Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 40
FRÉTTIR 40 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Verka- lýðsfélaginu Hlíf: „Fundur í Verkalýðsfélaginu Hlíf, þriðjudaginn 19. febrúar 2002, fordæmir það bruðl og eig- inhagsmunapot sem átt hefur sér stað hjá æðstu yfirmönnum Sím- ans við undirbúning á sölu fyr- irtækisins og telur að á engan hátt sé hægt að afsaka kæruleysislega eyðslu sem einkennir fjármála- meðferð fyrrgreindra manna. Vítaverðast er þó að viðkomandi ráðherrar skuli, að ókönnuðu máli, reyna að réttlæta og afsaka gjörð- ir þessara manna jafnvel þótt þeir séu flokksbræður þeirra. Fundurinn vill að óháð rann- sóknarnefnd verði skipuð til að skoða fjármál Símans og þá sér- staklega þær greiðslur sem inntar hafa verið af hendi vegna und- irbúnings undir sölu og einkavæð- ingu fyrirtækisins. Niðurstöður nefndarinnar verði síðan birtar op- inberlega svo að eigendur Símans, sem er allur almenningur í land- inu, fái réttar upplýsingar um fjár- mál og rekstur síns eigin fyrirtæk- is. Með hliðsjón af niðurstöðu nefndarinnar geta síðan ráðherrar, alþingismenn eða æðstu menn Símans afsakað það klúður sem er hér á ferðinni.“ Fordæma bruðl og eiginhagsmunapot GAMLIR Nesbúar ætla að hittast í Naustkjallaranum föstudagskvöldið 22. febrúar eftir kl. 20. Skemmtanir sem þessi hafa verið haldnar á nokk- urra ára fresti. Naustið mun bjóða upp á þriggja rétta máltíð, og þeim sem það vilja er bent á að hafa samband við Naustið. Það er viðbúið að árgangar sem voru í „Mýró“ fram til ársins 1970 muni fjölmenna, segir í fréttatilkynningu. Endurfundir fyrr- verandi nemenda Mýrarhúsaskóla KOSNING um bestu ljósmyndina í ljósmyndakeppninni á ljósmyndari- .is stendur nú sem hæst, alls bárust 233 myndir í keppnina. Allir geta tekið þátt í kosningu þessari með því að fara inn á slóðina www.ljosmyndari.is. Þar er hægt að sjá allar 233 myndirnar og gefa „uppáhaldsmyndunum“ atkvæði. Kosningu lýkur 28. febrúar, en úrslit verða tilkynnt 2. mars. Fyrir þrjár stigahæstu myndirnar verða veitt bókaverðlaun; fyrir fyrsta sæti er bókin Ísland – töfrandi land, með ljósmyndum eftir Hauk Snorrason, Jón Karl Snorrason og Snorra Snorrason eldri og yngri, og fyrir 2. og 3. sæti bókin Northern Light, með myndum eftir Maryam Khoday- ar, sem kom út fyrir síðustu jól. Ljósmyndari.is er vefsíða fyrir allt áhugafólk um ljósmyndun, segir í fréttatilkynningu. Ljósmyndakeppni á www. ljosmyndari.is FORELDRAÞING SAMFOK 2002 verður haldið í Hamraskóla, Dyr- hömrum 9, laugardaginn 23. febrúar kl. 9.30 – 12.30. Leitast verður við að fá svör við m.a. spurningum um lengda viðveru (heilsdagsskólann). Hver er framtíð- arsýn borgaryfirvalda í málefnum lengdrar viðveru? Hvernig viljum við að brugðist sé við breyttum þjóð- félagsaðstæðum þar sem vinnutími foreldra og lengd skóladagsins stangast á? Frummælendur og þeir sem svara fyrirspurnum koma úr Foreldraþing SAMFOK röðum foreldra, fagfólks og borgar- fulltrúa. Allir eru velkomnir, en ósk- að er eftir að þátttaka sé tilkynnt á samfok@samfok.is eða í síma. Dag- skrá þingsins er að finna á www.sam- fok.is, segir í fréttatilkynningu. AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R Sölumaður Sala - afgreiðsla Innflutningsfyrirtæki óskar að ráða sölu- og afgreiðslumann nú þegar (eða sem allra fyrst) til