni að segja frumvarpið og efni þess móðgun við íslenskar konur. „Að mínu mati er þetta með öllu óþarft og mun ekki skila sér á nokk- urn hátt ef undan er skilið hækkandi vöruverð og minna úrval léttra vína og bjórs, en neysla á þessum vörum hefur verið að aukast á undanförnum árum á kostnað sterkra vína,“ sagði hún og benti á, að skv. upplýsingum ÁTVR seljist tæplega 25 millj. ein- ingar áfengis á ári í verslun fyrirtæk- isins. Það að þurfa að líma varúðar- merki á hverja einustu einingu muni óhjákvæmilega hafa í för með sér mikinn kostnað sem leiða muni til hækkunar á útsöluverði áfengis. Sökum þess hve íslenski markaður- inn er lítill sé einnig ljóst að merk- ingarnar verði framkvæmdar hér á landi. Erlendir framleiðendur munu ekki standa í því. Frekar muni þeir láta íslenska neytendur sigla sinn sjó. Segir alþingismenn eiga að forðast allar óþarfa álögur Sigríður vísaði einnig til þess að mæðraeftirlitið á Íslandi sé eitt það besta í heiminum og eftir fyrstu heimsókn í mæðraskoðun sé varla til sú kona sem ekki veit að hún á ekki að neyta áfengis á meðan á með- göngu stendur, hafi svo ólíklega vilj- að til að henni hafi ekki verið kunn- ugt um það áður. „Ég vil taka svo djúpt í árinni að segja þetta frum- varp móðgun við allar íslenskar kon- ur,“ sagði Sigríður ennfremur. „Við alþingismenn eigum að forð- ast að leggja óþarfa álögur á fólkið og fyrirtækin í landinu, álögur sem munu að líkindum engu skila og eru með öllu óþarfar og sennilegast hækka vísitöluna, því að sá kostnað- ur sem þetta hefur í för með sér fyrir innflytjendur mun fara beint út í verðlagið,“ bætti hún við. Umræður á Alþingi um frumvarp til laga um breytingar á áfengislögum Viðvaranir verði settar á allar umbúðir í ÁTVR Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Þeir voru kumpánlegir, Gunnar I. Birgisson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, og Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingar- innar, þegar þeir ræddust við í þingsal Alþingis á dögunum. Skiptar skoðanir eru á Alþingi um frum- varp til laga um breytingar á áfengislögum, þar sem gert er skylt að merkja allar um- búðir áfengis með viðvörun um skaðsemi áfengisneyslu barnshafandi kvenna og til ökumanna. Einn þingmaður sagði frum- varpið móðgun við allar íslenskar konur. PÉTUR H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setti fram harða gagnrýni á lífeyrisskuldbind- ingar ríkisins og samkomulag við lög- reglumenn um styttingu starfsaldurs á Alþingi í vikunni þegar fjármála- ráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um breytingar á lögum um Líf- eyrissjóð starfsmanna ríkisins í þessu skyni. Sagði Pétur að skuld- bindingar ríkissjóðs vegna lífeyris hefðu aukist um 100 milljarða á síð- ustu fimm árum og nýgerðir aðlög- unarsamningar við ríkisstarfsmenn, þar sem dagvinnulaun voru færð nær greiddum launum, hafi valdið aukn- ingu á skuldbindingum ríkisins upp á 55 milljónir kr. á dag, alla daga árs- ins. „Þetta er allt ógreitt og meira til. Það eru 170 milljarðar ógreiddir þar sem ríkissjóður á eftir að greiða til velferðarkerfisins. Velferðarkerfið er meira og minna ógreitt,“ sagði þing- maðurinn. Hann sagði samninga við lögreglu- menn um styttri starfsaldur til þess fallna að grafa undan hinu nýja kerfi. Vissulega sinni lögreglumenn erfiðu starfi, en það geri fjölmargir aðrir í þjónustu ríkisins líka, og allt þetta fólk muni koma í kjölfarið og krefjast þess sama. „Ég vara mjög eindregið við þess- ari aukningu á skuldbindingu ríkisins og þætti skemmtilegt að einhver benti mér á hvernig ætti að greiða þessi ósköp,“ sagði Pétur og benti á að tryggingagreiðslur almanna- trygginga til öryrkja og ellilífeyris- þega næmu um 15 milljörðum kr. á ári. Allur lífeyrir annarra lífeyris- sjóða næmi einnig um 15 milljörðum á ári. Í tilfelli LSR og ríkisins hefði aðeins aukning skuldbindinga, ein og sér, numið um 20 milljörðum kr. á ári. Vísaði hann einnig til þess sem fram kom í Morgunblaðinu á dögun- um, að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna væru talsvert betri en annarra launþega hér á landi, en það væru