framtíðarstarfa. Reynsla af sölustörfum nauðsynleg. Starfssvið er m.a. sala á rafmagnsverkfærum og skyldum vörum, garðverkfærum og ýmsum vörum til garðyrkju, smátækjum og skyldum búnaði auk ýmissa annarra vara. Umsóknir er greini mennt- un, aldur og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. eða á tölvupósti box@mbl.is fyrir 25. febrúar 2002, merkt sölumaður 12022. Forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins Staða forstjóra við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins er laus til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa lokið háskóla- prófi. Umsóknir með upplýsingum um mennt- un og fyrri störf skulu sendar Sjávarút- vegsráðuneytinu, Skúlagötu 4, 150 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 25. febrúar 2002. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins er rannsókna- og þjónustustofnun fyrir sjávarútveginn, annan matvælaiðnað og tengdar greinar. Hlutverk Rf er að stunda rannsóknir, framkvæma mælingar og prófanir, veita ráðgjöf, miðla upplýsing- um og annast fræðslu á þekkingar- og þjónustusviðum sínum. Nánari upplýsingar um Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins má sjá á heimsíðu hennar: www.rf.is . Sjávarútvegsráðuneytið, 20. febrúar 2002. Við hjá Pharmacia óskum að ráða háskólamenntaðan starfsmann (lyfjafræðing, lækni hjúkrunarfræðing eða líffræðing) í starf markaðsfulltrúa. Í hverju felst star fið? Starf markaðsfulltrúa felst meðal annars í því að kynna lyf fyrir læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki, koma að gerð kynningarefnis, skipuleggja fræðslufundi, taka þátt í ráðstefnum heima og erlendis og annast samskipti við móðurfyrirtækið erlendis. Til hvers ætlumst við af þér? Við leitum að áhugasamri manneskju sem er rösk og skipulögð og getur unnið sjálfstætt að krefjandi verkefnum. Gott viðmót, vandvirkni og metnaður til að ná árangri eru skilyrði. Viðkomandi þarf að hafa vald á ensku og einu norðurlandamáli. Hvað veitum við þér? Við bjóðum þér gott og gjöfult starf hjá nútímalegu fyrirtæki í alþjóðlegu rekstrarumhverfi. Þú vinnur með hressu samstarfsfólki að fjölbreyttum verkefnum og við tökum vel á móti þér. Miklir möguleikar á símenntun og að vaxa í starfi. Pharmacia Pharmacia er ört vaxandi lyfjafyrirtæki á heimsmælikvarða með um 60.000 starfsmenn í 60 löndum. Fyrirtækið framleiðir og markaðssetur mörg þekkt lyf og rækir öflugt vísinda- og þróunarstarf. Á Íslandi er Pharmacia sjálfstæð markaðsdeild innan Pharmaco. Hvenær þurfum við að fá umsókn þína? Vinsamlega sendu okkur umsókn þína fyrir 27. febrúar, merkta: Pharmaco hf., b.t. Pharmacia, Hörgatúni 2, Pósthólf 200, 212 Garðabær. Trúnaður Við leggjum áherslu á trúnað og hreinskiptni og förum með umsókn þína sem trúnaðarmál. Pharmaco Pharmaco kappkostar að vera leiðandi fyrirtæki í þjónustu við framleiðendur og kaupendur lyfja, lækninga- og rannsóknartækja, heilsu- og snyrtivara. Gæðakerfi fyrirtækisins er vottað samkvæmt ISO 9002 staðlinum. Aðsetur Pharmaco er í Garðabæ og starfsmenn eru nú um 130 talsins. Rekstrartekjur fyrirtækisins á Íslandi námu um 3,4 milljörðum árið 2000. Áhugaver t ...hjá sterku ly fjafyrir tæki miki lvægt gjöfult star f. . . & Ly f jafræðingur, læknir, hjúkrunar fræðingur eða l í f fræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.