einmitt þeir sem á endanum þyrftu að greiða „þessi ósköp“. Framfaraskref, segir formaður BSRB Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og formaður BSRB, lýsti sig ósammála Pétri og hældi þvert á móti samningagerð ríkisins við lögreglumenn. Þróunin í lífeyris- málum hefði verið jákvæð fyrir alla launamenn á Íslandi að undanförnu og ekkert nýtt væri að fólk reyndi að „sá fræjum sundrungar innan verka- lýðshreyfingarinnar og benda á mis- munandi kjör“. „Hér er að mínum dómi verið að stíga framfaraskref fyrir þessa stétt, lögreglumenn, og að sjálfsögðu von- ast ég til þess, þegar fram líða stund- ir, að aðrar stéttir muni einnig njóta góðs af,“ sagði Ögmundur m.a. og undir það tók Margrét Frímanns- dóttir, þingmaður Samfylkingarinn- ar, sem sagði lögreglumenn búa við mjög sérstakt og lýjandi starfsum- hverfi. Tilefnið sérstakt og það gefi ekki fordæmi Geir H. Haarde (D) fjármálaráð- herra sagði hins vegar að tilefnið væri sérstakt og í umræddum samn- ingi við lögreglumenn fælist ekki for- dæmi gagnvart öðrum. „Vafalaust koma fram einhverjar slíkar kröfur, og þá verður þeim bara ansað þegar þar að kemur. En í þessu frumvarpi felst ekkert slíkt fyrir- heit,“ sagði ráðherrann og viður- kenndi að vissulega fælust miklar skuldbindingar í LSR. „Það er bara gott að halda mönn- um við það efni og gera mönnum það ljóst að þarna eru alvöruskuldbind- ingar á ferð sem einhver verður að borga. En það er ekki rétt og ekki sanngjarnt að tala alltaf um þetta mál eins og ekkert hafi verið í því gert,“ bætti hann við og gat þess að á síðustu árum hefði í fyrsta sinn verið farið í það að reikna stærð þessara skuldindinga og að greiða inn á þær. ekki sé lengur um að ræða stærð sem menn yppti ávallt öxlum yfir og hugsi sem svo að syndaflóðið komi bara eft- ir sinn dag í pólitík. Aukast um 20 millj- arða króna á ári Pétur H. Blöndal gagnrýnir vöxt skuldbindinga LSR JÓHANNA Sig- urðardóttir, þing- maður Samfylk- ingarinnar, mælti á þriðjudag fyrir tveimur tillögum til þingsályktunar um bætt siðferði hér á landi, annars vegar í stjórnsýsl- unni og hins vegar meðal alþingis- manna. Í fyrri tillögunni felst að ríkis- stjórnin skipi nefnd til þess að setja siðareglur í stjórnsýslunni. Markmið- ið með setningu slíkra reglna sé að tryggja betur aga, vönduð vinnu- brögð og ábyrga meðferð fjármuna í stjórnsýslunni. Í síðari tillögunni felst að skipuð verði nefnd fulltrúa allra þingflokka sem móti siðareglur fyrir alþingismenn og leggi fram fyrir for- sætisnefnd þingsins til staðfestingar. Jóhanna tengdi nýleg dæmi tengd einkavæðingu Símans inn í framsög- ur um báðar tillögurnar og það gerðu fleiri þingmenn stjórnarandstöðu sem tóku þátt í umræðunni. Benti Jóhanna Sigurðardóttir sér- staklega á hinn mikla fjölda ríkisfyr- irtækja sem hefur verið einkavæddur á umliðnum árum og þau vandkvæði sem því fylgdi við öflun upplýsinga um rekstur þeirra. „Mönnum býður í grun að það sé meðal annars gert til þess að varpa leynd yfir ýmis- legt sem fer þar fram innan dyra,“ sagði þingmaður- inn og bætti við að það væri mjög sérkennilegt að jafnskjótt og búið væri að setja „há- eff“ fyrir aftan nafn fyrirtækja, jafnvel þótt þau væru áfram að fullu í eigu ríkisins, kæmu þingmenn að luktum dyrum. „Mér finnst þetta svo alvarlegt mál, að við hljótum að gera kröfu til þess að forsetaembættið og ekki síst aðalforseti þingsins taki nú þessi mál til skoðunar og skoði með hvaða hætti sé hægt að tryggja betur rétt þing- manna vegna þess að við hljótum öll að hafa áhyggjur af því hver staða þingsins er gagnvart framkvæmda- valdinu,“ sagði Jóhanna ennfremur. Athygli vakti í umræðunni á þriðjudag, að eingöngu þingmenn Samfylkingarinnar tóku þátt í um- ræðum um þörf á siðareglum í stjórn- sýslu og fyrir þingmenn, utan Kol- brún Halldórsdóttir, vinstrigrænum, en hún lýsti yfir stuðningi við efni beggja tillagna. Óskuðu flutnings- menn ítrekað eftir því í ræðustól að eiga skoðanaskipti við þingmenn stjórnarflokkanna, en varð ekki að þeirri ósk sinni. Tillögur um siða- reglur þingmanna og stjórnsýslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.